Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR16. MARS1984. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um heigina Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós sýnir: „Not a love story” Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós sýnir sunnudaginn 18. mars kl. 17 kanadísku heimildarmyndina Not A Love Story — kvikmynd um klám. Þessi mynd var sýnd á Kvikmynda- hátíð 1982 og vakti þá mikla athygli. Það er kanadiski leikstjórinn Bonnie Sherr Klein sem gerði þessa mynd 1981. Hún fékk í lið meö sér Lindu Lee Tracey, nektardansmey frá Montreal, og saman kanna þær klám- iðnaðinn í Bandaríkjunum; heim gægjugatasýninga, klámblaða, nektar- sýninga og kynóramarkaðinn yfirleitt. Myndin er stranglega bönnuð böm- Listaskólar í Reykja- vík með uppákomur Tveir listaskólar innan vébanda BISN standa næstu daga fyrir uppá- komu í bæjarlífi Reykjavíkur. Eru þaö Leiklistarskóli Islands og Tónlistar- skóli Reyk javíkur. Nemendur í Leiklistarskólanum sýna unglingaleikritið „Bara ljón” í Kramhúsinu, Bergstaðastræti 9b, á laugardag og sunnudag kl. 15. Leikrit þetta var frumsýnt um siðustu helgi og þykir gott. Verð aðgöngumiða er 30 kr. og eru þeir seldir á skrifstofu skólans, Lækjargötu 14b, sími 25020. Nemendur Tónlistarskóla Reykja- víkur halda tvenna tónleika á vegum skóla síns í næstu viku að Kjarvals-. stöðum. Þriðjudaginn 20. mars, kl. 20.30, verða fyrri tónleikarnir og verða þar flutt frumsamin verk nemenda. Síðari tónleikarnir verða daginn eftir — miðvikudag — og verður þar flutt mjög f jölbreytt dagskrá. Aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis. Hollandsdagar í Háskólabíói Hópur Hollendinga, sem vinna aö i ferðamálum í sínu heimalandi, er’ kominn hingað til lands til að kynna land sitt og fyrirtæki. Kynningin veröur í anddyri Há- skólabíós og veröur opin almenningi á milli kl. 13.30 og 17 á laugardag og eftir hádegi á sunnudag. Verður þama ýmislegt fróðlegt að sjá enda mörg fyrirtæki sem þama verða með bása þar sem frammi liggja bæklingar og annað tengt ferðamálum í Hollandi. Söngur, lúðrablástur og dans í Hafnarfirði I tilefni hækkandi sólar og mildari veðráttu mun verða haldiö sérstakt skemmtikvöld í veitingahúsinu TESS í Hafnarfirði, laugardaginn 17. mars. Það eru Karlakórinn Þrestir í Hafnarfiröi, Karlakórinn Stefnir í Mos- fellssveit og Lúörasveit Hafnarfjarð- ar, sem standa sameiginlega að þess- ari hátíð, sem verður með nokkuð óvenjulegu sniði, en þar mun verða ríkjandi söngur, lúðrablástur og dans. A dagskrá þessa skemmtikvölds, sem hefst kl. 21, koma fram báðir kór- arnir og syngja hvor í sínu lagi nokkur lög, og syngja síðan saman. Þá mun Lúörasveit Hafnarfjarðar leika nokk- ur lög og þar að auki leika sérstaka karnivalmúsik og annað léttmeti fyrir dansi. Einnig mun sérstök danshljóm- sveit leika aö skemmtiatriðum lokn- um. Kar/akórinn Stefnir i Mosfe/lssveit kemur fram á skemmtuninni i Hafnar- firði, ásamt iúðrasveit og Karlakórnum Þröstum úr Hafnarfirði. að fækka og fer nú hver að verða síðastur til að sjá þessa sýningu sem hlotið hefur góðar undirtektir áhorfenda, jafnt sem annarra gagnrýnenda. AndarDráttur er samheiti tveggja stuttra leikrita (Kynórar og Tilbrigði við önd) eftir Bandarikjamanninn David Mamet sem hvað mestar vonir eru nú bundnar við vestanhafs sem leikskáld. Með hlutverkin í því fyrra fara Kjartan Bjargmundsson, Ellert A. Ingimundarson, Sólveig HaUdórsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. En í því seinna Helgi Bjömsson og Viðar Eggertsson. Leikstjóri er Svanhildur Jóhannesdóttir. Sýningar Þjóðleik- hússins um helgina: Lokaæfing f næstsiðasta sínn, Sveyk, Skvaldur og Amma þó! Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni, eftir Brecht og Eisler, hefur fengið góða aðsókn og mjög góðar undirtektir. Bessi Bjamason leikur Sveyk, en aðrir í stórum hlutverkum eru Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Gísli Rúnar Jónsson, Baldvin HaUdórsson og Sigurður Sigurjónsson. Sveyk verður sýndur á föstudagskvöld og á sunnudagskvöld. Amma þó!, bamaleikrit Olgu Guðrúnar Amadóttur, verður sýnt á laugardag kl. 15 og á sunnudag kl. 15. Bömin kunna vel að meta þetta ævintýri úr Reykjavík nútímans og hlusta grannt á textann og fylgjast vel með makalausri framvindunni í leikritinu. Síðast var uppselt á þessa sýningu. Skvaldur, farsinn vinsæU eftir Michael Frayn, verður sýndur á laugardagskvöld, kl. 20 og fer nú hver að verða síðastur að sjá þetta fjörmikla stykki. Sýningar eru orðnar hátt í fimmtíu talsins og áhorfendur orðnir um 18 þúsund. Aðeins þr jár sýningar eftir. Lokaæfing, eftir Svövu Jakobsdóttur, verður sýnd í næstsiðasta sinn á sunnudag kl. 16 (ath. óvenjulegan sýningartíma). Magnað og umrætt leikrit um nærtækt íhugunarefni. Allra síðasta sýning verur fimmtudaginn 22. mars. Aukasýningar verða ekki á leikritinu, SAFARI: Diskótekið á fullu um helgina. SIGTtlN: Opið í kvöld og laugardagskvöld. Diskótek. HOLLYWOOD: Diskótek alla helgina. HOTEL SAGA: Lokað á föstudagskvöld vegna einkasamkvæmis. Laugardagskvöld: „Söguspaug” í Súlnasal, skemmtidagskrá með Ladda, Jörundi, Emi og Pálma. Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Leiklist 25. sýning á Gísl. Uppselt á allar sýningar til þessa. A sunnudagskvöldið er leikritið Gísl eftir Brendan Behan sýnt í 25. skipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa og mikil kátina rikt á sýningum. 1 stærstu hlutverkum eru Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðbjörg Thoroddsen, Guðmundur Pálsson, Hanna Maria Karlsdótt- ir, Steindór Hjörleifsson, Sigurður Skúlason og Aðalsteinn Bergdal. Sigurður Rúnar Jóns- son stjórnar allri tónlistinni, sem eingöngu er flutt af leikurunum sjálfum. Leikstjóri er StefánBaldursson. I kvöld (föstudagskvöld) er sýning á Guð gaf mér eyra eftir Mark Medoff, en leikritið hefur hlotið óvenjugóðar viðtökur leikhús- gesta. Sigurður Skúlason og Berglind Stefáns- dóttir fara með stærstu hlutverkin, auk þeirra leika Karl Agúst Ulfsson, Lilja Þóris- dóttir, Valgerður Dan, Sigriður Hagalin og Harald G. Haralds stór hlutverk. Leikstjóri er Þorsteinn G unnarsson. A laugardagskvöld er Hart í bak sýnt og eru nú aðeins örfáar sýningar eftir á leikritinu. Þar em í helstu hlutverkum Soffía Jakobs- dóttir, Jón Sigurbjömsson, Kristján Franklín Magnús, Edda Backman, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson og Aðalsteinn Bergdal. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. A laugardagskvöld er auka-miðnætur- sýning á Forsetaheimsókninni vegna fjölda áskorana og er það jafnframt 40. sýning verksins. Sýningum fækkar á AndarDrætti AndarDráttur, sýning Alþýðuleikhússins, verður sýnd að Hótel Loftleiöum annað kvöld (laugardag) kl. 20.30. Sýningum fer nú óðum AMERISKUR L UXUSBILL OGUM ÞAÐ ÞARF EKKI FLEIRIORÐ 499.700 Jl____________________ Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri — Aflhemlar — Hituð afturrúða — Electronisk kveikja Deluxe innrétting — Digital klukka — Litað gler Fjarstýrður hliðarspegill —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.