Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1984, Blaðsíða 3
Messur Guösþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudaginn 18. mars 1984. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Bamasamkoma í safnaðarheimili Arbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 2.00. Organleikari Jón Mýrdal. Félagsvist á vegum Bræðrafélags Arbæjarsóknar á sama stað sunnudagskvöld kl. 20.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ASKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Föstumessa miöviku- dagskvöld 21. mars kl. 20.30. Sr. Ami Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Laugar- dagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sunnu- dagur: Guðsþjónusta kl. 2.00 í Breiðholts- skóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Bamasamkoma kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Stanley Mitton, fulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar í Bandaríkjun- um, talar í tilefni af starfi Hjálparstofnunar- innar við hungraða og þjáða. Organleikari' Guðni Þ. Guðmundsson. Bamagæsla. Bræðrafélagsfundur mánudagskvöld kl. 20.10. Félagsstarf aldraðra miðvikudag kl. 2—5. Æskulýðsfundur miðvikudagskvöld kl. 20.00. Yngri deild æskulýðsfélagsins fimmtu- dag kl. 16.30. Bænastund á föstu miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Sr. Olafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11.00. Sunnudagur: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DOMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dr. Yap Kim Hao, biskup frá Malasíu, aðalritari kristniráðs Asíu prédikar. Mál hans verður túlkað. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2.00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjöiskyldna þeirra. Foreldrar lesa bænir og ritningartexta. Dómkórinn syngur við báðar guðsþjónustumar. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. Laugar- dagur: Bamasamkoma að Hallveigarstöðum kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. LANDAKOTSSPtTALI: Messa kl. 10.00. Organleikari Birgir As Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14.00. Sr. Sigurjón Guðjónsson, fyrrverandi prófast- ur í Saurbæ, prédikar. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- OG HÖLAPRESTAKALL: Laugar- dagur: Bamasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 2.00. Sunnudagur: Bamasamkoma í Fellaskóla ki. 11.00. Guösþjónusta í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn Hjartarson. FRlKIRKJAN IREYKJAVIK: Guðsþjónusta kl. 14.00. Ræðuefni: Hann setur spumingar- merki við réttlæti mitt (5. ræðan í prédikana- röð úr Jobsbók). Fermingarbörn lesa bænir og texta. Fríkirkjukórinn syngur undir stjóm organistans Pavel Smid. Dóra Reyndal sópransöngkona syngur stólvers, Bist du bei mir, eftir J.S. Bach. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra hvattir til að koma. Aðal- safnaðarfundur að lokinni messugjörð. Sr. GunnarBjömsson. GRENSASKIRK JA: Bamasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Altarisganga. Organleikari Ami Arinbjamarson. Ferm- ingarböm komi til messu. Æskulýösfundur mánudagskvöld kl. 20.00. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRIMSKIRKJA: Bamasamkoma og messa kl. 11.00. Börnin komi í kirkjuna og taki þátt í upphafi messunnar. Kynning á starfi Gideonfélagsins. Sr. Karl Sigurbjömsson. Messa kl. 2.00 fyrir heymarskerta og aðstand- endur þeirra. Sr. Miyakó Þórðarson. Kvöld- messa með altarisgöngu kl. 5.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kvöldbænir með lestri Passíusálms eru í kirkjunni alla virka daga föstunnar kl. 18.15 nema miðvikudaga. Þriðjudagur 20. mars: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Miðviku- dagur 21. mars: Föstumessa og aö henni lok- inni fræðsluerindi dr. Einars Sigurbjöms- sonar. Umræður og kaffiveitingar. LANDSPITALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ragn- ar Fjalar Lárusson. HATEIGSKIRKJA: Laugardagur: Bama- guösþjónusta kl. 11.00. Sunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2.00. Sr. Eiríkur J. Eiríksson prédikar. Sr. Am- grímur Jónsson. Föstuguðsþjónusta miðviku- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Amgrímur Jónsson. KAIISNESPRESTAKALL: Laugardagur: Bamasamkoma i safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00 árd. Sunnudagur: Messa í Kópavogs- kirkju kl. 2.00. Umræður og kaffisopi i safnaðarheimilinu Borgum að lokinni messu. Sr. Ami Pálsson: LANGHOLTSKIRKJA: Oskastund bamanna kl. 11.00. Söngur — sögur — leikir. Guðsþjón- Fjölskylduhátíð og skemmtikvöld — á Sögu og í Háskólabíói á sunnudaginn Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir—Landsýn gengst fyrir mikilli f jölskylduhátíð og öðrum skemmtun- um á sunnudaginn i Háskólabíói og á HótelSögu. Skemmtunin i Háskólabíói hefst kl. 14. Verður þar boðið upp á marg- vísleg skemmtiatriði fyrir alla fjöl- skylduna. Meðal þess má nefna þá Steina og Olla, barnaleikhúsið Tinna, trúða, og ýmsar sýningar, m.a. pönnukökubakstur og speglasalur verður opinn. I anddyrinu stendur þá yfir kynning sem hollenskir aðilar eru meö, og er þar margt fróðlegt að sjá. A sunnudagskvöldið kl. 19 hefst svo Hollandskvöld í Súlnasal Hótel Sögu. Verður þar og margt til skemmtunar og fróðleiks. Er þarna upplagt tækifæri fyrir þá fjöimörgu sem ætla að heimsækja Holland í sumar eða þá sem hafa hug á því að fá smjör- þefinn af því sem þar er og verður á boðstólum. áBroadway Ómar Ragnarsson hefur fengiö marga til að hlæja um dagana. Nú eru 25 ár siöan hann byrjaði að skemmta fólki opinberlega og i tilefni þess verður sérstök hétið honum tiI heiðurs é Broadway i kvöid. Hinn landskunni skemmtikraftur, Omar Ragnarsson, stendur á merkum tímamótum um þessar mundir, en nú eru liðin 25 ár frá því að hann hóf feril sinn sem skemmti- kraftur og jafnframt 30 ár frá þvi hann lék sitt fyrsta stóra hlutverk í leikhúsi. Af því tilefni hafa nokkrir aðilar tekið sig saman um að halda Omari hóf, þar sem rifjað verður upp skemmtiefni frá ferli Omars í aldar- fjórðung. Hófið verður haldiö í Broadway, föstudaginn 23. mars nk., og verður þar boðið upp á fjölbreytta dagskrá, með gríni og söng, þar sem Omar sjálfur kemur fram ásamt ýmsum gestum sem tengjast ferli hans í gegnum árin. Omar mun m.a. koma fram með nokkrum af þeim undir- leikurum sem hann hefur lengst starfaðmeð. Auk þess mun hann taka lagiö með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, bæði lög, sem hann hefur sjálfur sungið inn á hljómplötur, og Iög með textum eftir hann sem aðrir hafa gertvinsæl. Vmsir aðilar og skemmtikraftar aðrir munu troða upp í hófinu, með skemmtiefni er tengist Omari og ferli hans í skemmtibransanum og fréttamennskunni og er þar af nógu aö taka. Matseðillinn samanstendur af uppáhaldsréttum Omars, sem framreiddir verða í samvinnu við eiginkonu hans, Helgu Jóhanns- dóttur, og kennir þar ýmissa grasa, ekki síður en i skemmtidagskránni. Rocky Horror-helgi í Klúbbnum Helgina 15., 16. og 17. mars verður miklð um að vera í Klúbbnum, öU kvöldin, þ.e. Rocky horror-helgi. 20 manna dans- og söngvahópur, sem kallar sig Rocky horror-hópinn, verður með sérsamið atriði sem byggt er á bió- myndinni: Rocky horror show, sem vakti mikla athygli hér á landi fyrir stuttu, undirleikinn sér hljómsveitin Toppmenn um. Þarna er á ferðinni mjög vandað verk sem kostað hefur óhemju vinnu. Að þessum söngleik loknum mun hljómsveitin Toppmenn sjá um dansinn fyrir gesti Klúbbsins. Hin kunna hljómsveit Frakkarnir leikur á tónleikunum i Sigtúni i kvöld. Einnig koma þar fram hljómsveitirnar Kikk, Vonbrigði og Grafik. SATT-tónleikar í Sigtúni SATT-samtökin gangast fyrir nokkrum tónleikum á næstunni og eru hinir fýrstu þeirra í kvöld, föstudagskvöld i Sigtúni. Þar koma fram hljómsveitimar Frakkamir, Vonbrigði, Grafík og Kikk. Húsið er opnaö klukkan tíu en tónleikamir standa tilkl. þrjú. Næstu tónleikar em síðan í Safari, fimmtudagskvöldið 22. mars, og er þar um að ræða sérstakt kvenna- kvöld með hljómsveitunum Dá, Djellý-systrum og Dúkkulísunum. í kvöld Þriðju tónleikarnir em síðan fimmtudagskvöldiö 29. mars og er þá um aö ræða þungarokkskvöld með hljómsveitunum Drýsli, Centaur og Lizzard. Fleiri tónleikar eru áformaðir í byrjun apríl. Allur ágóði af þessum tónleikum rennur til starfsemi SATT. Verð aðgöngumiöa á Sigtúns- tónleikana er 250 kr. og forsala á þá er í Fálkanum, Laugavegi og Karna- bæ, Austurstræti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.