Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1984, Qupperneq 4
DV. FÖSTUDAGUR 23. MARS1984. Fjölmargarverslanir á Reykjavíkursvæðinu: Hótaað hætta kreditkorta- viðskiptum Stór hluti verslana á Reykjavíkur- svæöinu hefur nú hótaö aö hætta aö taka kreditkortin svokölluöu gild. Mikil óánægja er nú innan kaupmanna- stéttarinnar meö þetta greiöslufyrir- komulag, einkum vegna hins háa kostnaðar. Á blaöamannafundi sem kaupmenn héldu í gær kom fram aö kostnaður, sem verslanir þyrftu aö inna af hendi vegna kortanna, væri á bQinu 2—3,5% allt eftir stærð verslunarinnar. Vitaö er aö mikill hiti er í kaupmönn- um og á fundi, sem haldinn var um þetta mál vildu sumir segja samningunum viö kortafyrirtækin upp strax. Hins vegar mun sterkum öflum hafa tekist aö haga málum þannig aö ef samningar hafa ekki tekist fyrir 20. april veröi samningunum sagt upp og er þá á þeim 3—4 mánaöa uppsagnar- frestur. Kaupmenn gera meðal annars aö kröfu sinni aö kostnaöurinn viö þessi viöskipti lækki og færist jafnframt yfir á notendur kortanna en ekki þá sem borga með öðrum aöferðum. Einnig vilja þeir aö borgunardagar verði a.m.k tveir í mánuöi í staö eins svo aö innkaupageta fyrirtækjanna veikist ekki vegna f jármagnsleysis. SigA. Þessi mynd sýnir hvar flóðið er taiið hafa átt upptök sín (punktalína), hvar giikjafturinn er (ör) og húsið sem það lenti fyrst ó (hringur). Þaðan fór fióðið niður Geirseyri og skiidi eftir sig stórt skarð eins og mynd- in sýnir. Vamargarðurinn er hœgra megin við gilið. Snjóflóðin á Patreksfirði ífyrra: MÁLSHÖFÐUN í UNDIRBÚNINGI Snjóflóðin á Patreksfiröi þann 22. janúar 1983 viröast ætla aö draga dilk á eftir sér. Vitað er um tvo aðila sem eru með máishöfðun í undirbún- ingi. Annars vegar er um aö ræða máls- höföun gegn Patrekshreppi vegna byggingar vamargarðs uppi í fjail- inu. Haustiö 1981 mun hafa verið geröur varnargaröur meðfram gil- ipu sem flóðið féll í. Myndaðist við þaö gilkjaftur, 5 metrar að breidd, sem, samkvæmt skýrslu Helga Björnssonar hjá Raunvísindastofnun HI og Hafliöa Jónssonar hjá Veöur- stofunni mun hafa aukið hraöa skriö- unnartalsvert. Hins vegar mun vera í gangi máls- höföun vegna lítilla bóta til þeirra sem biöu t jón í flóðinu. Uifar B. Thoroddsen, sveitarstjóri Patrekshrepps, vildi ekki tjá sig um málið þar sem hann hefði ekki f engiö neina tilkynningu um þessa máls- höfðun. SigA Samkór kirkjunnar og tónlistarskólans á Húsavik æfir fyrir tónleikana um helgina. D V-m ynd Bjarni Þór Einarsson. Húsavíkurkirkja: STÓRTÓNLEIKAR Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, fréttaritara DV á Húsavík. Sameiginlegur kór kirkjunnar og tóniistarskólans á Húsavík heldur tónleika í Húsavíkurkirkju á laugar- dag kl. 17 og sunnudag kl. 14. Auk þess tekur 14 manna hljómsveit meö hijóöfæraleikurum frá Reykjavík, Akureyri, og Húsavík þátt í flutningnum. A efnisskránni eru Missa brevis eftir Mozart, kór- og einsöngslög eftir Bach, Fauré, Mozart og fleiri. Einsöngvarar eru Hólmfríöur S. Benediktsdóttir frá Húsavik, Ragn- heiöur Guömundsdóttir, skólastjóri tónlistarskólans í Vogum á Vatns- leysuströnd, Michael John Clarke frá Akureyri og John Speight frá Reykjavík. Alls taka 75 manns þátt í flutningi þessara verka undir stjóm Ulriks Olasonar, skólastjóra tónlist- arskólans, en hann hefur einnig út- sett nokkuðaf tónlistinni. -GB. KONNUNAORSOKUM Á HÁU RAFORKUVERÐI —samþykkt í andstöðu við iðnaðarráðherra Alþingi samþykkti í gær þings- ályktunartillögu um könnun á orsökum hins háa raforkuverðs til almennings hér á landi, en flutningsmenn tillög- unnar voru allir þingmenn Alþýöu- flokksins. Þingsályktunin feiur í sér aö ríkis- stjóminni er falið aö skipa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að kanna gaumgæfilega orsakir verö- myndunar á raforku til almennings og almenns atvinnurekstrar og gera samanburð á verömyndun á raforku hérlendis og í nálægum löndum. Nefnd- in á að ljúka störfum fyrir næsta reglu- legt Alþingi og á kostnaður við störf hennar aö greiöast úr ríkissjóði. Sverrir Hermannsson iðnaðarráö- herra lagðist gegn samþykkt þessarar þingsályktunar og lagði fram tillögu til rökstuddrar dagskrár um aö henni yröi vísað frá. Var þaö rökstutt með því aö ekki væri þörf á að samþykkja þingsályktunartillöguna þar sem ítar- leg úttekt færi nú fram á öllum þáttum orkuverðs og orkuverðsmyndunar á vegum iðnaðarráðuneytisins og nefnda á vegum þess. Skoöun iönaðarráö- herra varö þó í minnihluta og var þingsályktunartillagan samþykkt meö 29 atkvæðum gegn 6. ÖEF Óumsamin vatnsréttindi Blönduvirkjunar: Snúast líklega um fáar milljónir Osamið er við eigendur sjö jarða í Blöndudal, sem eiga land aö virkjunarsvæði Blöndu, um vatns- réttindi, og við Veiðifélag Blöndu og Svartár um bætur vegna hugsanlegs veiðitaps vegna Blönduvirkjunar. Aö áliti ýmissa lögfræðinga, sem DV leitaöi til, og meö hliösjón af greiöslum fyrir vatnsréttindi vegna fyrri virkjana snúast þessi mál um fáar milljónir króna. Þá er ágreiningur um vatnsrétt- indi á Eyvindarstaðaheiði, austan Blöndu. Hreppamir telja sig hafa keypt landiö meö ölium gögnum og gæðum, en afsal, sem gert var, finnst ekki og ríkið teiur sig eiga vatns- réttindin. Ur þessu verður skorið meö dómi og verður málið rekið með gjafsókn, án kostnaðar fyrir hrepp- ana. Eign vatnsréttinda á Auðkúlu- heiði, vestan Blöndu eru óumdeild. Rikiö undanskildi þau þegar hreppamir eignuöust landið. Greitt hefur verið fyrir vatnsrétt- indi vegna nokkurra eldri virkjana. Helst vitna lögfræðingar til bóta vegna Mjólkárvirkjunar. Og DV er kunnugt um aö noröanmenn hafa skoðað mat á þeim bótum sem unnið var undir forystu Magnúsar Torfa- sonar, núverandi hæstaréttardóm- ara. Eins og fyrr segir eru það aðallega sjö jarðir sem vatnsréttindi fylgja óumdeilt, Eyvindarstaðir og Bolla- staðir austan ár en Guðiaugsstaðir, Eiðsstaðir og Eldjárnsstaðir vestan ár, auk þess tvær eyðijarðir. Lands- virkjun keypti Eiðsstaði í ágúst 1982 fyrir sem svarar til lí dag 5,8 milljón- ir króna. Þegar DV spurði Jónas A. Aðal- steinsson, lögmann eigenda hinna jaröanna, hvort vatnsréttindin jafn- giltu olíuauðlind, sagði hann: „Nei, nei, þetta er í sjálfu sér ekki neitt sem skiptir sköpum.” Hann taldi að tala mætti um einhver jar milljónir. Jónas hefur óskaö eftir viðræðum við Landsvirkjun en ekki liggur fyrir hvort af þeim verður eða Landsvirkj- un vísar máiunum í mat og þá jafn- vel undir matsnefnd eignarnáms- bóta, verði gripið tii slíkra aðgerða. Guðmundur Pétursson, lögmaður hreppanna sem eiga land á Eyvindarstaðaheiði, sagði sitt hlut- verk eingöngu að leita eftir óyggj- andi eignarhaldi þeirra á vatns- réttindunum. Hann sagöi það síðan gifurlega flókið hvernig slík réttindi væru metin tii verðs. ,JDn í virkjunarveröinu er þetta áreiðanlega dropiíhafið.” Undanfarin ár hafa farið fram skipulegar rannsóknir á veiði og fiskigöngum um vatnasvæði Blöndu. Ljóst er að göngur fram á heiðar stöðvast, en hugsanlegt er talið aö uppeldisstöðvar neðan virkjunar batni jafnvel. Þá verður Blanda aldrei eins full af aurburði og oft fram til þessa því að meti aurinn sekkur í inntakslónum virkjunarinn- ar. Blanda gæti meira að segja orðið sæmilega tær allt sumarið og því langt um merkilegri laxveiðiá en nú. Ovíst er hvort unnt verður að leggja mat á breytta veiði eða fiskigöngur fyrr en eftir að virkjunin hefur verið í gangi um einhvern tíma. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.