Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1984, Blaðsíða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 23. MARS1984.
Spurningin
Hvernig heldurðu að úrslita
leikurinn á milli Everton og
Liverpool á sunnudaginn
fari?
Olafur Leópoldsson: Eg held aö það
verði jafntefli.
Andrés Andrésson: Hann fer 3—1 fyrir
Liverpool, öruggt mál.
Viðar Birgisson: Liverpool vinnur tvö
núlL
Guðný Gísladóttir: Liverpoolmenn
verða sigurvegarar. Hann fer 1—0.
Sigurður Heiðar: Eg spái Liverpool
sigri. 1—0 býst ég við.
Elías Leifsson: Þetta fer 2—0 fyrir
Liverpool. Þeir eru betri.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Meðal listaviðburða í VIN a þessum tima veroa
óperurnar: Salome - Carmen - Aida - Daphms
og Cloé/Eldfuglinn - Viva la Mamma - Greifinn
frá Lúxemborg - Zarewitsch - Wiener Blut.
•
Einnig getur hver og einn fundið skemmtanir við
sitt hæfi í hinum ótrúlega fjölda leikhúsa, klúbba og
skemmtistaða í hinni margrómuðu Vinarborg.
•
Frá Vínarborg liggja vegir (og fljót) til allra átta.
Kappkostað verður að mæta óskum farþeganna um
ferðir frá VÍN.
Vegna hagstæðra _
samninga f 18-400."
kostarferðin aðeins ■VI ■ "ww f
Innifalið: Beint flug og gisting á fyrsta flokks hóteli
- íslensk fararstjórn - skoðunarferð um VIN og
óperumiði.
takmarkað sætaframboð
GREIÐSLUKJÖR
Nú er tækifærið að lyfta sér upp eftir harða veðratti
undanfarið og heilsa vorinu í hinni undurfögri
VÍNARBORG — þegar borgin skartar sínu fegursta
ALLAR NÁNARI
UPPLÝSINGAR
VEITTAR HJÁ:
MEIRA UM LAG-
LAUNADAUÐA
G.S.skrifar:
Kæra nafnníimer 2812—8436.
Ekki ætla ég að fara að svara fyrir
Steingrím og Davíð en mig langar að
senda þér fáeinar línur því aðstæður
okkar eru svo líkar að ég hefði eins
getað skrifað bréfiö þitt. Nema hvað
ég borga ekki nema 1000 kr. í hita og
gat því keypt strætómiða og á meira
að segja 1050 kr. eftír ennþá sem
duga vel fyrir grautnum til mánaða-
móta.
Þessar iinur áttu nú heldur að
hressa þig upp svo ég ætla ekki að
spyrja hvort þú þurfir að safna fyrir
afborgunum af húsnæðismálaláni og
greiöa af húseigendatryggingu og
þess háttar.
Eg sé það á bréfinu þinu aö þú
gerir þér, eins og ég, grein fýrir því^
að við erum heppnar að vera ekki
ennþá meö böm á framfæri og
þurfum ekki að borga húsaleigu
(kannski 6—8 þúsund á mánuði).
Eg vona að þú gleðjist líka yfir þvi
að fá að ganga úr og í vinnu því þar
með færð þú ókeypis líkamsþjálfun og
verður komin í fínt form þegar þú
leggur af stað i sumarfríið, gangandi
að sjálfsögöu, skítt meöþaðþótt þú
sért klukkutíma hvora leið.
A mínum vinnustað var haldin
árshátíð í febrúar og kostaði miðinn
650 kr., það er að segja 1300 kr. fyrir
hjón. Þaö mætti segja mér að þú
hefðir líka glaðst yfir því aö þessar
2.200 kr. sem þú borgaðir i gjöld um
síöustu mánaðamót hefðu kannski
nægt fyrir matnum handa þing-
manninum þinum og maka hans i
nýafstaðinni veislu þingmanna á
Sögu.
Nú, svo geturðu líka hlakkað til
næstu mánaðamóta. Þá fáum við
kannski heilum 600 kr. meira i
umslagið.
Bestukveöjur.
LEIGUSALAR:
Variðykkuráaðtaka
bankabækur sem
tryggingu
Leigusalihringdi:
Vildi hann vara aðra leigusala viö
leiðindamáli sem fyrir hann kom ekki
alls fyrirlöngu.
Þegar hann leigði húsnæði sitt þá
tók hann sem tryggingu frá
leigjendunum bankabók með á-
kveöinni innstæðu.
Þessi bók var ekki á nafni leigjanda
heldur móður annars þeirra sem
búsett er úti á landi.
Þegar svo að því kemur að hann
þarf að taka út úr bókinni kemur í ljós
að hann fær ekki aö gera þaö. Búnaðar-
bankinn vildi ekki leyfa honum að
leysa peningana út nema með sam-
þykki eiganda sem hann þekkir ekki.
Vildi hann vara aðra við þessu því
talsverö vandræöi heföu skapast sem
gjamanhefðimátt afstýrameðforsjá.