Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR 26. MARS1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Ef þetta er satt gæti þetta verið iausnin fyrir hjón sem sjá á eftir mikium peningum árlega i tóbaksnautnina. Tóbakið hækkar: Kjarabót að hætta þessarí nautn Það hefur líklega ekki farið fram- hjá neinum reykingamanninum að tóbaksverðið steig allnokkuð fyrir skömmu. Nú kostar einn pakki af sígarettum 53,Sð krónur en kostaði áður 44,10 svo hækkunin var um 20 prósent. Það ætti að vera tilvalinn tími til að hætta þessari fíkn núna þegar svona miklar hækkanir eiga sér stað. Fyrir reykingamenn yrði það mikil kjarabót en tekjurýrnun fyrir ríkið. Það er þó ekki öruggt að tekjutap ríkisins yrði svo mikiö því algengt er aö ríkið þurfi að standa fyrir miklum fjárútlátum þegar reykingamennimir fá illkynja sjúk- dóma. Til þeirra sem hafa hug á að hætta reykingum getum við upplýst að sá sem reykir einn pakka á dag borgar nákvæmlega 19.527,50 krónur á einu ári. Ef tveir pakkar erú reyktir á dag tvöfaldast upphæðin og verður- 39.055 krónur á ári. Sá sem hefur 15.000 krónur í mánaðartgkjur og reykir einn pakka á dag getur hækk- að launin sín um tæp 11 prósent með þvi að hætta aö reyk ja og sá sem hef- ur 20.000 krónur á mánuði um 8 pró- sent. Þessa peninga mætti t.d. nota til að greiða niður skuldir eða jafnvel til að fara í sólarlandaferð, svo eitt- hvað sénefnt. Þetta var bara smáhugvekja til þeirra sem hafa ánetjast þessari nautn. -APH Fermingarveislur: Bflbelti: Allir bflar ættu að hafa bflbelti - segir Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði I reglugerð um notkun bílbelta segir: 1 fólksbifreiöum fýrir 8 farþega og færri og vörubifreiðum sem skráöar eru fyrir allt að 1000 kg farm (sendi- ferðabifreiðar) og skráðar eru í fyrsta sinn eftir 1. janúar 1969 skulu vera öryggisbelti fyrir ökumann og farþega í framsæti. Þetta eru þær reglur er gilda um notkun bílbelta. Það er sem sagt farþegafjöldinn og farmþyngdin sem segja til um hvort skyld sé að nota bílbeltieðaekki. Astæðan fyrir því að reglumar eru rifjaðar upp hér er sú að okkur barst til eyrna aö i ákveðnum tegundum af bifreiðum sem oft eru nefndar „pickup” sé ekki skylt að hafa bilbelti. Hjá viðkomandi umboði fengum við þær upplýsingar að það væri Bifreiða- eftirlitið sem sæi um að ákvaröa hvort bílbelti ættu að vera eða ekki. Þessi ákveðni tóD er skráður fyrir um 900 kg farm og ætti því að vera með bílbelti. Jafnframt fengust þær upplýsingar hjá þessu umboöi að framvegis yröu allir bflar af þessari tegund með bfl- belti. Það er að sjálfsögðu gott að heyra. Hjá Bifreiðaeftirlitinu var hins vegar ekki mögulegt að ganga úr skugga um það hvort þessum bílum hefði verið heimilað að vera ekki með bílbelti. Þar var okkur sagt að þeir bílar sem skráöir væru fyrir minna en 1000 kg farm ættu að vera með belti sem er samkvæmt framangreindum reglum. Þörf á breytingum ,,Það ættu aö vera bilbelti i öllum bílum. Það skiptir ekki máli hversu stór bíilinn er þegar árekstur á sér stað. Krafturinn er sá sami hjá öllum far- þegum í ölium tegundum bíla þegar þeir hendast í framrúðuna við árekstur,” sagði Oli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, þegar DV spurði hann álits á þessum reglum. Oli sagði að ástæöa væri til að breyta þessum reglum er gilda un notkun bílbelta, heist ættu allir bílar aö ver skyldugir 'að hafa bílbeti. Hann sagði að þeir innflytjendur sem flyttu inn bifreiðir sem væru á mörkum þess að þurfa að hafa bílbelti ættu skilyröis- laust aö setja sjálfir bílbelti i þessa bíla. -APH MARGIR AÐILAR MISMUN- ANDIVERD Síðastliðinn fimmtudag birtum viö yfirlit yfir nokkra aðila sem bjóða upp á matarkræsingar fyrir fermingar- veislur. Nú fer senn að líða að því aö þessar veislur hefjist. Segja má að þær séu eins konar vorvertíð fyrir mat- reiöslustaði. Veitingahúsið Árberg hafði sam- band við okkur og tjáöi okkur aö ferm- ingarborðið sem þeir byðu upp á kost- aði 365 krónur fyrir manninn. Þetta fermingarborð samanstendur af for- rétti, aðalrétti og eftirrétti. Forréttur- inn er graflax meö sinnepssósu og brauði. Þrír aðalréttir. Kalt roastbeef meö kartöflusalati og remúlaði, kaldur kjúklingur með grænmeti, heitur lambapottréttur með salati og hris- grjónum. I eftirrétt er síðan hægt að velja sérrítriffli eða ananasfrómas. Diskar og glös eru lánuð með ef til þarf og akstursgjald er innifaiiö í þessu verði. Snittur og brauðtertur Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að bjóöa veislugestunum upp á snittur og brauðtertur. Fjölmargir aðilar bjóöa upp á slíkt. Til að gera sér grein fyrir verði á þess konar mat höfðum við samband við Nesti hf. Þar kosta snittur 19 krónur stykkið. I boði eru brauötertur fyrir 8 manns og 12 manns. Brauðterta með rækjum fyrir 8 manns kostar 550 krónur og fyrir 12, 640 krónur. Brauðtertur meö laxi eru nokkuö dýrari, fyrir 8 manns kosta þær 670 krónur og fyrir 12,800 krónur. Margir aðilar Við höfum ekki tök á að birta verð hjá öllum sem sjá um þessa þjónustu fyrir fermingarveislur. Þaö sem er þýðingarmikið fyrir þá sem standa í slíku veisluhaldi er að kanna verð á sem flestum stöðum. Það getur tekið einhvem tíma en getur orðið ágætt tímakaup út úr því. -APH Hverserábyrgðin? Konur mestu vinnuþjarkamir Annar hver strákur og þriðja hver stúlka taka aldrei þátt i heimilis- störfum. Móðirin hugsar um heim- ilishaldið á meðan faðirinn og bömln sinna sínum áhugamálum. Þetta er meðal annars niðurstaða könnunar sem nýlega var blrt i sænska neytendablaðinu Rád&Rön. I barnafjölskyldum tekur heima- vinnan lengri tima en fyrirvinnu- starfið utan veggja heimilisins. Og heimavinnan hvílir að mestu á móð- urinni. Hún vinnur lengur við hetmD- isstörf og það sem að þeim lýtur en faðirinn úti á vinnumarkaðnum. Þar fyrir utan vinnur hún að meðaltali 20 klukkustundir á viku utan heimills, sem sagt á vinnumarkaðnum. Það era um það bil jafnmargar stundir og faðlrinn tekur þátt í heimilisstörf- unum. Hér eru I raun niðurstöður þriggja kannana sem framkvæmdar voru af aðilum frá neytendasamtökum og embættismönnum innan ríkisgreir- ans. Kannanirnar náðu til tvö þúsund einstaklinga 16 og 17 ára unglinga. Aldur foreldra var frá 25— 44 ára. Fyrsta könnunin fór fram haustið 1982, önnur seinni hluta vetrar 1983 og sú þriðja og síðasta vorið 1983. Kom greinilegur f jörkippur í störf karlanna á heimavelli í haust- og vorkönnunum. Þá eyddu þeir sínum frítímum frekar í snatt og snúss í kringum biiana, bátana og í görðun- um. Og reyndar einnig viðhald hús- næöis. Fyrirmyndirnar bregðast? Aö meðaltali miöast þátttaka sænskra barna í heimilisstörfum viö tvær klukkusundir á viku eða um fimmtán mínútur á dag. Og aftur er miðaö við meðaltal þegar fullyrt er aö stúlkur sinni heimilisstörfum einni klukkustund lengur á viku en strákar. A meðal bama, 5—10 ára, er lítill munur á vinnuafköstum á milli kynja, á þeim aldri virðast sænsk böm vera alin upp eftir jafnréttis- hugsjónum. En þegar eftir 11 ára aldurinn fer að halla á strákana. I greininni segir að þessar niöur- stööur bendi aUs ekki til að for- eldrum hafi tekist vel upp í jafnvæg- isUstinni á jafnréttisslánni. Enda ekki furða, er sagt, þar sem „heimUisfaðirinn” taki ekki sinn þátt í ábyrgðinni á heimUisrekstrin- um. Eru börnin svona löt? er spurt. Eða er heimanámið mikiö og áhuga- málin mörg þannig að enginn timi sé tU heimilisstarfa? Eða hafa upp- alendumir ekki gefið bömunum tæki- færi á þátttöku í þessum rekstri? Það þekkja það flestir foreldrar að á meðan börnin eru ung getur verið tafsamt að hafa þau með í verkum. En ef þau venjast þvi á unga aldri aö hjálpa til við ræstingar, innkaup og matseld t.d. , kemur að því að þessi verk veröa hluti af tUverunni. Börnin og maturinn tímafrekustu viðfangsefnin Matseldin tekur einna mesta tíma konunnar á heimiUnu eða niu klukku- stundir á vtóu. Kariinn skUar tveim- ur klukkustundum á vUcu við kabyss- una. Reyndar fara jafnmargar klukkustundir í umsýslu í kringum börnin hjá konunni og við elda- mennskuna, eöa niu tímar á viku en fjórir hjá karUnum. Viö uppþvottinn ver konan þremur timum á viku en karlinn einum, við þvotta er hún einnig bundin þrjá tíma á viku en hann 0,4 klst. Hann horfir á sjónvarp eöa video í 10 klukkustundir á viku en húnátta. Samtals vinnur konan fjörutíu klukkustundir á viku við hvers konar störf innan heimiUsins en karlinn tuttugu og eina klukkustund. Hann vinnur utan heimilis 33 klukkustundir á viku en hún 20, bæði verja þau tveimur tímumávikuínám. Er þetta rangt Þessi dæmi eru frá Sviþjóð. Og hafi einhver karlmaöur sem hér er kominn í lestri þessarar greinar lam- ið í boröiö og sagt: vitieysa er þetta, svona er þetta ekki hjá okkur, getur vel verið að sá hinn sami hafi rétt fyrir sér. SUkar kannanir hafa ekki okkur vitanlega verið framkvæmdar hér á landi. Aftur á móti grunar okk- ur að margar konur séu þessum sænsku niðurstööum sammáia... Þá má geta þess að nýlega var frétt í PoUtiken um orsakir skUnaðar danskra hjóna. I flestum tilfellum eru það konumar sem sækja um skilnaö og þær nefna ótai ástæður. Ein helsta ástæðan sem þær nefna er aö þær beri einar ábyrgðina af bamauppeldi, heimiUshaldi og öðm varðandi heimUisUfið. En karlarnir dönsku hafa flestir Utið öðrum augum á sUfrið, þaö er heimiUsstörf- in og ábyrgðina. Þeir hafa flestir litið á ábyrgðina á beggja herðum. Það gera sænskir karlmenn líka. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.