Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 26. MARS 1984. Útgáfufélag:-FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður ogOtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsíngastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasötu 22 kr. Hclgarblað 25 kr. Bankar og bitlingar Bankamál voru í sviðsljósinu um helgina. I fyrsta lagi bárust þau tíðindi úr Utvegsbankanum að tveir nýir bankastjórar hefðu verið ráðnir í stað tveggja annarra, sem nú láta af störfum. Ráðningin kemur kynduglega fyrir sjónir og ber þess merki, að enn einu sinni hafi stjórnmálaflokkarnir ráðskast með banka- stjórastöður á bak við tjöldin og skipt með sér bitlingum. Þessi eilífu hrossakaup með opinberar stöður eru ekki einasta kyndug. Þau eru líka hvimleið. Þess var að vænta að með nýrri kynslóð forystumanna í stjórnmálum yrði horfið frá hrossakaupum og bak- tjaldamakki. Þvíeraugljóslegaekkiaðheilsa. Rugliðog ráöslagið með bankastjórastöðurnar í Búnaðarbankan- um á dögunum, þar sem stjórnmálamenn rifust eins og litlir ómálga krakkar um sælgæti, var gott sýnishorn um spillingu og smekkleysu. Af málalokum í Búnaðarbankanum var þess vænst að stjórnmálaflokkarnir lærðu sína lexíu og létu af hrossa- kaupunum. En öðru nær. Það eitt hafa þeir lært, að kafa enn dýpra niður í skúmaskotin þegar samið er um úthlut- un bitlinga. Þetta hefur tekist meö þeim árangri, að nú urðu engar umræöur, ekkert forspjall um skiptingu kök- unnar, þegar bankastjórastöðum Útvegsbankans var ráðstafað. Greinilegt er, aö hver og einn hefur fengiö dúsu, enda réttu allir bankaráðsmennirnir upp hendurn- ar, verndarhendur sínar yfir þeirri samtryggingu, sem virðist blómstra meir og betur en nokkru sinni fyrr. Ekki er það glæsilegt. I öðru lagi hefur bankamálanefndin lagt fram tillögur sínar um breytingar á rekstri og umsvifum bankastofn- ana. Þar er margt nytsamlegt aö finna. Seðlabankanum er gert að greiða 50% af hreinum arði í ríkissjóð, og standa nú vonir til að Seðlabankinn verði ekki lengur ríki í rík- inu, hvorki í byggingu minnisvarða yfir sjálfan sig, né heldur í alræði þess páfadóms, sem þar hefur myndast. Merkilegast er þó hitt, að ákvörðun um út- og innláns- vexti er tekin úr höndum Seðlabankans og færð til við- skiptabankanna og þeim jafnframt bannað að hafa sam- ráð um vaxtakjör. Hér er stigið fyrsta sporið til að gera vexti frjálsa og örva bankana til eðlilegrar samkeppni um viðskiptavini með mismunandi lánskjörum. Vextir munu væntanlega í framtíðinni ráðast af eftirspurn eftir lánsfé, og áhuga einstakra banka til að þjóna viðskipta- vinum sínum. Þessi breyting, ef hún kemst til framkvæmda, mun gjörbreyta viðskiptaháttum á lánamarkaðnum, atvinnu- rekstri og lántakendum til hagsbóta. Því miður hefur nefndin heykst á þeirri ákvörðun að fækka ríkisbönkum en gerð er tilraun til að setja útþenslu þeirra skorður. Er það jákvætt svo langt sem það nær. Utibú og yfirhleðsla í starfsmannahaldi bankanna er löngu orðin óráðsía, sem almenningi hefur blöskrað. I heild sinni eru tillögur bankamálanefndar til bóta, ekki síst vegna þess, að þær gera ráð fyrir að veita bönk- unum meira aöhald frá lánamarkaðnum sjálfum, á sama tíma sem bankarnir verða sjálfstæðari og ábyrgari. En einmitt fyrir þá sök að bankamálanefndin vill gera bankarekstur heilbrigðari og afmarkaðri, skýtur skökku við að flokkspólitísk sjónarmið séu enn ríkjandi, þegar bankastjórastöðum er skipað. Það er ekki góð byrjun. ebs. „Ekkert gengur hjá Sverri að fá erlenda viðsemjendur um stóriðjuframkvæmdir, ÍSAL-málið er i sjálfheldu og engar ákvarðanir fást um endanlegt orkuverð." Nú er þetta búið Nú er þetta búiö hjá ríkisstjórn- inni. Ekki svo aö skilja aö hún lifi ekki lengur. Nógan hefur hún þing- styrkinn. En meö hverjum deginum sem liöur héöan i frá er hún aö lifa sjálfa sig. Allt þaö nýja og mark- veröa sem hún ætlaði aö gera er hrunið til grunna. Ríkisstjómin er oröin aö hefðbundinni stjórn meö heföbundnar aðgerðir gegn hefö- bundnum vandamálum. Hún hefur keyrt sig fasta í sama forarpyttinum og allar hinar festust í. Nýjabrum í byrjun Þegar ríkisstjórnin hóf störf var nýjabrum á ýmsu því sem hún sagöi og gerði. A.m.k. um suma hluti boöaði hún nýja stefnu. Sú stefna var umdeild — bar mikinn svip af nýju hægri bylgjunni í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum en tónninn var nýr í pólitískri umræðu hér á landi. Um þaö veröur ekki deilt hver svo sem skoöun manna var og er á þess- ari stefnu. Loksins eitt- hvað nýtt Og fólk lagöi eyrun við þessum nýja boöskap. Þreyttir á margra ára sjálfheldu i þjóðmálum, innihalds- lausu slagoröaglamri í stjórnmálum og árangursleysi í efnahagsmálum sögðu menn: „Varla getur vont versnaö. Loksins eitthvað nýtt. Kannski er einmitt þetta sem þarf.” Og menn tóku ótrúlega vel harðneskjulegum aögeröum ríkis- stjómarinnar í launamálum. Menn vildu trúa því aö þær væru aðeins einn þáttur af mörgum í samræmdri heildarstefnu þar sem ríkisstjómin ætlaði aö vísu að stjórna af hörku en einnig aö hrista ærlega upp í hlutun- um. Digurbarkaleg ummæli Ekki dró það heldur úr trú manna á nýjar leiöir aö ráöherramir slógu um sig meö digurbarkalegum um- mælum og hástemmdum yfirlýsingum. Þaö var t.d. ekkert smáræði sem nýi fjármálaráöherr- ann ætlaöi aö aöhafast og breyta. Selja ríkisfyrirtæki og ríkishluta- bréf, skila hallalausum ríkisrekstri, lækka skatta á lífsnauðsynjum, taka engin ný erlend lán, gera hreint í Kjallarinn SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR kerfinu, semja marktækari fjárlög en nokkm sinni fyrr. Hér er aöeins fátt eitt taliö. Yfirlýsingarnar komu tvær og þrjár á viku og svardagar voru gjama látnir fylgja meö um tafarlausa afsögn ef ekki gengi allt eftir. ,,Hefur þú nokkum tíma staöiö mig aö því að efna ekki orö mín?” spuröi ráðherrann ábúðarmikill í landsfrægum sjónvarpsþætti þegar fréttamaöur spurði hann hvort þaö væri nú alveg víst að hann stæöi viö þær yfirlýsingar aö segja af sér ráðherradómi yröi f járlagaramminn sprengdur. Nú leggur ráöherrann til á Alþingi að tekjuskattar veröi hækkaöir af því fjárlagaramminn hafi veriö sprengdur. Og „marktæk- ustu fjárlög allra tíma” reyndust vera komin meö 1,8 milljaröa kr. halla aöeins þremur mánuöum eftir aö þau vom samþykkt. Þetta er búið Nei, þetta er búiö. Allar nýjungarnar reyndust bara vera innantómar yfirlýsingar, steiguriæti og mont. Matthías er búinn aö gefast upp á aö gerbreyta sjúkratrygginga- kerfinu eins og hann sagðist ætla að gera. Ekkert gengur hjá Sverri aö fá erlenda viösemjendur um stóriöju- framkvæmdir, ISAL-máliö er í sjálf- heldu og engar ákvaröanir fást um endanlegt orkuverö. Loforð Alexand- ers um úrbætur í málefnum hús- byggjenda efnast í greiðsluþroti lánakerfisins og kvótakerfiö er aö springa utan af Halldóri. Þaö er einna helst aö eitthvað þoki hjá þeim ráðherrum sem orðvarastir vom í upphafi. Mathiesen hefur aukiö frjálsræði í gjaldeyrisviöskiptum og er að framkvæma nýjungar í verölagsmálum og Ragnhildur er aö stokka upp í ráöuneytinu. En þeir sem mest létu, hæst hrópuðu og mest létu klappa fyrir sér em eins og viöundur. I sérsaumuöum fötum meö silkibindi, gullbauga, mannséttur og milljónerasígara stíga þeir nú fram á sviðið og ávarpa landslýö: „Loksins hefur litli maöurinn eignast vin í ríkisstjóm í mér! ” Er þetta draumur eöa vaka? Er þetta alvörulíf, ævintýri eöa óper- etta? Býöur „VitlausiHattarinn” oss íte? Ævintýri Andersens Allir þekkja ævintýri Andersens um nýju fötin keisarans. Þar er blessaö bamiö fulltrúi sakleysisins sem ekki verður blekkt. I ævintýra- bók ríkisstjómarinnar hafa keisar- inn og barniö verið sameinuö í eina persónu. Þar er þaö sjálfur fjár- máiaráöherrann sem stígur af viröu- leik fram fyrir fólkiö, bendir á sjálfan sig í gegnum fjárlagagötin og segir: „Sj áið þið, ég er ber! ” Svo bætir hann viö: „En það er auðvitað ykkar mál, kæru þegnar — elsku litli maöur, minn vin! ” 9 „Yfirlýsingamar komu tvær og þrjár á viku og svardagar voru gjama látnir fylgja með um tafarlausa afsögn ef ekki gengi allt eftir.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.