Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Steingrímur Eyf jörð Kristmundsson með málverkasýningu Föstudaginn 11. maí kl. 17 opnar Steingrímur Eytjörö Kristmundsson sýningu á málverkum og teikningum í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Á sýningunni erU verk unnin á karton og pappír á síöastliðnum 3 árum. Steingrímur stundaöi myndlistar- nám í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, Ateneum, Helsinki og Jan van Eyck Academiunni í Maastricht. Steingrímur hefur haldiö f jölda sýn- inga bæöi heima og erlendis. Þar má nefna, 12me Biennalle de Paris 1982, Museum Fodor yfir hádegisbauginn, Amsterdam-Reykjavík, 1983, Malmö konsthall 1984, den Haag Gemeente- museum, den Hag 1982. Sýning Stein- gríms í Nýlistasafninu er opin daglega frá 16—20 og um helgar frá 16—22. Sýningunni lýkur 20. maí. AKRANESS Sunnudaginn 13. maí verður efnt til skemmti- og samkomuferðar á vegum fjöiskyldudeildar KF.U.M. og K. á Akranesi. Farið verður með Akraborg- inni kl. 10.00 ummorguninn. Farmiðar verða seldir við skipshlið. Að sjálfsögöu geta þeir sem vilja ekið aðra leiðina eða báðar. Ferðafólkinu stendur til boða að kaupa skyndimat eöa aö hafa með sér nesti. Klukkan 13.00 hefst íþrótta- og skemmtidagskrá í íþróttahúsinu á Akranesi, en þar munu nokkrir ungir menn efna til hressilegrar skemmt- unar fyrir alla aldurshópa. Hlé verður gert á dagskránni kl. 14.00. Kl. 14.30 hefst samvera í íþróttahús- inu. Yfirskrift hennar verður Náunga- kærleikur. Dagskrá: Nokkur orð og bæn: Jóhannes Ingi- bjartsson. Gamansöngur: Gunnar Sandholt. Leikþáttur, Brúðuleikhús. Einsöngur: ÞorvaldurHalldórsson. Hugvekja: Guðni Gunnarsson. Heimferð verður meö skiprnu kl. 17.30. Félagsfólk, ásamt vinum og velunn- urum, er hvatt til þátttöku í ferðinni. Allir Akumesingar eru sérstaklega boðnir velkomnir „meðan húsrúm leyfir”. Okeypis aðgangur. TÓNLEIKAR SAMKÓRS TRÉSMIÐAFÉLAGSINS Samkór Trésmiðafélags Reykja- víkur heldur árlega vortónleika í Gamla bíói, laugardaginn 12. maí, kl. 15. Starfsemi kórsins hefur í vetur verið meö svipuðum hætti og undanfarin ár. Reglulegar æfingar hófust í október og erutvisvarí viku. I upphafi vetrarstarfsins tók kórinn þátt í kóranámskeiði sem haldiö var á vegum Landssambands blandaðra kóra. Um miðjan vetur gekkst kórinn fyrir námskeiði í raddbeitingu og tón- mennt, undir stjórn söngstjórans. Um síðustu helgi var smiðshöggið rekið á undirbúning vortónleikanna með æfingaferð í Þórsmörk. Að þessu sinni flytur kórinn Iög frá ýmsum löndum og ýmsum tímum, bæði veraldlega og andlega tónlist, sem kallaö er. Undirleikari á tónleik- unum er Lára Rafnsdóttir. Söngstjóri er Guðjón Böðvar Jónsson. Orkusparnaðarafakið Hjá Byggingaþjónustunni á Hallveigarstíg 1 stendur nú yfir sýnmg á ýmsum tækjum sem tengjast orku- sparandi endurbótum á húsnæði og breytingu í innlenda orkugjafa. Sýning þessi er í tengslum við orku- sparnaðarátakið og stendur hún til 15. maí. Nú um helgrna er hún opin kl. 14-=- 18 en virka daga f rá klukkan 10—18. A meðal þess sem þarna er sýnt eru margvisleg einangrunarefni, uian- og innanhússklæðningar, rakavarar, raf- hitatæki o.fl. FERÐ KFUM OGKTIL Sumarbúðir fyrir börn, unglinga og aldraða Nú er hafin innritun í sumarbúðir Æ.S.K. við Vestmannsvatn í Aðaldal, S-Þing. I sumar verða 6 flokkar í júní og júlí fyrir böm og er hægt að dvelja í 7, 8, 9 eða 14 daga. Þessir flokkar em 7.-16. júní, 19.-26. júní, 26. júní—3. júlí,5.-13. júlí, 16.-23. júlí og 23,—30. júli. Eins og undanfarii. ár verða 2 flokkar fyrir aldraða 2.-9. ágúst og 10.—17. ágúst, en þessir flokkar hafa notiö mikilla vinsælda. 20.—24. ágúst verður síðan stuttur flokkur fyrir ungliriga, rétt áður en skólar hefjast. Innritað er á skrifstofu Æskulýðsstarfs kirkjunnar Kaupangi, Akureyri, milli kl. 13 og 16 hvern virkan dag. Þar em og veittar allar nánari upplýsingar. Síminn er 96-24873. Sýning í IMorræna húsinu I sýningarsölum: Finnski Ustmálarinn UUa Rantanen sýnir málverk og grafík. Sýnmgin er opin daglega kl. 14—19 til 20. maí. I anddyri: Ingema Andersen, Sigrunn Aune, Toril Glenne og Synnove Korrsjeen sýna skartgripi í anddyrina Opin daglega kl. 9—19, sunnud. 12—19 tU 20. maí. Sýningar Sýning Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur, sem hófst um síðustu helgi, stendur enn yfir en henni lýkur 20 maí nk. A sýningunni, sem haldin er í Listmuna- húsinu, Lækja'rgötu 2, eru um 30 olíumálverk og era þau ÖU tU sölu. Myndimar era aUar unnar á síðustu tveimur árum. Jóhanna Kristín er fædd í ReykjavUt árið 1953. A áranum 1972—1976 stundaði hún nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og eftir þaö dvaldist hún við nám í Hollandi í fjögur ár. Þetta er þriðja einkasýning Jóhönnu en auk þess hefur hún tekið þátt í f jölda samsýninga hér heúna og erlendis. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—8. Lokaðmánudaga. Sýnmgin stendur til 20. maí. Kjarvalsstaðir við Miklatún A morgun, laugardag, verður opnuð sögu- og skipulagssýning að Kjarvalsstöðum. Mark- miðið með sýningunni er að gefa borgarbú- um og öörum landsmönnum tækifæri til að kynna sér ýmsa þætti úr skipulagi Reykja- víkur, bæði úr nútíð og fortíð. Sýningin stendur til 20. maí. A Kjarvalsstöðum stendur einnig yfir sýn- ing á verkum nemenda á lokaári Myndlista- og handíðaskóla Islands og lýkur þeirri sýn- ingu á sunnudagskvöld. Gallerí Glugginn Loftur Atli sýnir MIX, þar á meðal þrjú verk í einu, í Gallerí Glugginn Vesturgötu 3. Sýningin stendur frá 12. til 26. maí og er opin allan sólarhringinn. Ur starfi í leik Sýning á frístundaverkum byggingar- iðnaðarmanna og málmiðnaðarmanna í l.istasafni ASI. Nú stendur yfir í Listasafni ASI sýning á frístundaverkum félaga í Sambandi bygg- ingarmanna og Málm- og skipasmíðasam- bands Islands. A sýningunni era 102 verk eftir 23 menn, olíumálverk, vatnslitamyndir, höggmyndir, tréskurðarmyndir o.fl. Þeir sem sýna verk sin era: Arni Sverrisson, Asgeir Einarsson, Birgir A. Eggertsson, Björgvin Frederiksen, Einar Magnússon, Georg Vilhjálmsson, Grétar Bergmann Arsælsson, Guðmundur Bergmann, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Kristinsson, Halldór S. Bjöms- son, Helgi Gunnlaugsson, Jens Jóelsson, Jón Magnússon, Konráð Guðmundsson, Magnús Finnbogason, Páll Jónsson, Rikharður Ingi- bergsson, Sigurður K. Amason, Sigurður Jónsson, Tryggvi Benediktsson, Þórir Odds- son, Þorkell Sigurðsson og Þröstur Péturs- son. Sýningin er opin virka daga nema mánu- daga kl. 14—20 og um helgar kl. 14—22. Sýningin stendur til 27. maí. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3B I dag, 11. maí, kl. 17 opnar Steingrimur Eyfjörð sýningu á málverkum og teikning- um. Veridn eru unnin á karton og pappír á síðastliðnum 3 árum. Sýningin er opin virka daga kl. 16—20 og um helgar frá kl. 16—22 og lýkur henni 20. maí. Djúpið Hafnarstræti Um þessar mundir stendur yfir í Djúpinu ljósmyndasýning undir heitinu „tal.ið ekki umða — dont talk ’bout it ", Er það ung kona, nefnd Si Vala, sem sýnir þar ferskar myndir af raunveruleikanum. SiVala er 25 ára gömul og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Hún hefir stundað nám við Myndlista- og handiðaskóla Islands. Sýningin er opin á sama tima og Homið og stendur til mánaðamóta. Gallerí Langbrók: Þar stendur yfir kynning á verkum þeirra Steinunnar Bergsteinsdóttur og Kolbrúnar Björgúlfsdóttur. Steinunn sýnir nand- málaðan bómullarfatnað og ullarfatnað, Kol- brún sýnir skartgripi úr postulini. Kynningin er opin vuka daga kl. 12—18 og um helgar frá kl. 14-18. Ásmundarsalur við Freyju- götu: Sigurður Oriygsson opnar á morgun, laugar- dag, sýningu á 15 acrýlmyndum. Sýningin verður opin virka daga kl. 16—21 og um helgar kl. 14—21. Sýningunni lýkur 20. mai Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Timo Airaksinen, prófessor í heimspeki við háskólann í Helsinki, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Háskóla Is- lands laugardaginn 12. maí 1984 kl. 14 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Explotation and Coercive Offers” og fjallar um þau siðferði- legu vandamál er upp rísa þegar fólk er kúg- að eða notað í einhverju skyni. Hann verður flutturáensku. Oll um er heimill aðgangur. Kvikmyndir „Sádan er jeg osse" dönsk kvikmynd sýnd í Norrana húsinu. Síðasta sýning á þessu vori hjá kvikmynda- klúbbnum Norðurljósum verður sunnudaginn 13. maí kl. 17. Þá verður sýnd danska myndin Sádan er jeg osse, gerði 1980, leikstjóri er Lise Roos. 1 aðalhlutverkum era Stine Sylvestersen, Avi Sagild, Preben Kaas, Annelise Gabold o.fl. Myndin segir frá unglingsstúlkunni Stinu sem hefur lokið skyldunámi og alvara Ufsins tekur við. Stína er ekki tilbúin til að velja sér lífsbraut, fyrst vUI hún finna sjálfa sig og sinn stað í samfélaginu. En það eru margir sem vilja gefa henni holl ráð og velja fyrir hana en Stina heldur sinu striki. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. íþróttir Föstudagur 11. maí Melavöllur—Rm. m.fl. kv. Valur-KR kl. 19 Framvöllur—Rm. 1. fl. Fram—KR kU9 Þróttarvöllur—Rm. 1. fl. Þróttur—Leiknir kl. 19 Arbæjarvöllur—Rm. 2. fl. A Fylkir—Valur kl. 19 Sunnudagur 13. maí Melavöllur—Rm. mfl. Valur—Armann kl. 14 Ýmislegt Hjálpræðisherinn Föstudag kl. 20.30. Sérstök samkoma. Kommandör WiU og Kathleen Pratt frá Bandarikjunum og kommandör K. A. Solhaug frá Noregi tala. Einnig verða samkomur með þcssum gestum sunnudaginn kl. 11 og kl. 20.30. Fjölmennið á her. Ferðalög KFUM og KFUK Samkomu- og skemmtiferð fyrir aUa fjöl- skylduna á sunnudag. Farið með Akraborg- inni upp á Akranes kl. 10 f.h. Farmiðar við skipshUð. Fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Akurnesinga (ath. einnig hægt að koma með Akraborginni kl. 13.00). Almenn samkoma sunnudagskvöld kl. 20.30 aö Amtmannsstíg 2b, Reykjavik. Guðni Gunnarsson talar. Tvísöngur. Tekið á móti gjöfum í byggingarsjóð félaganna. Allir vel- komnir. Skemmtistaðir HOTEL SAGA: Einkasamkvæmi föstudags- kvöld. A laugardagskvöld leikur hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar fyrir dansi. ARTUN: Gömlu dansamir fóstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Drekar leik- GLÆSIBÆR: Föstudags-og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Glæsir ásamt dansdúett- inum 006. Einnig verður diskótek á staðnum. LEIKHUSK JAI.LARINN: Föstudags- og laugardagskvöld. Diskótek ásamt matseðli. HOLLYWOOD: Diskótek föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. HOTEL BORG: Barinn opinn á föstudags- og laugardagskvöld. A sunnudagskvöld verða gömlu dansarnir undir stjórn Jóns Sigurðs- sonar. KLUBBURINN: A föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Pardus fyrir dansi á efstu hæðinni, diskó á miöhæðinni og fyrstu. 1 kjallaranum verða hljómlistarmenn með uppákomu. BROADWAY: A föstudagskvöld fer fram fyrri hluti fegurðarsamkeppni Islands. A laugardag verður skemmtidagskrá með Omari Ragnarssyni. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi. ÞORSKAFFI: A föstudags- og laugardags- kvöld leikur Dansbandið ásamt Onnu Vil- hjálmsdóttur söngkonu fyrir dansi. Stjúpsystumar koma fram og syngja kunn lög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.