Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Síða 2
2
DV. FIMMTUDAGUR 24. MAI1984.
leSaieB
FRABÆR
LAUSN
Þeir sem hafa pantað
HOBBY CENTER vin
TM-HUSGOGN
Síðumúla 30 — Sími 86822
Fálkaeggjaþ jófamir dæmdir:
500þúsund króna sekt,skihrös-
biindið fongelsi og faribam
Ungu þýsku hjonin, sem rændu
fálkahreiður á Norðurlandi á
dögunum, voru dæmd i Sakadómi í gær
tíl að greiða 500 þúsund króna sekt að
viðbættum sakarkostnaðL Þá fengu
þau skilorðsbundið fangelsi til nokk-
urra mánaða og eggin voru gerð
upptæk. Enn fremur var farið fram á
að þau yrðu í farbanni þar til þau hefðu
greitt sekt sina eða lagt fram
tryggingu fyrir hennL Er þetta lang-
þyngsti dómur sem fallið hefur í svona
málum hér á landi til þessa. Dóminn
kvað upp Jón Erlendsson sakadómari.
Miroslav Peter Baly fékk 4 mánaöa
skilorðsbundið fangelsi en Gabriele
Uth-Baly 2 mánaða. Er hér um að ræða
þriggja ára biðdóm. Brjóti þau af sér
innan þess tíma kemur skilorðið til
framkvæmda. Þá var Miroslav
dæmdur í 300 þúsund króna sekt en
Gabriele í 200 þúsund króna sekt. Verði
sektin eða trygging fyrir henni ekki
komin innan 4 vikna kemur til fang-
elsisdómur, 5 mánaða yfir honum, 3
mánaða yfir henni. Þá voru þau dæmd
til aC greiða allan sakarkostnað.
Við dómsuppkvaðningu var viö-
staddur fulltrúi ríkissaksóknara og fór
hann fram á að ungu hjónin yrðu í far-
banni innan lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur þar til fullnægjandi
trygging fyrir sekt og málskostnaði
lægi fyrir eða dómi yröi fullnægt. Þá
kom og fram að ákæruvaldið yndi
dómnum og myndi ekki áfrýja.
Verjendur hjónanna, Om Clausen hrl.
og Guömundur Jónsson hdl., báðu hins
vegar um frest þar til í dag að taka á-
kvörðun um hvort áf rý jað y rði.
, ,Þetta er þyngr i dómur en við áttum
von á,” sagði Guðmundur Jónsson.
„Meira get ég ekki sagt á þessu stigL ”
„Þetta er þungur dómur gagnvart
þeim þegar tillit er tekið til þess aö þau
eru aðeins verkfæri í höndum ann-
arra,” sagði Jón Erlendsson. „En
hvað á að gera til að verjast ágangi
þessa fólks?”
Þyngstu dómar fram að þessu voru
kveðnir upp fyrir tveimur árum.
Annars vegar var um að ræða tvo
Belga sem voru teknir með 162 egg
villtra fugla í fórum sínum. Voru þeir
dæmdir í 20 þúsund króna sekt og eggin
gerð upptæk. Hins vegar var Þjóðverji
tekinn með 96 egg villtra fugla. Var
hann dæmdur í 30 þúsund króna sekt og
eggin gerð upptæk -KÞ.
Miroslav Peter Baly gengur út úr réttarsalnum. Hann heldur blaði fyrir andlitinu.
Á undan honum gengur verjandi hans.örn Clausen hrl. Til hægri er sendiherra
Vestur-Þýskalands á Islandi og á milli þeirra dómvörður. DV-mynd Bj.Bj.
Sjömannanefnd landbúnaðarráðherra:
Skollaleikur
Jóns Helgasonar
segir formaður Neytendasamtakanna
„Þessi nefnd er ekkert annað en
skollaleikur af hálfu landbúnaðarráð-
herra og átti einungis að vera skálka-
skjól fýrir bann til að geta hundsað
kröfu hinna fjölmörgu neytenda sem
hafa krafist þess að innflutningur á
grænmeti og kartöÐum verði gefinn
frjáls. Starfsemi þessarar nefndar
kemur aldrei til með að hafa áhrif á þá
ákvörðun sem endanlega verður tekin í
þessum málum. Það eru hin pólitísku
öfl sem eiga að taka ákvörðun um
sölumál grænmetis og þegar hefur
komið fram á Alþingi að meirihluti þar
er hlynntur þvi að einokun þessara
viðskipta verði aflétt,” sagði Jón
Magnússon, formaður Neytendasam-
takanna, í viðtali við DV. Hann sagöi
einnig að Neytendasamtökunum hefði
ekki verið boðin þátttaka í þessari
nefnd og hefðu þau lagst gegn setu i
henni þvi meirihluti hennar er
skipaöur fulltrúum framleiðenda.
Kaupmannasamtökin og af-
staða Félags matvöru-
kaupmanna
Þaö hefur vakið nokkra athygli að i
bókun, sem kom frá nefndinni, sem
landbúnaðarráðherra skipaði til að
fjalla um framtíþ sölumála grænmetis
hér á Iandi, kemur m.a. fram:
Nefndarmenn gera sér Ijósa þá þýð-
ingu sem Grænmetisverslun land-
búnaðarins ásamt Sölufélagi
garðyrkjumanna hafa til að tryggja
hagsmuni framleiðenda og neytenda
um allt land í drei&ngu og sölu garð-
ávaxta oggrænmetis.
I nefndinni eiga sæti sjo aðilar og
m.a. formaður Félags matvörukaup-
manna. Við höfðum samband við
Magnús Finnsson, framkvæmdastjóra
spurðum hann hvort fyrmefnd tilvitn-
un væri í samræmi við stefnu samtak-
anna. Magnús sagði að þetta stang-
aðist á við skoðun Kaupmannasamtak-
anna. Það væri hans skoðun að þessi
nefnd væri allt of f jölmenn til að hægt
væri að komast að einhverri sameigin-
legriniðurstöðu.
Landbúnaðarráðherra hefði sjálfur
skipað í þessa nefiid og hefði hann ekki
haft samband við Kaupmanna-
samtökin áður. I nefndinni ætti sæti
fulltrúi matvörukaupmanna. Vegna
þess hve fjölmenn þessi nefnd væri
væri erfitt fyrir hvem einstakan að
koma sinum sjónarmiðum á framfæri
og lítið að marka þessa bókun nefndar-
Magnús var nýbúinn aö fá fundar-
ályktun sem stjórn Félags matvöra-
kaupmanna gerði í fyrradag. Þar segir
orðrétt: Skorað er hér með á viðkam-
andi yfirvöld að þau hlutist til um að
lögum um innflutning og dreifingu
grænmetis og kartaflna verði breytt nú
þegar og innflutningur gefinn frjáls
svo tryggt sé að samkeppni fái að njóta
sín á þessum vettvangi og neytendum
tryggð bestu gæði og Iægsta verð.
Félag matvörukaupmanna ítrekar
þá skoðun sina að innflutningur og
dreifing innfiuttrar framleiðslu
grænmetis og kartaflna eigi að vera
frjáls. Félagið bendir á að af um
þúsund tegundum matvara, sem eru á
boðstólum í matvöruverslunum, séu
kartöflur og grænmeti einu vömmar
sem látnar em sæta ófrávikjanlegum
einokunarreglum um innflutning og
dreifingu.
Þó skal jafnan gæta þess að innlend
framleiðsla eigi aðgang að innfluttum
markaði umfram innfluttar afurðir,
standist hún gæðakröfur neytenda.
-APH.
Svar landbúnaðarráðherra við frjálsum
innflutningí kartaf Ina:
Veríð að sniöganga
óskir neytenda
—segir GísK V. Einarsson
Nú hefur borist svar frá land-
búnaðarráðuneytinu við bréfi sem sex
innflutningsaðilar sendu til þess og
lögðu til að innflutningur yrði gefinn
fi-jáls á kartöflum og ráðuneytið gæti
stöðvað þann innflutning með fyrir-
vara þegar innlend framleiðsla kæmi á
markaðinn. Þá sögðust þessir aðilar
einnig vera tilbúnir til að dreifa inn-
lendri framleiðslu. Þeir höfnuðu
hugmynd Iandbúnaðarráðherra um að
veita sameiginlegt innflutningsleyfi
enda slikt ekki framkvæmanlegt án
kvótakerfis.
I svarinu segir: Fara verður með
mál þetta innan þeirra marka sem lög
ákveða og tök eru ekki á aö gefa inn-
flutning frjálsan að því marki, sem
óskað er i bréfi yðar. Þá segir enn-
fremur að nauðsyn beri aö haf a yf irsýn
yfir innflutninginn vegna sjúkdóma-
vama og hagsmuna innlendra
framleiðenda. Innflutningurinn þurfi
að vera jafii og ávallt góðar kartöflur
fáanlegar en án þess að birgðir hlaðist
upp.
1 svarinu segir að búast megi við að
hinum nýju innflytjendum gefist
kostur á að flytja inn til landsins 150
tonr. fram til 15. júní. Oskað er eftir
upplýsingum um hversu mikið þeir
ætli að flytja inn og verða þeir að hafa
heimild frá ráðuneytinu áður en varan
er keypt erlendis frá.
mmupjONusTA með
LITMYNDIR
Á TVEIMUR TÍMUM
m
EOI
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
I NYJA HUSINU VID LÆKJABTORG
OJLU
illllllll