Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Side 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 24. MAl 1984. HERAÐSSKOLIIMN A LAUGUM ÞINGEY JARSÝSLU Námsframboð 1984- Níundi bekkur '85 FRAMHALDSSKÓLI • Fornám • Almenn iðnbraut • Verknám tréiðna (tvö ár) • íþróttabraut (tvö ár) • Matvælatæknibraut (tvö ár) • Málabraut (tvö ár) • Náttúrufræðibraut (tvö ár) • Uppeldisbraut (tvö ár) • Viðskiptabraut (tvö ár) Umsóknarfrestur til 10. júni, símar skólastjóra: skrifstofa 96-43112, heima 96-43113. HÉRAÐSSKÓLINN LAUGUM 650 LAUGAR. Útlönd Útlönd Maí 1984. Metsölubækur á ensku MACAZINC -A BOOKSELLER O o o o o SON OF A WANTED MAN öa-’tam. fcy Louis L Amour LEGION kr. 237,- William Blatty DEFECTS OF THE HEART kr. 237, - Bartwra Gordon LITTLE DRUMMER GIRL Bj-'j'T}. kr. 237,- John LeCarre ANCIENT EVENINGS Aarner ^ 297 . Norman Mailer p.nnacle, kr. 177,- OSEEDS OF YESTERDAY Pocket. kr. 237, - V CROSSINGS Oell.. kr.237,- Danielle Sleele o © © © 0 © 0 OUT ON A LIMB Bantam kr. 237,- Metsölubækurnar á ensku fáið þið hjá okkur i vasabroti. Koma í flugi jafnóðum og þær koma út i Bandaríkjunum. BOftA FHUSIÐ LAUGAVEGI 178, simi 86780 INÆSTA HUS VIO SJONVARPIÐI D.eifing: Þorst. Aðrir útsölustaðir: Penninn, Hallarmúla. Penninn, Hafnarstræti. Hagkaup, Skeifunni. Mikligarður við Sund. Flugbarinn Rvíkflugvelli. Úlfarsfeli, Hagamel67. Bókabúð Jónasar, Akureyri. Griffill, Síðumúla 35. Bókbær, Hafnarfirði. Embla, Völvufelli. Johnson hf. Laugavegi 178, sími 86780 NAUTAKJÖT OUkar verð Leyft verð T. Bone steik 245,- 354,- Nauta roast beef 347,- 457, Nauta snitchel 375,- 594,- Nautagullasch 328,- 457,- Nautabuff 360,- 586,- Nautalundir 490,- 640, Nautafillet 490,- 640,- Nautabógsteik 170,- 213,- Nautagrillsteik 170,- 213, Nautahakk 179,- 311,- 10 kg nautahakk 149,- 295,- Nautahamborgari 14,- / stk. 20,- KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 86511 WHITE GOLD WIELDER Ce Rev kr. 237 - Stephen Donaldson LIGHT A PENNY CANDLE kr.237,- Maeve Bmchy GARFIELD TIPS THE SCALES b..... kr. 297,- Jim Dav.s MICHAEL JACKSON THRILL kr. 177,- G L.ilham HEARTBURN '-ef kr. 210,- Nora Ephron THE SHOEMAKER Siynet. kr. 237,- Flora Rhela Scineiber Shirley MacLaine Þannig leysir Þjóðarf lokkurinn sænski formannsvandamál sitt: Westerberg fær þann „stall sem honum ber” „Viö höfum ekki gert neitt rangt,” segir Bengt Westerberg, for- maður Þjóöarflokksins sænska, um gagnrýni sem flokkur hans hefur sætt fyrir aö viröa aö vettugi lýðræöislegar venjur viö að koma formanni sínum inn í sænska Þjóö- þingið. Þjóöarflokkurinn sænski á nefnilega við svipaö vandamál aö stríöa og Sjálfstæöisflokkurinn hér á landi og raunar enn alvarlegra. A meöan vandi Sjálfstæðisflokksins er sagöur vera sá aö f ormaöur hans eigi ekki sæti í ríkisstjórninni og sé því ekki á þeim stalli eöa stað sem hon- um ber þá á Beng Westerberg, hinn nýi og ungi formaöur sænska Þjóðar- flokksins, ekki einu sinni sæti á þingi. Við þessum vanda hefur flokkurinn nú ákveðiö aö bregðast enda ekki seinna vænna. Þjóðar- flokkurinn hefur tapaö niður þeirri fylgisaukningu sem hann fékk fyrst eftir að Westerberg leysti Ola Ullsten af hólmi sem flokksfor- maöur. Ola Ullsten lætur í haust af þingmennsku og mun gerast sendiherra Svíþjóöar í Kanada en þaö eitt leysti ekki vandann því Westerberg var aöeins sjöundi vara- maöur hans. En nú hafa allir þeir sem eru á undan honum á listanum ákveöiö að gefa eftir sæti sín til þess aö Westerberg komist á þann „staö semhonumber”. Birgit Friggebo víkur öðru sinni fyrir Bengt Westerberg. Þessi lausn Þjóðarflokksins hefur sætt mikilli gagnrýni af and- stæðingum flokksins. „Ef þessi fyrir- ætlun verður aö veruleika, þá er þar meö búið aö ganga af dauöri hug- myndinni um að kjósendur hafi eitthvaö að segja um það hverjir sitja á þingi,” sagöi einn af gagn- rýnendunum úr röðum Ihaldsflokks- ins (Moderaterna). „Bengt Westerberg, hinn nýi flokksformaöur, skal inn á þingiö þrátt fyrir aö hvorki flokkurinn né kjósendur hans hafi hugsað sér þaö fyrir einu og hálfu ári. Birgit Friggebo, varaformaöur flokksins, og fimm aðrir frambjóöendur voru fyrir framan Bengt Westerberg á framboðslistanum en reiknað er meö aö þau viki öll sæti í þágu flokksins og flokksformannsins,” sagöi Expressen, útbreiddasta dagblaö Svíþjóðar um málið. „Hér er um heilbrigða skynsemi að ræöa sem kjósendur okkar munu hafa fullan skilning á,” sagði Birgit Friggebo um málið. Hún verður nú ööru sinni aö lúta í lægra haldi fyrir Westerberg þar sem hún var einnig hættulegasti keppinautur hans um formannsembættið eftir aö loks haföi tekist að sannfæra Ola Ullsten um aö honum bæri að segja af sér því embætti. „Eg sjálfur hef ekki beðið um þetta,” sagöi Bengt Westerberg um máliö. „Eg taldi aö ég gæti flutt boðskap flokksins án þess aö eiga sæti á þingi en sú skoðun er ríkjandi innan flokksins að þaö sé þýðingar- mikiö aö flokksformaðurinn sé til staöar í þinginu og á það get ég fallist. Þar er ekki um neitt lögbrot aöræöa.” En eftir er aö sjá hvort þessi breyting eykur á vinsældir Þjóöar- flokksins því eins og DV skýrði frá fyrir skömmu eru margir þeirrar skoöunar aö vandamál hans sé í því fólgiö aö formaöurinn þyki þurr og leiöinlegur. Áframhaldandi mann- fall hjá Indverjum Fimm manns létu h'fið er lögregla greip til skotvopna til aö stöðva óeirðir í Bombay á Indlandi í gær. Þar með hafa 162 fallið í átökum hindúa og múslima á einni viku þar í landi. Sam- kvæmt frétt indversku fréttastofunnar PTI þá brutust óeiröir út í einu út- hverfa Bombay í gærkvöldi og voru fimm hersveitir sendar á vettvang til aö freista þess aö stööva átökin. Indverskir embættismenn hafa skýrt Reuters-fréttastofunni frá því aö 620 manns hafi særst í átökum þessa viku og þrjú þúsund verið handteknir. Þá er talið að um fimmtán þúsund manns hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Verö á matvörum hefur hækkað mjög í Bombay aö undanförnu og skortur er á kjöti og kornvöru. Þúsundir manna komu ekki til vinnu í Bombay í gær og þeir sem mættu fengu aö fara snemma heim vegna hættunnar á átökum. \ %! ... : Flóttamannabúðum hefur verið komið upp á nokkrum stööum í Indlandi vegna þess að f jöldi manna hefur orðið heimilislaus í kjölfar óciröanna í landinu. Kúba hættir við þátt- töku í ólympíuleikunum Kúba, ein fremsta íþróttaþjóð heimsins, er tíunda þjóöin sem hættir viö þátttöku i ólympiuleikunum í Los Angeies í kjölfar þeirrar ákvöröunar Sovétmanna aö sniðganga leikana. I yfirlýsingu kúbönsku ólympíu- nefndarinnar í gær sagöi aö hún gæti ekki horft framhjá þeim brotum sem framin hefðu verið á reglum og hug- sjónum ólympíuleikanna af þeim er skipulagt hafa ólympíuleikana í Los Angeles. Aöeins einni klukkustund eftir þessa yfirlýsingu Kúbumanna sagöi Peter Ueberroth, framkvæmdastjóri banda- rísku ólympíunefndarinnar, aö hún væri enn ein sönnun þess að Sovét- menn reyndu aö hindra aörar þjóðir í að taka þátt í leikunum eins og þeir heföu helst af öllu viljaö gera,” sagöi Ueberroth. Astæður þær sem kúbanska ólympíu- nefndin gaf fyrir ákvörðun sinni voru svipaðar og ástæöur Sovétmanna. „Við höfðum sérstakar áhyggjur af skorti á öryggisviðbúnaði. . og þróun áróðurs gegn þátttöku sósíalískra þjóða.” Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson og Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.