Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 4
20
DV. FÖSTUDAGUR15. jUNl 1984.
Keflavíkurkirkja
Hátíöarguðsþjónusta kl. 13.00. Sr. Agnes
Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi messar. Skát-
ar aðstoða. Organisti Siguróli Geirsson.
Sóknarprestur.
íþróttir
Föstudagur og laugardagur, 15. og 16. júni.
Hraðmót yngri flokka kvenna (14 ára og
yngri).
Skemmtistaðir
ÞOKSKAFFI: A fóstudags- og laugardags-
kvöld leikur hljómsveitin Goðgá fyrir dansi.
ARTÚN: Gömlu dansarnir föstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitin Drekar
leikur.
KLÚBBURINN: Á föstudags- og laug-
ardagskvöld leikur hljómsveitin Fjörorka
fyrir dansi ásamt dískóteki, lífandi tónlist í
kjallaranum.
BROADWAV: Á föstudags- og laugardags-
kvöld kemur bandariski söngvarinn Forrest
fram, diskótek.
GLÆSIBÆR: Föstudags- og laugardags-
kvöld leikur hljémsveitin Glæsir ásamt
dansdúettinum 006. Einnig verður diskótek á
staðnum.
LEIKHÚSKJALLARINN: Föstudags- og
laugardagskvöld. Diskótek ásamt matseðli.
HOTEL BORG: Gömlu dansamir undir
stjórn Jóns Sigurðssonar á sunnudag.
HOLLYWOOD: Diskótek á tveimur hæðum
ásamt skemmtiatriðum.
HÖTEL SAGA: Einkasamkvæmi á
föstudagskvöld. A laugardagskvöld verður
Söguspaug.
Tapað - fundið
Tjald fannst í
Borgarfirði
SL sunnudag fannst tjald og teppi á
þjóðveginum nálægt Ferjukoti í Borgarfirði.
Eigandi vinsamlegast hringi í síma 40010.
Páfagaukur fannst
í Garðabænum
Sl. föstudag fannst blágrænn páfagaukur í
Garðabænum. Upplýsingar í sima 40825.
Sýningar
Kjarvalsstaðir:
Á sjötta þúsund manns hafa séð sýningu lista-
hátíðar á Kjarvalsstöðum þar sem 10
íslenskir listamenn, búsettir erlendis, sýna
verk sín. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru
Erró, sem sendi fimm stór olíumálverk frá
Paris, Louisa Matthíasdóttir, sem kom frá
New York með u.þ.b. 50 olíumálverk, Kristin
og Jóhann Eyfells, sem komu frá Flórída með
skúlptúra og málverk, Tryggvi Olafsson, sem
kom frá Kaupmannahöfn með málverk,
Steinunn Bjamadóttir, sem kom með mynd-
bönd frá New Mexico og fjórmenningamir
Hreinn Friðfinnsson (býr í Amsterdam),
Þórður Ben Sveinsson (býr i Diisseldorf),
Sigurður Guðmundsson (tnýr í Amsterdam)
og Kristján Guðmundsson (bjó lengi í
Amsterdam en er fluttur heim), þeir fjórir
fylla vestursal Kjarvalsstaða með skúlptúr-
um og myndverkura af ýmsu tagi. Sýningin er
opin daglega frákl. 14—22.
Vefmyndir til sýnis
í Byggða- og listasafni
Ámessýski
A morgun, laugardaginn 16. júni, verður
opnuð í Byggða- og listasafni Arnessýslu á
Selfossi sýnúigin Vefmyndir.
Hvað er á seyði um helgina Hvaðeráseyði um helgina
Skátar sjá um hátíðar höldin
á ísafirði
Skátafélagiö Einherjar og kven-
skátafélagið Valkyr jan sjá um hátíöar-
höldin á 17. júní á Isafirði að þessu,
sinni.
Kl. 11 hefst víðavangshlaup á
hátíðarsvæðinu á sjúkrahústúninu, kl.
11.30 verður kassabílasýning á sama
staö.
Eftir hádegi hefst skrúðganga á
hátiðarsvæðið frá Silfurtorgi. Hátíða-
dagskráin sjálf hefst svo kl. 14. Þar
verður m.a. heigistund, kórsöngur,
skátasöngvar og smágrín, ávarp f jall-
konu og leikir með þátttöku bæjarbúa.
Kl. 17 verður svo kassabílarall. Um
kvöldið verður dansleikur í tjaldi við
Mjallargötu og leikur B.G. Qokkurínn
frálsafirðifyrirdansitilkl. 01.00. SJ
17. jum
hátíðarhöld
r mm m
i Eyjum
Hátíðarhöldin í Vestmannaeyjum að
þessu sinni eru í umsjón Iþrótta-
félagsins Týs. Þau hefjast kl. 14 með
skrúðgöngu frá íþróttamiðstöðinni,
gengið verður á Stakkagerðistún, öðru
nafni Stakkó, þar sem hátíöarhöldin
fara fram. Þar mun fjaDkma Qytja
ávarp, ræðu dagsins Qytur Árni
Johnsen alþingismaður, Hásteins-
hlaup verður fýrir bömin, naglaboð-
hlaup, handknattleikur yngri Qokka,
Leikfélag Vestmannaeyja sýnir
einþáttung og vitanlega verður söngur
og fjör á túninu að vanda.
-SJ.
17. júní
dagskráin á
Egilsstöðum
Á Egilsstöðum sem víðar skiptast
íþróttafélögin á um að sjá um hátiðar-
höld á 17. júní. Nú í ár. Er það íþrótta-
félagið Höttur sem sér um hátiöar-
höldin.
Dagskráin hefst með messu í Egils-
staðakirkju og verður þess minnst að
10 ár eru síðan hún var vígð. Eftir
messuna verður skrúðganga á íþrótta-
völlinn þar sem hátíðarhöldin fara
fram. Þar mun f jallkona Qytja ávarp,
Jassband Árna Isleifssonar leikur,
Dúkkulisur leika nokkur lög og Qeira
verður gert til skemmtunar. Um
kvöldið verður síðan diskótek fyrir alla
í Valaskjálf frá kl. 20 til kl. 23.
SJ
Hátíðar-
dagskráin í
Mosfellssveit
Hátíðardagskráin á 17. júní í Mos-
fellssveit er fjölbreytt að vanda. KI
9.00 verður hátíðarmessa í Lágafells-
kirkju þar sem séra Guðmundur öm
Ragnarsson prédikar. KI. 10.00 verður
haldið upp á 20 ára afmæli Varmár-
sundlaugar þar sem sveitarstjóri og
hreppsnefnd munu keppa viö
morguntrimmara. Frá kl. 10 til 12
verður Flugklúbbur Mosfellssveitar
með sýningu á aðstöðu sinni og véhun.
Eftir hádegi eða kl. 13 hefst skrúð-
ganga frá Teigahverfi og frá horni
Þverholts ot Álfatanga og gengið
verður að iþróttahúsinu að Varmá.
Þar hefst hátíðardagskrá um kl. 14 þar
sem Karlakórinn Stefnir mun syr.gja.
Á 17. júni er mikið um dýrðir um aUtland. Þá er reynt að gera öl/um tí/hæfís og sórs
hafa eitthvad fyrir bömin.
Salóme Þorkelsdóttir Qytur ræðu,
fjaBkona flytur ávarp, danssýning
verður og hundatívolí þar sem hundar
frá Hundaræktarfélagi Islands sýna
listir sínar. Trúðar munu verða á
hátíðarsvæðinu. Frá kL 15 til kl. 18
verður kaffisala i Hlégarði á vegum
Ungmeimafélagsins Aftureldingar og
á sama tíma verður útsýnisflug á
vegum flugklúbbsins. Um kvöldið
verður kvöldskemmtun í íþrótta-
húsinu, sem hefst kL 21 síðan verður
kvölddiskótek í Hlégarði frá kl. 22.00 til
kL 01.00. SJ
Að sýníngunni stendur hópur vefara sem
unriiö hefur undanfama vetur undir hand-
leiöslu Hildar Hákonardóttur.
Þetta er þriðja sýning hópsins. Hluti hans
sýndi fyrst í Sjúkrahúsi Suðurlands 1982.
Einnig átti hann myndir á listavöku Hólma-
víkur 1983.
Vefaramir, sem sýna að þessu sinni, eru
átta talsins og sýna um 50 verk.
Hver vefari byggir á eigin hugmyndum og
mörg verkanna em ofin beint án teiknaðra
frumdrátta. Myndefnið er sótt í heim sagna
og í raunveruleikann allt um kring, landslag,
fólk, dýr og plöntur.
Sýningin er opin frá 16. júní—24. júni frá kl.
14—22 daglega. Aðgangur erókeypis.
Olíumálverk og
vatnslitamyndir
til sýnis í Eden
Ofeigur Olafsson hefur nú opnað sýningu í
Eden, HveragerðL Hann sýnir þar 28 olíumál-
verk og 11 vatnslitamyndir sem allar em til
sölu. Sýningin er opin alla daga vikunnar og
mun standa til sunnudagsins 24. júnL
Listmunahúsið
Lækjargötu
Á morgun, laugardag, opnar Steinunn
Þórarinsdóttir sýningu á 17 verkum sem
unnin era í leir, gler og steinsteypu. Þessi
sýning er fjórða einkasýning Steinunnar en
auk þess befur hún tekið þátt í samsýningum
bæði hér heima og erlendis. Steinunn er fædd
árið 1955. Hún hóf listnám árið 1974 í Ports-
mouth collage of art and Design í Englandi,
siðan í listadeild Portsmouth polytechnic og
Iauk þaðan BA prófi í listum árið 1979.1979—
1980 var hún gestanemandi við listaaka-
demiuna Bologna á Italíu. Sýningin, sem er
sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10—18,
laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—18.
Lokað mánudaga. Sýningunni lýkur 1. júli.
íslenski
dansflokkurinn
Kjarvalsstaðir kl. 15.00 á morgun, iaugar-
daginn 16. júni 1984.
Á morgun, 16. júní, sýna félagar úr
Islenska dansflokknum stuttan dans á Kjar-
valsstöðum. Það eru Auður Bjamadóttir,
Lára Stefánsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir
og Ásta Henriksdóttir sem hafa samið stuttan
dans við samnefnt verk,, JDans” eftir Snorra
Sigfús Birgisson, einleik á selló, er hann
samdi sérstaklega fyrir Noru Kornblueh
sellóleikara.
Nora leikur einleík á selló. Verkið er aþ.b.
8 mín. og verður sýnt inni á sýningu Louisu
Matthiasdótturá Kjarvalsstöðum.
Lif I leir '84
Nú stendur yfir í Listasafni ASI sýning á
vegum Leirhstarfélagsins sem þau nefna Lif i
Ieir ’84. Heíðursgestur sýningarinnar er
Ragnar Kjartansson leirlistamaður. Sýningin
var opnuð 3. júni sl. og stendur til 24. júni. Þar
er opið daglega frá kl. 14 til kl. 22.
Lístahátíðarsýning
Textðfélagsins
að Geröubergi í Breiðholti hefur staðið frá 3.
júni og hefur verið vel sótt. Á sýningunni er
vefhaður, tauþrykk og verk unnin með
blandaðri tækni. Sýnendur em: Ása Olafs-
dóttir, Auður Vésteinsdóttir, Hanna G.
Ragnarsdóttir, Heiða Björk VignisdótUr,
Hóimfriður Bjartmarsdóttir, Ingibjörg Styr-
gerður Haraldsdóttir, Ingibjörg JónsdótUr,
Ina Salóme, Kristin Jónsdóttir, Maria Hauks-
dóttir, Olöf Ingibjörg EinarsdótUr, Sigríður
Candi, Sigrún SteinþórsdóUir Eggen, Val-
gerður Erlendsdóttir, Valgerður Torfadóttir.
Sýningin er opin á fimmtudag kl. 16 til 22 en
föstudag, laugardag og sunnudag kl. 14 til 18.
Henni lýkur um miðaftan 17. júni.
Listasafn
Einars Jónssonar:
Listasafn Einars Jónssonar er opiö daglega,
nema mánndaga, frá kl. 1330—16 en högg-
myndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10—
18.
„The Bellsof Hell"
í Gamla bíói
Ákveðið hefur verið að írski leikarinn NiaU
Toibin komi fram í Gamla Bíói með leik sinn
„The Bells of Hell” á morgun kL 17 í stað kL
2030 eins og auglýst hefur verið.
ARBÆJARSAFN: er opið frá kl. 1330—18.00
aUa daga nema mánudaga. Leið 10 frá
Hlemmi gengur að saf ninu.
Effar Guðni
sýnir í Keflavík
1 Glóðinni, Hafnargötu 62, Keflavik, stendur
yfir sýning Elfars Guðna.
Á sýningunni em um 45 verk unnin í vatns-
hti og oliu. Myndirnar em frá ÞingvöUum,
Þjórsárdal og víðar. Elfar Guðni hefur áður
sýnt á Stokkseyri, Selfossi, Hveragerði og
Reykjavik.
Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 14—
21 nema fimmtudaga og laugardaga, þá er
opið frá kL 14—17. Sýningunni lýkur sunnu-
daginn 17. júni.
Ferðalög
Útlvist símar: 14606 og
23732
Laugardagur 18. júni, kL 28.
Þjóðhátiðarganga á Esju. Gengið á Þverfells-
hom. Brottför frá BSI, bensínsölu, verð kr.
200. Þátttakendur geta einnig komið á eigin
bU inn að Mógilsá. Heimkoma um 01-leytið
eftirmiðnætti.
Sunnudagur 17. júni kl. 13.
EUíðavatn — Hjallar—Kaldársel. Létt ganga
fyrir alla. Verð kr. 150, frítt fyrir böm með
fuUorðnum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Sjá-
umst.
Ferðafélagið Útivist.
Útivistarferðir
Ferðist innanlands.
Ferðist með tltivist í sumar.
L Vestfjarðaferð, 7 dagar, 1,—7. júlL
2. Hestaferðir á Amarvatnsheiði, 8 dagar.
Brottför aha miðvikudaga.
3. Vestf jarðaganga, 7 dagar, 7.—13. júli. Am-
arfjörður — Dýrafjörður. UppL og farm. á
skrifst. Lækjargötu 6a, simar 14606 og 23732.
SjáumsL
Ferðafélagið Útivist.
Viðeyjarferð Átthagasam-
taka Héraðsmanna
verður laugardaginn 16. júní kl. 10. Faríð
verður frá Sundahöfn. Ferjumaður: Haf-
steinn Sveinsson. Leiðsögumaður i ferðinni
verður hinn kunni Viðeyjarfræðingur örlygur
Hálfdánarson. Kaffiveitingar meö meiru
f ramreiddar í Félagsheimfli Viðeyingaf élags-
ins.
Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna, vini og
vandamenn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku
tfl fufltrúa hreppanna fyrfr föstudag.
Stjóm Átthagasamtaka Héraðsmanna.
Ferðafólag fslands
Helgarferðir 15.—17. júni:
1. Þjórsardalur—Búrfell. Gist á tjaldstæðinu
við Skriðufefl. Gönguferðir um nágrennið.
2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Göngu-
ferðir um Mörkina.