Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Side 7
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984. 7 Fjórfaldur verðmunur milli matsölu- staða — niðurstöður verðkönnunar Verðlagsstofnunar Nýlega eöa dagana 16. - 18. maí gekkst Verðlagsstofnun fyrir verö- könnun á matsölustöðum á höfuðborg- arsvæðinu, Isafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum. Samtals var verð kannaö á 89 matsölustöðum og eru birtar niðurstöður f rá þeim 57 stöö- um sem seldu minnst helming þeirra vara sem spurt var um. Matsölustöðunum er skipt í tvo hópa, ekki er þjónað til borðs eða aðeins að hluta á 33 matsölustöðum sem kannað- ir voru. Matsölustaðirnir eru hins veg- ar 24 þar sem þjónað er að fullu til borðs. Þá eru réttir með sama heiti mismunandi eftir veitingastöðum hvað snertir magn, samsetningu og gæði, auk þess er þjónusta misgóð og innrétt- ingar og umhverfi meö ýmsum hætti. öll geta þessi atriði haft áhrif á verð- ið en í könnuninni er ekki lagt mat á slíkt heldur er eingöngu um aö ræða kynningu á verðlagi matsölustaðanna. Samhliða verðkönnuninni var athug- að hvort farið væri eftir þeim reglum sem gilda um verðmerkingar á mat- sölustööum. Kom í ljós að fæstir stað- imir hafa verðlista á áberandi stað, við inngöngudyr eins og þeim ber að gera. Verðlagsstofnun mun fylgja því eftir að slíkt verði gert. Verðkannanir Verðlagsstofnunar liggja frammi fyrir almenning hjá Verðlagsstofnun Borgartúni 7 og hjá fulltrúum stofnunarinnar úti á landi. Þeir sem þess óska geta gerst áskrifendur aö Verðkynningu Verðlagsstofnunar sér aö kostnaöarlausu. Síminn er 91-27422. Matsölustaðir þar sem ekki er þjónað til borðs eða aö- eins að hluta Mestur var verðmunur á skinku með 2 eggjum og ristaðri brauðsneið. Lægsta verðið var á Uxanum Glæsibæ, krónur 50, en hæsta verðið í Valaskjálf Egilsstöðum, 210 krónur, eða fjórfalt hærra. Lægsta verðið á mjólk var í Vogakaffi, 7 krónur, en hæsta verðið í Valaskjálf, 25 krónur, eða þrefalt hærra. Bæði á drykkjarvörum og heit- um aðalréttum munaöi í öllum tilvik- um meira en helmingi á lægsta og hæsta verði. Súpa kostaöi 20 krónur í Söluskála KHB Egilsstöðum en 70 krónur í Pottinum og Pönnunni, eða rúmlega þrefalt meira. Djúpsteikt ýsu- flök kostuðu 135 krónur í Smiöjukaffi en 290 krónur í Valaskjálf eða rúmlega tvöfalt meira. Svínakjötsréttur var ódýrastur í Fjarðarkaffi Hafnarfirði, krónur 180, en hjá Kokknum er verðið 473. Þar sem þjónað er til borðs Mestur var verðmunurinn á drykkjarvörum, City hótel selur mjólkurglasið á 7 krónur en það kostar 34 krónur í Sælkeranum. Þá var City. hótel meö þrefalt iægra verð á gos- drykkjum eöa 21 krónu en 66 krónur kostar glasið á Hótel Loftleiöum. Verulega mikill verðmunur var á djúpsteiktum ýsuflökum, sem seld voru á 160 krónur á City hóteli en 380 krónur á Hótel Loftleiðum BlómasaL Þá eru kjúklingar á 250 krónur á City hótel og Hressingarskálanum en 550 krónur i Lækjarbrekku. Þrefaldur verðmunur var á nautakjötsrétti og fiskrétti, þar sem City hótel er ódýrara en Hótel Saga. —RR VERÐKÖNNUN Á MATSÖLUSTÖÐUM - staðir þar sem þjónað er að fullu til borðs (í neöangreindu veröi er reiknaö með tveimur máltíðum, ódýrasta fisk- og lambakjötsrétti af sérréttamatseðli og er súpa dagsins innifalin í báðum tilvikum. Auk þess er gosdrykkur og kaffi eftir mat með báðum réttum.) Hlutfallslegur Samtals samanburdur verð lægsta verð = 100 City hótel, Reykjavík 507 100,0 Hótel Hof, Reykjavtk 541 106,7 Brauðbær, Reykjavtk 617 121,7 Hornið, Reykjavik 776 153,1 Torfan, Reykjavík 823 162,3 Sjallinn, Mánasalur, Akureyri 842 166,1 Kiðaberg, Hótel Esju, Reykjavtk 855 168,6 Sælkerinn, Reykjavík 865 170,6 Hlóðir, Reykjavík 884 174,4 Hótel Mælifell, Sauðárkróki 910 179,5 MEÐALVERÐ 924 182,2 Hótel KEA, Akureyri 932 183,8 Gullni haninn, Reykjavík 951 187,6 Smiðjan, Akureyri 976 192,5 Hótel Borg, Reykjavík 978 192,9 Rán, Reykjavík 1009 199,0 Lækjarbrekka, Reykjavík 1020 201,2 Hótel Loftleiðir, Blómasalur, Reykjavík 1027 202,6 Hótel Holt, Reykjavtk 1106 218,1 Naust, Reykjavtk 1138 224,5 Arnarhóll, Reykjavík 1142 225,2 Veitingahöllin, Reykjavík 1143 225,4 Hótel Saga, Reykjavík 1282 252,9 GEYSIR Bílaleiga Car rental BORGARTÚNI 24 (HORNI NÓATÚNS) SÍMI 91-11015 Á KVÖLDIN 91-22434 SKIPAGATA 13, AKUREYRI SÍMAR 96-24535, 96-23092, TELEX 2073 HÖFUM OPNAÐ BÍLALEIGU Á AKUREYRI Leigjum út: Lada 1500 station, Fiat Uno, Opel Kadett, Citroén GSA Pallas, Datsun Sunny, Daihatsu Charaiant, Lancer 1400 og Lada Sport jeppa, aöeins nýja bíla, út- varp og segulband í öllum bílum. Við afhendum bílinn á flugvellinum eða við hótelið, hvort sem er í Reykjavík eða á Akureyri. Reynið viðskiptin, gott verð, góð þjónusta, nýir bílar. GEYSIR, REYKJAVÍK,BORGARTÚNI 24. GEYSIR, AKUREYRI, SKIPAGÖTU 13.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.