Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Page 9
9 DV. LAUGARDAGUR16. JUNI1984. Uppbyggingu í stað sóunar Fjörutíu ár eru ekki langur tími í lífi þjóöar. En á þeim fjórum áratugum, sem liðnir eru frá því aö lýðveldi var stofnaö á Þingvöllum, hafa þó orðið slík umskipti hér á landi, að þess eru engin dæmi frá fyrri öldum. Það hefur orðið stórkostleg bylting á flestum sviöum þjóölifsins á þessum tiltölulega fáu árum. Greinilegast sést þessi mikla breyt- ing í lifskjörum fólks í landinu. Og þá er ekki aðeins átt við launakjörin heldur einnig aðra þætti daglegs lífs. Húsakostur okkar, sem er með því besta sem þekkist, er að mestu leyti byggður upp eftir lýðveldisstofnunina. Menntakerfið og tryggingakerfið hefur tekið stórkostlegum framförum. Fjöl- breytni í menningarstarfsemi og fjöl- miðlun hefur margfaldast. Sjón- deildarhringurinn hefur einnig víkkað vegna stóraukinna ferðalaga til ann- arra landa. 1 stuttu máli sagt eru þau lífskjör, sem við búum við í dag, af því tagi sem nefnd hefði verið óraunsæ draumsýn fyrir fjörutíu árum. Við höfum það gott. Bæði saman- borið. við forfeður okkar og eins nágrannaþjóðir. En það eru vissulega ýmsar blikur á lofti. Undirstöður velmegunarinnar eru ekki nógu traustar. Gæðunum er misskipt milli þegnanna. Þeir, sem farið hafa meö okkar mál, hafa sólundað miklum fjármunum í tóma vitleysu. Og ef við kunnum ekki fótum okkar forráð kann alvarlegt ástand, m.a. verulegt atvinnuleysi, að vera framundan. Minnisvarðar rangrar fjárfestingar Þegar leitað er helstu mistaka í landsstjórninni á undanfömum árum, blasir eitt við öðru fremur: röng f jár- festing. Það er ekki aðeins, að þeir, sem fjármagninu hafa ráðið í þjóð- félaginu — og þar eru stjómmála- mennirnir og aðrir fulltrúar f lokkanna efstir á blaði — hafi sóað gífurlegum fjármunum í óarðbæra og óskynsam- lega fjárfestingu, heldur hefur þeim jafnframt láðst að byggja upp þá f jöl- breytni í atvinnulífinu, sem ljóst hefur verið um langt árabil að brýn þörf væri á. Minnisvarðarnir um sóun fjár- magnsins blasa við úti um allt. Alvar- legastir em þeir í sjávarútveginum. Taptogaramir, sem fyrirsjáanlegt var og er að aldrei muni standa undir sér án verulegrar aðstoðar almennings, eru þau dæmi sem flestir þekkja. Það er ekki aöeins, að engin þörf sé fyrir þessa togara frá þjóðhagslegu sjónar- miði, heldur em þeir einnig svo dýrir aö engum, sem hefði þurft að standa sjálfur að slíkri fjárfestingu, hefði dottiö í hug aö kaupa þá. En hér á landi hafa menn alltof oft treyst á að geta gert út á ríkið ef illa gengur og því leyft sér að taka kolvitlausar og ábyrgðar- lausarákvarðanir. Þótt röng fjárfesting í sjávarútvegi komi sér einna verst fyrir þjóðina í dag m.a. vegna samdráttarins í afla, sem gert hefur ofvöxt flotans ekki aöeins augljósari heldur einnig sársaukafy llri fyrir þjóðarbúið í heild, þá em minnis- varðamir um fjárfestingarmistök stjórnmálamanna og annarra sjóð- stjóra kerfisins mun víðar — alla leiöina norðan frá Kröflu suöur í Seðla- bankahöll. Hversu traustara væri ekki atvinnulíf okkar, og bjartari efnahags- leg framtíð, ef öllu þessu mikla fjár- magni hefði verið veitt til að auka fjöl- breytni í atvinnulífinu og byggja upp ný og arðbær framleiðslufyrirtæki. Þá væmlika nokkru færri taptogarar að sigla í land nú að loknum þjóðhátíðar- deginum. Hvert stefnir ríkisst/ornin? Ríkisstjórnin hefur nú fyrir skömmu haldið upp á fyrsta afmælisdag sinn. Gefst henni tækifæri til að halda upp á tveggja ára afmæli sitt? Það er að sjálfsögðu fyrst og fremst undir henni sjálfrikomiö. Fyrstu verkefni ríkisstjórnarinnar vom að stöðva hmnadans verðbólg- unnar, sem hafði magnast í aðgerða- leysi fyrri ríkisstjórnar, sem horfði eins og dáleidd, máttvana hæna á verð- bólgudrauginn þenjast út. Skorið var á tengsl verðlags og launa, samningar felldir úr gildi og nýir bannaðir um tíma, launakjör skert vemlega bæði til að ná niður verðbólgunni og mæta minnkandi þjóðartekjum. Árangurinn var hið ánægjulega hmn verðbólg- unnar, sem hefur nú undanfarna mánuöi verið á bilinu 10—20% miðað við heilt ár. Tvennu er einkum hægt að þakka þennan árangur í baráttunni við verðbólguna: stöðugu gengi íslensku krónunnar og minni kaupmætti Iaun- anna. En það getur enginn lifað endalaust á fomri frægð, og það á einnig við um þessa ríkisstjóm. Árangurinn, sem náðst hefur í verðbólguglímunni, er ánægjulegur, en hann er staðreynd liöins tíma og það er framtíöin sem skiptir máli. Hvað nú, Steingrímur? Þannig spyrja margir. Hvert verður framhaldið? Hvemig verður verðbólg- unni haldið í skefjum áfram? Hvernig verður fullri atvinnu haldið uppi? Hvað verður gert til þess að auka fjöl- breytni atvinnulífsins og skjóta þannig fleiri stoðum undir afkomu þjóðar- innar í f ramtíðinni? Við þessum spurningum virðast enn engin svör, því miður. Hins vegar hrannast upp vandamál dagsins. Togarar eiga að sigla í land og stöðva þar með atvinnulíf víða um land. Allt stefnir í kjaraslag meö haustinu. Verða þessi vandamál til þess að ríkis- stjómin dmkkni í afgreiðslu vanda- mála dagsins í stað þess að leggja grundvöll að jákvæðri þróun næstu ára? Fari svo að ríkisstjómin verði aðeins að eins konar afgreiðslustjórn, dægurvandamála, eins og svo margar fyrri ríkisstjómir, þá er voðinn vís. Slík ríkisstjórn getur verið verri en engin, eins og dæmin sanna. Það skal þó á engan hátt reynt að gera lítið úr vandamálum dagsins. Það er auövitað alvarlegt ef atvinnulífið stöðvast um lengri tíma, hvort sem það er vegna stöðvunar togara eða verkfalla. Launafólk hefur þegar tekið á sig sinn skerf af herkostnaðinum gegn verðbólgunni; það verður ekki lengur höggvið í þann knérunn. Veröbólgunni verður heldur ekki hleypt af stað aftur með því aö láta af „gengisbindindinu”, eins og einhver orðaði það í vanhugsaðri gagnrýni. Þessar hefðbundnu f egrunaraðgerðir á efnahagsvandanum ganga því ekki lengur. Það er gömul tugga að það þurfi aö ráðast að rótum vandans, en engu að síður satt. Og það veröur ekki dregið öllu lengur úr þessu. Bjartsýni og trú á land og þjóð Þrátt fyrir stundarerfiðleika, sem aö mörgu leyti em sjálfsskaparvíti, er engin ástæða til svartsýni um mögu- leika okkar til að lifa sem sjálfstæð þjóð, efnalega jafnt sem stjómmála- lega, ílandinu. Mér þótti það dálítiö skondið að heyra sjávarútvegsráðherra impra á því í sjónvarpsumræöum á þriðju- dagaskvöldið, að kannski gætum viö LAUGARDAGS- PISTILL: Elías Snæland Jónsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI ekki haldið uppi núverandi lífskjörum í landinu m.a. vegna þess hversu smáir við værum. Hann vitnaði til ástandsins í Norður-Noregi, Færeyjum, Græn- landi og jafnvel Nýfundnalandi, þar sem sjávarútvegurinn væri meira og minna á ríkinu ef ekki þjóðfélagið í heild. Auðvitað hlýtur það að vera alvar- legt þegar fiskistofnamir, sem við höfum byggt afkomu okkar í allt of ríkum mæli á, þola ekki lengur þá veiði sem þörf væri á til að fjármagna góð lífskjör og vitlausar fjárfestingar- ákvarðanir landsmanna. En það er samt sem áöur engin ástæöa til að örvænta um möguleika okkar til að lifa góðu lífi í landinu. Lífskjörin hafa versnað um skeið, en ekki aðeins vegna samdráttar í þjóðarframleiðslu og baráttu við verðbólguna, heldur einnig vegna þess að stjómendur þessa lands hafa um árabil sóað alltof miklum hluta þess auðs, sem þjóðin hefur aflað. Með þvi að hætta slikri sóun væri mikið unnið. Enga seöla- bankahallir, kröfluvirkjanir eða krísu- víkurskóla. Lagfæra fiskveiðiflotann með því að losa sig við dýmstu taptog- arana og endumýja flotann síðan eftir þörfum á ódýrari og skynsamari hátt. Draga úr sóun fyrirgreiðslupólitíkur- innar. Allt þetta myndi stuðla að því að bæta lífskjörin í landinu. En það þarf líka að efla bjartsýnis- menn, einstaklinga og samtök þeirra, til þess að byggja upp nýjar atvinnu- greinar og efla þær sem geta gefið auk- inn arð og meiri atvinnu. Þar hafa nokkur skref verið tekin að undan- fömu, en á næstu ámm em stór stökk á því sviði nauðsynleg. Gamla hagsmunakerfið má þar ekki leggjast á fjármagn og framtaksvilja lands- manna. Við lýðveldisstofnunina var ríkjandi bjartsýni á möguleika lands og þjóðar. Fullyrða má að draumar jafnvel hinna bjartsýnustu hafi meira en ræst að því er lífskjör og velmegun varöar, hvað sem líður tímabundnum erfiðleikum. Nú, fjömtíu árum síðan, þarf þjóðin ekki síður á bjartsýni og framtakssemi að halda. Það þarf aö laga til í efna- hagsmálunum, bæta fyrir mistök lið- inna ára í stað þess að láta þau magnast í vandamálasúpunni, sem borin er á borð fyrir landsmenn með reglubundnu millibili. Við verðum að tileinka okkur fljótt og vel þær gífur- legu tæknibreytingar, sem oröið hafa á undanförnum árum og halda sífellt áfram. Og ekki síður þær stjórnunar- aðferðir og samskiptahætti í atvinnu- lifinu, sem vel hafa reynst í fram- leiðslufyrirtækjum annarra landa, sem hvað best standa sig í samkeppn- inni. Þar mætti margt læra og aölaga íslenskum aðstæðum þannig að komi bæði launþegum og stjórnendum, og þar með þjóöfélaginu öllu, að gagni. Þaö hljómar kannski undarlega að tala um bjartsýni og framtakssemi á þeim dögum, þegar vandamála- og úrtöluraus er daglegt brauð í þjóð- málaumræðunni. En ef þjóðin hefur ekki trú á sjálfa sig og land sitt, þá er ekki von á bjartari tíð í efnahags- málunum. Með því að trúa á eigin mátt og getu og hafa þar með kjark til þess að takast á við verkefnin, sem bíða hugar og handá dugmikilla Islendinga, er hægt að lyfta grettistökum. Þess er full þörf nú á fjörutíu ára afmæli lýðveldisins. Elias Snæland Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.