Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Page 12
12 w:mbmAGVRíi mtÆ ar. Boeing 747 risaþota frá British Airways, sem var á leið frá London tii Los Angeles, lentiá Keflavíkurflugvellisl. miðvikudag. Tilkynning barst um að sprengja væri i þotunni. 233 farþegar voru um borð og nokkrir fengu skrámur. Um hvitasunnuhelgina var glaumur og gleði í Þjórsárdal sem unga fólkið þar,, fílaði" i botn. Mikil spenna var i leik Breiðabliks og Keflavíkur i Kópavogi um siðustu helgi. Hart var barist um boltann en leiknum lauk með sigri Keflavíkur, eitt mark gegn engu. Hór vargreinilega eitthvað stórt iuppsiglingu. Fyrsti lax sumarsins som veiddist i Elliðaánum vó 11,5pund. Það var borgarstjórinn i Reykjavik, Davið Oddsson, sem að venju hóf veið- ina, i þetta sinn á hvítasunnudag. Veiddi Davíð sex laxa þá morgun- stund sem hann var við Elliðaárn- Á þriðjudagskvöld kom upp eldur i fiskimjölsverksmiðjunni á Suðureyri við Súgandafjörð. Þetta er i annað sinn á tæpu ári sem eldur kemur upp i verksmiðjunni. Milljónatjón varð af völdum brunans en engin slys á mönnum. Farþegarnir i bresku risaþotunni gistu eina nótt á íslandi. Hér sjást nokkrir þeirra á Hótel Stað áður en þeir héldu för sinni áfram á áfanga- stað með leiguvól. Askenazy fjölskyldan kom til Islands sl. laugardag og feðgarnir Stefán og Vladimir spiluðu á listahátiðinni við mikla hrifningu gesta. Á myndinni eru Dmitri Þor, Nadia Liza, Vladimir, Stefán, Alexandra Inga, Sonja Edda og Þórunn Askenazy við komuna til Keflavikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.