Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1984, Blaðsíða 1
ÞYDDIRUMLEGA 20 PRÓSENT VERÐBOLGU Á HEILU ÁRI — sjábls.3 Fæ hærrí laun i tukthúsinu en sem ráöherra —segir Albert Guðmundsson ,,Eg vil gjaman sættast en ég tel þaö enga sátt aö borga reglulega 6.500 krónur,” sagði Albert Guömundsson f jármálaráöherra í samtali við DV. Al- bert hafnaöi í gær dómsátt vegna ólög- legs hundabanns í Reykjavík. Albert mun því aö öllum likindum veröa dæmdur í Sakadómi Reykjavík- ur til sektargreiöslu. Neiti hann aö greiöa veröur honum stungiö i steininn og hann hafður þar í eina viku eöa svo. Albert sagöi allt eins liklegt aö hann veldi fremur tukthúsvist. „Eg fæ til- tölulega hærri laun í tukthúsinu en sem ráöherra. Ráöherralaun eru 32 þúsund krónur á mánuði en í tukthúsinu sit ég af mér 6.500 krónur og er auk þess á fríu fæði og húsnæði,” sagöi Albert. Hann hefur auk þess áöur lýst því yfir aö tukthúsvist geti verið honum kær- komiöhvíldarfrí. , jEg held aö þaö sé eitthvað mikiö aö fólkinu þegar þaö hefur svona út- kjálkahugsunarhátt — er kveistið. Það viröist vera dægradvöl margra aö vera leiöinlegir, skipta sér af öörum. Eg held áfram aö eiga sama hund- inn. Þaö er komin þrettán ára hefö á hann. Enginn skipti sér af honum áður,” sagði Albert. -KMU. '" ~ J.::: M -s’V „Áskorunin ekki lokaorö í þessu máir segir Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingurVSÍ, um samþykkt Verkamannasambandsins „Þessi samþykkt hlýtur að valda fólki áhyggjum. Eg leyfi mér að vísa til skoöanakönnunar DV, þar sem kom í ljós að 60 prósent launþega eru á móti aðgerðum 1. september. Eg held þvi að áskorun framkvæmdastjómarinnar sé ekki lokaorð í þessu máli,” sagöi Þór- arinn V. Þórarinsson, lögfræðingur Vinnuveitendasambandsins, í samtali við DV í morgun. Framkvæmdastjóm Verkamanna- sambands Islands samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi aö leggja til viö for- mannafund sambandsins að verka- mannafélögin segi samningunum upp frá 1. september. Formannafundur þessi verður haldinn í Lindarbæ i Reykjavík í dag. Taki fundurinn þess- ari áskorun bendir margt til aö kjara- samningunum veröi almennt sagt upp íhaust. — Hvernig bregst Vinnuveitenda- sambandiö við þessu? „Það em engin fundahöld eöa slíkt áformað hjá okkur eins og er aö minnsta kosti. Viö munum bíða og sjá hvaö setur,” sagði Þórarinn V. Þórar- insson. -KÞ Skaftamálið: ÞORGEIR í YFIR- HEYRSLU — bls.3 Vatnsæð sprakk í morgun er verið var að grafa fyrir hitaveitustokki við Kringlumýrarbraut. Viðgerð hófst þegar í morgun. Að sögnvatnsveitustjóra verður vatns- lítið í dag í allri borginni vestan Rauðarárstígs. DV-mynd: GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.