Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JUNI1984
11
Launakerfið erónýtt
og kjaramálin komin í sjálfheldu
„Getur ekki gengið lengur —
Sendillinn meö hærra kaup en fisk-
vinnslufólkið.”
Þes^a fyrirsögn mátti lesa í dag-
blaði nýlega. — Nú hefði mátt halda,
að þetta væru orð frá verkalýðs-
forystunni sem hefði fengið sig
fullsadda af hvernig þróun launamála
hefur leikið láglaunafólk. —
Nei, svo var ekki. Þessi orð komu
frá atvinnurekanda og það í kjölfar
yfirlýsingar forstjóra Hampiðjunnar
deginum áður, sem lýsti launaskriði
innan sins fyrirtækis og sagði að
samningar á vinnumarkaðirium væru
bara rammi og alkunna væri að borgað
væri umframsamninga.
Þessi orð eru hvort tveggja í senn á-
fellisdómur á verkalýðshreyfinguna og
staðfesting þess að meira er til
skiptanna í þjóðfélaginu til launþega
en atvinnurekendur vilja vera láta.
Tvöfalt launakerfi
Meðan verkalýðshreyfingin hefur
gegnum árin oft staðið i harðvítugum
kjaradeilum um aö knýja fram örfá
prósentustig ofan á hungurtaxta lág-
launafólks, — undir sifelldum yfir-
lýsingum VSI og stjórnvalda um að
ekkert sé til skiptanna, taka atvinnu-
rekendur framhjá öllum kjara-
samningum einhliða ákvarðanir um
stóran hluta þess sem til skiptanna er
með kaupaukum, yfirborgunum,
duldum greiðslum og fríðindum til sín
og sinna starfsmanna eftir eigin geð-
þótta, sem oftar en ekki rennur til
þeirra betur settu.
Þetta tvöfalda launakerfi hefur
síðan þróast í gegnum árin án teljandi
afskipta verkalýðshreyfingarinnar, þó
fullvíst megi telja að þetta tvöfalda
kerfi sé á kostnað hinna lægst launuðu í
þjóðfélaginu.
Kjaraskerðing — launaskrið
Hversu miklu af tekjuskiptingunni í
þjóðfélaginu er skipt við samninga-
borð verkalýðshreyfingarinnar og at-
vinnurekenda annars vegar og hve
mikiðrennur í gegnum geðþóttalauna-
kerfi atvinnurekenda hins vegar veit
enginn.
Þótt geðþóttalaunakerfi at-
vinnurekenda lúti ekki neinum viður-
kenndum leikreglum í þjóðfélaginu,
má fullvíst telja að eftir því sem kjara-
skerðingin er meiri í landinu eins og
gerst hefur undanfariö ár, eða ef reynt
er að bæta sérstaklega hag hinna verst
settu í kjaramálum, því meira verður
launaskriöið og það fjármagn sem
rennur gegnum þann undirheim kjara-
málanna sem geðþóttalaunakerfi at-
vinnurekenda er, — launakerfið sem
ekki þolir dagsbirtu.
Ótti við samanburð?
En af hverju hefur verkalýðs-
hreyfingin látið þessa þróun að mestu
afskiptalausa? Býr undir einhver ótti
við samanburðinn á hinu tvöfalda
launakerfi?
Verkalýðshreyfingin hefur kosið að
eyða orku sinni í að reyna að knýja
fram örfá prósentustig í hækkun
innan ramma þess launakerfis sem er
ónýtt og þjónar ekki hagsmunum
þeirra verst settu, í staö þess að setja
fram þá ófrávíkjanlegu kröfu að
uppstokkun veröi gerð á öliu launa-
kerfi í landinu, — endurmat fari fram
á láglaunastörfunum í þjóöfélaginu og
því sem til skiptanna er verði skipt við
samningaborðiö. Þetta verkefni er
síður en svo auðvelt, en framkvæman-
legt ef vilji er fyrir hendi. Margir
forystumenn stéttarfélaga hafa í
reynd sjálfir viðurkennt hve handónýtt
þetta launakerfi er með því að yfir-
borga sína starfsmenn og bjóða
þeim ekki upp á þau kjör sem þeir
semja um f yrir aðra.
F orystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar vita það öðrum betur að kjara-
málin eru í algerri sjálfheldu og örfó
prósentustig til eða frá, sem þeir
semja um innan núgildandi launa-
kerfis, oft með átökum á vinnu-
markaðinum, breyta í raun litlu um
kjör láglaunafólks.
I glímunni um bætt k jör þeirra lægst
launuðu eru starfshættir og
vinnubrögð verkálýðshreyfing-
arinnar oft í líkingu við aðferðir stjóm-
málamanna — aldrei er ráðist að
rótum vandans. Sökin er því ekki bara
hjá stjórnvöldum. Þetta vita ýmsir
forystumenn stéttarfélaga sem reynt
hafa að knýja á um breytingu en fá
samt litlu þokað.
Opinberir starfsmenn
En það eru ekki bara láglaunastéttir
innan ASI, sem orðið hafa undir vegna
þróunar kjaramála undanfarin ár. Við
sama borð situr einnig obbinn af
opinberum starfsmönnum sem ekki
nýtur góðs af tvöfalda launakerfinu.
Má þar nefna fjölmennar stéttir eins
og kennara, hjúkrunar- og þjónustu-
stéttir, sem lifa þurfa af strípuöum
hungurtöxtum sem samið er um við
samningaborðið.
Brjóta þarf upp
launakerfið
I margvíslegum tillögum og frum-
varpsflutningi á Alþingi hefur Alþýðu-
flokkurinn vakið athygli á þessari
þróun og gert ítrekaðar tilraunir til að
fá stjórnvöld og verkalýðshreyfinguna
JOHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
ÞINGMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUFLOKKINN
til aö aðhafast eitthvað raunhæft í
þessumáli. Þrenntskalhértilgreint:
1. A Alþingi 1979 fluttu þingmenn
Alþýðuflokksins ítarlega tÚlögu um
kannanir á raunverulegri
tekjuskiptingu og launakjörum í land-
inu, sem hefði það að markmiöi, að
koma á sanngjarnari tekjuskiptingu
og réttlátara launafyrirkomulagi. Á
grundvelli þessara kannana sem
byggðar yrðu á raunverulegri yfirsýn
yfir tekjuskiptinguna og samsetningu
launa í þjóðfélaginu hefði verið hægt
að beita raunhæfum aðgerðum til að
auka launatekjur þeirra einstaklinga
og hópa sem verst eru settir. Þessi
tillaga var samþykkt á Alþingi 28.
apríl 1980 eða fyrir rúmum 4 árum.
Framkvæmdavaldið hefur haft þessa
tillögu að engu og ekkert aðhafst í
málinu.
2. A þremur undanförnum þingum,
árin 1981,1982 og 1983, hafa þingmenn
Alþýðuflokksins flutt tillögu um að
kjararannsóknarnefnd fengi aðgang
að skattframtölum og iaunamiðum og
opnaður væri möguleiki á að kjara-
rannsóknanefnd hefði áhrif á hvort og
með hvaða hætti óskað væri
iegra upplýsinga og sundurliðunar
á launagreiðslum, samsetningu launa-
tekna og vinnutíma á launaseölum en
nú er gert. Tilgangur þessa frumvarps
var að fljótvirk og hagkvæm leið yrði
valin til að auðvelda úttekt á
raunverulegri tekjuskiptingu í
þjóðfélaginu. — Atvinnurekendur
lögðust gegn frumvarpinu og á þrem
þingum hefur það aldrei fengist af-
greitt úr nefnd, hvað þá aö þingmenn
hafi fengið að taka afstöðu til þess í at-
kvæðagreiðslu á Alþingi.
3. A sl. Alþingi var lagt fram
frumvarp um endurmat á störfum lág-
launahópa, sem hafði þaö að markmiði
aö fá fram hlutlausa rannsókn og
endurmat á störfum og kjörum lág-
launahópa, svo og úttekt á hlut þeirra í
tekjuskiptingu og launakjörum í
þjóðfélaginu. Þetta frumvarp fékkst
ekki einu sinni rætt í félagsmálanefnd,
sem formaður Sjálfstæðisflokksins og
fyrrv. framkvæmdastjóri VSI stýrir,
þar sem það var til umfjöllunar þrátt
fyrir margítrekaðar beiðnir og óskir
þar um.
Nœstu samningar
Verkalýðshreyfingin verður aöhorf-
ast í augu við staðreyndir og viður-
kenna, að það er gjörsamiega
gagnslaust að heyja launabaráttuna
fyrir láglaunahópana innan þessa
ónýta launakerfis, sem þróast hefur,
en á þviþrífstþaö tvöfalda launakerfi
sem m.a. hefur leitt til óþolandi mis-
réttis í tekjuskiptingunni í þjóð-
félaginu.
Ætli verkalýðshreyfingin að blása til
átaka í haust eða við næstu samninga-
gerð undir sömu formerkjum og verið
hefur mun hún ekki hafa erindi sem
erfiði fýrir láglaunahópana í
þjóðfélaginu. — Misréttið í tekjuskipt-
ingunni og lifskjörum í þjóðfélaginu
mun þá enn aukast.
Jóhanna Sigurðardóttir.
• „Þetta tvöfalda launakerfi hefur síöan
þróast í gegnum árin án teljandi afskipta
verkalýðshreyfingarinnar, þó fullvíst megi
telja að þetta tvöfalda kerfi sé á kostnað hinna
lægst launuðu í þjóðfélaginu.”
Brottrekstur vagnstjóra hjá SVR
Að mörgu misjöfnu hefur maður
orðið vitni í borgarkerfinu á sl.
tveimur árum, en nú tekur steininn
úr. Nú finnst mér sem aUt borgar-
kerfið Ieggist á eitt og renni eins og
valtari yfir réttindi og æru eins
manns. Þó hlassiö sé svo mikiö aö
meira en eina þúfu þurfi til að velta
því, þá ætla ég samt að gera til þess
heiðarlega tilraun. MáUð sem ég
ætla að gera hér að umtalsefni er
brottrekstur Magnúsar Skarphéðins-
sonar, vagnstjóra hjá SVR, úr starfi.
ÖU meöferð þess máls innan borgar-
kerfisins hefur verið hin andstyggi-
legasta og i ofanálag bætist nú rógur
af verstu gerð sem margir í kerfinu
virðast þrifast á.
Skrifleg svör
fást ekki
Brottvikning opinbers starfs-
manns úr starfi er ekki daglegt
brauö, síst af öllu manns sem kosinn
hefur verið tU að gegna trúnaðar-
störfum fyrir vinnufélaga sína. Því
hlýtur maður strax að spyrja hvaöa
atvik hafi réttlætt þessa iUu nauðsyn,
því brottrekstur er eða ætti alltaf að
. vera U1 nauðsyn. Engin atvik eru til-
greind í uppsagnarbréfinu til
Magnúsar heldur er það mjög al-
mennt orðað og gæti nánast átt við
hvað sem er. Þar að auki hefur hann
aldrei fengið skriflega aðvörun um
að bæta tUtekin atriöi í starfi sínu,
ella gæti hann átt á hættu að verða
vikið úr starfi.
Vegna aUs þessa fór fuUtrúi
Kvennaframboðsins í stjóm SVR
fram á það við Svein Bjömsson for-
stjóra, að hann gerði stjóminni skrif-
lega grein fyrir þeim atvikum sem
leiddu til uppsagnarinnar. Svar hans
kom 6 vikum síðar og þá ekki skrif-
lega heldur munnlega. Var svarið
þess eðlis að nánast hefði mátt heim-
færa það upp á hvaða vagnstjóra
sem vera skyldi. Slík almenn atriði
geta engan veginn réttlætt brott-
rekstur og veröa því ekki tekin góð
og gild. Kannski forstjórinn hafi
vitað það og þ.a.l. ekki fest þau á
blað? Okkur í Kvennaframboðinu
finnst a.m.k. að svona sé ekki hægt
aö standa að jafnalvarlegu máU og
brottrekstur óneitanlega er, og því
höfum við mótmælt þessum vinnu-
brögðum. Því ef það er hægt að segja
einum upp á þennan máta þá er Uka
hægt að segja þeim næsta upp og svo
koll af koUi. Þetta vita vagnstjórar
og þess vegna hafa þeir einnig mót-
mælt uppsögn Magnúsar.
Máiið gert
leyndardómsfullt
Eftir stendur að ekki hefur tekist
að fá stafkrók á blað um meintar
ávirðingar Magnúsar Skarphéðins-
sonar í starfi, þrátt fyrir að bæði
hann og aðrir hafi leitað eftir því.
Forstjóri SVR og flestir stjórnar-
menn fyrirtækisins skáka í því skjól-
inu, aö þama sé um viökvæmt
persónulegt mál að ræða sem engum
sé til hagsbóta að fái opinbera
umfjöUun. Ég hef hins vegar rök-
studda ástæðu til að ætla aö svo sé
ekki, heldur hafi þessú- menn ekkert
fram að færa sem réttiæti brott-
reksturinn. Þeirra „mannúð” er í
því fólgin að segja ekkert opinber-
lega sem samkvæmt almannarómi
útleggst á þá leið, að þeir séu að
hylma yfir alvarlegt brot sem ekki
þoUdagsinsljós.
Borgarstjómarfundurinn þann 7.
júU sl. gaf þessum almannarómi byr
undir báða vængi. Þar gerði Kvenna-
framboðið brottvikningu Magnúsar
að umræðuefni og gerði það aö
tillögu sinni að hún yrði tekin til
endurskoðunar. Stuttu eftir aö
umræðan hófst ákvað meirihluti
borgarfuUtrúa að halda fundinn fyrir
luktum dyrum þar sem þama væri
um „einkamál” að ræða. Slíkt gerist
mjög sjaldan og því eðlilegt aö
álykta að nú sé alvara á ferðum. &
hins vegar skemmst frá því að segja,
að á þessum leyndardómsfuUa fundi
borgarstjómar kom ekkert þaö fram
sem ekki hefði verið fullkomiega
eðUlegt aö segja fyrir opnum
tjöldum. Þama var tækifærið fyrir
þrjá fuUtrúa í stjórn SVR, sem ekki
hafa lýst sig mótfaUna brottrekstri
Magnúsar, tU að upplýsa okkur hin
um brot hans. Þetta tækifæri virtust
þau JúUus Hafstein, Jóna Gróa
Sigurðardóttir og Guðrún Ágústs-
dóttir ekki geta nýtt sér og höfðu
ekkert fram að færa. Þrátt fyrir það
fékk tUlaga okkar engan stuðning.
Ósannindi
Aður en fundinum var lokað náði
JúUus Hafstein að bera á borð fyrir
borgarfulltrúa ósannindi sem áttu að
vera innlegg í málið. Osannindi þessi
voru:
1) Að Magnús Skarphéöinsson hefði
ekki mætt á fund hjá forstjóra
SVR þann 27. febrúar sl. eins og
honum hefði borið skylda tU, og í
kjölfar þess hefði honum verið
sagt upp störfum. Hið sanna er,
að þegar Magnús var boðaöur á
fundinn var hann veikur heima,
eins og þeir á skrifstofunni vissu,
og gat þ.a.l. ekki mætt til forstjór-
ans og bar engin skylda til þess.
Eða varla ætlast yfirmenn SVR tU
Kjallarinn
INGIBJÖRG
SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
BORGARFULLTRÚI
KVENNAFRAMBOÐS
þess aö menn mæti ó skrifstofu
forstjórans ef þeir geta ekki mætt
í vinnu sökum veikinda?
2) Að Magnús heföi ekki sótt upp-
sagnarbréfið sem honum var sent
i ábyrgðarpósti (rétt eins og þaö
sé saknæmt að sækja ekki póstinn
sinn!) og þ.a.l. hefði forstjórinn
bmgðið á það ráð aö senda honum
annaö bréf með stefnuvottum frá
borgardómaraembættinu sem
hefðu lesið honum bréfið. Þetta er
ekki rétt. Magnús sótti sjálfur
bréfið á pósthús og kvittaði þar
f yrir móttöku þess.
Þessi tvö atriði em í sjálfu sér
nauöaómerkUeg en ég nefni þau hér
vegna þess að á borgarstjórnarfund-
inum var talað eins og hér væri um
alvarleg grundvallaratriði að ræða.
Þau dæmast hins vegar ómerk og
það er auðvitað eins og hver önnur
ósvifni aö bera þau á borð i borgar-
stjórn. Ég ætla þó ekki að ásaka
JúUus Hafstein um ósvifni þvi ég
reikna með að hann hafi þetta hvort
tveggja fyrir satt. Heimildarmaður
hans er hins vegar ósvífinn. Það
leiðir svo aftur hugann að þvi hvort
máUð aUt sé af sama toga spunniö.
Pólitísk uppsögn
En af hverju var Magnúsi þá sagt
upp störfum? Þeir sem fylgst hafa
með umræðum um SVR í dagblöðum
vita að Magnús hefur skrifað fjölda
greina um rekstur fyrirtækisins á
undanfömum árum. Hefur hann þar
oft verið óvæginn i gagnrýni sinni á
yfirstjóm fyrirtækisins, og gildir þá
einu hvort hún er undir forystu fyrr-
verandi eöa núverandi meirihluta
borgarstjórnar. Hann nýtur því
engra vinsælda meðal borgarfuUtrúa
og á sér þar formælendur f áa. Er það
trú min aö uppsögn hans eigi rætur
sínar að rekja tU þessara greina-
skrifa, og þama sé því í rauninni um
pólitíska uppsögn að ræða.
Slik uppsögn hlýtur að túlkast sem
ábending tU annarra starfsmanna
borgarinnar um að skipta sér ekki af
því sem þeim „kemur ekki við”. Er
dapurlegt tU þess að vita að 19
borgarfuUtrúar af 21 skuU tilbúnir tU
að standa að slíkum hlut og ógna
þannig atvinnuöryggi starfsmanna
borgarinnar. Gengur þar ekki
hnífurinn á miUi þeirra sem telja sig
„talsmenn allra stétta” og hinna
sem telja sig sérstaka „málsvara
verkafóUts”.
Ingibjörg Sóirún Gísladóttir
TT
"! .1----------