Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1984, Blaðsíða 26
26 DV. PRIÐJUD'AGÖft'íá.'ÍÖNÍ 1984 Andlát Sveinn Guðmundsson, öldugötu 44 Hafnarfirði, sem andaðist 10. júní, verður jarðsunginn frá Hafnarf jarðar- kirkju þriöjudaginn 19. júnikl. 13,30. Anna Pétursdóttir, Stóragerði 34 Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13,30. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Berþóru- götu 57, verður jarösungin frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 19. júní kl. 13,30. Una Sigurbjömsdóttir frá Melabúð andaðist 14. þjn. Kveðjuathöfn veröur í Fossvogskirkju miövikudaginn 20. dúní kl. 13,30. Jarðsett verður i Hellna- kirkju fimmtudaginn 21. júní kl. 14. TÆKJALEIGA Fossháls 27 - sími 687160 Vibratorar Gótfslípivéiar Jarðvegsþjöppur Hæðarmælar Háþrýstiþvottatæki Vatnsdælur Rafmagnsheflar Handfræsarar Stingsagir Vinkilskifur Pússibeltavélar Pússijuðarar Nagarar Hjólsagir Borðsagir Bútsagir Loftpressur Naglabyssur Heftibyssur Fleigvélar Höggborvélar Vinnupallar Stigar Tröppur Álbúkkar Opið virka daga kl. 7.30-18.00, laugardaga kl. 7.30-12.00. VÉLA- og PALLALEIGAN. Þorleifur Þorleifsson, Hraungerði, Grindavík, andaöist í Keflavíkur- spítala aðfaranótt 18. júní. Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari, Miklubraut 64 Reykjavík, andaöist í Landspítalanum 16. júni. Guðrún P. Magnúsdóttlr, Skúlagötu 80, andaöist í Landakotsspítala 17. júni. Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Sólvalla- götu 24, andaðist 15. júní. Hermann Þórisson, Lækjarfit 3, andaðist aðfaranótt 10. Hann verður jarðsunginn frá Garöakirkju miöviku- daginn 20. júní, kl. 14. Sigríður Einarsdóttir, Hrafnistu, áður Laugavegi 147, andaðist 15. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 21. þ.m. kl. 10,30. Halldór Runólfsson, Kleppsvegi 46 Reykjavík, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júní, kl. 13.30. Aron Halldórsson, Kleppsvegi 66, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miövikudaginn 20. júní kl. 15. Tilkynningar Sumarferð Breiðfirðinga- félagsins verður farin til Vestmannaeyja. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni v/Hring- braut föstudaginn 6. júlí kL 16 og komið til baka síðla sunnudags 8. júlí. Vinsamlegast pantið fyrir 23. júní. Upplýs- ingar veittar og pantanir teknar í símum 41531,50383 og 74079. Stjóm Breiðfirðingafélagsins. Atvinnumiðlun námsmanna, Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut, sími 15959 og 27860. Opið kl. 9.00-17.00 virka daga. 19. júní, órsrit Kvenréttindafélags Isiands er komið út. I blaðinu er tekin til umfjöllunar jafn- réttisbaráttan og áhrif hennar á samskipti kynjanna. Nefnist þessi þáttur Jafnrétti frá getnaði til grafar. Þar er rætt við fólk sem hefur m.a. stöðu sinnar vegna haft sérstaka aðstöðu til þess að fylgjast með jafnréttisum- ræðunni og áhrífum hennar á samskipti karla og kvenna. Þar kemur fram að feður eru nú famir að koma með verðandi mæðrum í mæðraskoðun en einnig er sagt að sjálfsagt þyki að senda gamlan mann heim af sjúkra- stofnun til gamallar konu, en það þyki rang- iæti að binda gamlan mann yfir gamalli las- burða konu. AUGLÝSING UM ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins — Kröfluvirkjun óska eftir tilboðum í tengingu tveggja borhola. Verkið samanstendur af pípulögn- um, sem eru 200, 350 og 400 mm í þvermál, alls um 2400 m vegalengd. Verkinu er skipt í tvo hluta og er væntanlegum bjóðendum gefinn kostur á að bjóða í hvom hlutann sem er eða íalltverkið. ; tJtboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. Laufásvegi 12 Reykjavík og Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen Glerárgötu 36 Akureyri gegn 5000 kr. skila- tryggingu frá og með mánudeginum 18. júní 1984. Tilboðin verða opnuð samtímis á skrifstofu Kröfluvirkjunar Strand- götu 1 Akureyri og á verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. miövikudaginn 27. júní 1984 kl. 11.00. Rarik — Kröfluvirkjun. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Leirutanga 4, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigurðar Gfsla- sonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl., Jóns Halldórs- sonar hdl., Landsbanka tslands, Sigríðar Thorlacius hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Búnaðarbanka lslands og Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri f östudaginn 22. júní 1984 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. í gærkvöldi í gærkvöldi BROS A VOR Mér flaug það sisona í hug í gær- kveldi þegar ég hlustaði á þá kump- ána Tomma og Jenna (ég var semsé að borða og sá þá ekki) aö liklegast væru þessir þættir ekki það allra besta bamaefni sem völ er á. Það eina sem ég heyrði nefnilega voru barsmiðar og skothvellir. Og ég get ekki séð samhengið í því að reyna að vemda bömin frá því að sjá óhugn- anlega atburði úr raunveruleikanum og leyfa þeim samtimis að horfa á köttinn og rottuna murka lífið hvort úr öðm margsinnis í hverjum þætti, með bros á vör. Þá skulu nefndir umdeildustu tón- leikar sjónvarpsins, þeir sem haldnir em síðustu tíu minúturnar fyrir fréttir. Að undanfömu hafa nokkrir mætir menn viðrað þær skoðanir sín- ar opinberlega að það sé regin- hneyksli að sjónvarpsmenn skuli spila það sem þessir mætu menn kalia garg og öðrum ámóta nöfnum, þessar tiu mínútur. Þess í stað vilja mætu mennirnir aö spiluð sé íslensk músík en ég er hræddur um að Meg- as og Bubbi Morthens séu ekki á þeirra lista yfir íslenska tóniistar- menn. Og þá ekki nýbylgjuhljóm- sveitimar. Islensk tónlist er alls góðs makleg, það em allir sammála um. Og ég held aö henni stafi ekki mikil hætta af þessum tíu minútna tónleikum enda heyrist þar oft íslensk tónlist. Það vill oft verða svo að þegar ein- hverjir menn úti í bæ fara að setja sjálfa sig í dómarasæti um hvaöa tónlist sé góð og f ólki boðleg og hvaöa ekki, þá vill mesti glansinn fara af málflutningi þeirra. Af hverju geta þeir ekki bara sett plötu á fóninn og skrúfað niður í s jónvarpinu? Breska sjónvarpsleikritið var af- bragðs gott og lýsti einmanaleika og einangrun gamals fólks á sérlega skemmtilegan hátt. Og ekki var þá þátturinn um glæpi og refsingar síðri. Iþróttir stóðu fyrir sínu að venju og Bjárni á þakkir skilið fyrir að gleðja tennisáhugamenn með glefs- um frá leikjum meistaranna. Mætti gera meira að þvi. Og mikiö gleddi það marga ef íþróttaþátturinn yrði færður framar í dagskránni þvi efni hans höföar mjög til bama og ungl- inga og það er oft mikill harmagrát- ur og þurfa að fara í rúmið áöur en íþróttirnar byrja. Sigurður Þór Salvarsson. HaraldurSigurðsson: Góður þátturinn um fangana ,,Ég horfi yfirleitt á fréttirnar í sjónvarpinu og er nokkuð ánægður með þær. Af öðru sjónvarpsefni sá ég breska leikritið. Þau geta óft verið alveg frábær en þetta sem var í gær var svona i meðallagi, stóð fyrir sínu. Svo horfði ég á þættina um fangana og fannst hann mjög fróð- legur. Það var mjög gagnlegt að kynnast þessu út frá sjónarhóli beggja, bæði geranda og þolanda. Útvarp hlustaði ég ekkert á i gær, þaö var ekkert á dagskránni í gær sem vakti áhuga minn svo ég sleppti því alveg að opna fyrir það. Hitt er svo aftur að það eru oft ágætisþættir í útvarpinu sem vekja áhuga manns og vil ég þá sérstaklega nefna þátt Svavars Gests, I dægurlandi, það mætti jafnvel vera eitthvað fleira í þeim dúr. Svo geta fimmtudagsleik- ritin oft veriö m jög góð. Rás 2 er ég ánægður með en hef bara ekki mikinn tima til að hlusta á hana. Það er þó full ástæða til að fagna stööinni, þetta er það sem maður hefur beðið eftir. Tölvur eru sagðar eiga eftir að hafa mikii áhrif á störf kvenna og eigi jafnvel eftir að ýta þeim út af vinnumarkaði. En eru tölvumar ógn eða nýir möguleikar er spurning sem varpað er fram í 19. JUNI að þessu sinni. Fjaliað er um tölvur og konur og tölvufræðslu í skólum og hættuna sem ófrískum konum kann aö stafa af tölvunum. 119. JONl eru viðtöl við konur í ábyrgðar- störfum: Salome Þorkelsdóttur, forseta efri deildar Alþingis, Helgu Jónsdóttur, aðstoðar- mann forsætisráðherra, og Sólrúnu Jens- dóttur, skrifstofustjóra í menntamálaráðu- neytinu. Einnig er talað við listakonumar Ragnheiði Stefánsdóttur myndhöggvara og Nínu Björk Ámadóttur rithöfund og við önnu Sigurðardóttur, forstöðumann Kvennasögu- safnsins. Samtök kvenna á vinnumarkaöi og Framkvæmdanefnd um launamál kvenna fá umfjöllun í blaðinu og loks má geta greinar um fóstureyðingar í ljósi nýrrar löggjafar, en í henni eru tölulegar upplýsingar um fóstur- eyðingar síðustu árin. Sitthvað fleira er í þessu blaði 19. júní. Blaðið er 88 síður. Rit- stjóri er Fríða Björnsdóttir. Sundmeistaramót íslands Sundmeistaramót Islands verður haldið í sundlaugunum í Laugardag í Reykjavík helg- ina 6.-8. júlí 1984. Keppt verður í greinum samkvæmt reglu- gerð (meðfylgjandi). Skráningu skal skilað á skrifstofu ISl fýrír 28. júní 1984 á skráningarkortum ásamt nafnalista yfir keppendur og þjálfara. Skrán- ingargjöld, kr. 30,- fyrir hverja skráningu, skulu fylgja skráningu. Oski félög eftir að SSl sjái um gistingu skulu skrifiegar óskir þar að lútandi fylgja skráningu. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa SSI, sími 83377, f rá kl. 13—20 alla virka daga. Ferðalög Útivistarferðir Fimmtud. 21. júní kl. 20: Sólstöðuferð f Viðey. Leiðsögum. Orlygur Hálfdánarson o.fl. Verð kr. 150 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Brott- fór frá Sundahöfn. Miðvikud. 20. júni kl. 20: Hrauntunga — fjárborgin o.fi. Létt kvöld- ganga f. alia. Verð 180 kr., frítt f. böm. Brott- för frá B.S.I., bensínsölu. Jónsmessuferðir 22.-24, júní. 1. Jónsmessuhátfð á Snæfellsnesi. Göngu- ferðir um fjöll eða strönd eftir vali. M.a. hringferð um jökul og Jónsmessunæturganga á Mælifell. Leltin að óskasteininum. Kvöld- vaka og fjömbál. Glst á Lýsuhóll. Oikeldu- sundlaug, heitur pottur. Sigling um Breiða- fjarðareyjar. Farastj. Kristján M. Baldurs- son o.fl. 2. Jónsmessuferð i Purkey, 4. ferð í þessa náttúruparadís á Breiðafirði. Náttúruskoðun, fuglaskoöun. Sigling um eyjarnar, m.a. að Klakkseyjum. 3. Jónsmessuferð f Þórsmörk. Gönguferðir f. alla. Tjaldað í hlýlegu umhverfi í Básum. Uppselt f Utivistarskálanum. Fararstj. Trausti Sigurðsson. 4. Jónsmessunæturganga á Heklu, laugard. kl. 14 e.h. Verð 650 kr. Uppl. og farmiðar á skrifst. Lækjarg. 6a. 5. 10. Jónsmessunæturganga Útivistar á laugardagskvöldið 23. júní kl. 20. 6. Eins dags ferð f Þórsmörk kl. 8 á sunnudag. Verö 500 kr. Fyrsta fimmtudagsferðin er 28. jánf. Sjáumst. Ferðafélagið Utivist. Ferðafólag íslands Fimmtudag 21. júni kl. 20.00: Miðnæturganga á Esju (sumarsólstöður). Brottför frá Um- feröarmiðstöðinni. Verð kr. 200.00. Helgarferðir 22.—24. jánf: 1. Staðarsveit-Bláfeldarskarð-Grundar- fjörður. Gengið um Bláfeldarskarð á laugar- dag. Gist í svefnpokaplássi í félagsheimilinu Breiðabliki og grunnskóla Grundarfjaröar. Ný ferð, áhugaverð gönguleið (ekki erfið). Fararstjóri: ÁmiBjömsson. 2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Göngu- ferðir um Mörkina. ATH.: Nú er komið að sumarleyfisferðunum í Þórsmörk, fyrsta miðvikudagsferðin 27. júní kl. 08.00. Aðstaðan í Skagfjörðsskála eins og best gerist. 3. Sunnudag 24. júní: Dagsferð í Þórsmörk, brottför kl. 08.00. Verð kr. 650.00. Leitið upplýsinga á skrifstofu F.I., öldugötu 3. Siglingar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kL 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldferðir 2030 og 22.00. A sunnudögum 1 apríl, maí september og október. Á föstudögum og sunnudögum i júni, jáli og ágásL Fundir Breiðfirðingafélagið í Reykjavík boðartil félagsfundar mánudaginn 25. júni i Domus Medica kl. 20.30. Fundarefni: Fyrir fundinum liggur kauptilboð í háseign fyrir félagið. Stjómin Runólfur er týndur Hann tapaðist frá Reynimei annan dag hvíta- sunnu. Hann er eymamerktur og er nr. R2004 í hægra eyra hans. Ef einhver hefur orðið Runólfs var eða veit um afdrif hans er hann vinsamlegast beðinn um að láta vita í síma 14594. Tjald fannst í Borgarfirði Sl. sunnudag fannst tjald og teppi á þjóðveginum nálægt Ferjukoti í Borgarfirði. Eigandi vinsamlegast hringi í síma 40010. Páfagaukur fannst í Garðabænum Sl. föstudag fannst blágrænn páfagaukur í Garöabænum. Upplýsingar í síma 40825. BELLA Lullabella! Já, ég hélt einmitt að þetta værir þú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.