Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Qupperneq 5
DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984.
5
lón L teflir
á sterku móti
íEsbjerg
A mánudag hefst órlegt alþjóðlegt
skákmót í Esbjerg á Jótlandi, svonefnt
„Noröursjávarskákmót”, og verður Jón
Arnason þar meðal þátttakenda. Mótiö
yerður allsterkt eða af 10. styrkleika-
Elokki FIDE, meöalskákstig keppenda
2483 stig.
Auk Jóns taka þátt í mótinu stór-
meistararnir Miles (2565) og
Mestel (2545) frá Englandi, Csom
(2500), Ungverjalandi, og Lars Karls-
son (2500), Svíþjóð, alþjóðlegu meistar-
amir og „undrabömin” Nigel Short
(2510), Englandi, og Curt Hansen
(2505), Danmörku.SviinnWiedenkeller
(2460) og dönsku alþjóðlegu meistar-
amir Jens Kristiansen (2445), Erling
Mortensen (2445), Ole Jakobsen (2435)
og Jens Ove Fries Nielsen (2380), —
stigatala innan sviga.
Til þess að ná áfanga að stór-
meistaratitli þarf 7 1/2 v. af 11
mögulegum. Mótinu lýkur 21. júlí.
-JH.
KVÖLD- OG
HELGARÞJÓNUSTA.
LYFTUBÍLAR.
f Djúpuvfk—annar þeirra flúinn til útlanda?
Sölumennimir
hlutu eins
árs fangelsi
fyrir stórfelld fjársvik—seldu verðlausa síldarverksmiðju
Sakadómur Reykjavíkur hefur dæmt
„sölumennina” Edvard Lövdal og
Sigurð örn Ingólfsson í eins árs fang-
elsi fyrir stórfelld fjársvik. Dóminn
kvað upp Gunnlaugur Briem yfirsaka-
dómari.
Edvard Lövdal hefur þegar áfrýjað
dómnum til Hæstaréttar. Síöast þegar
fréttist hafði hins vegar ekki náðst í
Sigurð Öm til að birta honum dóminn
því að hann hefur ekki verið á landinu
að undanfömu og virðist vera sestur að
íKanada.
I dómskerfinu eru menn ekki vissir
um hvort Sigurður örn er að flýja und-
an réttvísinni eða hvort hann muni
snúa aftur til Islands og taka út refs-
ingu sína. Ekki náðist í lögmann hans,
Guðmund Ingva Sigurðsson, til að
spyrja hann um málið.
Sölumannamálið svokallaða er eitt
af umfangsmeiri fjársvikamálum síð-
ari ára. Fjöldi borgara hefur orðið fyr-
ir fjárhagstjóni vegna viöskipta við
þessa tvo menn, margir verulegu t jóni.
Málið kom fyrst til kasta Rannsóknar-
lögreglu ríkisins fyrir fjómm árum, í
júní 1980. Þá kæröi verslunarmaður í
Borgarfirði Edvard Lövdal og taldi
hann hafa svikið af sér hartnær 30
milljónir gamalla króna.
Eftir viðamikla rannsókn var ákæra
gefin út í ágústmánuöi 1981. Edvard og
Sigurður öm voru ákæröir fyrir fjár-
svik og skjalafals og Edvard auk þess
fyrir skilasvik. Það hefur tekið Saka-
dóm tæp tvö ár að kveða upp úrskurð í
málinu. Það gæti tekið Hæstarétt
annan eins tíma að kveða upp sinn úr-
skurö.
Svikin fólust einkum í því að blekkja
út víxla frá ýmsum mönnum. Víxlam-
ir voru síöan notaðir til margháttaðra
viðskipta, svo sem bílaviðskipta.
Edvard og Sigurður stóðu þannig að
eða áttu hlut að kaupum á um einum
tug bila.
Sem dæmi um hvernig farið var að
má nefna að í apríl 1980 blekktu félag-
amir mann af Akranesi til að selja og
skrá á nafn annars manns nýja
Toyota-bifreið. I stað bílsins fékk selj-
andinn þrjá víxla sem þeir Edvard og
Sigurður höfðu látið félaga sinn, sem
var eignalaus, samþykkja í nafni og
sem prókúruhafi fyrir Kamb hf. Það
fyrirtæki höfðu Edvard og Sigurður
„keypt” og átti það verðlausar vélar í
gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpuvík
á Ströndum.
Tæki hinnar verðlausu verksmiöju
seldu þeir fyrir 130 milljónir gamalla
króna með því að beita tvo aðra menn
blekkingum. Verð verksmiðjunnar var
greitt með víxlum. Helmingur víxl-
anna fannst undir rúmdýnu Edvards
eftir ábendingu hans.
Nokkrir verslunareigendur víða um
land urðu fyrir barðinu á „sölu-
mönnunum” en einmitt vegna þeirra
viðskipta er þessi nafngift komin.
„Sölumennimir” notuðu illa fengna
víxla, sem auk þess voru komnir frá
einstaklingum sem á engan hátt voru
borgunarmenn til að greiða vörur sem
þeir höfðu fengið frá verslununum.
-KMU.
Gamla sildamerksmiðjan i Djúpuvik á Ströndum.
NISSAN CHERRY
Nissan Cherry
kom best út
_ 26. 5-
Danska tlmaritið, Penge &
| Piivatökonomi, sem gefið er út af
Böi*sen, gerði víðtæka könnun á því
hvaða bíll kæmi best út i rekstri
1 væri miðað við þriggja ára tímabil,
i 45 þúsund km akstur.
í sínum verðflokki kom Nissan
Cherry út sem sigurvegari með
meðaltalsútgjöld 3,90 kr. á kílómetra
og í annað sæti kom Nissan Sunny
með 4,07 kr. á km. Næstir í rööinni
voru meðal annarra Ford Escort,
Opel Kadett, Mazda 323, Toyota
Corolla, Fiat Ritmo ES og VW Golf.
ÞÚ GETUR VARIÐ PENINGUNUM ÞÍNUM VEL
OG KEYPT NISSAN. ÞÁ ERTU ÖRUGGUR.