Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 7
Miki! óánægja með hið nýja leiðakerf i SVK:
Hið nýja ieiðakerfi Strætisvagna Kópavogs þykir gefast heidur illa.
.{'Sfil IJOI .V HUOAQHASITAJ VQ
DV. LAUGARDAGUR 7. JOLI1984.
Mikil óánægja er nú með hið nýja
leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs,
bæði hjá farþegum og vagnstjórum, en
þessu kerfi, sem kallað er sumarkerfi,
var komið á þann 9. júní sl. Með því
var þjónusta SVK skorin niður um
50%, það er vagnarnir ganga nú á hálf-
tíma fresti í stað 15 minútna áður. Að
vísu er nú fariö að bæta aukavögnum
inn á háannatímum en þá hefur þetta
nýja kerfi yfirleitt farið allt úr böndun-
um að sögn viðmælenda DV.
,,Við höfum orðið áþreifanlega varir
við óánægju, farþegar okkar hafa látið
í sér heyra enda hafa komiö upp
ákveðnir gallar á kerfinu,” sagði Karl
Arnason, forstöðumaður SVK, í sam-
tali við DV er við spurðum hann um
málið.
„Við vorum svo seinheppnir að á
sama tíma og breytingin skall á breytt-
ist vinnutimi skrifstofufólks, það hóf
vinnu kl. 8 i staö kl. 9 en þaö er sjáan-
legt aö sá tími sem sumarkerfið á að
gilda á, júní, júlí og ágúst, er of langur.
Júní mætti f alla út,” sagöi hann.
I máli Karls kom ennfremur fram að
bætt hefði verið inn í kerfið aukavögn-
um á mestu álagstímunum, þ.e. á milli
kl. 7 og kl. 9 á morgnana og milli kl. 16
og kl. 19 síödegis. Það hefði þó ekki gef-
ið nægilega góða raun þar sem kerfið
væri viðkvæmt og ætti til að riðlast við
þetta.
Bæjarráð og bæjarstjóm hafa f jallað
um þetta mál og samþykkti bæjarráö
að breyta ekki kerfinu heldur að flýta
því að vetrarkerfið kæmist aftur í
gagniö og verður það nú 15. ágúst í stað
1. sept. Jafnframt var samþykkt að
Vélamiðstöðin, sem er rekstraraðili
SVK, tæki kerfið til gagngerrar endur-
skoðunar til að athuga með úrbætur á
því.
Sverrir Kristinsson vagnstjóri sagði
í samtali við DV að hann hefði unnið í
10 sumur hjá SVK eftir þremur kerfum
og væri þetta hið versta þeirra. Nú
tæki það farþega úr Kópavogi allt upp
undir 45 mínútur að komast í bæinn á
vissum timum í stað þeirra 20—25
minútna sem það tók með vetrarkerf-
inu.
Spamaður er aðalástæða þess að
ferðir og þjónusta SVK var skoríanið-
ur en hjá Kristjáni Guðmundssyni
bæjarstjóra kom fram að á síðasta
f járhagsári hefði Kópavogsbær borgað
9 milljónir með rekstri SVK.
„Við höfum verið að bæta í brestina
á kerfinu og erum að vona að þetta sé
aðlagast,” sagðihann.
,,Skerðingin mæltist illa fyrir enda
var viss tregða í kerfinu til að byrja
með, þaö gekk ekki upp. Við höfum
fengiö athugasemdir og tillögur frá
bæði fulltrúum farþega og vagnstjór-
um og erum að athuga þær. Við mun-
um svo yfirfara allar hugmyndir
þannig að þær séu hafðar tU hiiðsjónar
er við breytum aftur yfir í vetrar-
kerfi,”sagðihann.
-FRI
POLYTAR
SHAMPOO
Einstaklega
árangursríkt gegn:
flösu
feitu hári
Psoriasis
exemi
Reynið og sannfær-
ist.
Fæst í apótekum.
HERMES HF.
Háaleitisbraut 19
Símar: 32188 - 31240
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20 SÍMI686633
RENAULT
mest selda bílategundin í Evrópu
STOR RENMLEGUR
RENAULT 9
Akstursgeta er lykilorðið fyrir
Renault 9. Að baki glæsilegs útlits
liggur áralöng hönnunar- og
rannsóknarvinna. Renault 9 er kjörinn
fjölskyldubíll, rúmgóður, sparneytinn,
traustur en samt ódýr.
Verð frá kr. 292.000.-
Renault 9 er framhjóladrifinn og hefur
sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli, sem
gerir hann öruggan í 'akstri á vegum
og við erfiðar aðstæður.
Renault 9 er fáanlegur með 4
mismunandi vélum, 4-5 gíra eða
sjálfskiptur.
eyðsla
R9TC 48DIN 5,41
R9GTL . 60DIN 5,41
R9 GTS 72 DIN 5,41
R9 Autom. 68DIN 6,31
Renault 9 sameinar kosti
„lítils bíls" hvað varðar lipurð og
sparneytni og „stórs bíls“ hvað
útbúnað og útlit varðar.