Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 9
 9 Núverandi flokkakerfi er dragbítur Lau^'arda^' pistill Þrír stjórnarandstöðuflokkar, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Bandalag jafnaðarmanna, efndu til útifundar á mánudaginn. Kvenna- framboðið var ekki meðal fundar- boðenda, en samtök kvenna á vinnu- markaðnum komu í þeirra stað. Fer varla milli mála aö fundur þessi var auglýstur og haldinn í nafni hinnar opinberu stjórnarandstöðu og veröur að dæmast sem slíkur. Fundarsókn var með eindæmum slök og hlýtur að hafa valdið fundar- boðendum miklum vonbrigðum. Sumir sögöu að 5—600 manns hefðu safnast fyrir á Lækjartorgi, þegar mest var, en aðrir telja töluna 300 nær lagi. Hvort heldur sem er hlýtur niðurstaðan að vera sú aðútifundur- inn hafi misheppnast með öllu. Stjómarandstaða, sem telur tilefni til útkalls og herkvaöningar gegn ríkisstjóm, sem að þeirra sögn er fjandsamleg launafólki og stefnir öllu norður og niður, hlýtur að gera sér vonir um sterkari viðbrögð hjá almenningi. Ekki síst þegar hún sameiginlega blæs í herlúðrana. Osanngjamt er aö halda því fram. að óánægja og andstaða gegn ríkis- stjórninni endurspeglist í fámenni útifundarins, en þá ályktun verður óhjákvæmilega að draga að stjórnarandstaðan hafi ekki hljóm- grunn — sé engu hærra skrifuö en st jórnin sjálf um þessar mundir. Tvístraðir til leiks Hitt er athyglisvert í sjálfu sér að með þessum útifundi em stjómar- andstöðuflokkamir að gera tilraun til að standa saman, tala sameigin- lega til fólksins í stað þess aö ganga tvístraðir inn á leikvöllinn. Sú við- leitni þeirra er skiljanleg og mundi eflaust styrkja stöðu þeirra þegar til lengri tíma er litið. Vandi stjórnar- andstöðunnar í vetur hefur einmitt verið sá að meðan tveir stærstu flokkamir standa að ríkisstjóm og mynda mikinn meirihluta á þingi. hafa stjórnarandstöðuflokkamir f jórir mátt sín lítils í áróðursstríðinu, innbyröis sundurþykkir og ósam- hljóða. Þessi tilraun til aukinnar sam- stöðu er angi af þeirri umræðu. sem fram hefur farið að undanfömu um nauðsyn þess að svokallaðir vinstri flokkar sameinist gegn „hægri öflun- um”. Þetta er ekki nýtt umræðuefni í islenskum stjómmálum, enda hefur vandi vinstri aflanna hér á landi lengi verið fólginn í þeirri staðreynd aö vinstri menn hafa skipst í marga flokka, meðan hin svokölluðu borgaralegu öfl hafa að mestu sameinast undir merkjum Sjálfstæðisflokksins. Misheppnaðar tilraunir Flestir muna að stofnun Frjáls- lyndra og vinstri manna, undir for- ystu Hannibals Valdimarssonar, var tilraun til slíkrar sameiningar og hvaö eftir annað hafa Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag talað um sam- stöðu á sínum vegum og þá með sam- vinnu viö Framsóknarflokkinn, þegar sá flokkur hefur viljað kalla sig vinstri flokk. Allar hafa þessar tilraunir farið út um þúfur, eins og sagan sannar. Bandalag jafnaðarmanna er til orðið af sömu ástæðum, en tilurð þess flokks hefur einasta orðið til að sundra vinstra liðinu enn meir. Kvennalistinn sömuleiðis, án þess þó að það framboð hafi beinlinis verið kynntfrávinstri. Erfiðleikar til sameiningar þess- ara afla á sér sögulegar skýringar, en einnig pólitískar. Hver flokkur um sig hefur lítinn áhuga á aö leggja sjálfan sig niður enda hafa flokkarn- ir komiö sér þannig fyrir í kerfinu að þeir eru ekki tilbúnir til að fórna þeirri stöðu, án þess aö vita hvaö kemur í staöinn. Ennfremur er ljóst að allt tal um sameiningu er út í loftið meðan ágreiningur er umgrundval.'aratriði, svo sem aöildina að Atlantshafs- bandalaginu, eignaraðild að fram- leiöslutækjum og uppgjör milli sósíalisma og sósíaldemókrata er óútkljáður. Um alla Evrópu ríkir miklu meiri gjá milli þessara afla heldur en milli sósíaldemókrata og borgaraflokka og enn er þaö svo hér á landi að langvarandi heift ef ekki hatur hefur ríkt á milli Alþýðuflokks annars vegar og Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar. Ekki er gott að átta sig á því hvernig þau öfl, sem að þessum flokkum standa, hafa hugsað sér að ganga í eina sæng af sögulegum og pólitískum ástæðum. Pólitískar forsendur Hitt er og vert að hafa í huga í þessum vangaveltum öllum að mót- vægiö gegn borgaralegum öflum, sem standa að Sjálfstæðisflokki og eftir atvikum Framsóknarflokki, getur aldrei orðið í einum né neinum flokki sem myndaður er lengst til vinstri, jafnvel þótt vinstri menn kæmu sér saman um þaö. Til þess eru ekki pólitískar for- sendur, miðað við stjómmála- skoðanir mikils meiríhluta þjóðar- innar,- Allur þorri kjósenda er and- vigur sósíalísku þjóöfélagi og fram- boð i nafni sósíalisma myndi aðeins fæla enn stærri hóp kjósenda yfir til Sjálfstæðisflokks. Flokkur, sem stillir sér upp til höfuðs Sjálfstæðis- flokki og án þess að höfða til einstakl- inga og framtaks þeirra, næði skammt, svo ekki sé talað um ef sá flokkur næði ekki inn á miöju stjóm- málanna. Þær breytingar, sem lífs- nauðsynlegar eru í endurhæfingu hins íslenska samfélags, geta ekki og veröa ekki sóttar í hugmyndasmiðju sósialískra viðhorfa, vinstri kenn- inga, eða hvað menn vilja kalla þaö. Flokkur mannsins Vissulega þarf að stokka upp flokkakerfið. Það er löngu úrelt. Það finna flokkamir sjálfir. og því era þeir að þreif a sig áf ram í myrkrinu. I örvæntingu eru þeir að leita fótfestu með sínar gömlu flokksnefnur afþví að þeir finna að jörðin er að gliöna undir fótum þeirra. Með nýjum kyn- slóöum, breyttum viðhorfum, höfða staönaðir flokkar ekki lengur til samtimans. Eg hef áður bent á að framboð Bandalags jafnaðarmanna, kvenna- framboðið og sjálfstæð samtök hags- munahópa eru vísar af þessum. umbrotum. Nú hefur enn einn flokkur verið stofnaður, Flokkur mannsins. Með allri virðingu fyrir góðri meiningu Samhygðarfólksins, sem stendur að þessum nýja flokki, verður dregið í efa að Flokkur mannsins sé rétta svarið eða lausnin í uppstokkuninni í pólitikinni. Til þess skortir flokkinn alla þungavigt, allan bakhjall. Fólk er ekki ginnkeypt fyrir nýjum flokk- um sem spretta upp úr engu. Til að stokka upp þjóðfélagiö og stjórnkerfið; til að brjóta upp sam- trygginguna og stofnanahugarfariö; til að losa um þá kyrrstöðu og sjálf- heldu, sem ríkir í íslenskum stjóm- málum, þarf annaö og meira aö komatil. Frjálslyndur flokkur Endurhæfingin, umbyltingin og vakningin liggur í þeim möguleika að miðjuöflin, frjálslyndu öflin, sameinist undir einu merki. Slíkur flokkur gæti sótt fylgi inn í raðir allra flokka, bæði til hægri og vinstri. Hann yrði af eðlilegum ástæðum að vera vettvangur fyrir þá sem telja sig jafnaöarmenn, án þess að vera vinstri flokkur í hefðbundnum skiln- ingi. Hann þyrfti að höfða til borgaralegra kjósenda, án þess að skilgreinast sem hægri flokkur. Staðreyndin er einmitt sú að kjós- endur hafa ímugust á kreddum til vinstri og hægri og vilja umfram allt komast út úr þeim vítahring núver- andi flokkakerfis þar sem meintir og ímyndaðir flokkshagsmunir, helmingaskiptareglur og tregðulög- mál ráöa ríkjum. Slíkur flokkur getur stofnaö til samvinnu við Sjálfstæöisflokk ef Sjálfstæðisflokkurinn er reiöubúinn til að hef ja endurreisn og uppstokk- un sem hann talar svo oft um. Slíkur flokkur getur og stofnað til sam- Ellert B. Schram starfs við vinstri flokka ef þeir eru reiðubúnir til að láta af steingeldum sósíalískum forskriftum. Frjálslyndur flokkur á miöjunni getur orðið vítamínsprauta í pólitík- inni, gömlu flokkunum til nýs lífs. Sannleikurinn er nefnilega sá að í gömlu flokkunum er almennur vilji til að söðla um og takast á við ný verkefni. Vandinn er sá að þeir eru í spennitreyju, bundnir af flokkslegri hagsmunagæslu, sjálfheldu gamalla flokksstofnana sem hugsa meir inn ávið en útá við. Borgaraleg öfl og frjálslyndir menn eru orðnir langþreyttir á að hjakka í sama farinu meðan tæki- færin og möguleikarnir blasa hvar- vetna við til nýrrar endurreisnar. Verkalýðshreyfingin og launþegar eru sömuleiðis langþreyttir á því að afkoma þeirra sé miöuð við lág- marksframfærslu þegar Islend- ingar hafa alla burði til að lyfta sér upp á hærra efnahagslegt svið. Núverandi flokkakerfi er drag- bítur gagnvart báðum þessum hópum. Stjórnmálaflokkar em nauðsynlegir en þeir mega ekki vera svo ráðandi að hagsmunir þeirra, en ekki heildarinnar og framtíðarinnar, gangi fyrir í pólitiskum ákvörðunum. Sameining vinstri aflanna kann að breyta einhverju fyrir vinstri sinnaö fólk. En hún yrði ekki til bóta fyrir þjóöfélagið. Meirihluti Sjálfstæöis- flokksins á alþingi kynni aö breyta einhverju, en hann er ekki í sjón- mólL Það er hverjum degi ljósara að nýtt afl þarf að koma til sögunnar. EUert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.