Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Qupperneq 12
12
DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984.
Brian Talbot ft.v.l og Phil Thompson skömmu eftir komuna tillandsinsá mánudaginn. DV-myndArinbjörn.
Frægir knattspyrnumenn á
Ensku knattspymurnennimir
Brian Talbot og Phil Thompson eru
vel þekktir hér á landi. Þeir eru leik-
meim meö tveimur frægustu félags-
liöum á Englandi, Arsenal og Liver-
pool. Báöir hafa þeir leikið meö
enska landsliðinu, Talbot sex sinnum
og Thompson 42 þar af sex sinnum
sem fyrirliöi liðsins.
Phil Thompson er fyrrum fyrirliöi
Liverpool liösins og hefur meö því
unnið til fleiri verðlauna en nokkur
annar knattspymumaöur á Eng-
landi. En nú er tekið aö halla undan
fæti, hann komst ekki í liðið í fyrra og
framtíð hans hjá félaginu er enn í
óvissu.
Brian Talbot hefur veriö aöeins
hógværari hvaö verðlaunin snertir
en vann þó bikarinn tvö ár i röö 1978
Texti
og 79.1 fyrra skiptið með Ipswich er
liöið vann Arsenal og í seinna skiptið
með Areenal.
Þessir tveir menn komu hingað í
vikunni til að miðla ungum knatt-
spyrnumönnum af reynslu sinni úr
heimi knattspyrnunnar. Það er enski
PGL knattspymuskólinn sem og KR
sem standa fyrir komu þeirra. Ég
náði spjalli af þessum tveimur vel
þekktu mönnum nú i vikunni og fara
viðtölinhéráeftir.
SigA.
Höfum getuna til að
keppa við Liverpool
— segir Brian Talbot, leikmaður Arsenal
Er ég kem á hótelið sé ég að Brian
Talbot er að sötra úr ölkrús og ég spyr
hann fyrst hvernig honum finnist bjór-
inn. Hann yppir öxlum og segir hann
ekkert séretakan. Hann segist vita að
þetta sé ekki b jór, hann sé bannaöaur.
— En þið hafið vodka, viskí, gin og
allt annað, allt nema bjór.
Hann hrístir hausinn, greinilega
gáttaður á hlutunum. Eg hristi haus-
inn líka. Jafngáttaöur og bið hann um
að segja mér hvemig hann hafi fyrst
fengíð smjörþefinn af atvinnuknatt-
spymunni.
— Ég er fæddur í Ipswich og það var
eina liðið sem ég kom nálægt á þessum
árum. Eg var í skólaliöinu og seinna í
sýsluliðinu og þegar ég var þrettán ára
var mér boðið að koma og æfa með
Ipswich. Þegar ég var 15 var mér boð-
inn skólasamningur við liðið og þegar
ég var 17 var mér boðinn atvinnusamn-
ingur. Fyretu tvö sumurin var ég í
Kanada og spilaði með Torontoliðinu í
amerísku deildinni. Á þessum fyrstu
árum mínum í alvöraboltanum fót-
brotnaði ég tvisvar og var farinn að ör-
vænta um framtíöina.
Hvenær var svo fyrsti leikurinn fyrir
aðalliðið?
— Það var árið 1974, í ársbyrjun.
Burnley voru mótherjarnir en við töp-
uðum 1-0 á leikvelli þeirra.
I ársbyrjun 1974 var Brian Talbot
rúmlega 20 ára, ég spyr hvort óþolin-
mæðin hafi verið farin að heltaka hann
þegar tækif ærið kom.
— Já, ég var búinn að vera þarna í
ein 3 ár sem atvinnumaður og óþolin-
mæðin var farin að segja til sín. En eft-
ir þetta gekk mér vel að sleppa inn í lið-
ið, var orðinn fastur leikmaður
skömmu síðar.
Á þessum árum var Bobby Robson
framkvæmdastjóri Ipwich og á 10 ár-
um náði hann því úr annarri deild og
upp í annað sæti í fyrstu deild. Hvemig
framkvæmdastjóri er Robson?
— Honum gekk vel með Ipswich en
dæmið hefur ekki gengið upp með
enska landsliðið. Hann hefur verið
alltof lengi að ákveöa í kringum hverja
hann á að byggja liöiö. Það er ennþá í
mótun.eftirtvöár.
Talandi um enska landsliðið þá lékst
þú eina fimm leiki með því árið 1977 en
var síðan kúplað út. Hvað skeði ?
— Don Revie var með liðið þegar
hann valdi mig en svo var hann rekinn.
Ég hélt samt að ég fengi að vera með
áfram og Revie var reyndar búinn að
segja að svo yrði. En þegar Ron Green-
wood valdi sinn fyrsta hóp var ég ekki
með. Eg spilaði reyndar einn leik undir
hans stjóm, árið 1980 gegn Áströlum.
Vonsvikinn?
— Já, vissulega. Það er draumur
sérhvers að fá að leika fyrir land sitt
og mér fannst ég hafa sloppið vel frá
þeim leikjum sem ég hafði spilað svo
ég bjóst við að ég yf ði áfram.
En Talbot fékk sína sárabót áriö eft-
ir þegar Ipswich komst í úrslit FA bik-
arkeppninnar og lék gegn Arsenal. All-
ir veðjuðu á risana frá Lundúnum, en
hinir lítt þekktu kauðar frá Ipswich,
sem þá var neöarlega í deildinni, gerðu
sér lítið fyrir og sigruðu, 1-0. Stuttu eft-
ir leikinn var gengiö frá félagaskiptum
Talbot yfir I Areenal. Verðið var
450.000 pund. Eg spyr Talbot að því
hvort honum hafi verið illa tekið af að-
dáendum Areenal, nýbúnum að gera
bikardraum þeirra að engu.
— Nei, aödáendur liðsins hafa alltaf
verið á inínu bandi. Þeir geta verið
grimmir og virkilega farið illa með sál-
arlíf leikmanna, sérstaklega þegar illa
gengur en það hefur aldrei verið tilfell-
ið með mig, sem betur fer. Það vora
frekar aðdáendur Ipswieh sem vora
sárir yf ir því að ég skyldi hafa farið f rá
félaginu.
Árið eftir bikarsigur Ipswich var
Talbot aftur kominn á Wembley, nú
með sinum nýju félögum í Areenal.
Mótherjamir voru Manchester Utd, og
nú veðjaði enginn á Arsenal. Þeir áttu
að tapa, en gerðu þaö ekki, sigruöu 3-2 i
einum mest spennandi úrslitaleik sem
háður hefur verið á Wembley. Og
annað áriö í röð hampaði Brian Talbot
bikamum í aðstööu sem er einsdæmi í
enskri knattspymusögu. Ég spyr
hvemig það sé aö leika á Wembley fyr-
ir framan 100.000 öskrandi hausa.
— Það er stórkostlegt. Þetta er það
sem allir vilja gera. Maður getur ekki
gleymt því, þetta hlýtur að teljast há-
mark ferils hvers og eins sem þangað
kemst.
Nú hefur þú farið þaðan sem sigur-
vegari tvisvar sinnum auk þess að
hafa tapað einu sinni (árið eftir gegn
West Ham 0-1). Á hvort skiptiö lítur þú
sem hámark þíns knattspyrnuferils?
— Það er erfitt að segja. 1 fyrra
skiptiö er maður allur uppspenntur
vegna þess hversu stór þessi viöburður
er. Maður hefur mikiu meiri áhyggjur
og nýtur augnabliksins ekki eins vel. I
annað skiptið sem ég kom var ég ró-
legri og ákveðinn í því að njóta þess að
vera þama, þaö var skemmtilegra að
því leyti. En samt verð ég að nefna
fyreta skiptiö sem hápunkt leikferils
míns. Ég var þá að leika fýrir mína
nánustu, vini mína og ættingja, og fólk-
ið sem er úr sömu borg og ég og það er
þeim mun ánægjulegra að vinna við
slíkar kringumstæður. Og þetta var
ekki bara mikill dagur fyrir mig, held-
ur alla ættingjana líka.
Hvemig gekk þér að aðlaga þig leik-
stíl Arsenalliðsins?
— Mér gekk vel, ég lék við hliðina á
Liam Brady og að leika við hliðina á
slíkum manni er ómetanlegt, við skild-
um strax hvor annan mjög vel.
Hver er ástæðan fyrir hinu slæma
gengi Areenalliðsins undanfarin ár?
— Það er erfitt að segja og ekki hægt
að taka fram neina eina ástæöu. Arsen-
al er stór klúbbur og hann ætti að vera
á toppnum en liðinu hefur ekki tekist
að framkvæma allt það sem það getur
framkvæmt.
Var Terry Neill ástæöan?
— Það er ekki mitt að segja um það
en staðreyndin er sú að liðið lék ekki þá
sóknarknattspyrnu sem það hafði
burði til að gera á meöan Neill var
framkvæmdastjóri og það gæti vel ver-
ið ástæðan fyrir slæmu gengi okkar
undanfarin ár.
Er Don Howe betri stjóri en Neill?
— Aftur er það ekki mitt að segja til
um slíkt, ég bara vinn þama. En Howe
er mjög ólíkur Neill, hann reynir frek-
ar að fara sáttaleiðina, er eftirgefan-
legur. Neill aftur á móti stjómar með
harðri hendi. Aðferðir Howe virðast
hafa gefist betur því hann náði betri
árangri með okkur á þessum hálfa
vetri en Neill gerði. Við rétt misstum
af Evrópusæti og ég held að við höfum
sýnt það í lok síðasta vetrar að við höf-
um getuna til að velgja Liverpool undir
uggum.