Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Qupperneq 20
20
DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984.
SigmarB.Haukssoní
framkvæmdanefnd
listahátíðar:
Atríöinofmörg
Var of mikill meðalmennskubragur
á listahátíðinni að þessu sinni ?
— Það held ég ekki, öðru nær.
Nú voru óvenjumörg atríði sem
klikkuðu, fleiri en oft áður. Var þetta
allt saman tilviljun?
— Eg held að meginástæðan fyrir
þessu sé t íþætt. Annar svegar voru að
mínu mati of mörg atríði á hátíöinni,
fólk komst hreinlega ekki yfir þau öll.
Hins vegar tel ég að hin sérhæföu atriði
hátiarinnar hafi ekki verið nægjanlega
vel kynnt.
Hverju er þar umaökenna?
— Fyrir því liggja ýmsar ástæður og
má þar nefna að við tókum, að mínu
áliti, allt of seint til starfa. Þá hafði
það sitt aö segja aö sá maður sem var
faliö aö annast allar kynningar tók
ennfremur að sér ýmis önnur störf og
virðist því ekki, að mér skilst, hafa
getað einbeitt sér sem skyldi að öllu
kynningarstarfinu. Svo má vera að við
höfum ekki auglýst nóg.
Það virðist ekki hafa verið mikill
áhugi fyrir að fá góðar rokkhljómsveít-
ir á hátíðina. Er það ekki nokkuð sem
er látið sitja á hakanum vegna
metnaðarleysis framkvæmdanefndar-
innar í þeim efnum?
— Ég held að þarna hafi ekki verið
um að kenna metnaðarleysi í nefnd-
inni. Það var reynt æöi lengi að fá ein-
hverja þekkta og góða hljómsveit en
það virðist bara vera þannig að nú sé
erfiðara en oft áður fyrir þessa út-
kjálkastaði aö fá þessar stóru
hljómsveitir. Svo hittist þannig á að
þessar sex, átta hljómsveitir, sem við
vorum að reyna að fá, voru ýmist ekki
á hljómleikaferðalagi á þessum tima
eöa þær gátu ekki komið hingað. Þar
fyrir utan, og það réð kennski mestu,
þá kostaði þetta svo gífurlega peninga
aö við hefðum aldrei ráðið við það.
Hins vegar vil ég segja fyrr mitt leyti
að þaö er ekkert sem segir það aö lista-
hátið geti ekki enn haldiö rokktónleika
þó að sjáif hátíðin sé liöin.
Hefur ekki komiö til tals aö breyta
áherslupunktum eitthvað á listahátíö
því að nú hefur margt breyst síöan
listahátíð fór af stað? Framboð á tón-
leikum er til dæmis mörgum sinnum
meira en var fy rir 10—12 árum.
— Það sem hlýtur að gerast núna er
tvennt. I fyrsta lagi það aö listahátíö
verði með mun færTÍ atriði á dag-
skránni og í öðru lagi aö Ustahátíð
standi í skemmri tíma en nú. Það kom
til dæmis augljóslega fram núna að við
vorum með of mörg atriði á boöstólum.
Er athugandi að auka eitthvaö hlut
léttari tónlistar á kostnað hinnar
„æðri”? Hlustendahópur hinnar fyrr-
nefndu er ábyggilega stærrl
— Ég held að það sem máUð snúist
fyrst og fremst um er að við getum
boðið upp á tónlist sem fólk hefur
allajafna ekki möguleika á að sjá og
heyra, hvort sem það er létt tónUst eöa
þyngri tónlist. Þaö er nú líka þannig að
mér finnst svo gífurlegt framboð á
þessari léttu tónlist í fjölmiölum.
Nýverið hefur ríkisútvarpið til dæmis
opnað sérstaka rás til flutnings á þess-
ari tónlist.
-SþS
Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur:
Hlutur myndlistar
stærrienoftáður
Hvert er þitt áUt á hlut myndlistar á
Ustahátíö í ár og í hverju var mestur
fengur að þínu mati?
— Mér hefur skilist að fjárveitingar
tU myndUstar á listahátiö hafi verið
meðminna móti í ár. Hins vegar sýnist
mér sem myndUst hafi aldrei leikið
eins stórt hlutverk á listahátið og nú,
ekki aöeins að magni, heldur Uka aö
fjölbreytni og gæðum. Á þessu mis-
ræmi kann ég engar skýringar.
Að mínu mati munaði mest um sýn-
ingu tíumenninganna að Kjarvalsstöð-
um þar sem finna mátti góöa, að vísu
misjafnlega góða, fuUtrúa fyrir helstu
strauma í islenskri myndUst síðast-
Uðna tvoáratugi.
Annars staðar í bænum lukkuðust
sýningar einnig vel. I Listasafninu var
þekktur útlenskur stórmeistari, í
Norræna húsinu sýndi ágætur finnskur
listmálari, í NýUstasafninu voru
þekktir jaxlar úr nýlistinni, annars
staðar voru málarar, leirlistamenn,
textílhönnuðir og arkitektar. Eitthvað
fyriraUa.
— GamaU íslenskur löstur, skipulags-
og fyrirhyggjuleysi, setti engu að síður
merki sitt á margar sýninganna.
Hvergi í heiminum nema á Islandi eru
meiriháttar listsýningar settar saman
á hálfu ári eöa styttritima.
Hvað aðra spuminguna varöar get
ég ekki fullyrt fyrir aðra en sjálfan
mig. Engin sýning fannst mér f uUkom-
in. Stundum lyfti eitt verk heUU sýn-
ingu. Mesta og langvarandi ánægju
hafði ég af sýningu Appells í Listasafn-
inu, Louisu að Kjarvalsstöðum og
Hreins Friöfinnssonar á sama stað.
-SþS.
Páll Baldvin Baldvinsson
leiklistargagnrýnandi:
Vanda va/ið
beturogfyrr
— Ef ósk mín rættist væri lista-
hátíð annaö hvert ár sérstakur vett-
vangur fyrh- nýnæmi í leUdist og leik-
sköpun. Hingað kæmu erlendir gestir
og sýndu sumarlanga tíð margs konar
sviöslist öllum þorra fóUts, ekki bara
„fína pakkinu í Reykjavík”.
A yfirstaöinni hátíð fór svo aö „fína
pakkið” lét ekki einu sinni sjá sig. Nóg
var samt í boði, en forkynning var eng-
in, auglýsing takmörkuö og áhersla
slök á síöustu stundu.
Þrjú atriði á leiklistarsviöinu voru
framúrskarandi, Stadsteatern frá
Stokkhólmi, Jack Brut hópurinn frá
Finnlandi og Brúðuheimilið frá
Færeyjum. önnur voru þokkaleg, Hrá-
skinnsleikur Olafs Hauks Símonarson-
ar og Borgar Garðarsson í einleik sín-
um. Þá er ótalin rest sem er strax fall-
in í gleymskunnar dá, sumt sárgræti-
lega slappt, svart og sykurlaust.
Hvað er þá til bragðs? I framtíðinni
er nauðsynlegt að vanda valið betur og
fyrr, jafnvel mörg ár fram í tímann.
Forðast of tíð mannaskipti í fram-
kvæmdastjóm fyrirtækisins, auka
kynninguna og jafnvel dreifa hátíðinni
bæöi um land og borg og eins á lengri
tíma þá sumardaga sem hún stendur.
-SþS.
Listahátið 1984 er nú nýlega lokiö en hún stóð frá
1. til 17. júní. Hún var sú áttunda í röðinni og sú
umfangsmesta hingað til. En þaö er líka óhætt að
fullyrða að sjaldan eða aldrei hefur listahátíðin
veriö jafnumdeild og nú. Menn verða að sjálf-
sögðu aldrei á eitt sáttir um val listamanna á há-
tíðina. Að margra áliti var hátiðin of löng og of
mörg atriði á henni. En það sem fremur öðru hef-
ur vakið athygli er hinn mikli halli. Þegar í maí-
mánuði var gert ráð fyrir aö tapið yrði ekki undir
tveimur milljónum og er það áreiðanlega í fyrsta
skipti að slíkt er látið í ljós áður en sjálf hátíðin
hefst. Tap á Listahátíðinni 1982 var á aðra milljón
en aðeins tvær listahátíðir hafa skilað hagnaöi,
hátíöimar 1976 og 1978.
Þegar leið að lokum hátíðarinnar nú í júní var
orðið ljóst að tapið yrði a.m.k. þrjár milljónir. I
viðtali við Þjóðviljann 15. júní sl. sagði Bjarni
Olafsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að að-
sókn fram að þeim tíma hefði ekki veriö eins mikil
og hann hefði óskað nema aö helstu atriðum. Þar
nefnir hann tónleika bresku Fílharmóníunnar,
Modern Jazz Quartet, Luciu Valentini-Terrani og
tónleika Islendinganna í Bústaöakirkju. Af öðrum
atriðum sem vel voru sótt má nefna sýningu tíu
gesta á Kjarvalsstöðum og lokaballið í Laugar-
dalshöll.
Síðustu fregnir herma að fyrirsjáanlegt sé enn
meira tap en áður er getið og eru þá nefndar fimm
til sjö milljónir. Erfiðlega hefur gengið að fá þetta
staöfest en í samtali við DV sagði Kjartan Gunn-
arsson, skrifstofustjóri borgarendurskoðunar, að
hallinn yrði mun meiri en á áætlun framkvæmda-
nefndarinnar. Ekki hefur tekist að ná tali af Davið
Oddssyni borgarstjóra en hann sagði í viðtali við
Morgunblaðið 30. júní sl. að hann „yrði ekki hissa
þó tapið yrði fimm milljónir eða meira”.
Bráðabirgðauppgjör
Að sögn Bjarna Olafssonar, framkvæmda-
stjóra listahátiðar, er hann nú að vinna að
bráðabirgðauppgjöri sem hann kvaðst mundu
reyna að leggja fram í byrjun ágúst ef allt gengi
upp. Bjarni sagðist stefna að því að hraöa verkinu
sem mest en engar endanlegar tölur væru komnar
enn.
Greinargerð hefur verið send borgarstjóra og
fjármálaráðherra um afkomu hátíðarinnar. Há-
tíðin er undanþegin skemmtana- og söluskatti.
Ríki og borg styrkja listahátíð með jafnháum f jár-
framlögum sem aö þessu sinni voru 330.000 frá
hvorum aðila. En þaö kemur lika í þeirra hlut að
greiða tapið. Haft er eftir Davíð Oddssyni borgar-
stjóra í Morgunblaöinu 30. júní að tapið af hátíð-
inni sé meira en svo að við það verði unað og því
verði að koma til einhverjar róttækar breytingar.
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sagði í
samtali við DV að hann teldi óhjákvæmilegt að
taka grundvöll hátíðarinnar til endurskoöunar.
„Ég tek undir það sem borgarstjóri hefur sagt um
það. Það hefði jafnvel mátt gera það fyrr. Eg tel
alls ekki verjandi að halda svona áfram,” sagði
Albert.