Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984. Hún hefur jafnan haft styrka fætur. Stendur hún nú tæpt eða þarfnast hún viðreisnar? Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sagði: „Mér finnst sjálfsagt að endurskoöa og at- huga hvaða atriðum er ábótavant en aðallega finnst mér að ekki megi gefast upp. Það getur náttúrlega komiö ýmislegt upp og þetta er áhættu- samt fyrirtæki en það er mikils virði að halda áfram starfseminni. Það má vel vera að það séu einhver atriði sem þurfa endurskoðunar við og hægt er að draga lærdóm af. En ég vil ekki benda á nein einstök úrræði, þetta er mál sem þarf að at- huga mjög vandlega.” Auglýsingar í lágmarki Það var fleira en aðsókn að atriðum listahátíðar sem brást því auglýsingum var haldið í lágmarki og annarri kynningu var mjög ábótavant. Þetta hafa forráðamenn hátíðarinnar viðurkennt í fjöl- miðlum; að allt of litlu fé hafi verið varið til aug- lýsinga og þegar menn áttuöu sig á því var orðið of seint að bæta úr málum. Vitað var fyrirfram að tap yrði á bresku Fíl- harmóníunni, um 1—1 1/2 milljón umfram mögulegan húsfylli. Mikið tap varð einnig á rokktónleikunum Norrokk í Laugardalshöll þrátt fyrir styrk úr Nor- ræna menningarmálasjóðnum upp á 75.000 dansk- ar krónur. Bein útsending var frá tónleikunum á rás 2 og hafa margir kennt því um lélega aðsókn. Um þetta atriði eru skiptar skoöanir. I upphafi var ætlunin að tónleikamir yrðu á laugardegi en því varð ekki við komið. Það eitt vegur þungt þvi að flestra mati er það næstum gefið að laugar- dagskvöld eru öruggari með að draga að fólk en sunnudagskvöld. Tónleikarnir voru yfirieitt illa auglýstir nema á rás 2. Asmundur Jónsson, sem átti hugmyndina að hinum samnorrænu rokktónleikum og vann að skipulagningu þeirra, sagði í samtali við DV að hann teldi tónleika af þessu tagi skilja meira eftir sig, allavega fyrir íslenska tónlistarmenn, heldur en ef einhver stórhljómsveit hefði komið. Slík hljómsveit hefði þess vegna getað skilað meira, tapi því miöaverð hefði óhjákvæmilega orðið að vera mjög hátt. Ásmundur sagði að ef menn ætl- uðu sér að ná í eitthvert stórt númer á næstu hátíð yrði helst að byrja strax í dag aö leita fyrir sér því fræg nöfn þyrfti aöpanta meðmiklumfyrirvara. Reynt við ýmsar hljómsveitir Bjami Olafsson framkvæmdastjóri sagði í sam- tali við DV að það væri algengur misskilningur að frægarpopphljómsveitirgætuhalað inn mikla pen- inga. Upphæðir þær sem stórstjörnumar setja upp eru það háar að tsland er ekki inni í myndinni. Reynt hefði verið við hljómsveitir af öllum stærð- argráðum, ungar og gamiar. Haft var samband- við umboðsmenn Duran Duran, Queen, Eurythmics, Dire Straits, Stevie Wonder, Eric Clapton og ýmissa fleiri en ýmist voru hljómsveit- irnar ekki á lausu eða hafnuðu diboðum listahátíð- ar. Bjami sagði að margir hefðu reynt aö rétta hjálparhönd, bæði hljómplötuútgefendur og aðrir, en allt komið fyrir ekki, dæmið hefði ekki gengið upp. Hann tók sem dæmi að ef einhver fræg hljóm- sveit hefði fengist hingað á 100.000 dollara þá hefði kostað allt að þvi annað eins að flytja hana hingað og setja upp tónleikana. Menn gætu síðan reiknaö út hvað þurft hefði að borga í aðgangseyri, jafnvel þótt fleiri en 4000 hefði verið hleypt inn í Laugar- dalshöll. Bjarni kvaðst vilja að það kæmi skýrt fram í sambandi við tónleika bresku Fílharmóníunnar að bæði hefðu Ashkenazy-feögarnir gefið sína vinnu og sjálf hljómsveitin hefði af velvilja lækk- að launakröfur sínar um hartnær þriðjung. „Þátt- ur Flugleiða hefur ennfremur verið fyrirborð borinn því eins og er er hann stærri en ríkis og borgar. Framlag Flugleiða til listahátíöar var 325.000 krónur. Það var síðan flogið með hljóm- sveitina nánast á bensínverðinu einu saman og 110 manns gistu hér í tvær nætur fyrir 60% verð. Listahátiö naut þvi gíf urlegrar velviidar frá Flug- leiðum. En það var frá upphafi ljóst að hljóm- sveitin yrði hátíðinni mjög þung í skauti og að hallinn á tónleikum hennar yrði 1 1/2 miiijón nema því aðeins að fólk reiddi fram svimandi upp- hæðir í aðgangseyri. Það er hins vegar mjög já- kvætt, listrænt séð, að hafa fengið hljómsveitina á þessa hátíð,” sagði Bjami. Um þátt útvarps og sjónvarps í þessari listahá- tíð sagði Bjarni að aö sínu mati hefði útvarpiö frá rokktónleikunum gert það að verkum að eitt til tvö þúsund manns sátu heima og tóku tónleikana upp. Einnig var dregiö nokkuð úr sjónvarpsupptökum að þessu sinni. Hver verður svo framtíð listahátíðar? Er nauð- synlegt aö endurskoða grundvöll hennar? Bjarni Olafssonsvarar: „Eg held að það sé nauðsynlegt að endurskoöa hátíöina með tilliti til breyttra aðstæðna í þjóð- félaginu. Allur veturinn er nú uppfullur af listvið- burðum semi sóttir eru af gífurlega stórum hópi fólks. Viö eigum orðið fjölda islenskra listamanna á heimsmælikvarða og það er mín skoðun að við eigum ekki að þurfa að sækja um 80-90% af lista- mönnum til útlanda. Fjölmiðlar hafa breyst mikið nú á síðustu árum. Þar munar mest um videoið, nú geta unglingar t.d. séð uppáhaldshljómsveitir sínar á myndböndum til viðbótar við þá þætti sem boðið er upp á í út- varpi og vikuskammt í sjónvarpi. Af tvennu velur fólk að horfa á video, ef það á ekki peninga, og ástandið í dag er einfaldlega þannig að fólk hefur enga peninga milli handanna. Videokosturinn er að mínu áliti verri. Kostnaöarhliðin við hátíðina fer líklega ekki úr böndunum, ég er að vona að hún verði lægri en í upphaflegri kostnaðaráætlun. Hátíðin var ekki kynnt á viðunandi hátt og aðsóknarmunstrið gaf sig, af því leiddi að tekjurnar urðuminni.” -pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.