Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Qupperneq 34
34
Hverja telur þú
möguleika ÍBK vera á
Islandsmeistara-
titli?
— Liöið hefur komiö verulega á
óvart og ieikiö vel en ég efast um
aö Kef ivikingar haldí þetta út.
Guðmundur Heiðar Frímanns-
son:
— Eg tel þá fremur iitla og þaö
kæmi mér á óvart ef þeir næöu
titlinum.
Þorbcrgur Ólafsson:
— Ekki nokkra, titillinn er frá-
tekinn fyrir Þór, því miður. Máliö
erdautt.
Sigurbjörn Gunnarsson:
— Allsenga.
Óiafur Asgeirsson:
— Keflvíkingarnir eru ekki nógu
góðir til að veröa meistarar.
Ragnar Sverrisson:
— Enga.
DV. LAUGARDAGÚr 7. JULI1984.
IBK — IBK — IBK—IBK—IBK—IBK—IBK—IBK—IBK — IBK
„Þeir verða áfram
í toppbaráttunni”
— segir Þorsteinn Ólafsson, þjálfari Þórs á Akureyri
„Ég hef ekki séð mikið til ÍBK-liðs-
ins, við erum að vísu búnir að spila við
það og svo hef ég aðeins séð til þess þar
fyrir utan,” sagði Þorsteinn Ólafsson,
markvörður og þjálfari Þórs á Akur-
eyri, er við báðum hann að tjá sig um
ÍBK-Iiðið. Þorsteinn þekkir reyndar
vel til liðsins (eða gerðij en hann lék
lengi með ÍBK hér á árum áður.
„Styrkleiki leikmanna liðsins felst
aöallega í því hvað þeir eru líkamlega
sterkir og baráttan er til staðar eins og
reyndar hefur oftast verið hjá IBK.
Þeir eru með menn sem hreinlega geta
unnið leiki, menn eins og Þorstein
Bjarnason í markinu og Ragnar Mar-
geirsson frammi sem ég tel vera sterk-
asta sóknarmann í íslenskri knatt-
spyrnu nú. Þá eru þeir sterkir á miöj-
unni, Sigurður Björgvinsson, sem held-
ur spilinu gangandi og gefst aldrei upp,
og Einar Ásbjörn er mjög sterkur. Og
bakveröirnir litlu en knáu standa alltaf
fyrirsínu.”
— En veikleikar liösins?
„Eg sé þá ekki svona í fljótu bragði.
Þaö er þó ekki ósigrandi og ef andstæö-
ingum tekst aö spila og láta boltann
ganga þá er hægt aö komast í gegnum
þaö eins og önnur lið.”
Hvar heldur þú að ÍBK-liöið komi til
meö aö hafna þegar upp verður staöiö í
haust?
„Þaö verður áfram í toppbaráttunni,
liöid er
vel
mannað”
— segirSamúel
Örn Erlingsson
„Það fer ekki milli mála að Keflvík-
ingar fengu fljúgandi start í 1. deild.
Eg verð að viðurkenna að í þeim leik
sýndi liðið enga meistara-takta,” sagði
Samúel Örn Erlingsson, íþróttafrétta-
maður og ábyrgðarmaður íþróttasíðu
NT, í samtali við DV.
„Keflavíkurliðið er vel mannað.
Vörnin er aöal liösins. Þeir Þorsteinn
Bjarnason og Valþór Sigþórsson eru
mjög sterkir ásamt báöum bakvöröun-
um sem eru meö þeim betri hér á landi
í dag. Liöið fær á sig lítiö af mörkum
og það er spurningin hve sóknarmenn
liösins geta skorað mikiö af mörkum.
Sóknarmenn liösins eru hættulegir en
hafa ekki náö sér nægilega vel á strik
þaö sem af er mótinu. Þeir geta betur.
Eg verö að segja eins og er aö ég hef
ekki trú á aö IBK, frekar en önnur lið,
blandi sér í toppbaráttu. Ég fæ ekki
betur séð en Akurnesingar fari nokkuð
létt með að vinna þetta íslandsmót.
Hin liðin veröa í einum hnapp á eftir,”
sagðiSamúelörn.
-sk.
Samúel örn Erlingsson.
ég er ekki i nokkrum vafa um það. Eg
segi þetta ekki vegna þess að ég hef
taugar til liðsins heldur vegna þess aö
ég lít raunsætt á máliö.”
— En hverjir hampa bikarnum í lok-
in?
„Ég held að það veröi Skagamenn,
þeir eru með þaö reynt og heilsteypt liö
aö þeir ættu að geta haldið þeirri for-
ystu sem þeir hafa náö. Þeir hafa hins
vegar verið heppnir í nokkrum leikjum
sem ég hef séð til þeirra í, en það er
yfirleitt ekki spurt að því þegar frá líö-
ur. Þaö verða fyrst og fremst Keflvík-
ingar sem koma til meö aö veita þeim
keppni og ég sé ekki aö önnur lið blandi
sér af alvöru þar inn í. Eg vona þó aö
Þór eigi eftir að velgja þeim undir ugg-
um, þessum liðum, við viröumst vera
aö komast á skriö núna.”
— En hverjir falla ?
„Það getur hvaöa lið sem er falliö
nema Akranes og IBK. Það eru öll liðin
í einum hnapp og liðin eru jöfn. Þaö
virðist sem allir geti unnið alla og eng-
in ieið að spá fyrir um hverjir falla í 2.
deild,” sagði Þorsteinn Oiafsson.
-SK
Við bregðum okkur
nú suður með sjó og
kynnum lið Keflvík-
inga. Óhætt er að segja
að ekkert lið hefur
komið meira á óvart í
sumar en lið ÍBK.
Flestir áhugamenn um
knattspyrnu spáðu lið-
inu lélegu gengi í upp-
hafi móts en reyndin
hefur orðið önnur. Kefl-
víkingar höfðu um tíma
forystu í 1. deild ís-
landsmótsins og staða
liðsins í dag er ekki
slæm. Þegar þetta er
skrifað skilja fjögur
stig lið ÍBK og ÍA sem
flestir veðja á sem
meistara. Það er ekki
mikill munur og Kefl-
víkingar, sem hafa á að
skipa miklu baráttu-
liði, gætu hægiega unn-
ið þann mun upp í
næstu leikjum.
Farið er að síga á
seinni hluta kynningar-
innar. Eftir að taka fyr-
ir tvö lið, Víking og Val,
og í næsta helgarblaði
kynnum við lið Víkings.
-SK.
Þorsteinn Ólafsson.
Leikmenn ÍBK
Sjö nýir leikmenn leika með Keflvíkingum í sumar en þeir eru: Helgi
Bentsson, sem lék áður með Þór Ak., Sigurjón Sveinsson, lék áður með
Reyni S„ Valþór Sigþórsson, áöur með ÍBV, Kristinn Jóhannsson, áður
með Grindavík, Jón Sveinsson, áður með Grindavík, Guðjón Guðjónsson,
áður með KA, og Helgi Sigurbjörnsson, áður með Víði, Garði. Fjórir leik-
menn hafa yfirgefið herbúðir Keflvikinga en þeir eru: Skúli Rósantsson,
sem leikur með Njarðvík, Óli Þór Magnússon, sem leikur með Þór Ak.,
Freyr Sverrisson, sem leikur með Njarðvík, og Páll Þorkelsson, sem einn-
ig leikur með Njarðvík.
Leikmenn ÍBK-liðsins í sumar eru þessir:
Þorstcinn Bjarnason, 27 ára lögregluþjónn.
Sigurður E. Björgvinsson, 24 ára versiunarmaður.
Kristinn Jóhannsson, 28 ára netagerðarmaður.
Kári Gunnlaugsson, 29 ára tollvörður.
Magnús H. Garðarsson, 26 ára verkstjóri.
Jón Pálmi Pálsson, 19 ára nemi.
Valþór Sigþórsson, 28 ára húsasmíðameistari.
Gísli M. Eyjólfsson, 29 ára sölustjóri.
Brynjar G. Steinarsson, 18 ára nemi.
Ægir Már Kárason, 19 ára nemi.
Einar Ásbjörn Ólafsson, 28 ára lögregluþjónn.
Guðjón Guðjónsson, 29 ára verslunarmaður.
Jón S. Ólafsson, 19 ára símsmiður.
Ingvar Guðmundsson, 21 árs nemi.
Helgi Bentsson, 22 ára húsasmíðanemi.
Sævar Júlíusson, 24 ára verkamaður.
Rúnar Georgsson, 29 ára verslunarmaður.
Óskar Færseth, 25 ára verslunarstjóri.
Ragnar Margeirsson, 21 árs skrifstofumaður.
Sigurjón Sveinsson, 23 ára húsasmíðameistari.
Gunnar Oddsson, 19 ára nemi.
Þjálfari er Haukur Hafsteinsson.
ÍBK - ÍBK - ÍBK - ÍBK - ÍBK - ÍBK - ÍBK—ÍBK — ÍBK - ÍBK