Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Page 35
DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984. 35 ÍBK — ÍBK — ÍBK—ÍBK—ÍBK—ÍBK—ÍBK — ÍBK—ÍBK—ÍBK—IBK—ÍBK Leikmenn ÍBK keppnistímabilið 1984. „Aðaltakmark okkar er að hanga í Skagamönnunr — segir miðvallarspilarinn sterki, Sigurður Björgvinsson Ég held að Keflvikingar séu almennt ánægðir með frammistöðu liðsins i sumar. Ég bjóst alveg við þessu. Okkur hefur að visu gengið frckar iila að skora en það á eftir að koma,” sagði Sigurður Björgvinsson, miðvallar- spilarinn sterki i Keflavik, í samtali við DV. „Það er ljóst að vörnin hefur haldiö okkur á floti. Við fengum Valþór Sigþórsson til liðs við okkur frá Vest- mannaeyjum og ég tel hann vera einn sterkasta miðvörð á landinu í dag. Hann hefur styrkt lið okkar gífurlega mikið. Einnig fengum við þá Guðjón Guðjónsson og Helga Bentsson og þeir hafa staðið sig mjög vel. Síðan misstum við Ola Ég tel mikilvægast að ValþÓr. nirinir hofiir nllfgf Sigurður Björgvinsson. sterkan miðvörð síðan Gísli Torfa- son hætti. Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikimi á æfingum og það hefur skilaö sér. Það má segja að sóknarleikurinn hafi orðið útundan en við erum að taka hann í gegn þessa dagana. Eg er þess fullviss að við eigum eftir að skora mikið af mörkum. Það hefur verið mikil pressa á þeim Ragnari Margeirssyni í f ramlínunni en þeir eiga eftir að skora í næstu leikjum.” „Miklu betri knattspyrna en í fyrra" Hvað finnst þér um knattspymuna í sumar samanborið við siðastliðiö sumar? „Mér finnst knattspyrnan ekki sam- bærileg í sumar. Boltinn er miklu miklu betri. Liðin eru mjög jöfn að getu og það er ekkert lið í 1. deiidinni sem leikur varnarleik. Leikirnir hafa verið skemmtilegri fyrir bragöið. KR- fótboltinn er liðin tíð sem betur fer. Að mínu viti er knattspyman í sumar betri en hún hefur verið í mörg ár. Það eru alltaf leikir og leikir sem eru leiðin- legri en aðrir og það er eölilegt. Leikirnir sem eru mjög skemmtilegir eru einfaldlega miklu fleiri.” „Wð ieikum ekki varnarleik" Nú hefur IBK-Iiðið fengið þaö orö á sig að vera vamarlið, leika varnarleik. Hvað vilt þú seg ja um þetta? „Takmark okkar aö hanga í Skaganum" Verður IBK meistari í ár? „Eins og ég sagöi áöan lentum viö í basli með varnarleikinn í byrjun móts. Viö höfum eytt miklum tíma í að bæta hann og það kann að vera að það hafi bitnaö á sóknarleiknum. En ég sam- þykki það aldrei að við spilum vamar- leik. Ég er til að mynda eini tengi- liðurinn í liðinu sem dregur sig aftar. Hinir em meira í sókninni. Helgi og Ragnar eru síðan frammi og bakverðir okkar eru báðir sókndjarfir. Eg vil ítreka aö viö höfum lagt mikiö kapp á það að undanfömu aö laga sóknar- leikinn og ég er handviss um að hann mun lagast.” ,,Já, ég hef mikla trú á því. Skaginn hefur að vísu nokkurt forskot en þdr eiga erfiöa leiki framundan sem þeu- geta hæglega tapaö. Geri þeir það og við vinnum okkar næstu leiki gegn Víking og Val hér í Keflavík getur allt skeð. Það er langt í næstu liö og stærsta takmark okkar, eins og staðan er í dag, er að hanga í Skaganum. Það skal takast,” sagði Siguröur Björgvinsson. -SK Guðni er með flesta landsleiki hjá ÍBK AUs hefur 21 lelkmaéur ieikið landsleiki fyrir íslands hönd. Sam- tals era landsleikirnir orðnir 203. Leikjahæstur er Guðni Kjartansson cn hann hcfur Icikið 31 leik. Guðni hcfur oftast verið fyrlrUði landsliðs- ins, sjö sinnum. GisU Torfason hefur leikið 29 landsleiki, Einar Gunnars- son 25 og Ölafur Júlíusson 17. Þor- stcinn Bjarnason lék sinn 25. lands- leik gegn Norðmönnum fyrir skemmstu. KeflvUdngar hafa ekki skorað mik- ið af mörkum í landsleikjum sínum. Þeir Óli Þór Magnússon, sem í sum- ar leikur með Þór frá Akurcyri, og Magnús Torfason hafa skorað tvö mörk hvor. -gg. Guðni Kjartansson. -IBK-IBK-IBK — ÍBK - ÍBK - ÍBK - ÍBK—ÍBK—ÍBK — IBK - ÍBK - ÍBK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.