Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1984, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR13. ÁGUST1984. 21 Los Angeles 999 Los Angeles Los Angeles „Þetta var stórkostlegur draumur sem rættist” — sagði Sebastian Coe eftir að hafa orðið ólympfumeistari f 1500 m fannað skiptið f röð. Steve Cram varð annar en Steve Ovett varð að hætta f úrslitahlaupinu „Þetta var stórkostlegur draumur sem rættist. Fyrir ári hafði ég rétt komist út af sjúkrahúsi eftir Iangvar- andi veikindi, hafði verið fjóra daga utan þess á þessum tima,” sagði Sebastian Coe, hinn frábæri enski hlaupari, eftir að hann hafði sigraði í 1500 m hlaupinu í annað skipti í röð á ólympíuleikum. Hafði mikla yfirburði i úrslitahlaupinu aðfaranótt sunnudags. Setti nýtt ólympíumet. Enginn gat ógnað sigri hans á lokasprettinum en enski heimsmeistarinn, Steve Cram, reyndi þó að veita honum keppni. Það var til litils. Coe átti einn af sínum frægu endasprettum, — eins og sprett- hlaupari — og tími hans var frábær 3:32,53 min. Eldra ólympiumetið átti Kip Keino, Kenýa, 3:34,91 min., sett á ólympiuleikunum í Mexíkó 1968. Það var mikið úrval frábærra hlaupara í úrslitahlaupinu og athyglin beindist mjög aö Bretunum þremur. Hraöi varð strax mjög mikill, fyrstu 400 m hlaupnir á 58,85 og 800 m á 1:56,81 mín. Það var skipst á forustu — um tíma haföi bandaríski hlauparinn frægi, Steve Seott, góða forustu en hvarf svo alveg. Þegar bjallan hringdi fyrir síðasta hring var Spánverjinn Jose Abascal fyrstur. Síðan komu Coe og Steve Cram — og Steve Ovett tók kipp. Hljóp að þeim og Bretarnir þrír voru því um tíma saman næstir á eftir Spánverjanum. En stuttu síðar hljóp Ovett út af brautinni, hætti. Taka forustuna A beinu brautinni fóru Coe og Cram fram úr Spánverjanum, sem greini- lega gat ekki fylgt þeim eftir í þeirri baráttu, sem framundan var. Þetta var breskt einvígi en á beinu brautinni í lokin var aldrei spurning um hvor mundi sigra. Sebastian Coe var svo miklu sterkari en Cram, sem þó hljóp frábærlega vel. Spánverjinn hlaut þriðja sætið og svo komu hlaupararnir einn af öðrum í mark. Þeir voru þó í öörum gæðaflokki en Bretamir tveir. Napurt fyrir Scott að geta ekki veitt þeim keppni því nokkru fyrir hlaupið hafði hann sagt, að bresku hlauparam- ir þrír heföu aldrei þorað aö keppa viö bestu bandarísku hlauparanna i USA. Nú urðu þeir hins vegar að gera það vegna ólympíuleikanna með frægum árangri. „Það liggur vel á mér, ég er ánægður og hafði gaman af hiaupinu. Eg hélt þó að Seb Coe mundi ekki eiga í sér þennan stórkostlega endasprett. • Sebastian Coe vinnur öruggan sigur í 1500 m hlaupinu á ólympíuleikunum, vegalengd. Steve Cram næstur og Spánverjinn Abascal þriðji. En ég var sigraður af betri hlaupara og ég er mjög glaður fýrir hönd Seb. Ég reyndi sprettinn, þegar kom út úr síðustu beygju en sá fljótt að hann mundi sigra. Ég átti enga möguleika nema eitthvað kæmi fyrir, fætur Seb gæfu sig,” sagði Steve Cram eftir hlaupið. Ovett kjarkmaður ,,Steve Ovett er mikill kjarkmaður. Það var mikið afrek hjá honum að birt- , ast á hlaupabrautinni á ný og hlaupa þrjú hlaup í 1500 til viðbótar eftir úr- slitahlaupiö í 800 m (Ovett kom þá gangandi í mark, veikur). Eg vona að komist verði að því hvert vandamálið er og hann verði fljótt aftur á hlaupa- Hreinsað til á mettíma! Frá Þóri Guðmundssyni — frétta- manni DV í Los Angeles: — ÖU verksummerki eftir OL hverfa hér fljótt. Það mátti sjá á þeim stað sem lyftlngamar fóru fram á. Strax eftlr lyftingakeppn- ina á miðvikudaglnn mætti flokkur manna tU að rífa niður allt það sem var ekki naglfast. Þá voru símar á staðnum meö OL-merkinu á seldir á 40 doUara stykkiö. Svo mikill hraði var á verkinu að rafmagnið var tekið af þannig aö þeir blaðamenn sem voru aö vinna fréttir sínar á tölvu- skerma, sátu fyrir framan auða skerma sína og vinna þeirra varö að engu. -ÞÓ.G/-SOS brautinni,” sagöi Coe stuttu eftir hlaupið og var fuUur aðdáunar á þessum erfiðasta keppinauti sínum gegnumárin. Olympíumeistarinn í 800 m hlaup- inu, BrasiUumaðurinn Joaquim Cruz, hætti þátttöku í 1500 m hlaupinu eftir að hafa hlaupiö þar í riðlakeppninni. Sagður meö flensu ai fleiri eru á því að hann hafi komist að því í riðlakeppn- inni að möguleUcar hans til sigurs voru sáraUtUr. Hann er fyrst og síðast 800 m hlaupari. „Ég hljóp báðar vegalengdirnar og hef kannski betra úthald en Cruz. Ég held að Cruz hefði ekki veriö í baráttunni um fyrsta eða annaö sætið í 1500 m,”sagðiCoe. Mikíll afreksmaður Sebastian Coe, þessi 27 ára hag- fræðingur, er einn frábærasti hlaupari, sem uppi hefur verið. Olympíumeistari í 1500 m í Moskvu og Los Angeles. Annað sæti í 800 m á sömu leikum. Heimsmethafi í 800, 1000 m og mílu- hlaupi nú og hefur einnig átt heims- metið í 1500 m. En samt verður þessi frábæri sigur hans í 1500 m hlaupinu í Los Angeles það hlaup hans sem ber hæst. Á Evrópumeistaramótinu í Aþenu 1981 veiktist hann, fluttur heim til Englands með flugvél í skyndi. Átti við alvarleg veikindi að stríða í nær tvö ár. En hóf æfingar og keppni á ný og sagði. „Það er minn stærsti sigur að hafa sigrast á veikindunum.” Urslit í 1500 m hlaupinu urðu þessi. 1. Sebastian Coe, Bretl., 3:32,53 2. Steve Cram, Bretl., 3:33,40 3. Jose Abascal, Spáni. 3:34,30 4. Joseph Chesire, Kenýa, 3:34,52 önnur gullverðlaun hans á þessari Simamynd NPS. 5. Jim Spivey, USA, 3:36,07 6. PeterWirz,Sviss, 3:36,97 7. AndresVera.Spáni, 3:37,02 8. Khalifa Omar, Súdan, 3:37,11 9. AnthonyRogers,N-Sjál., 3:38,98 10. Steve Scott, USA. 3.39,86 '11. Ricc.Materazzi, ftalíu, 3:40,74 Steve Ovett lauk ekki hlaupinu. ^etta er í fyrsta skipti síðan í úr- slitahlaupinu í 1500 m í Moskvu aö Coe, Cram og Ovett mætast á hlaupabraut- inni. Coe sigraði í Moskvu. Ovett varf þriðjiogSteveCramáttundi. -hsím. í undanúrslitum 1500 m hlaupsins urðu úr- slit þessi. Fjórir fyrstu í hvorum riðli beint í 'úrslit og auk þess fjórir með bestu tima 1 þeirra, sem ekki komust í úrslitin beint. Fyrri riðiil 1. Jose Abascal.Spáni, 3:35,70: i 2. SteveScott, USA, 3:35,71 3.SebastianCoe,Bretl., 3:35,81 ; 4. JosephChesire.Kenýa, 3:35,83 | 5. PeterWirz,Sviss, 3:35,83 | 6. AnthonyRogers,N-Sjái., 3:36,48 7. Ricc. Materazzi, Italíu, 3:36,48 8. Mich. Hiliardt, Astralíu, ' 3:38,12 1 9. Pascal Thiebault, Frakkl., 3:40,96 110. James Igohe, Tanzaníu, 3:41,57 Abdi Bile, Sómalíu, var dæmdur úr leik og Agberto Guimaraes, Brasilíu, lauk ekki hlaupinu. Sebastian Coe hafði góða forustu undir lokin en slappaði þá mjög af. Síðari riðili l.SteveCram.Bretl., 3:36,30 2. JimSpivey.USA, 3:36,53 3. Andres Vera, Spáni, 3:36,55 4. Steve Ovett, Bretl., 3:36,55 5. KhalifaOmar,Súdan, 3:36,76 ! 6. UweBecker,V-Þýsk., 3:37,28 7. StefanóMei, Italíu, 3:37,96 8. PeterO’Donoghue,NS., 3:38,71 9. MarcusO’Sullivan, Irlandi, 3:39,40 ] 10. Pat Schammell, Ástrah'u, 3:40,83 11. Tap. Jonga, Zimbabwe, 3:41,80 Joaquim Cruz, Brasilíu, mætti ekki til | i leiks. hsim. „Eggin fljúgandi” Frá Páli Júlíussyni — fréttamauni DVíLos Angeles: Hlauparinn og langstökkvarinn snjalli Carl Lewís hafði ekki mætt á einn einasta blaðamannafund hér á OL fyrir 4X100 m boðhlaupið. Þegar hann nálgaðist blaðamanna- herbergið á ólympíuleikvanginum ýttu öryggisverðir hans honum fram hjá því en öryggisverðir hans eru reyndar blaðafulltrúar og eru þeir kallaðir „Eggin fljúgandi..’ — „Við höfum fengið það nafn af því að við höfum myndað sterka skel í kringum Lewis,” sögðu þeir. -PJ/-SOS Keppti í háhæluðum rauðum skóm Það hefur verið mikið kapp- hlaup á OL milli Hummel, Adidas og Puma. Þessi fyrirtæki hafa keppst um að hampa iþróttafatnaði sínum — og notaöi ýmis belli- brögð. Einn keppandi lét ekki glepjast. Það var kínverska kven- skyttan Wu Xiauxuan sem mætti ávallt til leiks í skærrauðujn háhæluðum skóm og svörtum sokkum. -SOS Fræg mistök a OL Frá Páli Júliussyni — fréttamanni DVíLosAngeles: — Það hafa oft verið gerð mistök á ólympíuleikum. Ein frægustu mistök sem gerð haf a verið áttu sér stað á OL í Los Angeles 1932. Það var í geysilega skemmtilegu 3000 m hindrunarhlaupi. Eftir hlaupið undruðu menn sig á þvi hvað timi hlauparanna var lélegur því að hlaupið var mjög gott — og áttu menn von á ný ju OL-meti. Þegar að var gáð, þá hlupu hlauparamir einum hring meira en þeir áttu að gera, eða 3400 m. -PJ/-SOS 099 099 999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.