Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1984, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR13. ÁGUST1984. 27 Los Angeles 999 Los Angeles Q99 Los Angeles „Ég er bestur á báðum vegalengdum” — sagði Marokkómaðurinn Said Aquita eftir að hafa sigrað í5000 m og sett ólympíumet Marokkómaðurinn Said Aquita hleypur fagnandi með fána Marokkó eftir sigurinn i 5000 metra hlaupinu á ólympiuleikunum. Önnur gull- verðlaun Marokkó á leikunum og Said á besta heimstimann bæði í 1500 og 5000 m i ár. Sima-mynd DIPS. „Ég á besta heimstímann í ár bæði í 1500 og 5000 m og ég held að ég sé senni- lega bestur á báðum vegalengdunum,” sagði Said Aquita, Marokkó, eftir að hann hafði sigrað glæsilega í 5000 m hlaupinu aðfaranótt sunnudags á ólympíuleikunum. Stórkostlegt hlaup hjá Marokkómanninum og nýtt ólympíumet. Hann hljóp á 13:03,59 min. og stórbætti ólympiumetið, sem Brendan Foster, Bretlandi, átti. Það var 13:20,34 mín. og sett i undanrás á leikunum í Montreal 1976. Eiui hlaup- arinn, sem veitti Marokkómanninum einhverja keppni í lokin var Svisslend- ingurinn Markus Ryffel, sem hlaut silfurverðlaunin. Said varð að velja á milli vegaiengda. Urslitin á nær sama tíma. Þetta voru önnur gullverðlaun Marokkó á ólympíuleikunum í Los Angeles en þetta eru fyrstu leikarnir, sem Marokkó hlýtur verölaun á. Portúgalarnir með forustu Það voru Portúgalarnir Antonio Leitao og Ezequiel Canario, sem höfðu forustu lengst af og héldu uppi miklum hraða. Hringirnir einn af öörum hlaupnir á 64 til 65 sekúndum. Said og Markus skammt á eftir. Hins vegar dróst breski heimsmethafinn David Moorcroft fljótt aftur úr. Greinilega eitthvað mikið að hjá honum en hinir tveir Bretamir í úrslitahlaupinu, Tim Hutchings og Eamonn Martin, lengi meðal þeirra fyrstu. Moorcroft átti viö Loks vann sú ítalska gull — Gabrielle Dorio ólympíumeistari í 1500 m hlaupi kvenna Loks kom að því að ítalska hlaupakonan kunna, Gabriella Dorio, sem lengi hefur verið í sviðsljósinu, vann til stórverðlauna. Hún sigraði nokkuð örugglega í 1500 m hlaupinu á ólympíuleikunum aðfaranótt sunnudags. Tók forustuna á þriðja hring en á síðasta hring reyndi ólympíumeistarinn í 800 m hlaupinu, Doina Melinte, að tryggja sér sigurinn. Náði forustu um tíma en sú ítalska var harðari á endasprettinum og sigraði örugglega. Tíminn mjög slakur. Það var greinilegt að hin erfiðu hlaup Melinte á leikunum sátu í henni þegar að lokasprettinum kom. Sama a- að segja um hina rúmensku stúlkuna, Maricica Puica, sigurvegarann í 3000 m hlaupi. Hinn frægi endasprettur hennar kom aldrei. Bresku stúlkumar Christina Boxer og Christine Benning höfðu forustu framan af hlaupinu en lokin voru ekki nógu góð hjá þeim. Dorio var Evrópu- meistari innanhúss 1982. Úrslit. 1. Gabriella Dorio, It. 4:03,25 2. Doina Melinte, Rúm. 4:03,76. 3. Maricia Puica,Rúm. 4:04,15. 4. Roswitha Gerdes, V-Þýsk. 4:04,41. 5. Christiene Benning, Bret. 4:04.70. 6. Christina Boxer, Bret. 4:05,53 7. BritMcRoberts,Kanada, 4:05,98. 8. Ruth Wysocki, USA, 4:08,92. 9. Fita Lovin, Rúmeníu, 4:09,11. 10. Debbie Scott, Kanada, 4:10,41. 11. Lynn MacDougail, Bret. 4:10,58. 12. Eily van Hulst, Holl. 4:11,58. -hsim. meiðsli aö stríða en neitaði alveg að hætta. „Hann hefur aldfei hætt í hlaupi á ferli sínum en það var sorglegt fyrir mann meö hans hæfileika að taka þátt í þessu hlaupi,” sagði þjálfari hans, John Anderson, eftir hlaupið. Hraðinn í úrslitahlaupinu var gífur- legur hjá Portúgölunum í þessu mesta 5000 m hlaupi sögunnar. Einn af öðrum urðu hlaupararnir að gefa eftir, Svíinn Mats Eriksson, meira að segja sjálfur Johnny Walker, ólympíumeistarinn í 1500 frá Montreal. Einnig Bandaríkja- maðurinn Doug Padella. Þá kom líka að því að Canario, sem lengst af hafði verið fyrstur, varð að gefa eftir. Hans eigin hraði hafði sprengt hann. En áfram héldu þeir Said og Markus en á lokasprettinum hafði Sviss- lendingurinn ekki möguleika gegn hinum frábæra hlaupara frá Marokkó. Hann stórbætti árangur sinn erns og margir í hlaupinu. Urslit. 1. Said Aquita, Marokkó, 13:05,59 2. Markus Ryffel, Sviss, 13:07,54 3. Antonio Leitao, Portúgal, 13:09,20 4. Tim Hutchings, Bretl., 13:11,50 5. Paul Kipkoech, Kenýa, 13:14,40 6. Charles Cheruiyot, Ken., 13:18,41 7. Doug Padilla, USA, 13:23,56 8. John Walker, N-Sjál., 13:24,46 9. Ezequicl Canario, Port., 13:26,50 10. WUson Waigwa, Kcnýa, 13:27,34 11. Rey Flynn, Irlandi, 13:34,50 12. Mats Erikson, Sviþj., 13:53,34 [13. Eamonn Martin, Bretl., 13:53,34 [l4. David Moorcroft, Bretl., 14:16,61 Heimsmet Moorcroft er 13:00,41 mín. Finninn Martti Vaino, sem varð annar í 10000 m hlaupinu, mætti ekki til leiks í úrslitahlaupið. Spitz enn í sviðsljósinu Sundmaðurinn heimsfrægi er I ennþá i sviðsljósinu þrátt fyrir að [ hann hafi hætt að keppa. Hann hefur verið einn af aðalmönnunum | hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC og hefur þá aöallcga lýst keppninni i sundinu. Mark Spitz lagði allan heiminn að fótum sér á ólympiuleikunum 11972 í Múnchen þegar hann vann i sjö gullverðlaun. Samtals hefur I hann á ferli sínum sem sundmaður unnið niu gullverðlaun, tvenn í Mexíkó 1968. Þá hefur hann unnið tvenn silfurverðlaun og ein brons- verölaun, samtals tólf verðlauna- peninga. „Ég hef upplifað allt innan íþróttanna. Eg æfði mjög stíft í fjórtán ár, synti 42 þúsund kíló- | metra á þessum árum og æföi í samtals 10 þúsund klukkustundir. Allt þetta gerði ég til þess að veröa í fremstu röð og geta synt svo hratt sem ég gat í greinum sem ekki tók nema 10 minútur að keppa í. Eg hef I sett 35 heimsmet á ferli mínum, verið í tveimur ólympíuliöum Bandaríkjanna og unnið til margra | verðlauna, ég get því verið I ánægður meö mtnn hlut,” sagði Mark Spitz, sjónvarpsmaður hjá ! ABC. -SK. Varboðiðí Playboy- klúbbinn — Eftir landslcik tslands og Sví- þjóðar i handknattleik fengu lelk- menn þjóðanna boð um að belm- sækja hinn fræga Playboy-klúbb Ihér i Los Angeles, sem er geysllega vinsæll. Landsliðsmennirnir þáðu Iboðið og sáu þelr glæsilega sýningu isem fór þar fram á föstudags- Ikvöldið. -PJ/-SOS Strong var ekki sterk í viðbragði — og bandarísk stúlka ólympíumeistari í 100 m grindahlaupi Urslit í hlaupinu urðu þessi. 1. Benita Fitzgerald-Brown, USA, 12,84 2. Shirley Strong, Bretl. 12,88 3. Kim Turner, USA, 13,06 3. Michele Chardonnet, Frakkl., 13,06 5. Glynis Nunn, Ástraliu, 13,20 6. Marie Savigny, Frakkl., 13,28 7. Ulrika Denk, V-Þýsk„ 13,32 8. Pamela Page, USA, 13,40 -hsím. I 999 Breska stúlkan Shiriey Strong, sem staðið hafði sig svo vel í riðlakeppninni í 100 m grindahlaupi kvenna, missti af gullverðlaununum þegar hún fékk slæmt viðbragð í úrslitahlaupinu. Bandaríska stúlkan, Benita Fitz- gerald-Brown, varð ólympíumeistari en Utlu munaði. Var 4/100 úr sekúndu á undan Shirley. Þessar tvær stúlkur voru langbestar í úrslitahlaupinu. „Ég vildi að faðir minn væri á lífi” sagði Nawal el Moutawakel frá Marokkó eftir að hún vann gullið Í400 m grindahlaupi Ebi óvæntustu úrslitin á ólympíu- leikunum voru þegar hinn 22 ára Nawal el Moutawakel frá Marokkó vann gullverðlaunin í 400 m grindar- hlaupi kvenna. Aðeins sex ár eru frá því hún hóf að æfa frjálsar en engu að síður setti hún glæsilegt ólympíumet í 400 m grindarhlaupinu þegar hún hljóp á 54,62 sek í úrslitunum. „Ég einbeitti mér fyrst og fremst að því fyrir ólympíuleikana að komast í úrslitahlaupið. En ég veit að allir heima í Marokkó óskuðu þess að ég ynni,” sagöi Moutawakel eftir hlaupið. Hún er mjög smávaxin, 1,60 á hæð og aðeins 48 kíló. Þegar hún var spurð hvemig hún færi að því að hlaupa svona kröftuglega þetta smávaxin, sagði hún: „Ég veit það ekki. Þetta er bara svona. Faðir minn hjálpaði mér | mikiö. Hann vildi fyrst að ég yrði sú • Moutawakel — sést hér í 400 m grindahlaupinu. Símamynd: NPS besta í mínu félagi, því næst að ég yrði sú besta í Marokkó og það var einnig ósk hans að ég yrði sú besta í Afríku. Hann dó í febrúar en ég vildi óska þess að hann væri lifandi núna. Ég er viss um að við hefðum orðiö mjög hamingjusöm með þennsrn árangur,” sagði Nawal el Moutawakel. Hún komst fyrst í kynni við frjálsar íþróttir áriö 1978 en þá hljóp hún víða- vangshlaup. Hún hætti því fljótlega og sneri sér að spretthlaupunum. Arið 1980 brá hún sér í 400 metrana og hljóp mjög fljótlega undir 56 sekúndum. Hún flutti síöan til Bandaríkjanna árið 1983 og þá hljóp hún fyrst 400 m grindar- hlaup. Og núna, 1984, stendur hún uppi sem ólympíumethafi í greininni og sigurvegari á ólympíuleikunum. Hreint ótrúlegur árangur á svo stuttumtíma. -SK. Los Angeles 999 Los Angeles 999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.