Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1984, Blaðsíða 1
nv MÁNTTDAGUR13. ÁGtJST 1984. Alltaf nýjustu fréttir frá Los Angeles Fjórða gullið Carl Lewis sést hér fagna sín- um fjórðu gullverðlaunum. Það eru félagar hans í 4 x 100 m boðhlaupsveitinni, sem setti heimsmet, sem bera hann á gullstól. DV-símamynd: Anacleto Rapping. Næsta takmark er nýtt heimsmet í langstökki — sagði Carl Lewis eftir að hafa unnið fjórðu gullverðlaun sín og leikið sama bragð og Jesse Owens „Jesse Owens er enn sami maður fyrir mér. Hann er helgisaga, ég er bara persóna sem lék eftir eitt mesta afrek í frjálsum íþróttum. Það er mér mikill heiður,” sagði Carl Lewis eftir að hann hafði unnið sin f jórðu gullverð- laun á ólympíuleikunum í Los Angeles, leikið eftir bragð Jesse Owens frá leik- unum í Berlín 1936. Báðir sigurvegarar í 100 og 200 m, langstökki og 4X100 m boðhlaupi. Sagan mun lengi geyma nöfn þeirra. ,AUir sögöu að ekki væri hægt að leika þetta eftir, meira að segja sagði ég fyrir ári að ég byggist ekki við að geta leikiö þetta eftir Owens. En það tókst og mér h'ður ákaflega vel vegna þess að ég lagði hart að mér til að ná þessum árangri,” sagði Lewis. Sigurður fjórði marka- hæsti á OL Frá Páli Júlíussyni, fréttamanni DV í Los Angeles: Sigurður Gunnarsson varð fjórði markahæsti leikmaður handknatt- leikskeppninnar á OL þegar upp var staðið. Tíu markahæstu leikmennimir voru: Björn Jilsen, Svíþj. 50/20 Vasile Stinga, Rúmeníu 47/16 Mile Isakowic, Júgósl. 39/15 Sigurður Gunnarsson 34/8 Jae-WongKang,S-Kóreu 33/10 Tea-Koo Kang, S-Kóreu 32/9 M. Demitrev, Rúmeníu 30/0 Veselin Vujovic, Júgósl. 29/9 Cesilio Alonso, Spáni 27/3 Peter Waller Lash, USA 26/10 Aðrir Islendingar, sem skoruðu, voru: 21. Atli (20 mörk), 22. Kristján (20/9), 51. Alfreð (12/1), 62. Guðmundur (10) og Þorgils Ottar (10), 68. Jakob (9), 82. Þorbjörn (7), 106. Bjarni (3) og 127. Þorbergur (1). Steinar og Sigurður Sveinsson skoruðu ekki mark.-PJ/-SOS Gylfi og Magnús eru báðir hættir drógu sig báðir út úr landsliðinu í golfi í gærkvöldi vegna óánægju með val kylfinga á World Cup „Það er auðvitað ekkert gaman- mál að þurfa að draga sig út úr landsliði en svona gengur þetta ekki lengur. Við i Golfklúbbl Suðurnesja erum einfaldlega búnir að fá nóg,” sagði Gylfi Krlstinsson, kylfingur úr GS, en hann ákvað í gærkvöldi, ásamt Magnúsi Jónssyni, GS, að gefa ekki kost á sér i landsliðið i golfi sem tekur þátt í Norðurlandamótinu um aðra helgi. Að sögn Gylfa hefur það verið föst venja að velja tvo efstu menn á ls- landsmótinu til aö leika fyrir lslands hönd á World Cup golfmótinu í Ir- landi ár hvert en út af venjunni var brugöið að þessu sinni. „Ég átti von á því að verða valinn til að taka þátt í þessu móti og ég er ekki einn um að hafa orðið hissa þegar ég frétti að Ragnar Olafsson, GR, heföi verið valinn. Það er mikill óþefur af þessu vali. Magnús Jóns- _ son hefur komið einna sterkastur út | úr fjölmörgum mótum í sumar og ■ varð fjórði stigahæstur í sumar. I Engu að síður rétt skreið hann inn i ■ landsliðið nú sem níundi maður. Það ■ er greinilegt að það er ekki sama | hvort maður er f GR eða GS. Við ■ erum orðnir þreyttir á þessum I vinnubrögðum og mælirinn fylltist I alveg í gær,” sagði Gylfi Kristinsson. j Hann hefur einstæða hæfileika sem íþróttamaöur, náttúrubam í þess orðs fyllstu merkinu og hefur sameinaö það góöum gáfum og þjálf un. „Þetta er svo sérstakt og ég hef svo mörgum að þakka árangur minn. Þeir eru of margir til aö hægt sé að nefna þá með nöfnum. Það eru gerðar miklar kröfur til mín — allir Uta upp til mín — og ég mun reyna af fremsta megni að standa undir því. Eg held áfram í íþróttunum af fullum krafti en mun nú leggja langmesta áherslu á langstökk- ið. Næsta takmark er að slá heimsmet Bob Beamon í langstökkinu, 8,90 metra. Það á að takast,” sagði hinn geðþekki bandariski blökkumaður. sem hefur unnið hug og hjarta millj- arðaumaiianheim. hsim. • Gísli Halldórsson. „Einn af stærstu dög- um lífs míns” — sagðií Gísli Halldórsson, forseti OL-nefndar íslands, sem varð 70 ára í gær Frá Þóri Guðmundssyni, fréttamanni DVíLos Angeles: Gísli Halldórsson, forseti Ólympíu- nefndar tslands, hélt upp á 70 ára afmælið sitt hér í Los Angeles í gær þegar lokahátíðln fór fram. — Þetta er einn af stærstu dögum í lífi mínu og stór sigurhátíð, sagði Gísli í stuttu spjalli við DV. — Þetta hefur verið hreint stórkost- legt. Ég er mjög ánægður með árangur handknattleiks- og júdómanna okkar. Þeir hafa staðiö sig vel. Nú vona ég að þjóðin styðji við bakið á íslenskum íþróttamönnum. Við höfum rækilega afsannað að lslendingar eigi ekki erindi á OL. Það er mín besta afmælis- gjöf, sagðiGísii. Gísli sagði að skipulag OL hefði ver- iö mjög gott og okkur hefði tekist að fylgjast mjög vel með öllum íslensku keppendunum þótt hópurinn nú væri sá stærsti sem ísland hefði sent á OL. — Ég spái siglingamönnum okkar mikilli og góðri framtíð. Okkur dreymdi um að Island næði sjötta sæti hér en þorðum ekki aö gera mikiö úr því áður en haldið var til Los Angeles. Þrátt fyrir að A-Evrópuþjóðirnar hafi ekki verið með hér þá erum við án efa með eitt af 6—10 bestu handknattleiks- landsliöum heims, sagði Gísli. Gísli sagði að að sjálfsögðu hefði frammistaða Bjarna Ág. Friðriks- sonar veriö toppurinn hjá Islandi á OL. Hann vann þar frækilegt afrek í erfiðri keppni. Þá var það einnig ánægjulegt að Einar Vilhjálmsson skyldi ná sjötta sæti i spjótkastinu. — Það er nú ljóst að við verðum að styðja afreksmenn okkar og aðra íþróttamenn vel í framtíðinni, sagði Gísli sem sagði að sér hefði fundist mjög ánægjulegt að hafa fengið tæki- færi til að vera með eins góðum og samstilltum hópi frá Islandi og keppti fyrir hönd þjóöarinnar á OL. DV vill nota tækifærið hér og óska Gísla Halldórssyni til hamingju með afmælið. -ÞÓ.G/-SOS Sigurður og Ragnar keppa á World Cup islandsmeistarinn í golfi, Sigurður Pétursson, GR, og Ragnar Ölafsson, GR, hafa verið valdir til að keppa fyrir ís- lands hönd á World Cup golfmótinu sem fram fer í Suður-irlandi, á Watervill leik- vanginum, í septcmber. Þetta er mikið mót og verður fróðlegt að fylgjast með árangri þeirra Sigurðar og Ragnars. Ekki eru menn á eitt sáttir um val þeirra félaga eins og fram kemur annars staðar ásíðunni. -SK- V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.