Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Page 7
DV. FÖSTUDAGUR17. ÁGÚST1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Glemp kardínáli, erkibiskup Póllands, skorar á ungt iólk ai þýsku bergi brotið (i Póllandi) að láta ekki lokkast til brottílutnings úr landi. Dæmdir til dauða fyrir f lugránið Fjórir ungir Georgíumenn, sem í nóvember á síðasta ári reyndu að ræna sovéskri farþegavél og fljúga til Tyrk- lands, hafa verið dæmdir til dauða, samkvæmt frásögn Tass-frétta- stofunnar. Einn mannanna var prestur, en tveir bræður hans voru læknar. Fjórði maöurinn var kvikmyndageröar- maður. Mái þeirra var dæmt af rétti í Tbilisi í Georgíu. Kvenstúdent var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir hennar hlut í flugráninu sem lauk með því að s jö manns létu líf- ið í skotbardaganum áður en flugræn- ingjamir voru yfirbugaðir. — Starfs- stúlka á flugvellinum, sem sögð var hafa aðstoðað flugræningjana við að smygla vopnum þeirra um borð í far- þegaflugvélina, var dæmd í þriggja ára fengelsi. Þrír úr áhöfninni voru drepnir ásamt einum farþega og þrem flug- ræningjanna í bardaganum sem hófst þegar ræningjarnir glöggvuðu sig á því að flugstjórinn haföi leikið á þá. Hann þóttist verða við kröfum þeirra um að fljúga til Tyrklands en flaug í staðinn hring aftur til Tbilisi. Þegar flugvélin var á leið til lendingar þekktu ræningjamir aftur flugvöllinn. Tóku þeir fyrir gísl barn eitt og móður þess og kröfðust þess að eldsneytisgeymar yrðu fylltir að nýju og vélinni heimilaö flugtak. Einn far- þeganna réöst á þá og bardaginn hófst. Honum lauk nokkrum kiukku- stundum síðar þegar sérþjálfuð sveit hermanna var send frá Moskvu og yfirbugaði hún flugræningjana. Þetta er f jórtánda flugránstilraunin í Sovétríkjunum síðan 1970. I nóvem- ber 1982 tókst þrem mönnum að ræna sovéskri flugvél í innanlandsflugi og neyða flugstjórann til þess að fljúga með þá til Tyrklands. En þar voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi. Leitin hafin að tundur- duflunum Þrjár bandarískar þyrlur eru byrj- aðar leit að tundurduflum í landhelgi Saudi Arabíu en það er fyrsti áfanginn í tilraun fleiri þjóða til þess að hreinsa Rauðahafið og Súezflóa af tundurdufl- um. Siöasta mánuðinn hafa að minnsta kosti 17 skip orðið fyrir barðinu á þeim. Engin tundurdufl hafa fundist enn- þá í þessari nýjustu leitarlotu þyrln- anna en fleiri þyrlur eru á leiðinni á þessarslóöir. Fjórir breskir tundurduflaslæðarar hófu leit í norðurhluta Súezflóa tU aðstoðar við egypska flotann. Tveir franskir tundurdufiaslæðarar fóru í gegnum Súezskurð til Saudi Arabíu núna í vikunni og aðrir tveir eru á leið Egyptum til aðstoðar. Bandarísku þyrlumar eru látnar leita á siglingaleið pUagrima til Saudi Arabíu(til Mekka). Egyptar eru einnig byrjaöir að leita að sprengjum í Nasser-vatni sem er uppistöðuvatn Aswan-stíflunnar. Umsjón: Guðmundur Pétursson r og Olafur B. Guðnason Lanédifur a'la Persillade Fyrir einn Matreiöslumaður Francois Fons, Grillið Hótel Saga Skáskerið tvaer til þrjár þunnar sneiðar af lambalifur og veltið uppúr hveiti. Bræðið smjör á vel heitri pönnu, kryddið lifrina á báðum hliðum með salti og pipar og steikiö létt beggja vegna. Færið síðan lifrina á fat. Bætið smjöri á pönnuna ásamt steinselju og hvítlauk. Hellið síðan ediki á pönnuna og heyrist þá yndislegur söngur. Eftir því sem hann er fegurri hefur betur tekist til með réttinn. Bragðbætið sósuna eftir smekk með salti og pipar og hellið henni siðan yfir lifrina á diskinum. Berið fram með soðnum kartöflum og e.t.v. öðru grænmeti. Þennan óvenjulega og Ijúffénga rétt tekur aðeins nokkrar minútur aö laga. Hversvegm lifur? Dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent Lifur er ein þessara afurða úr lífríkinu sem næringarfræðingar telja svo holla að hún er oft - ásamt nokkrum öðrum - sett í sérstakan flokk sem kallast hollustuvörur eða bætiefnagjafar. En hvers vegna er lifur holl? Vegna þess að hún er að jafnaði bætiefnaríkari en flestar ef ekki allar aðrar algengar matvörur sem á boðstólum eru. Lifur er t.d. frábær uppspretta járns og kopars, fólasins og B12, A, og D-vítamíns. Hún er einnig fremur fitusnauð og því mikið notuð í megrunarfæði. Fáðu uppskriftabækling í næstu verslun Framleiðendur Stórkostleg verðlækkun á lambalifur! Eftir hina stórkostlegu 35% verðlækkun á lambalifur er vart hægt að gera betri matarkaup á íslandi. Til dæmis kostar allt hráefni í þennan Ijúffenga franska rétt aðeins um 33 krónur. (200 g lifur á um 18 kr. og allt meðlæti á um 15 kr.) Glemp kardínáli beisk- yrtur við Þjóðverja Erkibiskup Póllands, Jozef Glemp kardínáli, sakar félagasamtök í Vestur-Þýskalandi um aö spilla sam- búð ríkjanna með stuðningi við þýska minnihlutahópa í Póllandi. Hvatti hann unga Pólverja, sem er'u af þýsku bergi brotnir, til þess að vera um kyrrt í heimalandi sínu og láta ekki „lokkast af þægindum og munaði” í Vestur-Evrópu á krepputímum í Pól- landi. Þetta sagði kardínálinn við útiguðs- þjónustu hjá Jasna Gora-klaustrinu sem er helgidómur „svörtu madonn- unnar”, þjóðardýrlings Pólverja. Messan er haldin árlega til að minnast upprisu Maríu meyjar til himna og er helgasta hátiðin á kirkjualmanaki Pól- lands. Um 200 þúsund manns hlýddu á messukardínálans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.