Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Side 32
FRETTASKOTIÐ 68-78-38 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984. Davið Gunnarsson. Nýr aðstoðarráðherra: Davíð aðstoð- — ar Matthías DavíöGunnarsson, forstjóri Ríkis- spítalanna, veröur væntanlega ráö- inn aðstoöarráöherra Matthíasar Bjamasonar heilbrigöisráöherra í næstu viku. Á siöasta stjórnarfundi Rikisspítalanna sótti Davíð um leyfi frá störfum forstjóra umtíma. Samkvæmt upplýsingum DV munu þeir Davíð og Matthías eiga með sér fund á mánudag þar sem ráðningin verður endanlega ákveðin. EA Jeppi valt Bílveita varð á mótum Grensás- vegar og Skeifunnar í gærmorgun er ökumaöur Broncojeppans sveigöi í veg fyrir pallbíl meö þeim afleiöing- um aö bílamir skullu saman og Broncojeppinn valt. Miklar skemmd- ir uröu á báöum bílunum og var ann- ar ökumaöurinn fluttur á slysadeild. ÞJH Flokksformenn funda: Hittustfvisvar Formenn stjómarflokkana beggja hittust tvisvar í gær til að ræða um '*"**'”’ nýjan verkefnalista ríkisstjóm- arinnar. Enn hefur ekkert frést um gang þessara viöræöna, en sam- kvæmt upplýsingum DV vom flokks- formennirnir einir á fundunum í gær. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki í lok næstuviku. EA LOKI Reykja þeir ekki bara neftóbak í Hnfnarfirði? Róstur í Sjólastöðinni vegna reykinga á salerni: Uppi varö fótur og fit í Sjólastöðinni í Hafnarfiröi í gær þegar verkstjórar stöðvarinnar uröu varir við brunagat á gólfdúki á salemi. Brugðu þeir skjótt viö og eftir ábendingar var tveim stúlkum vikiö frá störfum umsvifa- laust. Skipti þá engu aö leyfilegt er að reykja á salemi Sjólastöövarinnar en aftur á móti eru engir öskubakkar. Samstarfsfólk stúlknanna brást ókvæða við og er talið aö um 15 manns hafi sagt upp störfum í mótmælaskyni. Er leið á daginn varð verkstjórunum þó ljóst aö vart yrði þeim stætt á þessari fljótfærni og buðu stúlkunum starf á ný. Er líklegt talið aö þar hafi skipt mestu að meintur brunagats- valdur, sígaretta af Royal-gerð, kom ekki heim og saman viö þá sígarettu- gerö, Marlboro, sem önnur stúlkan reykir. Hin reykir alls ekki. Tveimur drengjum, sem höfðu sig mjög í frammi þegar ljóst var aö reka átti stúlkurnar, var aftur á móti vikið frá störfum án vonar um endurráðn- ingu. Er þeir reyndu aö fá skýringu var þeim einfaldlega sagt aö fara inn í frystigeymslu aö kæla sig. Þar er 30 stiga frost. ,,Mál strákanna er óskylt þessu brunagatsmáli,” sögðu verkstjórarnir í samtali við DV. „Þeir voru erfiöir í umgengni.” -Eir Var það Royal eða Mariboro? Omar, Heigi, Karen og Linda sem rekin voru vegna bruna- gatsins á salerni Sjólastöðvarinnar. Með þeim eru Kristín og Ólöfen þærsluppu. DV-mynd K.A. Eyvindarstaðaheiði: Hrossin til byggða í dag Hrossin frægu á Eyvindarstaðaheiði, um 150 talsins, voru væntanleg í Mæli- fellsrétt um hádegisbiliö í dag, sam- kvæmt upplýsingum Soffíu Guðmunds- dóttur, húsfreyju á bænumi Ytra-Vall- holti,ímorgun. „Þétta hefur gengið mjög vel. Þeir gistu í Bugöum á Eyvindarstaöaheiði í nótt og það amar ekkert aö.” — Hvernig gekk að reka yfir Ströngukvísl í gær? „Mjög vel, hef ég heyrt. Þaö er víst lítiðíánni.” Alls eru 7 menn frá 4 bæjum í Skaga- firöi, sem taka þátt í þessari frægu hrossasmölun. -JGH Hagkvæmt fyrir leigjendur að skipta við Raf magnsveituna: Góöar íbúöir fyrir þrjú þúsund krónur Vilji menn leigja ódýra en stóra íbúð í tvíbýlishúsi á einum fegursta og gróöursælasta stað höfuðborgar- svæðisins er trúlega best aö skipta viö Rafmagnsveitu Reykja víkur. I Elliðaárdal, í skógi vaxinni hlíð skammt frá rafstööinni, eru þrjú hús meö alls sex íbúöum í eigu Raf- magnsveitunnar. Fyrir aö búa á þessum draumareit greiöa leigjend- ur frá 1.880 krónum á mánuöi og upp í 3.770 krónur, eftir stærð íbúöar. Þriöji verðflokkurinn er 2.825 krónur. Lægsta leigan er fyrir íbúö í kjall- ara. Hæsta leigan er fyrir stóra íbúöí tvíbýlishúsi meö kjallara undir og risi aö ofan. Grunnflötur er 60 til 70 fermetrar en heildargólfflötur á hæðunum þremur nálgast líklega 200 fermetra. Húsin voru reist á árunum 1930 til 1950, þegar Elliöaárstööin taldist vera langt úti í sveit. Ibúöirnar voru ætlaðar starfsmönnum stöövarinn- ar. En Reykjavík er fyrir löngu vax- in út fyrir Elliöaámar og því ekki lengur þörf á sérstökum starfs- mannabústööum viö virkjunina. Ibúðimar hafa því verið leigðar al- menningi. Frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur fékk DV þær upplýsingar að leigu- veröiö væri miðaö viö útleigu Reykjavíkurborgar á sínum íbúðum. Rafmagnsveitan leggur töluverða fjármuni til viðhalds húsanna á hverju ári. I áætlun fyrir þetta ár er gert ráö fyrir 85 þúsund krónum til þess verkefnis. Núverandi leigjendur hafa búiö í húsunum í mörg ár. Þeir viröast kunna vel viö staöinn og vera sáttir viðleigukjörin. -KMU. Minkar að villast í miðri Reykjavík — um 50 minkar drepnir í borgarlandinu í sumar „Hvaö er maðurinn að gera?” spuröu vegfarendur um Elliöaár- brúna neöst yfir ána. Þama stóð laxveiðimaður uppi á grjóthrúgu í stellingum frelsisstyttunnar en hélt á grjóthnullungi í uppréttri hendinni í staðinn fyrir kyndil. Svariö: Hann átti von á mink undan stórum steini. Minkar eru talsverö plága viö árnar og vötnin í borgarlandinu og ekki síst í varplöndum víöa í ná- grenninu. Um 50 minkar hafa veriö drepnir í landi höfuðborgarinnar í sumar, flestir við EUiðavatn. Þórarinn Bjömsson veiöistjóri segír aö hann hafi komið aö mink á ólíklegustu stöðum í borginni og næsta nágrenni. Og hann nefndi fjölda sjaldgæfra fugla sem minkurinn hefur drepið eins og flór- goða og straumandarsteggi til dæmis. Minkurinn gerir oft mikinn usla í varplöndum og hefur hrakið fugla af heilu svæðunum. Þá er minkurinn í fiski og þekkt er aö þar sem minkur heldur sig viö hylji er lax sérstaklega var um sig. Þórarinn sagði að í vor hefðu tvö karldýr og eitt kvendýr veriö drepin viðLaxalón þarsemstundaöerfisk- eldi. Þá var minkurinn kominn í seiðin, sem fundust í hrúgum, auk þess sem sá á lif andi seiðum. Minkaveiðar eru aö hluta til launaðar, en verðlaun fyrir unninn mink eru nú 265 krónur. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.