Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Blaðsíða 28
36 wm Sanyo er með á nótunum. Snjáðar buxur og slitnir skór BREflK MflCHINE-BREAK DflWCE PflRTY: | Skrykkveisla Þaö er eiginlega ekki hægt að tala um neina tónlist sem heitir skrykkur (breik). Skrykkurinn, sem þróaður var í New York, var dansaður undir diskó- tónlist til að byrja með, þar sem hið síöur en svo aölaöandi klór lék stórt hlutverk. Það sero nú kallast breikdanstónlist er því ekki annað en angi út frá diskó- inu, og diskómaöur hef ég aldrei verið nema síður sé. Því finnst mér þessi plata hin leiðinlegasta. og nýt hennar alls ekki og hún mun í framtíöinni fá aö rykfalla innan um plötur frá árunum 1977—81 sem eru að mínum dómi verstu ár almúgatónlistar. Lagiö Street Dance er þó engan veg- in ómerkileg smíð, fyrir lag af sinni tegund að vera, en ekki myndi það bjarga heilli plötu. En þessi plata er sjálfsagt yfir meðallagi miöað við það semgeristíþessaritónlist. SigA. BRÆÐURNIR SEX Ómótstæðileg Eg man ekki eftir þvi aö hafa nokkru sinni heyrt fyrstu plötu HLH-flokksins sem ég held að hafi borið og beri nafnið 1 góöu lagi. Eitthvað heyrði maöur nú af henni í útvarpinu og Riddari götunn- ar heyrðist svo mikið aö maöur hefur ekki enn gleymt þvi lagi. Gaman var h'kaaðheyraþaðá útlensku. Það eru 15 lög á þessari nýju plötu HLH-flokksins, frá 55 sekúndum og upp í 3,58 í spilatíma. Þegar maður tekur nærhaldið úr umslaginu blasir við auglýsing frá ávaxtasafafyrirtæki. Ekki byrjar það vel, skítugar nærbux- ur. Svo fer platan á fóninn. Það fyrsta sem heyrist er ódýr eftirlíking af Wolf- man Jack sem þama heitir Minkurinn. Ekki batnar það. Þaö er kannski til of mikil ætlast af þessum mönnum að halda að eitthvað frumlegt sé á þessari plötu, en fyrr má nú aldeilis (fyrr) vera. Svo rúlla lögin eitt af öðru, ýmist erlend, ókunn eða eftir B. Halldórsson eða Þ. Sigurðsson. Textar eftir HLH. I laginu Einmana kemur eftirfarandi fram í texta: „Máttvana, án þín er ég máttvana”. Orðið er máttvana, án hvers skal ekki sagt því HLH eru bakk- ! aðir upp af úrvalsliði. M.a. eru Ásgeir (Oskars, Tómas Tómasson, Hjörtur Howser og fleiri góðir hljóöfæraleikar- ar þama. Á bak við upptökuboröið eru Gunnar Smári, Hjörtur, Sigurður Bjóla, Pétur Hjaltested og Baldur Már Amgrímsson. En samt er orðið mátt- vana. Textar eru flestir í anda rokks- ins, um ást á sextán ára stúlkum. „Mér er sama þótt möskvastæröin sé fullsmá”. SigA 1 HLH-FLOKKURINN Leyfist mér að taka undir orð gagnrýnanda frá Bretlandi sem skrifaði eitthvað á þessa leið: Þaö fálæti sem almenningur sýnir Elvis Costello ber vott um ákveðna tegund heyrnarleysis í óeiginlegri merkingu. Þetta eru orð að sönnu. Um árabil hefur þorri rokkunnenda daufheyrst við tónlist hans, skellt skolleyrum viö nánast hverju því sem hann hefur boðiö upp á og ég ætla mér ekki þá dul aö snupra fólk fyrir þetta óskiljanlega fálæti. En ég segi: Þið hafiö farið mikilsámis! Þaö er vont aö skrifa um uppáhaldiö sitt en í tónlfst Costellos finn ég allt sem ég leita að í rokktónlist: liprar laglínur, greindarlega texta, útsetn- ingar við hæfi, góðan hljóðfæraleik og það sem kannski er mest um vert: augnablik þar sem þetta allt mætist í einum punkti og hlustandinn veröur al- tekinn hrifningu. Eg viðurkenni aö tón- list Costello er ekkert fljóttekin, sjálfur var ég í þann veginn aö kasta þessari nýju plötu frá mér eftir að hafa hlustað á hana í tvígang; nú er honum aö förl- ast! — en svo er eins og skýjaþykknið sópist burt og sólin hellist yfir mann. Má vera að sumum þyki Costello helst til svartsýnn og víst er að lögin hans eru ekkert til þess að raula með í sam- kvæmum, en rokkið á líka sína metn- aðarfullu listamenn sem láta slíkt hjóm sem vind um eyru þjóta. Elvis Costello er einn þeirra. Costello hefur veriö afkastamikill á síðustu árum, gefiö út plötu á hverju ári og fékk dálítinn smell í fyrra með laginu Everyday I Write The Book af plötunni Punch The Clock. Hún þykir aðgengilegust af síðari tíma plötum Elvis og sannast sagna lakasta platan frá hans hendi um langt skeiö. Enn er platan frá 1982 í heiðurssæti í mínu plötusafni: Imperial Bedroom og nýja platan, Goodbye Cruel World, kemur henni næst. Besta lagið á nýju plötunni er að mínum dómi: Peace In our Time, yndislega einfalt og áhrifaríkt og til- vitnun í ein mestu öfugmæli sögunnar þegar Chamberlain forsætisráðherra Breta sagöi eftir fundinn við Hitler aö friöur væri tryggður í Evrópu. Upp- hafslagið, The Only Flame In Town, þar sem Daryl Hall syngur dúett meö Elvis er líka forkunnargott, svo og Worthless Thing og eina aðfengna lagiö: I Wanna Be Loved. Annars er fyrri hliðin á þessari plötu ósvikið stór- virki og hvergi snöggan blett að finna. Síöari hliðin er misjafnari en dettur þó aldrei oní þá lágkúru sem við þekkjum svo vel af flestum breiðskífum. Og niðurstaðan: ómótstæðileg plata. -Gsal HLH-Í ROKKBUXUM OG STRIGASKÓM: | ELVIS COSTELLO-GOODBYE CRUEL WORLD: | GXT-200 CMrúIeg tóngæði og fallegt útlit fyrit breakara á öllum aldri. Magnari 2X10 sín. wött. Útvarp með FM sterió (ras 2) MW-LW. Plötuspilari, hálfsjálfvirkur með moving magnet, pick-up og demantsnáf. Segulband með DOLBY Nr og METAL stillingu. 50 watta hátalarar og stórglæsilegur viðar- skápur með reyklitðum glerhurðum og loki. VERÐ AÐEINS |i KR. 18.876,00 stgr. I Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Smi 9135200 Þaö hefðu víst flestir haldið, eftir hinar ótrúlegu vinsældir Thriller, að Michael Jackson myndi ekki halda áfram samstarfi við bræður sína. En svo er ekki. Þótt hann sé búinn að stinga þá af hvað vinsældir snertir, þá er hann trúr f jölskyldu sinni og hefur verið í samstarfi með bræðrum sínum í sumar. Hafa þeir verið á hljómleika- ferðalagi um Bandaríkin í sumar og hafa þessir hljómleikar verið þeir viðamestu sem sögur fara af. Til að fylgja ferðalaginu eftir sendu bræðurnir sex nýlega frá sér plötu er ber heitið Victory og inniheldur átta lög sem eru samin af þeim. Hlutur Michæls er ekki miklu stærri en ann- arra. Áð vísu ber nokkuð meira á hon- | um en öðrum. Aðallega vegna þess aö í fyrstu er maður nokkuð að hlusta eftir honum. 1 heild aftur á móti samlagast hann hinum, kannski ekki alveg eins hæfileikamiklum bræðrum sínum, í nokkuð keimlikum lögum þar sem ekk- ert skarar fram úr en eru samt ágæt skemmtun þeim sem á annað borð líkar við þá tónlist sem borin er á borð. Ef aftur á móti er miöað við Thriller Michaels, þá er Victory mun síöri. Það stafar meðal annars af því að Thriller var undir stjóm Quincy Jones. En á Victory eru það bræðumir hver í sínu lagi sem sitja við stjórnvölinn. Það er erfitt að gera upp á milli bræðranna á þessari plötu. Þeir hneigjast allir að soul-tónlist, þannig að þótt einn semji eitt lag og stjómi upptöku á því fellur það vel að lögum annarra. Það er helst að fyrsta lag plötunnar, State Of Shock, skeri sig úr, aðallega vegna þess að þar syngja þeir dúett Michael Jackson og Mick Jagger. Victory er ekki slæm plata, hún er ágæt afþreying. Lögin hefðu í heild mátt vera meira grípandi og kæmi mér þaö ekki á óvart þótt þetta væri síöasta plata þeirra bræðra saman. Þaö er ekki aðeins að Michael Jackson hafi skapað sér nafn einn sér. Einn bróöirinn, Jermaine, hefur einnig átt nokkrum vinsældum að fagna einn sér þótt þær séu ekki neitt í líkingu við vin- sældir Michaels sem hiklaust má telja meðal allra stærstu stjamanna í dægurtónlistinni í dag. HK. DV. FÖSTUDAGUR 24. ÁGUST1984. Sælnú!... Aðdáendur Frankie Goes to Hollywood munu þurfa að sýna bíölund fram í nóvember eftir fyrstu breiðskífunni: Welcome to Pleasure Zone. Á plötunni verða frumsamin lög utan eitt: Born To Run eftir Bruce smáskífu sem kemur út um svipað leyti veröur ekki á breiðskífunni. Lagið heitir: Power Of Love. Frankie hef- ur nú verið þrettán vikur árs- ins á toppi breska listans og gæti bætt um betur en breska metið á Frankie Laine og það er frá árinu 1953; hann var þá 27 vikur ársins á toppi breska listans. .. Van Morrison stendur í ströngu þessa dag- ana. Heimildarit um ferU hans er nýkomið út í Belfast, heimaborg hans, og eitthvað þykir Morrison, höf. bók- arinnar, fara frjálslega raeð. staðreyndir. „Þetta er skáld- saga” segir Morrison ösku þreifandi iUur. Irski tónlist- armaðurinn var líka í hópi þrjátíu listamanna á samn- ingi hjá Warner Bros. sem þeir spörkuðu nýlega. Bræöurnir voru að stokka upp spUin og létu marga fá reisupassann, þar á meðal Morrison, Bonnie Ratt, Arlo Guthrie, Miahael Sembello, Leo Sayer, lOcc og BeUamy Brothers. .. Látinervesturí Bandaríkjunum söngkonan Esther PhUUps; hún var hvað frægust fyrir diskóút- setningu á laginu What A Difference A Day Makes hér á norðurslóð en þótti ein besta ryþm&blús söngkona vestra á sinni tíð... Það eru líka til vinsældalistar yfir klassískar plötur. Á toppi breiðskífulistans þessa vik- una eru: Trompet Concertos eftir Haydn / Hummel / Moz- art í flutningi Marsalis Nat- ional Philharmonic Orch... Nýja smáskífan frá Bowie sem kemur i næsta mánuði heitir: Blue Jean og lagið á A-hliðinni þykir rokkaðra lag en fyrirf annst á síðustu breið- skífu... NæstaplatafráCul- ture Club mun heita: The House Is On Fire og smáskíf- an: Pass It On, Afriea. Út- gáfudagar enn á huldu... Þessa vikuna hefur Mezzo- forte verið aö troða upp á hverju kvöldi í virtasta djass- klúbbi Lundúna: Ronnie Scott... Nýja lagiö frá Everly Brothers er samið af Paul McCartney o'g heitir On the Wing Of A Nightin- gala ... Átjánda platan frá Herb Albert er komin út og heitir: Bullish ... Búið í bili Gsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.