Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Qupperneq 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGUST1984. WST UFUM WD FLOTT —þensla hér og þensla þar A þessu herrans ári blómstrar öll versiun og viöskipti, kannski meira en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir allan barlóminn. Innflutningur til landsins hefur stóraukist. Allar flugvélar til og frá landinu eru fullbókaöar. Skemmti- og veitingastaðirnir eru sneisafullir, sumir hverjir dag eftir dag. I tískuverslununum er nóg aö gera. Viö höfum slegiö met í innflutn- ingi á myndböndum. Aukning hefur oröið í byggingu íbúðarhúsnæðis, sömuleiðis hefur aukist meöalstærð íbúða. Og svona mætti lengi telja. Samt eru allir aö kvarta. DV talaöi við ýmsa menn úr atvinnulífinu. Þau viðtöl eiga ekkert skylt viö blankheit. -KÞ Tekjur ríkisins af innflutningi hafa aukist um50% „Innflutningur til landsins hefur aukist á þessu ári,” sagöi Siguröur Þóröarson, deildarstjóri í fjármála- ráðuneytinu, í samtali viö DV. „Þaö fer ekki á milli mála. ” Tekjur ríkissjóðs af innflutnings- gjöldum jukust um 50% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miöaö viö sama tíma í fyrra eða úr 1,3 milljörðum króna í 1,9 milljarða. Innflutningsgjöld nema um 17% af heildartekjum ríkis- sjóös. Þá hafa tekjur af söluskatti og orku- jöfnunargjaldi einnig hækkaö um 50% en þær nema um 38% af heildartekjum ríkissjóðs og gefa ágæta mynd af pen- ingaveltu í þjóðfélaginu. Tekjur þessar námu um 4,3 milljöröum króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en 2,9 milljöröum króna á sama tíma í fyrra. Alls hafa tekjur ríkissjóös aukist um 47,6% á fyrstu sjö mánuðum ársins í ár en gjöld um 32,5%. Framfærsluvísitala hefur hins vegar hækkaö um 43,35% á samatíma. Þetta hefur m.a. leitt til þess aö rík- issjóður er kominn meö greiösluaf- gang upp á 900 milljónir króna eins og greint var frá í DV um helgina. Um 350 milljónir koma til vegna þess aö tekjur hafa hækkað meira en verölagsbreyt- ingar en um 550 inilljónir vegna þess aö gjöldin hafa hækkað minna. EA Mikil gróska í myndböndum Innflutningur á mynd- og segul- bandstækjum til landsins var nánast jafnmikill á fyrstu sex mánuðum þessa árs og á öllu árinu í fyrra. A fyrri hluta þessa árs voru flutt inn 35,4 tonn af mynd- og segulbandstækjum aö verð- mæti 29,9 milljónir króna. A öllu árinu í fyrra voru flutt inn 38 tonn af þessum tækjum fyrir um 30,3 milljónir króna. I fyrra voru flutt inn 19,4 tonn af óuppteknum mynd- og segulbandsspól- um aö verömæti 8,9 milljónir króna og 32,4 tonn af áteknum spólum fyrir tæp- arl5milljónir. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam innflutningur á óuppteknum spól- um 27,4 tonnum og var innkaupsverö þeirra um 13,1 milljón króna. Á sama tíma voru flutt inn um 18 tonn af átekn- um mynd- og segulbandsspólum fyrir 10,5milljónirkróna. EA ^ ' ' %fk ■ - /r „HRIKALEG ASOKN” — segja f erðaskrif stof umenn „Þaö eru allar flugvélar út úr land- inu fullar,” sagöi feröaskrifstofumaö- ur í samtali viö DV. „Þaö er allt fullt. Eftirspurn eftir ferðum er mun meiri en í fyrra. Á móti kemur aö framboö af skipulögöum feröum til útlanda er heldur minna en í fyrra. Þess í staö pantar fólk mun meira ferðir meö áætlunarflugi.” Aðrir þeir sem starfa á ferðaskrif- stofunum, og blaöið ræddi viö, tóku í sama streng. „Viö urðum aö setja inn aukaferðir til sólarlanda,” sagði einn. „Ásóknin í ferðir til útlanda er hrikalega mikil,” sagði annar. Að sögn feröaskrifstofumanna er ekkert lát á vinsældum sólarlandaferö- anna. Þá hefur fólk notað sér mikiö sumarbústaði sem boðið er upp á til dæmis í Danmörku, Hollandi og Þýska- landi. Einnig er mjög vinsælt aö kaupa sér svokallað „flug og bíl” en þá hefur fólk frjáls afnot af bílaleigubíl á meöan þaö dvelur erlendis. Nokkrar feröa- skrifstofur bjóöa og upp á ýmiss konar ævintýraferöir til fjarlægra landa, eins konar heimsreisur. Einnig þær ferðir eruyfirfullar. En hvernig hefur fólk ráö á þessu ef trúa skal öllum barlóminum? Einn feröaskrifstofumanna benti á aö hlut- fallslega væru feröir til útlanda ódýr- ari en í fyrra. Þar mætti finna hluta af skýringunni. Hann sagöi aö rúmlega helmingur viöskiptavinanna kysi ým- iss konar greiöslukjör, helminginn út og afganginn til einhverra mánaöa. Flestar feröaskrifstofanna bjóöa slík kjör. „Lánshlutfalliö er þó ekki hærra en í fyrra,” sagöi hann. ,,0g þeir eru marg- ir sem fremur kjósa aö borga út í hönd.” -KÞ INNFLUTNINGUR Á BÍLUNIEYKST Bifreiöainnflutningur landsmanna var mun meiri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra en svipaöur og á næstu þremur árum þar á undan. Á fyrri hluta þessa árs voru 4.622 bif- reiöar fluttar inn til landsins, þar af 4.177 fólksbílar og er þaö álíka fjöldi og fluttur var inn á fyrstu sex mánuðum áranna 1980 til 1982. Áriö 1983 sker sig hins vegar úr hvað bifreiöainnflutning varðar en á fyrri hluta þess árs voru rúmlega þrjú þúsund bifreiðar keyptar hingaö til lands. Aö sögn Jónasar Steinarssonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasam- bandsins, ber meira á innflutningi ódýrra bifreiöa í ár en oft áöur. EA Nóg að gera í tískuverslunum „Fólk er alltaf að væla um peninga- leysi en samt viröist þaö hafa rúm fjár- ráð. Aö minnsta kosti hefur söluaukn- ingin oröiö talsverö í ár miðað viö í fyrra,” sagöi starfsmaður í tískuversl- unísamtali viðDV. Blaðiö ræddi við nokkra sem starfa við tískuverslanir hér í borg. Flestir þeirra voru sammála um það aö kaup- geta fólks nú og í fyrra væri ósköp svip- uö þrátt fyrir orö viömælandans hér aö framan. „Þó merkjum viö þaö aö fólk hugsar meira um þaö sem það 'er að kaupa. Þaö velur sér fatnaö sem þaö getur notaö meira og lengur en þaö geröi áður,” sagöi einn viömælanda blaðs- ins. „Hér er mikið að gera um hver mán- aðamót en svo dettur salan niöur á milli,”sagðiannar. „Þótt maður finni aö sumir velti fyrir sér hverri krónu er þaö stór hópur fólks sem virðist eiga sand af pening- um,”sagöi enn einn. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.