Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Síða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGUST1984. HROLLVEKJANDISPA UM GRÓÐUR ÍSLANDS Skiptar skoöanir eru meðal manna um þátt sauðkindarmnar 1 groðureyðingu landsms. DV-mynd BH. Dæmigert fyrir suma skógræktarmenn — segir Ólaf ur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur „Þetta eru mjög alvarlegar staö- hæfingar sem þama koma fram. En ég held aö þetta sé ákaflega mikil einföldun á staöreyndum,” sagöi Olafur Dýrmundsson landnýtingar- ráöunautur er DV bar undir hann fregnir þýska blaösins um niöur- stöðu Rainers Glawion. „Ég þekki ekkert til þessa manns. Hann hefur aldrei komiö til mín til að afla upplýsinga um beitarmál. Þaö er alveg rétt aö sums staöar er land í afturför, en á móti kemur aö annars staöar er land í framför, sem áöur var tapaö. Eg vil nefna stór svæði sem Landgræöslan er að vinna á og stór svæöi sem eru aö gróa upp af sjálfu sér, eins og til dæmis sandar á Suöausturlandi. Menn deila um þaö hvort meira sé aö tapast af landi eöa vinnast. Ég veit þaö hreinlega ekki. Þaö eru eng- artölurtil um þaö. Kannski hefur þessi maöur ein- hverjar slíkar tölur. Þaö væri fróö- legt að sjá hvaöan hann hefur sínar heimildir. Ég held aö þessi útreikn- ingur hans sé eitthvað einfaldaöur. Þetta er ansi gróft hjá honum. Þetta er dæmigert fyrir suma skógræktarmenn. Þeir draga stund- um ansi einfaldar ályktanir,” sagöi OlafurDýnnundsson. -KMU Enn er sauðkindin komin í fréttirn- ar. Nú er þaö þýskur maöur, Rainer Glawion aö nafni, sem kveikt hefur umræðuna. DV sagði í síöustu viku frá frétt þýsks blaðs um doktorsritgerö Glaw- ions. Fram kom aö þaö væri niður- staöa Glawions aö sauöfé væri að breyta gróöurlendi Islands í eyði- mörk. Meö sama áframhaldi stefndi í þaö áö 80 af hundraði núverandi gróöurlendis yrði á mörkum eyði- leggingar um aldamót, eftir aöeins sextán ár. DV hefur undanfarna daga reynt að komast í samband viö Rainer Glawion til aö fá nánari skýringar hansenekkitekist. Hákon Bjamason, fyrrverandi skógræktarstjóri, sagöi sitt álit á niðurstöðu Glawions í viötali við DV síðastliðinn föstudag. Hákon sagöi engan vafa leika á því aö niöurstaöa Þjóöverjans væri rétt í aöalatriðum. Þess yröi ekki langt aö bíöa, ef of- beitinni yröi fram haldiö, aö ekkert nýtanlegt beitiland yröi eftir. I blaöinu í dag er umræöunni hald- iö áfram. Kunnir sérfræöingar segja álit sitt á þessari hrollvekjandi spá. EKKISVO SVARTSÝNN — segir Sveinn Runólf sson landgræðslustjóri „Þessi Rainer Glawion hefur ekki haft samband viö Landgræösluna og ekki kynnt sér gögn hennar varöandi gróöureyðingu á Islandi,” sagöi Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. „Það er að mínu mati hæpiö aö fullyröa út frá könnun hans á beit sauðfjár í birkiskógi aö ofbeit sé or-. sök gróöureyðingar á Islandi. Þó aö plöntur eyðist og aörar komi í staö- inn í birkiskógi er ekki þar meö sagt aö um gróöureyöingu veröi aö ræöa. Þaö er samspil margra þátta sem valdið hefur þeirri gróöurrýrnun og þeim uppblæstri, sem oröiö hefur hér á landi síöan um landnám. Gróöur- og jarövegseyöing er og hefur veriö langalvarlegust á eldfjallasvæðum, þaö er á Norðausturlandi og Suöur- og Suövesturlandi. Á þessum svæð- um er jarðvegur mjög gleypinn, þaö er heldur illa í sér raka, og jarðvegs- uppbygging er þannig aö vatn og vindar færa hann auðveldlega til, rofni gróöurþekjan, til dæmis af völdum ösku- eöa vikurfalls eöa alvarlegrar ofbeitar. Aö ræöa um or- sök gróðureyðingar á Islandi án þess aö nefna eldf jöll er út í hött. Það er Ijóst aö tíðarfar hefur kóln- aö verulega eftir landnám meö slæmum áhrifum á gróðurfar. Vegna áhrifa húsetunnar hefur kannski þess vegna orðið meiri gróöureyöing hér á landi en víða annars staöar. Á síðustu árum hefur oröið mjög mikil breyting á búskaparháttum til batnaöar og hafandi í huga hiö mikla landgræöslustarf, sem unniö hefur veriö á undanfömum áratugum, er ég ekki svo svartsýnn að óttast að sauökindin breyti íslandi í eyöimörk á næstunni. Þaö er ekki vitaö hvort þaö eyöist meira land en þaö sem grætt er upp. Þaö er hins vegar ekki aöalatriðiö, heldur hitt að viö verðum aö stöðva þá gróðureyðingu, sem viö vitum aö er til staðar,” sagöi Sveinn Runólfs- son. -KMU ■V. Idagmælir Dagfari í dag mælir Dagfari í daa mælir Dagfari Eyðimörk sauðkindarinnar Vmis óáran hefur gengið yfir landiö á liðnum öldum. Eldgos hafa spúð hrauni og ösku, hafís hefur rekið á iand, tún hefur kalið af völdum kulda. Móðuharðindi hafa geisað, hoids- veiki og svarti dauði, spænska veikin og berklar hafa herjað á landsmenn og bæði Danir og Bretar hafa reynt að kreista úr okkur líftóruna með yfirgangi til sjós og lands. Hingaö hafa verið fluttir refir og minkar, mönnum og dýrum til bölvunar, og margoft hefur Iátið nærri að landið legðist í auðn af völdum náttúru, harðinda eða aumustu fátæktar. Á meðan á öllu þessu hefur gengið hefur ein skepna fengið að ganga óá- reitt og eftirlitslaust um landið og raunar verið undir sérstakri vernd- arhendi landsmanna. Mannfólk hefur dreift sér inn til dala og út til nesja tíl þess eins að halda lífi í bless- aðri sauðkindinni. t hvert skipti sem sjúkdómar eða pestir hafa hrjáð sauðkindina hefur verið gripið tii meiri varúöarráöstafana en nokkrum manni hefur dottið í hug þegar mannslíf eru í húfi. Þegar mæðuveikin geisaði hér um árið voru reistar mæöuveikigiröingar upp um fjöll og firnindi og þegar riðuveiki verður vart eru heUu fjár- stofnarnir fluttir landshorna á mUli. Segja má með sanni að íslendingar hafi lifað og þraukað um aldir og allt fram á þennan dag tU þess eins að sauðkindin héldi veUi og gæti étiö sig sadda af töðu og f jallagróðri fóstur- jarðarinnar. Nú hafa þau tíðindi gerst að þýskur maður, Rainer Glawion að nafni, sem stundar doktorsnám við Ruhr háskólann í Bochum, hefur uppgötvað að sauðkindin sé að breyta tslandi í eyðimörk. Þessi þýski maður er með öðrum orðum að upplýsa þjóðina um að sauökindin hafí, allan þennan tíma sem landsmenn voru að kyssa hana 'og kjassa, haft þaö eitt fyrir stafni aö leggja landið í auðn. Lengi hefur maður grunað sauðkíndina um græsku. Þurfti ekki Þjóðverja tii. Hér hefur hún hoppað og skoppað og kroppað í öllum kjördæmum, étið upp skóglendi, nagað haglendi, troðið sér inn á hvern kotbónda og haft sjálfa sig til matar til aö efla þá trú að þjóðin geti ekki án hennar verið. Hún hefur eignast þingmenn og talsmenn og hagsmunasamtök og sporðreist þjóðarbúið með niður- greiöslum og útflutningsbótum. Enda hefur farið svo að meðan allt er á hverfanda hveli í þjóðarbúinu stendur rollau cnnþá keik og örugg í fjárhúsinu, vel vemduð og sérlega heiöruð af f járhirðum sínum á þingi. Satt að segja er til efs, að áður hafi meiri völd safnast á hendur eins aðila og hafa bæði ráðherrar, heilir stjórnmálaflokkar og kóngsins sendimenn mátt sín lítils þegar sauðkindin jarmar eftir hjálp. Meðan flest er skattlagt, kvótar settir á fiskveiðar, söluskattur greiddur af hverju viðviki og stjóra- völd fylla upp í fjárlagagöt af hrein- ustu vanefnum, hefur sauðkindin fengið að valsa um gróðurlendið án endurgjalds, eins og konungur -í ríki sínu. Það var löngu kominn tími til að lærðir menn í Ruhr háskólanum í Bochum kæmust að þeirri niðurstöðu að sauðkindin væri landsins versti fjandi. í Bochum skrifa þeir doktorsrit- gerðir um kindina í stað þess að éta hana. í Bochum sjá þeir eyðimörkina á Íslandi í stað þess að syngja um hana ættjarðarsöngva. Gaman væri hinsvegar að vita hvort doktorinn í Bochum hefur séð sauökind. Það ætti hann að gera áður en síðasta sauðkindin deyr úr hungri á þessari guðs voluðu eyðimörk. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.