Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. AGUST1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Kjúklingaverð hækkar enn — verðhrun á lambakjöti blasir við Þegar kjúkllngar lækkuöu í verði á síðasta ári ióru landsmenn að neyta þeirra svo um munaði. íslendingar kunna vel að meta þessa fuglafæðu og hefur neysla þeirra á kjúklingum aukist jafnt og þétt þar til í júnímánuði síðastliðnum. Þá hafði verið gengið svo á birgðirnar að endar náðu ekki saman, menn höfðu ekki við að slátra. Var þá gripið til þeirra ráða að hækka vöruna í verði og það stig af stigi. Þeg- ar hafa þrjár hækkanir á kjúklinga- verði átt sér stað síöan í april og er allt útlit fyrir að sú stefna haldi áfram. Vegna þessa máls hafði DV samband við Hrafn Backman, verslunarstjóraKjötmiðstöðvarinnar. „Birgðir af kjúklingum eru engar á landinu. Það hefur verið meö kjúklinga eins og svínakjöt, eftirspurn og framboð hefur ráðið verðinu. Allt síðasta ár voru kjúklingar ódýrari en lambakjöt. Framleiðendur hækkuðu síðan veröið í skjóli þess að eftir- spumin jókst. Hækkunin er mun meiri en fram kemur. Vegna samkeppninnar hafa kaupmenn lagt h'tið á kjúklingana. Kílóverð á kjúklingum í heildsölu er 177 krónur. 95% af kjúklingasölu hjá okkur eru kjúklingar 5—10 saman í pakka á 172 krónur kílóið. Kjúklingar í lausu kosta 192 krónur hvert kíló. Til samanburðar, þá er kílóverð á lambalæri 209 krónur sem er í heild- sölu 185,10. Kílóverð á lambahrygg er 190 krónur en í heildsölu 185,10. Með þessu má sjá hve lítil álagning kaupmannsins er, hún nemur 12—15%. Erum langt sokkin í vitleysunni Það er lítill sem enginn hagnaður fyrir okkur að selja skrokk. Hann þarf að snyrta, saga niður og pakka. Maður leggur limi sína í stórhættu með því að fara með kjötið í hjólsög fyrir neytand- ann. Hagnaður kaupmannsins nemur aðeins um 60 krónum fyrir vikið. Svo telja sumir viðskiptavinir sig hafa þvílík viðskipti við verslunina að þeir halda jafnvel aö þeir fái kaffisopa ámeðansagaðer. Alagning hjá okkur er mun minni en á hinum Norðurlöndunum. Verðlagn- ing á lambakjöti hefur komið mönnum til að neyta kjúklinga og annarra fæðu- tegunda. Nú blasir við verðhrun á lambakjöti en enginn vafi er á því að verö á kjúklingakjöti heldur áfram að hækka og aö heildsöluverð á kartöflum sé 30 krónur, sem er 3000 gamlar krón- ur, er hreinasta geðveiki. Við erum langt sokkin í vitleysunni, en það flýtur á meðan ekki sekkur til botns,” sagði Hrafn Backman verslunarstjóri að lokum. -RR. Nú fer ekki lengur kjúklingur á hvers manns disk. Allar birgðir eru löngu búnar, menn hafa ekki undan að slátra, kaupmenn anna ekki eftirspurn og verð á kjúklingum heldur áfram að hækka. — RÍKISSPÍTALAR — Ibúð óskast á leigu fyrir starfsmann Landspítalans. Upplýs- ingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. St. Jósefsspítalinn Landakoti S JÚKRAÞ JÁLFARI: Sjúkraþjálfari óskast frá og með 1. september til afleysinga í 5 mánuði. Framtíðarráðning hugsanleg. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 19600. HJUKRUNARFRÆÐINGUR: 1—2 stöður svæfingarhjúkrunarfræðinga lausar til umsóknar nú þegar eða eftir samkomulagi. Laus staða í vöknun, dagvinna, nú þegar. AÐSTOÐARMAÐUR. Laus staða við dagheimilið Litlakot, aldur barna 1—3ja ára. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störi sendist skrifstofu hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 kl. 11—12 og 13—14 alla virka daga. Reykjavík 26. ágúst 1984. Hjúkrunarforstjóri. Hvað segja bændur nú? Töðugjöld í Bournemouth, því ekki það? 8 daga sérstaklega skipulögð ferð fyrir bændur og aðra bústólpa frá 26. ágúst — 2. september. Skoðunarferðir á bændabýli, bændaskóla og gömul landbúnaðarsöfn. Ekið í hestvögnum. Hvernig bjuggu enskir bændur fyrr á öldum? Stórkostleg ferð. Draumur bóndans. Verð frá kr. 15.500. íslensk fararstjórn. Sjómenn og aðrir veiðimenn Fyrir ykkur er sérstaklega skipulögð 8 daga ferð til Bournemouth frá 8.—15. september M.a. höldum við smásjóstangaveiðimót í 2 daga. Við megum ekki taka í „blökkina" í breskri landhelgi en við megum taka í veiði- stangirnar og róum til fiskjar fram á hin fengsælumið. Skoðum stærstu höfn i heimi, sem gerð er af náttúrunnar hendi, að ógleymdum aldargömlum sjómanna „pub" Og samtaka nú, allir með. Verð frá kr. 15.500. íslensk fararstjórn. Draumaferð fyrir aidraða Frá 15.—22. september höfum við sérhannað 8 daga ferð til Bournemouth fyrir eldri aldurshópa. Vel skipulagðar skoðunarferðir til undurfagurra staða. Hvar eyddu Díana og Karl hveitibrauðs-1 dögunum? Spurningunni verður svarað með ferð | á staðinn. Og takið nú eftir verðinu. Bara eitt verð. Aðeins kr. 13.950. Já, já, þetta er laukrétt, aðeins kr. 13.950 á mann a 2 íslenskir fararstjórar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.