Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Síða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGUST1984. 11 Fimmtudagsgreinar Magnúsar Bjarnfreössonar í DV eru jafnan at- hygli verðar. Þær eru nærri því sem er aö gerast eöa æxlast í þjóölifinu hverju sinni. Þó aðallega í pólitík. Iöni Magnúsar viö þessi greina- skrif er meö fádæmum í íslensku fjölmiðlunum þessi árin. Hann er af- kastamikill og sér um víöa vegu sem rótgróinn fjölmiðlamaður og áhuga- maður um alla pólitík. Ég er ekki efins um aö mat og ályktanir, dómar og tillögur Magn- úsar í fimmtudagsgreinunum snerta ýmsa strengi í þjóðarsálinni og hjálpa mörgum lesendum hans viö að móta afstööu sína í þjóðfélags- málum. Otvírætt magnast áhrifin af grein- um hans þegar lesendumir hafa höfundinn nokkuö reglulega í augun- um sem fréttaþul sjónvarpsins. „Vald fjölmiðlanna" Nú þykir mér sem Magnús hafi tekið allt of mikið upp í sig og slengt fram gersamlega órökstuddum full- yrðingum um flokkspólitíska hlut- drægni í fréttaskrifum dagblaöanna. Magnús segir: „Mér finnst stærsti gallinn á umf jöllun íslensku dagblaö- anna um fréttir og raunar á vali frétta og uppsetningu þeirra einnig vera hinn sterki pólitíski kéimur sem af þeimer.” Og: „Ég er þama ekki að tala um hin beinu pólitísku skrif blaðanna, forystugreinar og umfjöllun rit- stjórnar um pólitísk mál, heldur fréttir og „hlutlausa” umfjöllun um þær, sem því miöur er oftast nær sterklituö af pólitískum viöhorfum starfsmanna og eigerda blaðanna.” Þetta sagöi Magnú i Bjarnfreösson í síðustu fimmtudagr grein sinni í DV og undirstrikaði raunar þennan hörkudóm sinn meö fleiri oröum. NÚ SKJÖPLAÐIST SKÝRUM MAGNÚSI „Eg met Magnús Bjarnfreðsson það 0 mikils, sem fastan greinaliöfund í DV og sem fjölmiðlamann, að ég sit ekki undir því þegjandi þegar hann segir nú að fréttir og hlut- laus umf jöllun um þær séu oftast nær í sterkum litum af pólitískum viðhorfum starfsmanna og eigenda blaðanna.” HERBERT GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR Greinina kallaöi hann „Vald fjöl- miðlanna” og gaf sér þaö tilefni aö Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstarétt- ar, haföi sagt það skipta íslenska blaðamenn meira máli aö forðast fé- sektir en iöka sannsögli, sem stund- um er ekki öllum til geös. Hvaö þá bersögli, þótt sönn sé. Hvað les Magnús? Ég undrast þaö hvernig Magnús Bjamfreösson tengir oröræöu for- seta Hæstaréttar og alhæfingu sína um flokkspólitískar fréttir og frétta- skýringar allra íslensku dagblaö- anna. Sem hann segir Þjóöviljann einan viðurkenna. Orö Þórs eru raunar annaö mál og sem hann þarf án efa að standa undir á eigin spýtur, jafnvel þótt enginn ís- lenskur blaöamaöur nenni að skjóta þau niöur. Sem er þó alls óvíst, þótt ummælin séu nánast gáta og utan- gátta. En hvaö í ósköpunum les Magnús sem fyllir hann þessari alhæföu dóm- hörku yfir fréttum og fréttaskýring- um allra dagblaðanna? Les hann ef til vill ekki DV sem hann skrifar þó í alla fimmtudaga? Eða les hann dag- blööin meö ööru auganu? Sitt hvoru þá eftir sínu pólitíska nefi? Sleggjudómur Ég met Magnús Bjamfreösson þaö mikils, sem fastan greinahöfund í DV og sem fjölmiðlamann, aö ég sit ekki undir því þegjandi þegar hann segir nú aö fréttir og hlutlaus um- fjöllun um þær sé oftast nær í sterk- um litum af pólitískum viðhorfum starfsmanna og eigenda blaöanna. Og alhæfir, nema hnykkir á um aö Þjóðviljamenn gangist undir sök sína. Þetta er slíkur og ótrúlegur sleggjudómur að ekki er liöandi. Þetta er ályktun og dómur án nokk- urs einasta dæmis, án nokkurra raka. A síöustu misserum Vísis og frá upphafi DV hef ég haft þann sér- staka starfa þar að skrifa fréttir um pólitík og efnahagsmál, auk annars, og fréttaskýringar. Ég hef aldrei fengiö fyrirskipun né tilmæli um línuskrif frá einum né neinum og ætíð eins og alltaf áður leitaö frétta og fréttaskýringa og skrifaö meö þaö eina markmiö í huga aö skrifa fréttir og fréttaskýringar án minnstu tengsla við hagsmuni nokkurs ein- staklings, hóps eöa flokks. Jöfnum höndum hef ég sinnt þessu verkefni eftir eigin hugmyndum og tilmælum fréttastjóra eða ritstjóra. En aldrei eftir neinni flokkspólitískri línu. Slíkt hefur ætíð verið gersam- lega útilokað af minni hálfu, og enda aldreikomiðtil. Svo einfalt er það. Og ég bekki þess ekki nein önnur dæmi aö annaö hafi gilt um aöra blaöamenn á DV. Misjafnir tímar Þótt ótrúlegt sé um jafngamal- reyndan fjölmiðlaref og Magnús Bjamfreösson þá hef ég helst þá skýringu á upphlaupi hans í minn garö og starfsfélaganna aö hann sé gleyminn á aðrar fréttir en þær sem birtast dagana áöur en hann sest i stólinn sinn hverja viku viö aö skrifa skammtinn í DV á fimmtudögum. Þó getur sú skýring ekki dugað nema vegna þess aö helstu pólitísku fréttirnar má hverju sinni rekja til þeirra sem hafa yfirhöndina í pólitík- inniþáogþá. Sé litið í DV frá tímum annarra valdhafa en nú eru þeir aöalle ?a í fréttunum með sín mál. Þetta er iiinn einfaldi en augljósi gangur í tímans rás. 1 tilfelli DV, sem ég gjörþekki, full- yröi ég að Magnúsi Bjamfreðssyni hefur skjöplast hrapallega í dómi sinum um að dagblöðin hagi pólitísk- rnn fréttaskrifum og skýringum I samræmi viö hagsmuni flokka eða eigenda blaösins. En oft getur skýr- umskjöplast. Herbert Guðmundsson. „Þessar ströngu gæðakröfur munu án efa hvetja framleiðendur til vöm- vöndunar eftir því sem kostur er.” 1 tilefni af ritstjórnargrein í DV miövikudaginn 22. þ.m., þar sem rit- stjórinn hvetur neytendur til að forðast að versla viö ákveðin fyrir- tæki sem versla meö landbúnaðar- afurðir, er nauösynlegt að vekja athygli á ýmsum rangfærslum sem þar koma fram. Það er að vísu ekki ný bóla aö í skrifum ritstjórans sé vísvitandi fariö með rangt mál og þarf ekki aö rekja þaö nánar fyrir lesendum blaðsins. Eitt ofangreindra fyrirtækja er Isegg, dreifingarstöö Sambands eggjaframl. Ekki er gott aö átta sig á því í umræddri ritstjórnargrein hvers vegna neytendur ættu að forö- ast þetta vörumerki. Enda er þaö nú orðið erfiðara en áöur fyrir rit- stjórann að rægja þetta fyrirtæki eftir aö þaö tók til starfa þar sem neytendur hafa þegar fengiö tækifæri til aö kynnast af eigin ráun hver þeirra hagur er meö tilkomu fyrirtækisins. Fram til þessa hefur helsti vandi framleiöenda veriö sá að þeir hafa ekki getaö boðið neytendum vöru sem væri í því ástandi sem þeir heföu helst kosiö, þ.e. gegnumlýst og stærðarflokkuð, þannig að eggin séu sambærileg viö það sem boðið er upp ál nágrannalöndum okkar og nánast allstaðar erlendis. Nú hefur þessi draumur loksins ræst og sýna viðbrögð neytenda aö þeir kunna vel að meta þessa þjónustu. Viðkvæm vara Það sem um er aö ræöa er að egg eru miklu viðkvæmari vara en margir átta sig á. I eggjum geta verið blóöblettir og aörir gallar sem neytendur kannast viö og kæra sig ekki um að sjá þegar þeir brjóta egg á pönnuna hjá sér. Þá má nefna sprungin egg sem jafnvel sitja föst í bökkum. Þessi egg hafa miklu minna geymsluþol en ógölluö egg. Þessi egg geta valdið neytendum óþægindum, aö ekki sé minnst á hættu á jafnvel h'fshættulegri matareitrun eins og hér hefur nokkrum sinnum a.m.k. komið upp. Isegg reynir aö fyrirbyggja vandamál af þessu tagi og sýnir reynsla aö í stööinni eru tínd úr allt að 10% af þeim eggjum sem hingaö til hafa fariö á markað. Þessi vanda- mál eiga að vera liðin tíð og tilheyra þeim tíma þegar þjónusta viö neyt- endur var miklu frumstæðari og 6- f ullkomnari en hún er í dag. Tilraunir DV-ritstjórans til að snúa klukkunni afturábak eru því ekki geröar meö hagsmuni neytenda aöleiöarljósi. I dreifingarmiöstööinni eru öll egg stæröarflokkuð og gegnumlýst í fullkomnustu tækjum sem nú eru á markaðinum. Við stæröarflokkun eru stærstu og minnstu eggin tekin frá þeim eggjum sem fara á al- mennan neytendamarkað og eggin sem þangað fara eru seld í þremur stæröarflokkum. I hverri öskju eru nújafnstóregg. Viö gegnumlýsingu eru tekin frá öll sprungin egg, egg meö óhreinindaklessum, svo og egg meö skurngöllum, blóðegg og egg meö ýmsum öörum göllum sem fram koma við gegnumlýsinguna og fólk sér ekki meö berum augum. Þannig fáum viö um þaö bil 8% betri egg á markað en áöur. Því hingaö til hafa nær öll þessi egg, ef ekki öll, farið í neytendaumbúðir og þar með til neytenda. Ef DV-ritstjóranum er umhugaö aö fá þessi egg til neyslu eins og leiðari hans bendir til skal ég fúslega kanna möguleika á þvi að selja honum shk egg persónulega og þaö á niðursettu veröi. Þessar ströngu gæðakröfur munu án efa hvetja framleiðendur til vöruvöndunar eftir því sem kostur er. Rangfærslur I áðurnefndum leiðara eru margar rangfærslur, tel ég ekki ástæðu til aö rekja þær allar, enda sumar óviö- komandi Iseggi. Eitt þeirra atriða sem ritstjórinn snýr vísvitandi viö EYÞÓR ELÍASSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSEGGS eru varöandi lán og styrki úr Kjam- fóöursjóöi. Styrkir til fuglaslátur- húsanna Isfugls og Dímons (sláturhúss Holtabúsins) eru köhuö lán þrátt fyrir að blaöamaöur DV hafi upplýst ekki aUs fyrir löngu að þaö væri nú loks orðiö á hreinu hjá DV að þama væri ekki um lán að ræða heldur styrk. Þegar ritstjórinn kemur aö Sambandi eggjafram- leiöenda er annaö upp á teningnum þá kallar hann lánið úr Kjarnfóöur- sjóöi styrk. Eins og eflaust alhr vita hefur Samband eggjaframleiðenda nú stofnað sérstakt fyrirtæki til að ann- ast dreifingu á eggjum félagsmanna sinna. Samband eggjaframleiðenda starfar sem frjáls félagasamtök flestra eggjaframleiöenda og starfar óháð öUum opinberam aðilum, þar meö tahö framleiðsluráði. Það er nánast daglegur viðburður hér á landi að stofnað sé fyrirtæki og flest fyrirtækin sækja sér lán í viðkomandi opinbera sjóöi eftir starfsemi, s.s. iönfyrirtæki tU Iðn- lánasjóðs eða Iðnþróunarsjóös, út- gerðarfyrirtæki tU Fiskveiðasjóðs og svo mætti lengi telja. Þaö hefur vakiö meiri athygli en aörar lánveitingar úr opinberum sjóöum aö Kjarnfóöursjóöur lánaði 4 miUjónir til byggingar þessa fyrirtækis og tU að gera máhð meira krassandi yiröist ritstjórinn taka það ráö aö kaUa þetta lán styrk. Eg vil benda ritstjóra DV á að það er mikUl munur á því aö taka lán sem greiða þarf aftur með veröbættum krónum og vöxtum eða fá afturkræfan fjár- styrk. • „í áðurnefndum leiðara eru margar rang- færslur, tel ég ekki ástæðu til að rekja þær allar, enda sumar óviðkomandi íseggi: Eitt þeirra atriða sem ritstjórinn snýr vísvitandi við eru varðandi lán og styrki úr Kjarnfóður- sjóði.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.