Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Síða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGDR 28. ÁGUST1984. ðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið FRÆGAR POPPSTJÖRNUR Grace Jones litur út eins og karl- maður og syngur djúpri röddu. Læknar og sálfræöingar í henni Ameríku hafa þungar áhyggjur þessa dagana. Astæðan er klæðaburður og hegðan frægra poppstjarna. Ungl- ingarnir taka mikið tillit til þess hvað poppstjörnur gera og reyna að líkja eftir þeim í klæðaburði. Þar sem karl- menn í frægðarljómanum líkjast æ meira kvenfólki og kvenfólkið karl- mönnum þykja áhrif þessa fólks á ung- lingana vera til skaða. Eru menn hræddir um að kynvilla verði mun al- gengari en ella sökum þessa háttalags hjá poppstjörnunum. Dæmi eru tekin af hinum mjög svo vinsæla Boy George seni klæðir sig og málar eins og kvenmaður. Þá þykir Michael Jackson syngja mjög kven- lega. Af kvenmönnunum eru tekin dæmi af Grace Jones sem syngur og klæðir sig eins og karlmaður og svo er einnig aö segja um söngkonu hljóm- sveitarinnar Eurythmics, Annie Lennox. — Ungt fólk verður fyrir miklum áhrifum af aðdáendum sínum úr popp- heiminum, segir þekktur geölæknir í Bandaríkjunum. ■— Mörg ungmenni hafa áhyggjur af því hvort þau séu kynvillt og hugsa mikið um þessa hluti. Ef átrúnaðargoð þeirra Uta út eins og kynvillingar er ekki viö góðu að búast. Ungir strákar klæða sig eins og stelpur, og þykir fínt, og öfugt. Þessi tíska á unglingsárunum getur haft áhrif á unglinginn allt hans líf. Klæðnaðurinn getur jafnvel orðið til aö stofnaö verði til sambands af sama kyni. Annie Lennox, söngkona Euryth- mics, líkist karl- i einu og öllu. Boy George lítur út eins og hommi. Þekktur prófessor í Bandaríkjunum segir að fólk þetta í poppheiminum, sem klæði sig á þennan hátt, sé af- brigðiiegt og spilli hugsunarhætti og lífsstíl ungmennanna. Michael Jackson þykir hafa kvenlega rödd þegar hann syngur. Kar/mennirn/r æt/uðu alveg að missa augun þegar Karólína mætti á ströndina, enda mikill kroppur a ferð. Enn berast fregnir af Karólínu prinsessu af Mónakó. Nú er þaö vöxtur hennar sem er fréttaefni, en prinsessan ku hafa haldið sér ákaflega vel eftir bamsburöinn. Eftir að Andreas Albert fæddist þann 22. júní sl. var Karólina átta kilóum þyngri en áður en hún varð ófrísk, en þá var hún 58 kíló. Viku eftir barnsburðinn var hún búin að ná af sér fjórum kílóum og núna er Karólína aftur orðin 58 kíló. Hvemig stendur á því aö Karólína hefur ekkert fyrir því aö tæta af sér kílóin eftir meðgöngu þegar aðrar konur standa í ströngu mánuðum saman að ná af sér slöpp- um maga.? Ur herbúðum í Mónakó berast þær fregnir að Królína megi hafa sig alla við til aö halda í eiginmann sinn og útlitið verði hún aö passa hvað sem tautar og raular. Fyrir stuttu vakti það athygli á ströndinni í Mónakó að þar kom Karólína ein á ferð, klædd mini-bikini. Augu allra karlmanna mændu á eftir henni, enda prinsessan sögð mun meira sexí en áöur. Þó undurðust margir að Stefanó skyldi ekki koma með henni. Karólína á marga vini og svo virtist sem hún skemmti sér konunglega á strönd- inni þótt ein væri, nóg var af vinum til að spjalla við. Ekki er enn vitaö hvemig megrunarkúrinn hennar Karólínu er. Karólina prinsessa i Mónakó komin i mini-bikini, aðeins tveimur mánuðum eftir barnsburðinn. sögurnar segja að grunnt só á því góða hjó skötuhjúunum. HLERAÐ Jasssöngkonan Sarah Vaughan fékk glimrandi móttökur þegar hún söng nokkur lög viö texta eftir Pólverjann Karol Wojtyla. Réttur textahöfundur er Jóhannes Páll II páfi en textana skrifaði hann fyrir tuttuguárum. Við sögðum frá því um daginn að Joan Collins, aðalleikkonan í Dynastysjónvarpsþáttunum, hefði skrifað bók um líf sitt. Nú höfum við frétt að þessa sömu bók eigi nú að festa á filmu og aðalleikari myndarinnar verður að sjálfsögðu hún sjálf, Joan Collins. Þess má geta að það voru framleiðendur Dynastyþáttanna sem keyptu kvikmyndaréttinn. James Mason, leikarinn góðkunni, er látinn. Mason, sem var 75 ára, hóf frægöarferil sinn heima i Englandi en varð þó ekki heimsþekktur fyrr en hann flutti til Ameríku og hóf kvikmyndaleik. Hin fyrrverandi stórstjama, Marlene Dietrich, á yfir höföi sér að verða kastaö út úr íbúð þeirri sem hún býr í. Þó mun einhver von vera um aö úr ræt- ist fyrir þessari 82 ára stjömu því aö nokkrir aðdá- endur hafa tekið sig saman og ætla aö safna um hálfri milljón króna, en svo hljóðar húsaleiguskuld- inuppá, og greiða skuld gömlu konunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.