Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Síða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGUST1984. 29 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Áland „Perlan í Austursjó er Áland,” segja Álendingar. Þá nefnum við íslendingar al- mennt ranglega Álandsey- inga og landið jafnranglega Áiandseyjar. Og þar að auki erum við með sérviskunafn á Austursjó. Samt cr Áland eitt af Norðurlöndunum, sjálfstætt ríki, að vísu í sambandi við Finnland. En á Álandi er samt töluð sænska og ríki nokkurs staðar á Norðurlönd- um sjálfstæð hugsun um þjóð- arrcisn er það á Álandi. Áland er vissulega eyland, og Álendingar segja að eyj- arnar séu 6.500. Þeir eru sjáifir aðeins um 23.000 tals- ins, þar af um 10.000 í Maríu- höfn, höfuðstaðnum, sem minuir mjög á Akureyri. Álcndingar lifa á ýmsu, eins og gengur. Þeir eru sigl- ingaþjóö frá fornu fari. Og eiga mikla skóga. En hvað haldiö þiö að margir ferða- menn komi þangað á ári? Ekki 75—85 þúsund, eins og hingað.. Nei, svona ailt aö 1.500.000 — raunar flestir Svíar. Yfirheyrt hjá Samvinnutrygg- ingum Skrif DV um tjónbílavið- skipti starfsmauna Sam- vinnutrygginga hafa vakið ýmis viðbrögð meðal forráða- manna fyrirtækisins. Til dæmis eru starfsmenn þess kallaðir hver á fætur öðrum „inn á teppið”. Þar fara fram viðamiklar yfirheyrslur. Nú mætti ætla að yfir- heyrslurnar þær arna miöuðu aö því að fiska upp hver hefði verið umfangsmestur í tjón- bilabraskinu. En svo er ekki. Þær snúast emungis um að finna þann sem ætla mætti að lekið hefði upplýsingum um málið í DV. Forráðamennirn- ir telja nefnilega að með því að finna þann aðila séu þeir lausir ailra mála. Starfsmenn Samvinnu- trygginga eru lítt hrifnir af þessum vinnubrögðum, enda kalla sumir þeirra yfirheyrsl- urnar...„bölvaöar gestapóaö- ferðir”... Seldi bílinn í hvelli En þótt starfsmeun Sam- vinnutrygginga séu hvekktir vegna ofangrehidra yfir- heyrslna gátu sumir þeirra ekki annað en brosað svolitið að forstjóra fyrirtækisins er skrif ÐV um málið hófust. Hann hafði látið fyrirtækið borga undir sig tvo bíla. En um leið og DV hóf að skrifa um tjónbílana, seldi forstjór- inn aunan sinna bíla í hvín- andi hvelli. Tókst honum að losa sig við bílinn samdæg- urs. Og kaupandiun? Það var ÞorstcinnÓIafsson. auðvitað Sambandið sem keypti bílinn, dýran Opel, undir Þorstein Ölafsson, að- stoðarmann Erlends Einars- sonar. Hið nýja fyrirtæki Sambandsins, Bílvangur, annaðist söluna en stjórnar- formaður þar cr téður Þor- steinn. Kvæði um hest Þaö gcrðist einu sinni á Húsavik að maður nokkur kom inn í hljómplötuverslun og kvaðst ætla að kaupa plötu með tilteknu lagi. Ekki kvaðst hann nú muna hvað það héti, né hvernig það væri, en kvæðið fjallaði eittbvað um hest. Maðurinn stóð nú í þungum þönkum góða stund. Allt í einu rofaði til hjá honum og hann hrópaði: „Nú man ég það, lagið er: Víst ertu Jesús kóngur klár.” Blautur leikur Bikarúrslitaleikurinn sem Fram og Akranes háðu nú um helgina þótti haria merkilcg- ur fyrir margra hluta sakir. Fyrst er til aö taka að leikur- inn fór fram í grenjandi rign- ingu. Völlurinn var citt dý og Icikmennirnir sjálfir reun- andiuppfyrirhaus. Ekkl var vætan minni hjá áhorfendum. Þar bar nefni- lega mjög mikið á ölvun og Hart barist í úrslitaiciknum og árangurinu eftir því. lán að ckki urðu stórslys. Nokkrir vallargestir styttu sér stundir með því að kasta tómum flöskum út á völlinn. Ekki þarf að f jölyrða um slík- an leik og þær aflciöingar sem hanngeturhaft. En menn voru sumsé sam- mála um að þarna hefði fariö fram einn blautasti úrslita- leikur sögunnar. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. G&YfANTAR /IEFTIRTAL / HVERFI Blönduhlíð - Fitjar - Garðabæ - Lauga veg - Efstasund - Sóleyjargötu - Sel- braut - Skúlagötu - Langholtshverfi - Lönguhlíð - Blesugróf - Lindargötu - Kópavogsbraut - Fornhaga. HAFID SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLUNA OG SKRIFID YKKUR A BIÐUSTA. VERKFALLSMENN KVADDIR í HERINN Flugvirkjafélag Islands hefur sent ríkisstjórn Islands, Alþingi og fjölmiöl- um bréf þar sem vakin er athygli á mannréttindabroti í Grikklandi. Fram kemur aö félag grískra flug- vélstjóra eigi í kjaradeilu viö flugfé- lagiö Olympic Airways. I stað þess aö leysa vinnudeiluna meö frjálsum samningum hafi forstjóri flugfélagsins beitt sér fyrir því að flugvélstjóramir yröu kallaðir í herinn. Meö því hafi þeir veriö þvingaöir til að vinna störf sín áfram en um leið sviptir öllum áunnum kjörum og mannréttindum. Flugvirkjafélagiö, sem er aöili aö Evrópusambandi flugvélstjóra, heitir á Islendinga aö þeir láti í ljós andúö á þessu mannréttindabroti sem og öör- um í hvaöa mynd sem þau birtast. -KMU. Framkvæmdastjóri ráðinn — hjá Sambandi íslenskra auglýsingastofa Samband íslenskra auglýsingastofa hefur ráöið Sólveigu Olafsdóttur lög- fræöing framkvæmdastjóra sam- bandsins frá 1. september nk. Sólveig Olafsdóttir lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Islands árið 1968, prófi frá lagadeild Háskóla Is- lands árið 1982 og meistaragráðu frá Harvard háskólanum í Bandaríkjun- um ári seinna. I framhaldsnámi sínu lagöi Sólveig megináherslu á höfunda- rétt, samningatækni og sáttastörf. Sólveig starfaöi hjá Ríkisútvarpinu frá 1970 til 1975 en er lögfræðinámi lauk hóf hún störf hjá menntamálaráðu- neytinu. Hún á sæti í höfundaréttar- nefnd jafnframt því sem hún er vara- formaöur íslensku UNESCO nefndar- innar. Þá var Sólveig Olafsdóttir for- maður Kvenréttindafélags Islands 1975-1981. Sólveig Ólafsdóttir lögfræöingur. IgninaTbleian T-lagid á bleiunum gerir það að verkum að bleian situr á réttum stað, rennur ekki aftur eins og venju- legar bleiur. Lenina T-bleian erþgkkust, þar sem þörfin er mest. Lenina T-bleian veitir lofti að líkama barnsins, þar sem notaðar eru T-taubuxurnar í stað bleiuplasts á öðrum bleium. Barnsrassar þurfa á miklu lofti að halda til að líða vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.