Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984.
Iþróttiir
Iþróttir
Iþróttir
fþróttir
lþ»
Sigurður
kominn til
Grikklands
Sigurður Grétarsson er nú kominn til
Grikklands þar sem hann er að ganga
frá félagaskiptum en hann mun leika
með ARIS Saionika. Sigurður verður
löglegur með félaginu um leið og skrif-
leg félagaskipti frá KSt eru komin til
Grikklands þar sem gríska knatt-
spyrnusambandið tekur ekki gilt
skeyti heldur eingöngu formleg félaga-
skipti frá VSl.
• Með Sigurði í Grikklandi er Wiily
Reinke, umboðsmaður frá V-Þýska-
landi. Þess má geta að hann er ekki á
skrá yfir löglega umboðsmenn hjá
UEFA. -SOS
Stórleikur
Socrates
dugði ekki
— en annars eru
erlendu leikmennirnir
á Ítalíu ekki komnir
á skrið
Það er ekki hægt að segja að erlendu
knattspyrnukappamir, sem leika með
ítölskum félögum, séu byrjaðir að gera
rósir á ítalíu — í ítölsku deildabikar-
keppninni.
Brasilíumaðurinn Socrates lék sinn
fyrsta leik með Fiorentina á miðviku-
dagskvöldið eftir meiðsli sem hafa
angrað hann og átti hann mjög góðan
leik en það dugði þó ekki til sigurs.
Fiorentina varð að sætta sig við jafn-
tefli 1—1 gegn Casertana.
• Félagi hans hjá Torino, Junior, var
tekinn af leikvelli í seinni hálfleik þeg-
ar félagið gerði jafntefli við Vicenza.
• Diego Maradona, sem skoraði
mark í sigurleik Napoli, 3—1, gegn
Casertana um sl. helgi, náði ekki að
skora á miðvikudagskvöldið, en þá
gerði Napoli jafntefli, 0—0, gegn
Perugia.
• Mark Hateley hjá AC Milano var
rekinn af leikvelli gegn Brescia um sl.
helgi. AC Milano varð að sætta sig við
jafntefli 0—0 gegnm Carrarese.
• Trevor Francis skoraði öll þrjú
mörk Sampdoría gegn Lecce (3—0) um
sl. helgi. Á miövikudaginn vann svo
Sampdoria gegn Lecce (3—0) um sl.
helgi. Á miðvikudaginn vann svo
Sampdoría stórsigur 8—1 yfir Cacese
en ekki var getið um hvað Francis
skoraði í þeim leik.
Aðrar erlendar stjömur létu ekki að
sér kveða á miðvikudagskvöldið á
Itah'u. -SOS
Mikill áhugi fyrir HM-leiknum gegn Wales:
Sex „útlendingar”
fá grænt Ijós!
— um að leika gegn Wales. Arnór Guð johnsen og Pétur Pétursson
hafa ekki enn fengið leyfi en þeir vilja ólmír koma í slaginn
Sex „útlendingar” hafa fenglð
grænt ljós hjá félögum sínum í V-
Þýskalandi og Belgíu um að leika með
íslenska landsllðinu gegn Wales á
LaugardalsveUinum 12. september í
HM-keppninni. Það eru þeir Ásgeir
Sigurvinsson, Lárus Guðmundsson,
Magnús Bergs, Atli Eðvaldsson, Janus
Guðlaugsson og Sævar Jónsson.
Þeir Amór Guðjohnsen og Pétur
Pétursson hafa mikinn áhuga á að
koma í leikinn en þeir hafa ekki endan-
lega fengið leyfi frá félögum sínum í
Belgíu og HoUandi.
Magnús Bergs hefur ekki leikið með
landsliðinu síðan í Bratislava 27. maí
1981 en þá skoraöi hann eina mark
Islands sem tapaði 1—6.
Ef þessir átta leikmenn koma í leik-
inn gegn Wales eru aöeins átta stööur
eftir í landshöinu. Tveir leikmenn hér
heima eru öruggir í landshðshópinn —
markverðirnir Þorsteinn Bjarnason,
KeflavUr, og Bjarni Sigurðsson, Akra-
nesi, þannig að aðeins sex stöður eru
lausar eins og stendur — og flestar
þeirra í vöminni.
Það má fastlega búast við að Skaga-
mennirnir Sigurður Lárusson og Sig-
urður HaUdórsson verði nálægt lands-
Uðshópnum og einnig Framararnir
Þorsteinn Þorsteinsson og Trausti
■ „Útlending-
i
,amir”tryggð-|
i iríKöln j
| V-Þýska tryggingafélagið I
IAlbinga í Köbi, sem sér um trygg-1
ingar á öUum knattspymumönnum ■
■ V-Þýskalands og einnig annarra |
f! landa, hefur tekið að sér að tryggja J
I aUa atvinnumenn íslands í knatt-1
Ispymu sem leika HM-leikinn gegn J
Wales. Lelkmennirair em mjög >■
Iánægðir með það og einnlg forráða-1
menn KSÍ. Tryggingafélagið sér al- *
I gjörlega um að ræða við þau félög I
■ sem leikmennirair leika með. -SOS .
m hh mmm m mmm mmm mm mm aJ
• Sævar Jónsson.
Haraldsson. Aðrir líklegir eru Ragnar
Margeirsson, KeflavUt, Omar Torfa-
son, Vikingi, Þorgrímur Þráinsson,
Val, Gunnar Gíslason, KR, og Kristján
Jónsson, Þrótti. -SOS
1. DEILD
Þrír leikir veröa leiknir í 1. deild um
helgina. KR mætir Akranesi kl. 14 á Laugar-
dalsvellinum og á sama tíma leika Keflavík
og Þór í Keflavík. Valur mætir Breiöabiiki á
Valsvellinum á sunnudaginn kl. 14.
Akranes 15 11 1 3 29—16 34
Keflavík 15 8 3 4 18—14 27
Valur 15 6 5 4 21-14 23
Víkingur 15 5 5 5 17—17 20
Þróttur 16 4 7 5 17—17 19
KR 15 4 6 5 16-23 18
Þór 15 5 3 7 22-22 18
Breiöablik 15 3 7 5 15—16 16
KA 16 4 4 8 23—34 16
Fram 15 4 3 8 15—20 15
• Lasse Viren — með gullpeningana s
áhrifum örvandi lyf ja?
Olympíunefr
hefur vitai
misnotkui
SÆVAR í NÁLAR-
STUNGUAÐFERÐ
í ROTTERDAM
Frá Krfstjání Bernburg, fréttamanni
DV í Belgíu: — Sævar Jónsson, lands-
Uðsmiðvörður í knattspyrau, meiddist
á nára í leik CS Brugge gegn
Beerschots á miðvikudagskvöldið og
varð að fara af leikvelli.
— Eg hef átt við þrálát meiðsli að
stríða í nára, sagði Sævar Jónsson sem
hélt til Rotterdam í Hollandi í gær þar
sem hann gengst undir nálarstungu-
aðferð. — Georges Leekens, þjálfari
okkar, kom mér að hjá nálarstungu-
sérfræðingnum. Hann sagði við mig að
hann þyrfti á mér að halda á laugar-
daginn þegar við leikum heimaleik
gegn Waregem, sagði Sævar.
Sævar er aftur væntanlegur til
Brugge í kvöld. -KB/-SOS.
DV-lið 13. umferðar
Tveir nýliðar eru í DV-liði 13. umferðar 1. deildar keppninnar. Ian Ross, þjálfari Vals, og
Sævar Leifsson, bakvörður KR-Iiðsins. Það var ekki fyrr en eftir Ieik Akraness og Vikings
að hsgt var að velja liðið sem er þannig skipað:
Þorsteinn Bjamason (3)
Keflavík
Guðjón Guðjónsson (2)
Kefiavfk
Loftur Ólafsson (3)
Breiðabiik
IanRoss (1)
Valur
ÖmarTorfason (5)
Vfkingur
Ragnar Margeirsson (5)
Keflavík
Sævar Leifsson (1)
KR
Þorsteinn Þorsteinsson (3)
Fram
Einar A. Ólafsson (2)
Keflavík
Gunnar Gfslason (2)
KR
Heimir Karlsson (6)
Víkingur
— og lagt blessun sína yfir hana. Mit
blöðum íFinnlam
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni DV í Svíþjóð:
— Finnska ólympíunefndin hefur í a.m.k. átta ár vitað
um lyfjamisnotkun finnskra íþróttamanna. Og það sem
meira er, hún hefur lagt blessun sína yfir lyfjaneyslu.
Frá þessu hneykslismáli var sagt í
blöðum í Finnlandi og Svíþjóð í gær.
Miklar umræður hafa orðið um lyfja-
misnotkun íþróttamanna í þessum
löndum eftir að sænskir lyftingamenn
vora sendir heim frá Los Angeles fyrir
að hafa fallið á lyfjaprófi og eftir að
hlaupakappinn Martti Vainio varð að
skila silfurverðlaunum sínum í 5000 m
hlaupi eftir að ljóst var að hann hafði
tekið inn ólögleg lyf.
Þjálfari gaf ráð!
Finnar hafa komist yfir bréf sem
frjálsíþróttaþjálfarinn kunni Kaleve
Tuominen, skrifaði finnskum íþrótta-
mönnum fyrir OL í Montreal 1976. I
bréfinu má finna leiðbeiningar til
þeirra, hversu mikið þeir megi taka af
Svíar herða 1
eftiiiitið :
með ólöglegum lyfjum
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni,
fréttamanni DV í Svíþjóð: —
Sænska íþróttasambandið hugar
nú að því að gera stórátak tli að
koma í veg fyrir lyfjamisnotkun
sænskra íþróttamanna. Það er nú
fyrfr hugaö að þyngja refsinguna
fyrir að nota ólögleg lyf, þannig að
sá sem notar þau og finnst sekur
fær ekkl tveggja ára keppnisbann
— heidur 3—4 ára bann og jafnvel
lengrabann.
Bent Sevilius, framkvæmda-
stjóri sænska frjálsíþróttasam-
bandsins, sagði í gær að sambandiö
hefði ákveðið að verja einni millj!
sænskra kr. til að herða eftirlit með
lyfjanotkun og að fyrirhugað væri
að kaupa samskonar tæki og notuö
voru á OL í Los Angeles til að
greina ólögleg lyf hjá íþróttamönn-
um og ætti að nota þau tæki á nær
öllum iþróttamótum í Svíþjóð.
-GAJ/-SOS
I
I
I
I
I
I
I
I
Iþróttir íþróttir íþróttir fþróttir í