Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjörnarformaöurog Útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf.,Skeifunni 19. Áskriftarveröá mánuði 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helqarblaö 28 kr. Fríedman ogkerfið okkar Koma hins fræga nóbelshagfræðings, Miltons Fried- mans, hefur vakið athygli. Friedman er hér vel þekktur af margra ára umræðu. Lærðir og leikir deila um kenn- ingar hans. Þjóðviljinn hefur sakað núverandi ríkisstjórn um að éta upp eftir Friedman. Svokölluðum frjálshyggju- mönnum vex fylgi hér sem víðar. Ráðherrarnir okkar geta margt lært af Friedman — en líklegt er að þeir vilji þaö ekki. Við búum við séríslenzka útgáfu af sósíalisma — allra flokka. Jafnvel flokkar, sem kalla sig málsvara einstakling- anna, eru gegnsýröir af ríkjandi stefnu. Grundvallaratriði pólitíkur á Islandi er að hafna úrræðum markaðarins en stýra með því að úthluta fé skattborgaranna til gæðinga stjórnmálamanna og gælufyrirtækja án tillits til arðsemi. Friedman bendir á tjónið, sem þjóðfélagið hlýtur af því að hafna markaðslögmálunum. Hann hefur víða flett ofan af stjómarstefnu, einnig hjá hægri mönnum. Þó mun fá- títt jafnóhagkvæmt „kerfi” í nokkru landi eins og það, sem við höfum. Frjálshyggjukenningar Friedmans hafa farið um lönd- in sem ferskur andvari. Víða um Vesturlönd hafa hægri flokkar sótt sig og sums staðar framkvæmt einhvera hluta af Friedmanisma — en aðeins nokkurn hluta. Friedmanhjónin segja í bókinni „Harðstjórn tregðunn- ar”, sem kom út í fyrra, að grundvallarbreyting hafi orð- ið á almenningsálitinu hin síðari ár. Hvers vegna hafa áhrif þessarar breytingar því orðið eins lítil og raun ber vitni? Þau segja, að nýjar ríkisstjórnir njóti aðeins sex til níu mánaða „hveitibrauðsdaga”. Eftir það standi breytingar á „þríeyki”, jámbryddu, þar sem fari þeir, sem hafa hagnazt á fyrra kerfi, svo og stjórnmálamenn og embættismannaliðið. Samtrygging þessara hagsmunahópa stöðvi frekari breytingar. Við höfum þótzt sjá slíks merki í starfi núverandi ríkis- stjómar, sem fór vel af stað, en óvíst er um framhaldið. Hagsmunahóparnir hafa hert að ríkisstjórninni síð- ustu mánuði. „Gæðingar” ráðherranna eru víða fyrir og láta ekki sitt ógrátandi. Stjórnarstefnan einkennist æ meira af „reddingum” þeim til handa. Ráðherrar missa sjónar af þjóöarhag. Því hefðu þeir gott af nokkurri endurnæringu. Þeir þurfa að hlýða á Friedman rétt einu sinni. Auðvitað má of mikið af öllu gera. Ekki er unnt að mæla með blindum stuðningi við það, sem Friedman segir. Hann bendir á meinin, en gengur stundum of langt í frjálshyggju sinni. En við þurfum að tileinka okkur það, sem til góðs er, áður en það verður of seint. Þótt ólíku sé saman jafnað má minna á áhrif róttækra skoðana til góðs í ýmsum efnum. Róttækar kvenfrelsis- konur hafa stuðlað að réttarbótum konum til handa, þótt forðast verði fyrir hvern mun að éta allt eftir þeim. Forystumenn stjómarflokkanna eiga þessa daga við- ræður um verkefnalista ríkisstjómarinnar. Kannski koma þau Friedmanhjón á réttum tíma og geta með málflutningi sínum næstu daga minnt ráða- menn á, hvað þjóðinni er fyrir beztu. En jafnlíklegt er, að forystumenn séu of samdauna kerfinu til að heyra. Haukur Helgason. ,Mór virðistþviaugljóstað bankarnir eru einungis að hugsa um eigið skinn. Eru vextimir upp- haf og endir alls? Þegar ég var viö laganám spuröi ég eitt sinn virtan málflutnings- mann, sem nú er látinn, hvernig hann skilgreindi okur. Hann sagöi; Maöur, sem tekur lán í fyrsta skipti, veit að hverju hann gengur. Hann metur þaö meö sjálfum sér, hvort hann getur greitt vextina og ber þá saman viö áætlaöan hagnaö, annaö hvort af völdum veröbólgu eöa endursölu. Nú getur maöurinn ekki staðið í skilum, — og þarf aö fá lán sitt endurnýjað. Þá eru honum e.t.v. settir nýir kostir af lánardrottni, bæði meö vexti og önnur kjör. Þá er hægt að tala um okur, sagöi þessi lögfræðingur, enda er þaö iðulega erlendis aö samningar, geröir undir þessum kringumstæöum, hafa verið ógiltir af dómstólum, og það jafnvel þótt bankar eigi í hlut. Þetta rifjaöist upp fyrir mér þegar ákveðiö var aö hækka vextina. Ég fæ nefnilega ekki séö að neina nauösyn hafi boriö til þess aö hækka vexti, nema þá til þess eins aö auka tekjur bankanna, og þegar ljóst er að vextir á Islandi eru raunvextir eru vandséö rökin fyrir vaxtahækkuninni. Þensla hjá hverjum? Hin opinberu rök voru aö það ætti aö slá á þensluna. En hjá hverjum? Vextir voru þegar hærri en þeir hafa veriö frá því fyrir stríð og sú þensla, sem er í þjóðfélaginu, á sér ekki rætur í of lágum vöxtum. Þvert á móti. Þaö sem einfaldlega er aö gerast er aö fólk, sem býr viö skert lífskjör, hefur tekiö lán til þess að halda lífskjörunum í stað þess aö draga saman neysluna. Þetta var tímabundiö ástand og heföi hætt af sjálfu sér. Þá má halda því fram aö einhver þensla sé á byggingamarkaðnum í Reykjavík vegna mikilla nýbygg- inga í Grafarvogi. Hins vegar hefur lóöaframboöiö þar orðið til þess aö slá á allar hækkanir íbúöa í Reykja- vík og veröbólgueyöandi áhrif lóða- framboðsins eru þannig mun meiri en sú tímabundna þensla sem verður aö sumarlagi þegar menn reyna aö koma grunni sínum upp úr jöröu fyr- irfrost. Eöa eru menn e.t.v. búnir aö gleyma síldarárunum? En á hverjum lendir þá vaxta- hækkunin? Hún lendir einfaldlega á þeim sem verða aö taka lán, hvort sem þeim h'kar betur eöa verr, — atvinnufyrir- tækjunum sem hafa verið rekin meö tapi undanfarin ár og því misst eigið fé í tapreksturinn og þurfa nú rekstr- arlán til þess að halda fyrirtækjun- um gangandi. Vaxtahækkunin dreg- ur ekkert úr þörf þessara fyrirtækja fyrir rekstrarlán. Hún dekkir vissulega myndina fyrir stjórnend- Kjallarinn HARALDUR BLÖIMDAL LÖGFRÆÐINGUR um fyrirtækjanna, — en fjárþörfin minnkar ekki, heldur þvert á móti, því aö nú þarf að greiða meira í rekstrarlán en áöur. Hagnaöur fyrir- tækjanna verður minni, — eöa mögu- leiki þeirra til þess að greiða fólkinu hærra kaup. Þessa dagana er veriö aö ræöa um vandamál Jökuls h/f á Raufarhöfn. Þaö fyrirtæki er djúpt sokkið í skuldafen. Halda menn virkilega aö vaxtahækkun hjálpi þessu fyrirtæki eitthvaö? Bankar hugsa um eigið skinn Mér viröist því augljóst aö bank- arnir eru einungis aö hugsa um eigið skinn. Vaxtahækkunin er sett fram af gömlum vana, Jóhannes er oröinn svo vanur aö biöja um vaxtahækkun aö hann setti hana jafnframt fram eins og Cato gamh baö um eyöilegg- ingu Karþagó. Raunar var Seðla- bankinn andvígur vaxtalækkun ríkisstjórnarinnar þegar hún var framkvæmd í upphafi stjórnartíma- bilsins. Vaxtalækkunin reyndist vera rétt spor. Og menn spyrja sjálfa sig: Hvaö olh því að nú er aUt í einu skipt um stefnu og tekin upp stefna sem er svo fjarlæg eöUlegustu leið? Og setjum þó svo aö einhver þensla hafi veriö sem nauðsynlegt var að slá á. Mátti þaö ekki bíða aðeins? Var ekki veröbólgan á niðurleið og leiö ekki fólkinu betur meö minnk- andi vöxtum og verðbólgu? Voru ekki kjarasamningar framundan? Ef vaxtalækkunarstefnunni gömlu heföi verið haldiö áfram er ég sann- færður um aö auðveldara hefði verið aö ná betri samningum við launþega. Ljóst er aö launþegar hafa tekið á sig þungar byröar. Atvinnureksturinn hefur gert þaö á sama hátt. Ríkis- sjóöur hefur hins vegar ekki dregið úr skattheimtu eða sveitarfélögin úr sinni. Þaö er hægt aö fyrirgefa um stuttan tíma. En menn eru verulega glám- skyggnir ef þeir trúa því aö það sé besta leið til-þess aö ná góöum kjara- samningum fyrir landiö aö gera hvort tveggja í senn aö hækka kostn- aðatvinnurekenda og launþega. Ég sagöi fyrr aö þá kæmi ákvæöi okurlaganna fyrst til framkvæmda þegar lánveitandinn færi aö notfæra sér neyð skuldarans. Og ég get ekki aö því gert aö mér detta okurlögin nokkuð oft í hug þegar ég minnist síðustu vaxtaákvaröana Seðlabank- ans. Eg get ekki séö að þessi vaxta- kjör séu ákveöin með hliösjón af kjörum þeirra sem bundnir eru bönkunum í báöa skó meö afuröa- lán og fjárfestingarlán. Og má svo hafa til hliösjónar aö ís- lenskir bankar lána aldrei í neinni erlendri mynt eöa taka lán í annarri mynt en doliurum, en eru þó bæöi vaxtakjör og gengisáhætta meiri þar en annars staðar. Þó mun Lands- virkjun hafa tekið eitt lán í jenum. Sú mynt hefur ein hækkaö meira en doll- arsíöustumisseri. Nokkrir menn hafa brotist undan ráöríki bankastarfsmanna og tekiö lán gegn vilja þeirra í annarri mynt. Vandamál þeirra manna eru lítil hjá dollaraskuldurunum. Og þegar litiö er til þess að bank- amir taka stórar f járhæöir fyrir þaö eitt aö vera umsjónarmenn með þessum erlendu lánum má þá ekki hugsa sér aö þeir taki einhvern þátt í gengistapinu? A.m.k. finnst mér furöulegt aö auka vaxtatekjur þess- ara stofnana vegna þess, að fyrir- tæki eru pínd til þess aö taka erlend lán í dollurum. Haraldur Blöndal. „Ég fæ nefnilega ekki séð að neina w nauðsyn hafi borið til þess að hækka vexti, nema þá til þess eins að auka tekjur bankanna, og þegar ljóst er að vextir á íslandi em raunvextir em vandséð rök fyrir vaxta- hækkuninni.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.