Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984. 19 ER Á SEY UM HELGINA? Messur Guðsþjónustur í Reykja- víkurprófastsdæmi sunnu- daginn 2. september 1984 ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í. safnaðarheimili Arbæjarsóknar kl. 11.30 ár- degis. Organleikari Krystyna Cortes. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. BREBDHOLTSPRESTAKALL: Messa kl. 11.00 i Breiðholtsskóla. Sr. Lárus Halldórs- son. BCSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 10.00. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. OlafurSkúlason. DÖMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn Hunger Frið- riksson. Sr. Agnes Sigurðardóttir. ELLIHEIMILII) GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. FRlKIRKJAN í REYKJAVÖC: Barna- og fjblskylduguðsþjónusta kl. 11,00. Skirn. Guð- spjallið í myndum. Barnasálmar og smá- barnasöngvar. Sunnudagspóstur handa börnunum. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Við píanóið, Pavel Smíd. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSASKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organleikari Arni Arinbjarnarson. Sr. Hall- dór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Olafur Jóhannsson skólaprestur. Organisti Olafur W. Finnsson. Altarisganga. Þriðjudagur, fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPlTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Arn- grímur Jónsson. KÖPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður í kirkjunni n k. sunnudag vegna þátt- töku organista og kirkjukórs i söngmóti í Skálholti. Sóknarprestur. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2.00 i umsjá sr. Valgeirs Ástráössonar. Þriðjudagur, bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRK.IA: Sunnudagur, guðsþjónusta kl. 11.00 Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Oskar Olafsson. Miðvikudagur, fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Hall- dórsson. SELJASÖKN: Guðsþjónusta verður í öldu- selsskóla kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta verður f Laugarneskirkju kl. 14.00. Fermdur verður Sigurður Ingi Pálsson, Tunguseli 3, P.T. Freiburg, Þýskalandi. Fimmtudagur 6. september verður fyrirbænasamvera í Tinda- seli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. F.VRAKBAKKAKIUKJA: Messa kl. 2.00. Sr. Lárus Halldórsson messar. Sóknarprestur. Sýningar Málverkasýning í Þrastarlundi Arni Guðmundsson, Selfossi, sýnir um þessar mundir nokkrar vatnslita- og olíu- myndir í veitingaskálanum Þrastarlundi. Þetta er önnur einkasýning Arna en fyrstu sýningu sina hélt hann vorið 1982 i Safnahús- inu á Selfossi. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma skálans og henni lýkur sunnudaginn 16. september. Sýningarlok hjá Hreggviði og Páli í Listamiðstöðinni Níi stendur yfir sýning á verkum Hregg- viðs Hermannssonar og Páls S. Pálssonar í sal Listamiðstöðvarinnar á Lækjartorgi. A sýningunni eru um 50 verk — pennateikning- ar, vatnslitamyndir og olíumyndir og eru öll verkin til sölu. Sýningin stendur til 2. september og er opin daglega frá kL 13—19 og um helgar frá 13—22. A myndinni sést Hreggviður við tvö verka sinna. \X^ IEItt vaggspjaldanna sam ar á sýn-\ ingu Ágústu Ágústsson Ásmundarsal. „Bréf til íslands" íÁsmund- fci^ arsal „Bréf til islands nefnist sýning sem opnuö veröur í Ásmundarsal viö Freyjugötu á morgun, laugardag. Þar sýnir Ágústa Agústsson tuttugu pastelmyndir af islensku landslagi, en hún hef ur unniö að gerð landslags- mynda vestur í Bandaríkjunum sl. átta ár með mismunandi efnum s.s. olíu, textíl og pastel. Ágústa er fædd í Reykjavík, en hefur verið búsett í Bandarík junum um árabil. A sýningunni verða einnig fjórtán veggspjöld (plaköt) sem hún hefur gert fyrir fyrirtæki og stofnanir vestur þar. Fyrir nokkur þessara veggspjalda hefur hún hlotið verð- laun og viðurkenningar t.d. frá „Art Director's Club of Boston" og önnur hafa birst á prenti t.d. í „Graphis Posters Annual", „Best in Covers and Posters" og „Print Casebooks V." Sýningin sem stendur til 10 september, veröur opin virka daga frá kl. 16:00-22:00 og frá kl. 14:00- 22:00umhelgar. Þramanníngamír sam sýna I Listasafni ASI við aitt varkanna á sýningunni. DV-mynd Bj. Bj. „EXSEPT-HÓPURINN" SÝNIR í LISTASAFNIALÞÝÐU „Exsept" nefnist hópur sem opnar sem sýnir grafík, Oli G. Jóhannsson sýningu i Listasafni ASI við Grensás- veg á morgun, laugardaginn 1. september. Þeir sem taka þátt í sýningunni að þessu sinni eru Guðmundur Ármann, sem sýnir akrílverk og grafík og Kristinn G. Jóhannsson en hann sýnir olíumálverk og teikningar. Á sýningunni eru um 60 verk þeirra þremenninga sem stofnuðu til þessa sýningahóps fyrir ári í þeim tilgangi að efnatilsýninga. Listamennirnir sem nú sýna í Lista- safni ASI eru afar ólíkir en hafa það markmið að koma verkum sínum á framfæri með samsýningum sem þessari. Stef numót glervina að Kjarvalsstöðum 1 Stefnumót glervina nefnist sýning sem mun prýða vesturgang Kjar- valsstaða 1.—16. september. Það eru íslensku glerlistamennirn- ir Seren S. Larsen og Sigrún O. Einarsdóttir og dönsku glerlista- mennirnir Tchai Munch og Finn Lynggaard sem sýna saman lista- verkúrgleri. Finn Lynggaard var fyrstur til að koma á fót litlu glerverkstæði í Dan- mörku og rekur hann nú verkstæði í Ebeltoft á Jótlandi, ásamt Tchai Munch. Hann hefur skrifað allmarg- ar kennslubækur, bæði um keramik oggler. Dönsku listamennirnir koma til landsins í tilefni sýningarinnar, og mun Finn Lynggaard halda f yrirlest- ur, sem hann kallar: ..Stremmning- er i moderne glaskunst", á Kjarvals- stöðum f immtudaginn 6. september. Ennfremur munu þau blása gler fyrir opnum dyrum í glerverkstæð- inu í Bergvík á Kjalarnesi sunnudag- iftn 9. september, þar sem allir eru velkomnir. V Danski glarlistamaöurinn Tchai Munch, anhúnarain fjögurra glarlista- manna sam sýna listavark úrglariá Kjarvalsstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.