Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKT0BER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Popieluszko var eindreginn stuðningsmaður verkalýðssamtakanna Einingar og góður vinur Lech Walesa, for- manns Einingar. Popieluszko er til hægri en Walesa til vinstri. Kafarar slæða Vislu: Hvergi finnst Popieluszko Kafarar leita enn í ánni Vislu í Póllandi aö líki prestsins Jersy Popieluszko. Einn þriggja lög- reglumanna sem handteknir hafa verið vegna hvarfs prestsins segist hafa ýtt honum út í ána. Eftir að hafa yfirheyrt hina lög- reglumennina tvo ákvað pólska lög- reglan aö leita einnig á botni stíflu- vatns nálægt Vislu í Noröur-Póllandi. Ixigreglan telur aö lögreglumennirnir þrír gefi henni vísvitandi upplýsingar sem stangast á til að reyna aö hindra rannsóknina. Einn lögreglumaöurinn segist hafa drepið Popieluszko en hinir tveir segja aö hann sé enn á lífi. Presturinn var nátengdur hinu bannaða verkalýösfélagi Einingu. Verkalýösleiötogar í Póllandi höföu ráögert stutt verkföll í hinni geysistóru stálbræðslu Huta Wa szawa. Þeir hættu við að hluta til fyrir beiðni Lech Walesa, formanns Einingar. DANSKIR LÖGREGLU MENN: Vilja flótta- menn í sóttkví Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttaritara DVíSvíþjóð: Sextíu lögreglumenn í Kaupmanna- höfn hafa krafist þess aö íranskir og írakskir flóttamenn veröi settir í sótt- kví viö komu til landsins og gangist undir læknisaöstoö þar sem alvarlegra smitandi sjúkdóma hafi orðið vart meöal þeirra. Lögreglumennirnir sem hér um ræöir hafa yfirheyrt flótta- mennina viö komu þeirra til landsins og óttast aö smitast af þeim. Meðal þeirra sjúkdóma sem oröiö hefur vart meðal flóttamannanna má nefna taugaveiki, lekanda, sýfilis og lifrarveiki. „Við höfum veriö algerlega óvaröir gagnvart smithættunni þrátt fyrir aö viö höfum samskipti viö fleiri en 200 flóttamenn á viku, „sagöi talsmaöur lögreglumannanna í blaöaviötali um helgina. Lögregluyfirvöld í Kaupmannahöfn segjast reiöubúin að koma til móts við lögreglumennina og viöræður viö heil- brigöisyfirvöld hafa þegar hafist. Danmörk: Sjúkrasam- lagið óvirkt Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DVíSvíþjóð: Biöstofur danskra heimilislækna hafa staðið hálftómar aö undanförnu. Ástæöan er deila læknanna viö sjúkra- samlagið um launakjör. Hafa læknarn- ir sagt upp samningum sínum og þaö þýöpir aö nú veröa sjúklingamir sjálfir að greiöa læknunum fyrir heim- sóknir sínar til þeirra. Deila þessi hefur nú staðið í mánuö og kannanir hafa sýnt að aöeins 27 prósent af venjulegum sjúklingafjölda hefur leitaö til læknis á þeim tíma. Deilan hefur meöal annars haft þaö í för meö sér að danska sjúkra- tryggingakerfið hefur sparaö um fjórar milljónir danskra króna á degi hverjum. Þaö eru aöeins heimilislæknar í Kaupmannahöfn sem standa utan við deiluna vegna þess aö þeir vinna eftir ööru samkomulagi. Stjórnvöld leitast nú viö aö fá deilu- aðila aö samningaboröinu og sjást merki þess að heimilislæknar standi ekki eins fast á kröfum sínum og áöur enda hafa þeir oröiö fyrir miklu peningatapi í deilunni. Káre Kristiansen, orkumálaráðherra Noregs, og Ahmed Zaki Yamani, olíuráð- herra Saudi-Arabíu, brosa blítt þó Saudi-Arabar séu lítið hrifnir af verðlækkunum Norðmanna á olíu. Vinsældir björguðu Nakasone Yasuhiro Nakasone, hefur unniö valdabaráttu innan Frjálslynda lýöræðisflokkins í Japan og því tryggt sér áframhaldandi setu sem for- sætisráöherra. Nakasone er vinsæll leiötogi og þykir mörgum flokkurinn ekki hafa efni á aö velta honum. Atlaga var þó gerö aö honum innan flokksins á fundum um helgina. Mikil óánægja er með forsætisráðherrann innan flokksins. Formaöur flokksráösins sagöi aö leynileg áætlun hefði veriö gerð um að velta Nakasone úr sessi og skipa vara- formann flokksins, Susumu Nikaido, formann í hans staö. Nikaido er stuðningsmaður Kakuei Tanaka, fyrr- verandi forsætisráöherra sem lenti í miklu mútuhneyksli en hefur enn gífurleg völd innan flokksins. Tanaka var sakfelldur fyrir aö þyggja tveggja milljón dollara mútur frá Lockheed flugvélaframleiöslufyrirtækinu. DV-mynd Þó.G. H Nakasone slapp með skrekkinn í þetta sinn. OPEC minnkar olíufram- l&ðslu sína Ráöherrar hinna 13 OPEC olíufram- leiösluríkja hafa ákveöiö aö minnka olíuframleiðslu sína um 1,5 milljónir tunna á dag. En í dag bíöur þeirra erfiöara verkefni sem er aö skipta niðurskurðinum á milli sín. Ráðherrarnir funda í Genf. Takmarkiö með framleiðslu- minnkuninni er aö reyna aö viðhalda 29 dollara viðmiðunarverði á olíu. Fyrr í þessum mánuöi lækkuöu Noregur, Bretland og Nígería, sem er meðlimur OPEC, veröiö á sinni olíu. Fréttaskýrendur telja aö það verði Saudi-Arabía sem muni bera mestan þungann af niöurskuröinum. Jakarta hristist og skalf Gífurleg sprenging varö í Indónesíu í gær þegar skotfærageymslur ind.ói esíska sjóhers'’s sprungu í loft upp. Ekki er vitað n /e margir fórust. Höfuðborgin Jakarta nristist og skalf á meðan skotfærageymslurnar sprungu á fimm klukkustunda tímabili, frá 9.30 í gærkveldi og langt fram á nótt. Ekki er vitað hvernig sprengmgarn- ar byrjuðu. Vestrænir hernaðarsér- fræöingar sögðust ekki geta útilokað aö um hryðjuverk væri aö ræða. Flytja varð burtu fólk í eins kiló- metra radíus frá sprengjusvæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.