Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTOBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Er dýrt að deyja? Eflaust komast flestir í þá aöstööu á lífsleiðinni aö þurfa aö sjá um jarðar- för. Viö andlát er margt sem þarf að huga aö og margt aö borga, t.d. jarðar- fararkostnaöur, skattar hins látna og fleira. Þjónusta Tvö líkkistuverkstæði eru starfandi í Reykjavík. Jaröarfararþjónusta Kirkjugaröa Reykjavíkurprófasts- dæmis er meö starfsemi sína í Foss- vogskirkju og Líkkistuvinnustofa Ey- vindar Árnasonar er aö Laufásvegi 52. Bæöi verkstæðin hafa alhliða jaröar- fararþjónustu þar sem líkkistur eru smíðaðar, hægt er aö fá allan kistu- búnað svo sem líkklæði, sængurfatnaö og tilheyrandi. Einnig sjá verkstæðin um líkflutninga og blómaskreytingar. Einar Jónsson hjá Jaröarfararþjón- ustu Reykjavíkurprófastsdæmis sagði aö kostnaður viö jaröarför væri frá 23.000 til 26.000 krónur og er þá allt nefnt og jafnframt því prestur og söng- fólk. Á hverju á ég að byrja? Spurning þessi leitar eflaust á flesta þá sem komast í aöstöðu sem þessa. Fyrst er aö fá dánarvottorð hjá lækni þeim sem stundaö hefur sjúklinginn ef hann hefur látist á sjúkrahúsi. Hins vegar, ef hinn látni hefur andast á heimili eöa annars staöar, þarf aö kalla til lækni eöa lögreglu. Þarf þá aö fara fram réttarkrufning. I Reykjavík fer hún fram á Rannsóknarstofu Háskólans viö Barónsstíg og gefur borgarlæknir síöan út dánarvottorö. Tilkynna þarf andlát hjá fógeta og afhenda síöan presti dánarvottoröiö með kvittun frá fógeta. Líkbrennsluathafnir fara fram í Fossvogskirkju á sama hátt nema hvaö kistunni er ekið til brennsluofns í staö grafar aö lokinni kirkjuathöfn. Askan er síðan látin í sérstakt duftker sem má grafa í hvaða vígöan reit sem er. Einar sagöi aö líkbrennsla væri um lOtil 12prósent. Davíö Osvaldsson á Líkkistuvinnustofu Eyvindar Arnasonar sagði aö kostnaö- ur viö jarðarför hjá þeim væri frá 26.000 til 28.000 og blómaskreytingar væru um 3.000 krónur aukalega. Davíö sagði aö Líkkistuvinnustofan væri meö elstu fyrirtækjum í einkaeign á landinu — stofnaö áriö 1900 af Eyvindi Árna- syni, afa Davíðs. Eyvindur fékk fyrsta líkvagninn, sem var hestvagn, áriö 1915 og síðan kom fyrsti líkbíllinn til landsins 1930. Bar hann sama númerið þá og er enn í notkun, R—14. Skattar Menn fá skattaálagningu fram til dánardægurs og er dánarbúið skattlagt. Ef skipti dánarbús dragast fram yfir áramót leggst eignarskattur á nettó-eignina eöa dánarbúiö en hjá einstaklingum eru fyrstu 780.000 krónurnar af nettó-eign eignarskattsla usar. Gestur Steinþórsson, skattstjóri Reykjavíkur, sagöi aö fullur skattur skyldi greiöast af tekjum látinna nema ef sýnt væri fram á ákvæði 66. greinar laga um tekju- og eignarskatt. I grein- inni eru heimildir skattstjóra til aö lækka álagningu ef sýnt er fram á aö elli, hrörleiki, veikindi, slys eða mannslát hafi skert gjaldþol manns verulega. Lrfeyrissjóðir og eignarskattur Pétur Blöndal, formaöur stjómar Landssambands lífeyrissjóöa, sagði að tryggingamar borguðu makalífeyri til eftirlifandi maka svo lengi sem hann er einhleypur og eins er greiddur bamalífeyrir fyrir börn yngri en 18 ára. En lífeyrissjóðir greiða ekki skatta látinna, sagði Pétur. Ef maki fellur frá og eignir em undir skatt- leysismörkunum, sem eru 780.000 krónur eins og áöur sagði, þá er hinn eftirlifandi maki orðinn eignamaöur og þarf þá aö borga tekjuskatt hins látna og eignarskatt því nú tvöfaldast eignir hins eftirlifandi. Pétur sagði aö ekki væri hægt að láta lífeyrissjóöi greiöa skatta hins látna því það yrði mjög flókiö kerfi. „Fólk stendur svo misjafnlega aö vígi gagn- vart sköttunum. Eölilegast væri aö breyta skattakerfinu því þar liggur vandamálið. Taka þarf upp staö- greiðslukerfi svo aö þetta leysist.” -JI A likkistuvinnustofu Eyvindar Arnasonar. R—14, líkhill Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar fyrir utan Dóm- kirkjuna iReykjavik. DV-myndir GVA. iMIM Það eru engin aldurstakmörk á Kanarí enda væri innfæddum ekki stætt á því til lengdar. Það hefur nefnilega spurst út aö á Kanarí sé eitthvað fyrir alla og þeir sem kunna gott að meta eru ekkert á því að láta stoppa sig. T.d. tennis, asnalegir reiðtúrar, sundlaugar, veitingahús, keiluspil, mini- og alvörugolf, skemmtistaðir, verslanir með fríhafnarverði, sportbátar, go-kart bílar, kynnisferðir, kúrekabær, kabarettar, hestaleigur, fuglagarður, hákarlaveiðar, spilavíti, borðtennis og seglbretti. Það er eitthvað fyrir alla og svo margt sem er hægt að gera að þið verðið að passa ykkur að gleyma ekki að fara í sólbað! Verð frá: Leiguflug 3 vikur kr. 25.747,- Brottfarir: Leiguflug: 19. des., 9. jan., 30. jan., 20. febr., 13. mars og 3. apríl. Áætlunarflug: alla miðviku- daga frá og með 31. október. Innifalið: flug, gisting í 2ja manna stúdíóíbúð, akstur til og frá flugvelli á Kanarí og íslensk fararstjórn. URVAL ÚTSÝN Samvinnuferdir-Landsýn FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.