Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Síða 4
20
DV. FÖSTUDAGUR 30. NÖVEMBER1984.
kl. 11.00. Sunnudagur: Messa í Kópavogs-
kirkju kl. 2.00. Altarisganga. Sr. Árni Páls-
son. Fimmtudagur 6. des.: Jóla- og köku-
basar í Safnaðarheimilinu Borgum kl. 20—22
á vegum þjónustudeildar safnaðarins.
LANGHOLTSKIRKJA: Oskastund barnanna
kl. 11.00. Söngur — sögur — myndir. Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14.00. Prédikun: Séra
Árelius Níelsson.Einsöngur: Olöf Kolbrún
Harðardóttir. Kór, organisti og prestur
safnaðarins. Fjáröflunarkaffi Kvenfélagsins
kl. 15—16. Aðventukvöldvaka kl. 20.30. Ávarp
og kynning: Hannes Hafstein. Kór Langholts-
kirkju, stjórnandi Jón Stefánsson. Ræða: Dr.
Þuríður Kristjánsdóttir, konrektor Kennara-
háskólans. Lúðrasveitin Svanur, stjórnandi
Kjartan Oskarsson. Ljóðalestur: Ragnheiður
Lóa Björnsdóttir. Helgistund. Kaffiveitingar.
LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur
I. des.: Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð, kl.
II. 00. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Messa kl. 2.00. Altarisganga. Sigríður
María Guðjónsdóttir syngur einsöng. Kveikt á
aðventukransinum. Mán. 3. des.: Jólafundur
Kvenfélags Laugarnessóknar kl. 20.00.
Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson.
NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund
aldraðra kl. 15.00. Kristín M. Magnúss leik-
kona kemur í heimsókn (Ferðaleikhúsið). Sr.
Guðmundur Oskar Olafsson. Sunnudagur:
Barnasamkoma kl. 11.00. I.jósamessa sem
fermingarbörn annast kl. 14.00. Organleikari
Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson.
aðventustund kl. 17.00. Baldur Jónsson for-
maður sóknarnefndar flytur ávarp. Davíð
Scheving Thorsteinsson framkvstj. talar.
Friðbjörn G. Jónsson syngur einsöng.
Strengjasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness
leikur, undir stjórn Jakobs Hallgrímssonar.
kór Melaskólans syngur, stjómandi Helga
Gunnarsdóttir, orgelleikur Jónas Þórir Þóris-
son. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánudagur:
Æskulýðsfundur kl. 20.00. Miðvikudagur:
Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Hall-
dórsson. Fimmtudagur: Biblíumessa kl.
20.00. Ath. opið hús fyrir aldraða á vegum
Kvenfélagsins, þriöjudaga og fimmtudaga kl.
12-17.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skólanum kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í
íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guðsþjón-
usta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Að lokinni
guðsþjónustu er basar Kvenfélágs Seljasókn-
ar i Ölduselsskólanum. Þriðjudagur 4. des. kl.
20.30: Jólafundur Kvenfélags Seljasóknar í
kennarastofu Seljaskóla. Fimmtudagur 6.
des.: Fyrirbænasamvera Tindaseli 3, kl.
20.30. Seljasjókn.
SELTJARNARNESSÓKN: Kirkjudagur.
Ljósamessa í félagsheimilinu kl. 11 árd. sem
fermingarbörn annast. Safnaðarkór
Seltjarnarness syngur. Organleikari
Sighvatur Jónasson. Börn úr Tónlistarskóla
Seltjarnarness leika á blásturshljóðfæri,
undir stjórn Skarphéðins Einarssonar. Sr.
Frank M. Halldórsson. Aðventukvöld kl. 8.30 í
féiagsheimilinu. Andrés Björnsson útvarps-
stjóri flytur ræðu. Elín Sigurvinsdóttir
syngur. Undirleikari Reynir Jónasson. Sr.
Guðmundur Oskar Olafsson flytur lokaorð.
Sóknarnefndin.
FRÍKIRKJAN HAFNARFIRÐI: Barnasam-
koma kl. 10.30. Guösþjónusta kl. 14.00.
Fermingarbörn aöstoða. Orgel og kórstjórn
Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson.
PRESTAR REVKJAVÍKURPRÓFASTS-
DÆMIS. Fundur í hádeginu á mánudag í Hall-
grímskirkju.
Aiþýðuleikhúsið
sýnir Beisk tár Petru von Kant eftir Fassbind-
er á Kjarvalsstöðum laugardag og sunnudag
kl. 16.00 og mánudagskvöld kl. 20.30. Leikritið
er í þýðingu Böðvars Guðmundssonar, leik-
stjórn annast Sigrún Valbergsdóttir. Þetta er
fyrsta leikverk Alþýðuleikhússins í vetur og
hefur aðsókn verið mjög góð.
íslenska Óperan
íslcnska óperan sýnir Carmen um helgina.
íslenska óperan sýnir Carmen þrisvar um
þessa helgi, í kvöld, laugardags- og sunnu-
dagskvöld og hefjast allar sýningarnar kl.
20.00. Var sýningum fjölgað vegna mikillar
PÚNIK OG EINAR
OG DANSBAND ÚNNU
VILHJÁLMS.
FÚSTUDAGS- OG
LAUGARDAGSKVÚLD.
KVÚLDVERÐUR KL.
8-10.
HÚSIÐ OPIÐ TIL KL. 3.,
Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina
Hátíðahöld stúdenta
1. desember
Að venju fagna stúdentar fullveldis-
deginum með fjölbreyttum hátíðahöld-
um. Aö þessu sinni verður hátíðardag-
skrá í Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut og hefst hún kl. 14.00. Þar
veröa flutt ávörp og skemmtiatriði.
M.a. koma fram Stúdentaleikhúsiö,
Háskólakórinn, Strengjakvartett og
Eggleikhúsið. Nemendur úr Fóstur-
skóla íslands sjá um barnagæslu og
boðið verður upp á veitingar.
Um kvöldiö veröur svo 1. des. dans-
leikur í Sigtúni og mun hljómsveitin
Kikk leika fyrir dansi. Húsið verður
opnað kl. 22.00 og stendur ballið til kl.
3.00. Það er Félag vinstrimanna í Há-
skóla íslands sem hefur veg og vanda
af hátíðahöldunum að þessu sinni.
Magnús Heimir
í Ásmundarsal
Magnús Heimir Gíslason bygginga-
fræðingur opnar á morgun, laugar-
daginn 1. des., sýningu á um 40 vatns-
litamyndum í Ásmundarsal við
Freyjugötu í Reykjavík.
Á sýningunni verða landslag'smyndir
og myndir frá sjávarsíðunni.
Sýningin, sem er sölusýning, stendur
yfir frá laugardeginum 1. des. til
sunnudagsins 9. des. og verður opin frá
kl. 16—22 virka daga og frá kl. 14—22
umhelgar.
Þetta er önnur einkasýning
MagnúsarHeimis.
Litbrigði
— Ljósmyndasýning að Kjarvalsstöðum
Hörður Vilhjálmsson ljósmyndari
heldur ljósmyndasýningu aö Kjarvals-
stööum dagana 1.—16. desember.
Á sýningunni eru 35 ljósmyndir,
landslagsmyndir og haustlitamyndir.
Hörður lauk námi hjá Öla Páli
Kristjánssyni ljósmyndara 1971 og
stundaði framhaldsnám við Harrow
College og Technology and Art
veturinn 1975—76.
Hann hefur starfað sem ljósmyndari
við Landsbókasafn Islands og Dag-
blaðið, rak ljósmyndastofu um skeið
en hefur starfað hjá Sjónvarpinu síðan
.1981.
Höröur hefur tekiö þátt í þremur
samsýningum fréttaljósmyndara en
þetta er fyrsta einkasýning hans.
GalleríBorg:
Sýning á verkum
Sigurðar Thoroddsen
Sýning á 50 vatnslitamyndum eftir
Sigurð Thoroddsen verkfræðing var
opnuö í Gallerí Borg í gær, fimmtu-
daginn 29. nóvember. Sýningin stendur
til mánudagskvölds 10. desember.
Siguröur Thoroddsen lést í j úlí-.
mánuöi 1983 á áttugasta og ööru
aldursári. Hann var sjálfmenntaöur
myndlistarmaöur, málaði og teiknaöi í
frístundum sínum, en aöalstarf hans
var á sviði verkfræði. Árið 1974 hætti
hann öllum verkfræöistörfum og
helgaöi sig myndlistinni þau ár sem
hann átti ólifuö.
aðsóknar en fáar sýningar eru nú eftir fyrir
jól. Til kynningar fyrir þá sem ekki þekkja
söguna af Carmen má í stuttu máli segja aö
Carmen er sigaunastúlka sem þekkir ekkert
nema frelsið og lætur enga og ekkert svipta
sig því. Hún lifir aðeins fyrir sig sjálfa en er
ákaflega trú lögmálum tataranna sem hopa
aldrei af hólmi heldur leggja aleiguna undir,
jafnvel lífið sjálft.
Litli Kláus og stóri Kláus í
Bæjarbíói, Hafnarfirði
Á sunnudag sýnir Revíuleikhúsið leikritið
Litla Kláus og stóra Kláus eftir H.C. Ander-
sen í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Jón Olafsson
samdi tónlistina í sýningunni og Karl Ágúst
Ulfsson samdi söngtexta. Leikmynd gerði
Baldvin Bjömsson og leikstjóri er Saga Jóns-
dóttir. Um tuttugu manns taka þátt í sýning-
unni og verður sýning eins og fyrr segir,
sunnudag kl. 14. Miðapantanir í sjálfvirkum
símsvara allan sólarhringinn í síma 46600.
Anna Frank, Gísl og
Félegt fés
Sýningum fækkar á Gísl
1 kvöld (föstudagskvöld) og annað kvöld
sýnir Leikfélag Reykjavíkur nýjustu sýningu
sína Dagbók Önnu Frank sem byggö er á
hinni víðfrægu dagbók gyðingastúlkunnar
önnu Frank frá stríðsárunum. Leikur
Guðrúnar Kristmannsdóttur í hlutverki
önnu hefur vakið mikla athygli og raunar
hafa leikendur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í
þessari sýningu sem Hallmar Sigurðsson
stjórnar. Meðal leikenda eru Sigurður
Karlsson, Valgerður Dan, Jón Sigurbjörns-
son, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Gísli Hall-
dórsson, Kristján Franklín Magnús, Ragn-
heiður Tryggvadéttir, Maria Sigurðardóttir
og JónHjartarson.
Á sunnudagskvöldið er hið vinsæla verk
Gísl sýnt og fer nú sýningum fækkandi á því
verki. Þar fara með stærstu hlutverk: Gísli
Halldórsson, Margrét Helga Jðhannsdóttir,
Jóhanu Sigurðarson, Guðbjörg Thoroddsen,
Hanna María Karlsdóttir, Jón Sigurbjörns-
son, Guðmundur Pálsson og Þorsteinn
Gunnarsson. Sígurður Rúnar Jónsson stjórn-
ar tónlistinni sem er mikil í verkinu en leik-
stjóri er Stefán Baldursson.
Á laugardagskvöldið er nýjasti skopleikur
ítalska háðfuglsins Dario Fo sýndur í Austur-
bæjarbíói á miðnætursýningu. Er þaö Félegt
fés sem Þórarinn Eldjárn færði í íslenskan
búning og Gísli Rúnar Jónsson leikstýrir.
Aðalsteinn Bergdal leikur forstjóra FIAT-
verksmiðjanna og einnig einn starfsmanna
hans, sem í verkinu bera sama andlitið og
veldur það endalausum misskilningi. Bríet
Héðinsdóttir er kona hans og í öðrum stórum
hlutverkum eru Þorsteinn Gunnarsson,
Hanna María Karlsdóttir, Guðmundur Páls-
son og Kjartan Ragnarsson. Miðasala á
Félegt fés er í Austurbæjarbíói.
Leiklistarskóli
íslands
kynnir Kirsjuberjagaröinn.
Nemendur 3ja bekkjar Leiklistarskóla
Islands kynna Kirsjuberjagarðinn eftir
Tsékov í félagsheimilinu Seltjamarnesi
Hádegisjass á
Hótel Loftleiðum
1 hádeginu á sunnudaginn verður að venju
spilaður jass í Blómasal á Hótel Loftleiðum.
Milli skinns og hörunds eftir Olaf Hauk
Símonarson verður sýnt á sunnudagskvöld.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, en leik-
myndin er eftir Grétar Reynisson. Með helstu
hlutverk í verkinu fara Gunnar Eyjólfsson,
Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason,
Sigurður Sigurjónsson, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Heiðrún
Edda Backmann. Áleitiö leikrit um okkar
tíma og hag þjóðarfjölskyldunnar.
Góða nótt, mamma, eftir Marsha Norman
verður sýnt á Litla sviðinu á sunnudags-
kvöld. Leikstjóri er Lárus Ymir Öskarsson,
en Þorbjörg Höskuldsdóttir gerir leikmynd-
ina. Kristbjörg Kjeld og Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir fara með hlutverkin i leiknum.
Nýtt og athyglisvert bandariskt verðlauna-
leikrit, sem um þessar mundir er sýnt víöa
um heim.
sunnudaginn 2. des. kl. 20, þriðjud. 4. og
miðvikud. 5. des. kl. 20.
Þrjú leikrit í Þjóðleikhúsinu
um helgina:
Skugga-Sveinn, Milli skinns og hörunds og
Góða nótt, mamma.
Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumsson
verður sýndur í Þjóðleikhúsinu á föstudags-
og laugardagskvöld (5. og 6. sýning) og er
þegar uppselt orðið á laugardagskvöld. Leik-
stjórnin er í höndum Brynju Benediktsdóttur
en Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og
búninga. Erlingur Gíslason leikur titilhlut-
verkið, en Árni Tryggvason leikur Grasá-
Guddu, Randver Þorláksson leikur Gvend
smala, Borgar Garðarsson leikur Sigurö í
Dal, Pétur Einarsson leikur Lárenzíus sýslu-
mann, Hákon Waage leikur Jón sterka og
meðal annarra leikenda eru Sigrún Edda
Björnsdóttir, örn Árnason, Ketill Larsen og
Asa Svavarsdóttir. Leikrit um mannlif og
þjóðtrúá 17. öld.
Græna brúðkaupsveislan í
Bæjarbíói, Hafnarfirði
Sunnudaginn 2. desember kl. 20.30 verða
sýndir þrír einþáttungar í Bæjarbíói. Leikfé-
lag Kópavogs sýnir Brúðkaupsferðina eftir
Dorothy Parker. Leikfélag Mosfellssveitar
sýnir Ferðina til skugganna grænu eftir Finn
Methling og Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir
Veisluna eftir Ference Molnár.
Litla leikfélagið í Garði
frumsýnir gamanleikinn Vondur, verri, verst-
ur eftir Kristin Kristjánsson í samkomuhús-
inu Garði, sunnudaginn 2. desember kl. 20.30.
Leikstjórar eru Jón Kjartansson og Ragn-
heiður Tryggvadóttir.
Tónleikar