Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Síða 10
58 DV. LAUGARÐAGUR 8. DESEMBER 1984. Grísaveisla gnðanna Um þessi jól fáift þið tækifæri til að borða grísasteik með ásum í Valhöll. Þátt- takendur geta verið frá tveimur og upp í sex. Hver um sig er með sinn spilahund. Teningur er notaður í leiknum og fært um jafnmarga reiti og punktarnir eru sem koma upp á teningnum. Það hefur bæði sína kosti og sína galla að lenda á svörtum reitum. Um það lesið þið í reglunum. Sá sem kemst fyrstur á 50 vinnur grísasteikina. 1. Kastaðu teningnum og færðu áfram. Ef maöur fær 1 á að færa fram á reit númer7. 5. Þú færð að keyra í vagni Þórs sem dreginn er áfram af geithöfrum. Færðu fram á númer 10. 8. Fenrisúlfurinn fer í veg fyrir þig. Farðu fjóra reiti afturábak. 11. Dvergarnir smíða gullskart sem þú átt að hafa með til Freyju. Bíddu eina umferð á meöan hinir kasta upp teningnum. 13. Hrafnar Oðins: Huginn og Muninn sjá allt og heyra. Þeir segja að þaö sé ekki hægt að færa fram nema maður fái oddatölu. 17. Freyja verður svo hrifin af gullskartinu að hún lánar þér arnarham sinn. Fljúgðu framá24. 21. Hinn lúmski Loki reynir að gabba þig. Ef það kemur upp jöfn tala á teningn- um máttu færa fram. Ef það kemur upp oddatala verður þú að færa aftur. 26. Þú færö Sleipni, hest Oöins, lánaðan. Hann er með átta fætur svo að þú get- ur farið helmingi lengra áfram en teningurinn segir til um. 33. Jötunn stelur Mjölni, hamri Þórs. Þú verður að hjálpa honum við að klófesta hann aftur. Hentu teningnum upp tvisvar í röð. Færðu aftur á bak fyrir fyrra kastið og áfram fyrir það seinna. 37. Epli Iðunnar valda því að jötnarnir eru ungir og ferskir. Þú færð epli og aukakast. 41. Heimdallur gætir regnbogabrúarinnar Bifrastar. Hann leyfir þér að færa þig yfir á númer 46. 45. Miðgarðsormurinn liggur í leyni. Bíða verður með að færa áfram þar til maður fær annaðhvort 2 eða 4. 50. Þú ert kominn í mark og færð heilmikla grísasteik af Sæhrímni, svíninu sem er slátrað á hverjum degi og vex aftur yfir nóttina. Ef teningarnir sýna fleiri göt en maður þarf verður að telja fram á númer 50 og því næst til baka aftur. Maður er ekki búinn að vinna fyrr en maður lendir akkúrat á 50. ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.