Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 26
74 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984. Edda og Helga- og karlmannslausar Allra nýjasta uppátæki Islendinga í feröamennsku eru hinar svonefndu kvennaferðir til Parísarborgar undir leiösögn þeirra stallsystra Henríettu og Rósamundu, öðru nafni Helgu Thor- berg og Eddu Björgvinsdóttur. Þær Edda og Helga eru svo þjóö- kunnar af leiklist og allskonar skemmtilegheitum að það væri aö bera í bakkafullan lækinn að kynna þær hérna, en kvennaferðir þeirra til hinnar sögufrægu stórborgar eru merkileg nýjung sem vert er að greina frá. Kvennaferðirnar eru — eins og reyndar nafnið ber með sér — þess- háttar feröalög, að eintómar konur eru meö í förinni en engir karlmenn, hvorki leiðbeinendur né farþegar. Það hefur ekki staðið á margskonar góðu gríni varðandi þessi Parísar- ferðalög fósturlandsins Freyju — menn þykjast sjá fyrir sér linnulaus ástarævintýri, framhjáhald og daður, og til eru þeir karlmenn sem finnst þaö ganga skilnaði næst að sjá á bak sinni heittelskuðu í slagtog með þeim Henri- ettu og Rósamundu og hver veit nema tiihugsunin um vöxtulegan franskan karlpening hafi oftar en ekki kveikt ferðalöngunina hjá hinu ljósa kyni. Menning og afþreying En hvaö í ósköpunum hafast þær aö þama syðra, Rósamunda og Henríetta og allar hinar? Og hvernig datt þeim eiginlega í hug, þeim stöllum, að fara þetta karlmannslausar út í veröldina — hvað höfum við karlamir eiginlega til saka unnið að sitja eftir með sárt ennið meöan þær valsa um París og skemmta sér ósleitilega? Það kemur á daginn, er við spyrjum þær Eddu og Helgu, að tilgangur ferð- anna er fyrst og fremst sá að gefa örþreyttum, íslenskum konum kost á menningarlegri afþreyingu — einhverjum kann að finnast menning og afþreying útiloka hvort annað en það finnst ekki þeim stöllum, nema síður væri. Sem sagt: ógleymanlegt Parísardvölin hefst á því að farið er með allan kvennafansinn í skoðunar- ferð um Parisarborg þvera og endi- langa til þess að veita þátttakendum einskonar heildarsýn yfir hina sögu- frægu menningarborg. Það er farið með konumar í hinar og þessar ginn- helgar kirkjur, svo sem Notre Dame, Sacre Coeur. Það er ekið með þær eftir breiögötunni miklu frá Concorde-torgi til Sigurbogans. Þær sigla saman á Signu og plampa um stærsta flóa- markaðí Paris. Það er farið með þær til Mont- martre, listamannahverfisins fræga, og síöan verja þær heilum degi í Pompidousafninu. Pompidousafnið er liklega sú bygg- ing heimsins sem flestir gestir koma til, og þar getur aö líta hér um bil alla þá nútímalist sem mannsaugaö þolir að skoða; þar eru bókasöfn, leiksvið, hljómleikasalir og tölvubúin hljóöver af fremstu gerð; þar eru stanslaust í gangi ljósmyndasýningar, kvikmynda- BALDUR HERMANNSSON RÆÐIR VIÐ EDDU BJÖRGVINSDÓTTUR OG HELGU THORBERG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.