Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Side 2
24
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984.
Sjónvarp
Sjónvarp
Stjórn upptöku: Þráinn Bertels-
son. Áöur sýnt í sjónvarpinu á ný-
ársdag 1980,.
16.10 Tommi og Jenni. Aðfangadag.
Bandarísk teiknimynd.
16.15 Hlé.
22.00 Aftansöngur jóla í sjónvarps-
sal. Biskup Islands, herra Pétur
Sigurgeirsson, predikar og þjónar
fyrir altari. Dómkórinn og Skóla-
kór Kársness syngja undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur og Mar-
teins H. Friðrikssonar sem einnig
leikur á orgel.
22.50 Jólaljóð eftir Peter Cornelius.
Olöf Kolbrún Haröardóttir flytur
sex jólaljóð eftir Peter Cornelius.
Guörún A. Kristinsdóttir leikur á
píanó. Söngkonan kynnir efni Ijóð-
anna en þau eru um fæðingu Jesú-
barnsins og jólahátíðina. Upptöku
stjórnaði Tage Ammendrup.
23.15 Dagskrárlok.
Sjónvarp aðfangadagskvöld kl. 23.00:
ÓLÖF KOLBRÚN í
SJÓNVARPSSAL
Olöf Kolbrún Harðardóttir syngur
einsöng í sjónvarpi á aöfangadags-
kvöld og syngur þar jólalög. Oþarfi er
að kynna Olöfu fyrir Islendingum, hún
hefur nú um skeið verið ein þekktasta
og vinsælasta söngkona hér á landi og
viröist einu gilda hvort hún leggur
fyrir sig óperusöng eöa ljóðasöng því
allt gerir hún jafnvel. Það veröur
eflaust hugguleg stund framan við
sjónvarpstækið þegar Olöf syngur á
aðfangadagskvöld.
Sjónvarp aðfangadag klukkan 14.15:
BEÐIÐ EFTIR
JÓLUNUM
Á meðan börnin bíða þess á
aðfangadag aö fá að taka upp pakkana
mun sjónvarpiö hafa ofan af fyrir þeim
meðýmsumóti.
Barnaefni í sjónvarpinu hefst þann
dag klukkan 14.15 með svokallaðri aö-
fangadagssyrpu þar sem endursýnt
verður innlent og erlent barnaefni úr
Stundinni okkar. Fyrst er þar að nefna
mynd um Strumpana góökunnu og
heitir þátturinn Haraldur í Skrýpla-
landi. Er það brúðuleikur með söngv-
um og um brúöurnar sjá þær stöllur
Hallveig Thorlacius, Helga Steffensen
og Helga S. Harðardóttir, að ógleymd-
um Haraldi Sigurðssyni sem leikur
sjálfansig.
Á eftir Strumpunum koma tvær
þýskar teiknimyndir sem nefnast
sögumar hennar Siggu og Bósi. Þá
veröur sýndur brúðuleikurinn Sigga
og skessan eftir Herdísi Egilsdóttur.
Glámur og Skrámur í Sælgætislandi
koma næst en þaö er brúðuleikur með
söngvum. Andrés Indriðason samdi
textana en tónlistina þau Ragnhildur
Gísladóttir og Þórhallur Sigurösson.
Gunnar Baldursson gerði brúðurnar en
leikararnir Róbert Arnfinnson, Halli
og Laddi fara með stærstu hlutverkin.
Klukkan 14.45 veröur sýnd kín-
verska teiknimyndin Fiskimaöurinn
og fuglinn Matgoggur. Aö því loknu
kemur mynd um Paddington og nefnist
hún Paddington fer í skóla. Klukkan
15.20 veröur svo endursýnt meira af
íslensku efni en það er Gauksklukkan,
sovéskt brúðuleikrit í sviðsetningu
Leikbrúðuiands. Bríet Héðinsdóttir er
leikstjóri, Atli Heimir Sveinsson sér
um tónlistina og um brúðurnar sjá
Helga Steffensen og Hallveig
Thorlacius.
Að síðustu verður jólamynd með
Tomma og Jenna þar sem þeir
félagamir verða í sannkölluðu jóla-
skapi.
Sjónvarpid verður með sérstaka barnadagskrá isjónvarpinu á aðfangadag.
Þessi mynd er úr kinversku teiknimyndinni Fiskimaðurinn og fugiinn Mat-
goggur.
Rósa fngólfsdóttir teiknaði myndir sem tengjast sögu Viðeyjar. Hér sjáum við eina þeirra en við fáum að
sjá margar i sjónvarpsþættinurn á jóladag.
Sjónvarp á jóladag kl. 20.20:
VIÐEY MEÐ SUNDUM
Sjónvarpið lét gera á þessu ári mynd
um sögu Viðeyjar frá upphafi til vorra
daga. Greint er frá því margþætta
hlutverki sem hún hefur gegnt í gegn-
um aldirnar og spurt er hvert megi
verða hlutskipti eyjarinnar í framtíö-
inni.
Saga Viðeyjar er merkileg fyrir
margra hluta sakir. Þar var í eina tíð
eitt merkasta klaustur á Islandi, þar
áttu örlagaríkir atburðir sér stað um
siðaskiptin og í Viöey var eitt helsta
höfuðból Islands um langan aldur.
Skúli Magnússon landfógeti reisti bú
sitt í eynni og bjuggu arftakar hans í
Viðey eftir hans dag. Skömmu eftir
aldamót lét Milljónafélagið byggja þar
fyrstu hafskipahöfnina við Faxaflóa og
var hún þá helsta umskipunarhöfn
landsins og miðstöð utanríkisversl-
unar.
Kvikmyndin er 70 mínútna löng og er
myndefnið sótt til eyjarinnar og þeirra
minja sem minna þar á fyrri tíma.
Ljósmyndir úr safni Örlygs Hálfdánar-
sonar veita innsýn í lífiö í eynni um og
upp úr aldamótum og fylgst er með
gömlum Viöeyingum sem heimsækja
æskustöðvamar. Jón Ásgeirsson hefur
samið tónlist við myndina og Rósa
Ingólfsdóttir teiknaöi fjölda mynda
sem tengjast sögu eyjarinnar.
Þriðjudagur
25. desember
JÓLADAGUR
18.00 Jólastundin okkar. Fylgst er
með jólaundirbúningi og jólahaldi
á heimili afa og ömmu. Þau fá þrjú
barnabörn sér til aðstoðar enda er
von á mörgum gestum. Þeir veröa
þó fleiri en vænst var.Þama komu
jólasveinninn Stúfur, Grýla gamla
og fleiri boöflennur. Afa og ömmu
leika Karl Guðmundsson og Soffía
Jakobsdóttir en Hrannar Sigurðs-
son, Sólveig Arnardóttir og Unnur
Stefánsdóttir leika barnabörnin.
Guömundur Ingólfsson sér um tón-
listina. I jólaboðinu er líka flutt
brúðuleikritið „Engillinn sem rat-
aði ekki heim” sem Helga Steffen-
sen bjó til flutnings. Umsjónar-
menn jólastundar eru Ása H.
Ragnarsdóttir og Þorsteinn Mar-
elsson, Gunnar Baldursson gerði
leikmynd og upptöku stjórnaði
Valdimar Leifsson.
19.00 Hlé.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.15 Jólahugleiðing. Þórir Kr. Þórð-
arson, prófessor, flytur.
20.25 Viðey með Sundum. Heimilda-
mynd sjónvarpsins um sögu Við-
eyjar á Kollafirði frá upphafi til
vorra daga. Greint er frá því
margþætta hlutverki, sem þetta
forna höfuöból hefur gegnt á liðn-
um öldum sem klaustur, valda-
setur og verslunarhöfn, og hugað
er að hlut eyjarinnar í framtíöinni.
Handrit og texti: Sigurður Gríms-
son. Tónlist: Jón Ásgeirsson.
Kvikmyndun: Baldur Hrafnkell
Jónsson. Hljóö: Böðvar Guö-
mundsson. Klipping: Jimmy Sjö-
land. Grafík: Rósa Ingólfsdóttir.
Ráðgjöf og aðstoð við öflun heim-
ilda: Ari Trausti Guðmundsson,
sr. Bjarni Sigurðsson, Sigurður
Líndal og örlygur Hálfdánarson.
21.35 Biáa stúlkan. Brúðulátbragðs-
leikur um ástina eftir Messíönu
Tómasdóttur. Tónlist: Karólína
Eiríksdóttir. Stjórn upptöku: Við-
ar Víkingsson.
21.55 Fanný og Alexander. Fyrsti
hluti. Sænsk sjónvarpsmynd í f jór-
um hlutum eftir leikstjórann Ing-
mar Bergman. Aðalhlutverk:
Bertil Guve, Pemilla Alwin, Ewa
Fröling, Allan Edwall, Jan Malm-
sjö, Gunn Waallgren, Erland
Josephson og Jari Kulle. Myndin
gerist í smábæ í Svíþjóð snemma á
öldinni. Hún lýsir einu ári í lífi
Ekdahlsættarinnar sem meðal
annars rekur leikhúsið í bænum.
Þetta er f jörmikið fólk og litríkt og
ekki laust við mannlega bresti en
miðdepill atburðanna er Alexand-
er, 10—11 ára drengur með auðugt
imyndunarafl. I fyrsta hluta er
fylgst meö jólagleði Ekdahlsættar-
innar en síöan valda óvæntir at-
buröir þáttaskilum í lífi Fannýjar
og Alexanders. Bíómyndin Fanný
og Alexander hlaut fern óskars-
verðlaun á þessu ári. Þýöandi Jó-
hanna Þráinsdóttir. Annar hluti
verður sýndur 28. desember.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
23.30 Dagskráriok.
Miðvikudagur
26. desember 1984
ANNAR JÓLADAGUR
18.00 Þjóðlagahátíð í Munchen.
Listafólk frá tíu löndum flytur
þjóðlög og söngva og sýnir
þjóödansa. Kynnir Petra
Schiirmann. Þýðandi Veturliöi
Guðnason. (Evróvision — Þýska
sjónvarpiö).
19.25 Aftanstund. Barnaþáttur meö
innlendu og erlendu efni:
Söguhomið — Jólakötturinn
bregður sér í bæinn eftir Iðunni
Steinsdóttur. Höfundur segir
söguna en myndirnar teiknaði
Guömundur J. Guðjónsson, Tobba,
Litli sjóræninginn, og Högni
Hinriks.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Gullna hliðið. Leikrit eftir
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Á undan sýningunni flytur Valur
Gíslason Prologus höfundarins.
Leikstjóri Ágúst Guðmundsson.
Persónur og leikendur: Kerling:
Guðrún Þ. Stephensen. Jón: Jón
Sigurbjörnsson. Vilborg: Sigur-
veig Jónsdóttir. Övinurinn: Arnar
Jónsson. Lykla-Pétur: Róbert
Arnfinnsson. Þjófur: Harald G.
Haraldsson. Böðull: Sigurður
Skúlason. Drykkjumaður: Hjalti
Rögnvaldsson. Kona: Margrét
Helga Jóhannsd. Ríkisbubbi:
Borgar Garðarsson. Sýslumaður:
Pétur Einarsson. Foreldrar kerl-
ingar: Sigríður Hagalin og Guð-
mundur Pálsson. Prestur: Gestur
Einar Jónasson. Helga: Edda
Björgvinsdóttir. Bóndinn: Þráinn
Karlsson. Fiðlungur: Egill Olafs-
son. Páll postuli: Steindór Hjör-
leifsson. María mey: Kristín
Kristjánsdóttir. Mikael erkiengill:
Pálmi Gestsson og fleiri. Mynda-
taka: Einar Páll Einarsson. Lýs-
ing: Haukur Hergeirsson. Hljóð:
Vilmundur Þór Gíslason og Bjarni
Rúnar Bjarnason. Sviðsmynd:
Gunnar Baldursson. Vatnslita-
myndir: Snorri Sveinn Friðriks-
son. Förðun og andlitsgervi:
Ragna Fossberg. Búningar:
Hulda Kristín Magnúsdóttir.
Stjórn upptöku: Andrés Indriöa-
son. Sinfóníuhljómsveit Islands
flytur tónlist eftir Pál Isólfsson.
22.40 Dómkirkjur. Kanadísk heim-
ildamynd um miðaldakirkjur í
gotneskum stíl. Þýðandi og þulur
Ingi Karl Jóhannesson.
23.15 Dagskrárlok.
Föstudagur
28. desember
19.15 Á döfinni. Umsjónarmaöur
Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
19.25 Krakkamir í hverfinu. 2.
Kleina fer á sjúkrahús. Kana-
dískur myndaflokkur í þrettán
þáttum, um atvik í lífi nokkurra
borgarbarna. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirogveður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Duran Duran í sviðsljósinu.
Dægurlagaþáttur með hljóm-
sveitinni Duran Duran. Þátturinn
var tekinn upp á þessu ári í Oak-
land í Kaliforníu sem var einn við-
komustaða Duran Duran í hljóm-
leikaferð kringum jörðina. Þar
léku þeir félagar tólf vinsælustu
lög sín fyrir 60.000 áheyrendur.
21.40 Fanný og Alexander. Annar
hluti. Sænsk framhaldsmynd í
fjórum hlutum eftir Ingmar Berg-
man. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Þriðji hluti er á dagskrá að
kvöldi nýársdags. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið).