Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Qupperneq 12
12 DV. MÁNUDAGUR14. JANOAR1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgroiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. , Askriftarverð á mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Eluráófriði Urskurður Kjaradóms um launahækkun til æðstu emb- ættismanna mun verða til að spilla komandi almennum kjarasamningum. Þessir „toppar” í kerfinu fá margir hverjir mun meiri hækkun en launþegar almennt. Launa- hækkunin er misjöfn, en allt upp í 37 prósent, sem alþingismenn hljóta. Fréttir af þessu hafa valdið reiði meðal almennings. Sjálfur segir forsætisráðherra, að hækkanir á launum æðstu embættismanna séu óhugnanlegar. Ráðherrann sér, hver áhrifin verða í næstu almennum samningum. Hafa landsfeðurnir ekki margsinnis sagt, aö nú beri að nota „hið takmarkaöa svigrúm í efnahagsmálum” til að bæta kjör þeirra, sem verst eru settir? En svigrúmið hefur veriö notað til að hækka laun hinna bezt launuðu meira en hinna. Auðvitað ber ríkisstjórnin sem slík ekki ábyrgð á niður- stöðum óháðs Kjaradóms, þótt margir haldi, að svo sé. En ráðamenn munu flestir láta sér vel líka, hvernig farið hefur um laun þeirra sjálfra. Dómurinn nefnir forsendur, sem ýmsum er erfitt að mótmæla. Meðal annars voru síð- ustu kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ekki gerðir fyrir hina lægstlaunuðu. Kjaradómur rekur í greinargerð þróun mála. Samningar BSRB um breytingar á launastiga „fólu í sér meiri hækkun launa í efstu launaflokkunum en í hinum lægri...”, segir Kjara- dómur. Dómurinn dregur þær ályktanir, að breytingar í hinum almennu samningum „jafngildi tæplega 28 prósent hækkun launa í efsta launaflokki frá ágúst til desember 1984 og meira en 30 prósent hjá ýmsum þeirra, sem laun hafa fengið samkvæmt ákvörðun Kjaradóms”. Vel að merkja. Kjaradómur sækir meginforsendur sínar beint til samnings BSRB. BSRB er því einn helzti sökudólgur- inn. En stjórnvöld hafa hvergi tekið í spottann til að rétta hlut hinna lægstlaunuðu. Auðséð er, hver framvindan verður. Næst þegar samningar geta losnað, munu laun- þegar benda á miklar launahækkanir æðstu embættis- manna og segja, að þar eigi almennir launþegar inni um það bil tíu prósentustig í hækkun. Þetta mun þá bætast ofan á kröfurnar eins og þær ella hefðu orðið. Æðstu embættismenn geta sem hægast skírskotað til þess, að laun þeirra séu samt ekki há, „ef miðað sé við, hvað starfsbræður þeirra hafa á öðrum Norðurlöndum”. Þetta hefur þegar heyrzt. En hvaða íslenzkir launamenn hafa nú laun á við það, sem „sambærileg störf” veita á hinum Norðurlöndunum? Hefur verzlunarfólk það eða iðnverkafólk, hjúkrunarfræðingar eða kennarar, svo að eitthvað sé nefnt? Nei, laun hér eru miklu lægri en gerist á öðrum Norðurlöndum, hvort sem miðað er við krónu- tölur umreiknaðar eftir genginu eða við kaupmáttinn. Einhverjar stéttir hérlendis, til dæmis flugmenn, og sumir læknar, hafa jafnan sagt, að þeir geti sem auðveld- ast flutt sig til annars lands til að auka tekjur sínar. Þetta geta fleiri fullyrt, en einna sízt blessaöir ráðherrarnir. Kannski finnst sumum ekki mikið, þótt forsætisráðherra hafi sjöföld laun verkamanns. En miðflokkurinn sænski er ekki aflögufær um þingsæti, hvað þá ráðherrastól, fyrir Steingrím Hermannsson, ef hann flytti sig til Svíþjóðar. Orskurður Kjaradóms verður ekki gleymdur næst þegar samið verður. öðaverðbólgan nú gerir samnings- stöðuna slæma, og að samanlögðu er hætt við, að nýir verðbólgusamningar taki við á hausti komanda. Haukur Helgason. „Með breytingu þjóðfólags og skóla hefur orðið félagslega og fjárhagslega auðveldara fyrir nemendur, sem hœtt hafa í skóla, að taka upp þróðinn að nýju ef hugur stefnir til náms." Lenging skólaskyldu Meö fræöslulögunum 1907 gengur þjóöfélagiö í ábyrgð fyrir þvi að ung- menni fái lágmarksfræðslu. Afstaöa margra til skólagöngu var þá sú aö hún væri tímaeyðsla og geröi menn í besta falli óhæfa til að vinna gagn- leg störf. Foreldrar báru ábyrgð á kennslu barna yngri en 10 ára í lestri og skrift en um 14 ára aldur hófst brauðstritiö. Svo viröist sem yfirstjóm fræðslu- mála hafi þótt heimilin standa sig slælega í kennslunni því skólaskylda er færð niöur um tvö ár 1926 og um eitt ár tíu árum síöar. Hins vegar gátu skólahverfi til sveita sótt um undanþágu þannig aö börn væru ekki skólaskyld fyrr en 8, 9 eða 10 ára. Skólarnir munu þó hafa fylgst meö a.m.k. lestrarkunnáttu barnanna. Árið 1946 er skólaskylda enn lengd um eitt ár í þéttbýli, en nú í hina átt- ina, og lýkur með unglingaprófi. I sveitum taka nemendur þó víðast „fullnaðarpróf” ári fyrr og sennilega er ekki meira en rúmur áratugur síðan þaö var að fullu lagt niður. Sem stendur eru börn því skóla- skyld frá 7—15 ára aldurs. Breytt þjóðfélag ÞÓRIR JÓNSSON, SKÓLASTJÓRI, ÓLAFSFIRÐI. ustu árin áður og fyrsta áriö eftir að skólaskyldu lýkur ættu þó að hafa mikilli reynslu að miðla og eiga aö gera það. Við setningu Menntaskólans á Akureyri haustið 1954 sagöist Þórar- inn Bjömsson, skólameistari, álita að óþarfi hefði verið að lengja skóla- skylduna með fræöslulögunum 1946. Hann taldi ekki vafa aö 14 ára ungl- ingi, sem er áhugalaus í námi en hefur kost á einhverju starfi, sé starfið hollara og þroskavænlegra. Þessi orð Þórarins ættu menn að muna nú, 30 ámm síðar, þegar enn er talað um að lengja skólaskyldu. Mörgum unglingnum yrði skólinn að- eins dagvistarstofnun sem h'tið veitti annað en húsaskjól. Slíkt væru slæm örlög skóla sem samkvæmt lögum á ,,að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi”. • „í hugtakinu skólaskylda felst ekkert annað en skylda til að vera í skóla á þeim tíma og jafnlengi og löggjafinn ákveður." 1 skólahverfum þar sem í boði er skólaganga fyrir 6 ára böm og 16 ára. 0—9. bekkur, sækja þau undantekningarlitið skóla. Af því má draga þá ályktun að afstaða almenn- ings til skólagöngu sé nú önnur og jákvæðari en um aldamótin síðustu. Breytingunni ætti samfélagiö að mæta með þvi að gefa tækifæri til skólagöngu en ekki beita valdi og skipa fólki í skóla, að minnsta kosti ekki eftir að sjálfræði er náð um 16 ára aldur. Enn ber á því að menn, jafnvel kennarar, átti sig ekki á mun skóla- skyldu og fræðsluskyldu. I fræðslu- skyldu felst skylda foreldra tU að böm þeirra njóti menntunar sem geri þeim kleift að vera frjálsir þjóðfélagsþegnar í starfi og leik og einnig skylda samfélagsins tU að búa fólki skilyrði tU að afla sér þeirrar menntunar. Mér finnst eðUlegt að leggja aðal- áherslu á ábyrgð foreldra í þessu til- liti en samfélagiö aðstoði þá við fræðslu bamanna. Með skólaskyldu er ábyrgöin hins vegar tekin af herðum foreldranna og þeir veröa eins og þriðja hjól á vagni við uppeldi barna sinna. Hvað beri að gera ef foreldrar sinna ekki uppeldi barns, fræðslu og annarri menntun, er ekki ætlunin að fjalla um hér en að sjálfsögðu þarf aö tryggja rétt þess sem best. I hugtakinu skólaskylda felst ekk- ert annað en skylda tU að vera í skóla á þeim tíma og jafnlengi og löggjaf- innákveður. Ljóst er því aö afnám skólaskyldu þýðir ekki afnám fræðsluskyldu. I skólanum þar sem ég kenni, Gagnfræðaskólanum Olafsfirði, hefur þróunin verið sú hin síðari ár að þeim 8. bekkingum hefur f jölgað sem sækja um að setjast í 9. bekk. Fleiri nemendur sem hafa verið mót- snúnir námi í yngri bekkjum skólans hafa vUjað koma í 9. bekk. Nú er algjör undantekning ef 8. bekkingur kemur ekki i 9. bekk og hefur raunar verið um margra ára skeið. Varla er Olafsfjörður öðmvísi en önnur skóla- hverfi að þessu leyti. Eg get því með engu móti séð að nemendum sé ein- hver greiði gerður með því að skylda þá til setu í 9. bekk. Með því að hafa 9. bekkinn frjálsan vinnst hins vegar það að afstaða nemenda tU náms breytist. I fyrsta sinn eru þeir í skóla án þess að þeir séu knúðir af ópersónulegu ríkisvaldi en einmitt það er mikUl þyrnir í augum margra 7. og 8. bekkinga. Meö því að skylda 15—16 ára unghng tU skólagöngu er samfélagiö beinUn- is að segja honum stríð á hendur um þaö leyti sem þaö er einmitt að gefa honum nokkurt f rjálsræði tU að velja og hafna meö veitingu sjálfræðis 16 ára. Með breytingu þjóðfélags og skóla hefur orðið félagslega og fjárhags- lega auðveldara fyrh- nemendur, sem hætt hafa í skóla, að taka þráð- inn upp að nýju ef hugur stefnir til náms. Um það hef ég mörg dæmi úr meira en tveggja áratuga kennslu að nemendur, andsnúnir skóla, sem hættu eftir 8. bekk, koma nokkrum árum síöar, fuUir áhuga, og lyfta grettistaki í námi. Eg efa að skyldu- seta í 9. bekk hefði gert þeim gott og fuUyrði að þeir heföu lært lítið sem ekkert og aUra sist vinnubrögð, sem þó verður aö teljast aðalmarkmið náms. Skólamenn hafa furðulítið fjaUaö um reynslu sína af skólaskyldu ungl- inga. Þeir sem kenna ungUngum síð- Einhvem veginn virðist hafa bögglast fyrir brjóstinu á frændum okkar, Dönum, að leysa unglinga- vandamáUð með því að teygja skóla- skyldu lengra upp eftir táningaaldri. I Politiken birtist grein hinn 10. desember 1978, sem bar yfirskriftina „Neyöaróp frá 16 skólastjórum vegna ofbeldis nemenda”. Einn skólastjóranna segir að margir 15— 17 ára nemendur trufU kennslu á aUan hátt vegna þess að þeir sjái engan tilgang í skólaveru srnni en séu þar eingöngu af því að þess sé krafist af þeim. I sömu grein er einnig vitnað í orð fræðslustjórans í Helsingor. Hann segir: „Níu ára skólaskyldan hefur alls ekki orðið skólanum tU góðs og ég beiti henni Uka sveigjanlega, þ.e. útskrifa nemendur í 9. bekk sem geta komist í vinnu.” Niðurlag Stjórnvöld geta með öörum hætti en skólaskyldu fengiö ungUnga til náms í 9. bekk ef æskilegt telst vegna þess margfræga þjóðarhags. Greiða mætti niður námsbækur, veita nemendum verulegan námsfrádrátt ef þeir hafa tekjur en annars lækka .skatta framfærenda þeirra svo um munar. Þá mætti hækka ferða- og dvalarstyrki 9. bekkinga sem þurfa að sækja skóla utan heimabyggöar sinnar. Vera má að hægt sé að sykra ungum bömum svo skólaskyldu að þau veröi ekki fjandsamleg skóla. Ég tel það hins vegar útilokað þegar unglingar og f uUorðnir eiga í hlut. Þá gildir einu hve „góður skólinn er; sé fólk þvingað í hann með valdboði verður hann aldrei annað en leiðin- legkvöð. Þórlr Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.