Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985. 13 Borð fyrir þrjá I fyrstunni var framkvæmd lýð- ræðisins þannig, að allir tóku ákvarðanir á þorpstorginu eða sveitarþinginu. Síðan tók við sá siður aö fólkiö kaus fulltrúa sína og sendi þá á þingin og til stjórnunarstarfa. Þetta var eðlilegt, ekki síst meö tilliti til þess að samgöngur voru erfiðar og sambandsleysi milli sveita og landshluta. Fuiltrúamir fóru því með völd í umboði fólksins og án samráðs við það oft og tíðum svo mánuðum skipti. En hiö almenna valdaafsal til full- trúanna var ekki markmið. Það var ill nauösyn vegna aðstæðna. Nú eru aöstæður öðruvísi og betri. Vmsar hinna gömlu forsendna fulltrúa- lýðræðisins og miðstýringarinnar eru brostnar. Nú hefur fólk allar aðstæður til þess að ná ýmsum þeim völdum, sem það afsalaði sér. Þetta á við um heimaslóö og landsmál. Með nútíma tækni og samgöngum ætti fólk að geta haft hönd í bagga með stjómun mála, þó á kjörtímabili sé. Það ætti að greiða atkvæði um ýmsar meginlínur í stjórnmálum, framkvæmdir og þjónustu. Aðsetrum valdsins verður að fjölga og þau verða að færast til. Fólk á aö fá til sín völd heim í héruð og frá stjómmálamönnunum. Valdið á að dreifast frá stofnunum og embættismönnum til fólks eða kjör- inna fulltrúa þess. Þetta er eitt af fyrirferðarmestu verkefnum í stjómmálum Vesturlanda og sums staðar hefur framkvæmd þess tekið á sig þá skrýtnu mynd aö settar hafa verið upp sérstakar stjómarstofnan- ir, valddreifingarstofnanir, og jafn- vel sérstakir ráðherrar, valddreif- ingarráðherrar, til að hrinda vald- dreifingunni í framkvæmd. En hver er raunin hér, hvemig gengur fólki að ná völdum? 1 síöustu grein lýsti ég þeirri skoðun minni, að miðstýring væri eitt höfuöeinkenni íslensks stjórn- mála- og efnahagslifs. Hún lýsir sér áýmsanhátt. Miðstýring forstjóranna 1 fyrsta lagi er mjög rík tilhneiging til að fela ákveðnum stofnunum aö sjá um tiltekin verk- efni á landsvísu. Þetta á sér ákveðnar skýringar í fortíðinni, þegar hin stóm, samstilltu verkefni í atvinnumálum, samgöngum og félagsmálum kröfðust aðstööu, upplýsinga og sérþekkingar, sem var af skomum skammti. Nú er hins vegar öldin önnur. Nú er þekking, að- staöa og vilji til þess um allt land að ná verkefnum heim í héruð. En þeir sem þegar hafa völdin þráast við. Fróðlegt hefur verið að fylgjast meö tilraunum til að breyta starfsemi Framkvæmdastofnunar eöa leggja hana niður. Sjálfstæöisflokkurinn, sem í upphafi barðist gegn henni, hreiðraöi síðan vel um sig í henni og hefur ekki sýnt neina raunveralega tilburði til aö breyta starfseminni. A sama tíma og valddreifingar- stefnan fer um Vesturlönd, er íslenska ríkisstjórnin að áforma svo- kallaða Þróunarstofnun, sem verður stóikostlegasta miðstýringartilraun í íslensku efnahagslífi. Þar á að safna saman núverandi verkefnum Fram- kvæmdastofnunar, öllu sjóðadrasl- inu, sem nú er til, og eignarhaldi og Kjallarinn GUÐMUNDUR EINARSSON ALÞINGISMAÐUR í BANDALAGI JAFNAÐARMANNA vegna fámennis og sérstaks átrúnaðar á hæfileika einstakra manna. I hendur þeirra safnast þá valdataumar úr mörgum og gjarnan ólíkum óttum. Ætli það sé ekki skýr- ingin á því að dr. Jóhannes Nordal er æðsti embættismaður virkjunar- mála, áhrifamaður um iðnaöar- stefnumótun og í forsvari samninga um stóriðju og einhver voldugasti ráðamaður og ráðunautur landsins í lánsf jár- og peningamálum almennt. Atrúnaðurinn tekur ekki alltaf á sig svo stórkostlegar myndir. Til dæmis þykir nóg að Stefán Valgeirsson sé bæði alþingismaður og formaður bankaráðs Búnaöarbankans. Miðstýring vinanna I þriðja lagi verður miðstýring vegna ýmiss konar sambanda. Þau geta t.d. verið gegnum fjölskyldu- tengsl, skólagöngu, stjórnmála- flokka og félagastarfsemi af ýmsu tagi, svo sem samtök atvinnugreina, klúbba ýmiss konar og leynifélög. 1 þessum flokknum eru t.d. umfangs- mikil tengsl Sjálfstæðisflokksins inn- an fjármálakerfis þjóðarínnar. Sjálf- stæðisflokkurinn ræður yfir flestum • „Á sama tíma og valddreifing- arstefnan fer um Vesturlönd, er íslenska ríkisstjórnin að áforma svokallaða Þróunarstofnun, sem verður stórkostlegasta miðstýring- artilraun í íslensku efnahagsllfi." stjórnun allra ríkisfyrirtækja. — Þetta kalla sumir að minnka báknið. Miðstýring afburðamann- anna 1 öðra lagi verður miðstýringin stærstu fyrirtækjum landsins, þar sem era Eimskip, Hafskip, ISAL, Flugleiðir, svo nokkur dæmi séu nefnd. I Reykjavík eru þremenningar, sem borða reglulega saman. Allir era háskólamenntaðir, metnaðar- gjarnir baráttumenn á líkum aldri og mótaðir á líkan hátt, af Sjálf- stæðisflokknum, VSl, blaðamennsku á Morgunblaðinu og sameiginlegri útgáfu tímarits. Nú ræður einn þeirra Reykja- víkurborg, annar Vinnuveitenda- sambandinu og sá þriðji er formaður Sjálfstæðisflokksins. Sumir telja að það síöasttalda gæti orðið sameigin- leg reynsla þeirra allra áður en öldin er úti. Fámennisvald og sérhagsmunir Þetta samanþjappaöa vald fámennis og stofnana hefur auðvitað margvísleg áhrif. Hver skyldu áhrifin vera á lýðræðislega ákvaröanatöku og framvindu? Hvemig ætli yfirstjórn Lands- virkjunar gangi að sannfæra Seðla- bankann um að erlendar lántökur fyrii'tækisins séu í lagi, enda séu þær samkvæmt óskum áhrifamanna um iönaðarstefnu? Dæmin eru auövitað of mörg fyrir stutta blaðagrein, en staðreyndin er sú að áhrifa skrifstofuveldisins og miðstýringarinnar gætir á fjölmörg- um sviðum. Ahrifin eru neikvæð lýðræðinu, vegna þess að einstaklingurinn hefur hverfandi möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar eru og varða líf hans. Áhrifin era neikvæð hagsældinni vegna þess að ákvarðanir eru teknar af embættismönnum, sem era staddir langt frá viðfangsefninu og þekk ja það ekki sem skyldi. Ahrifin eru neikvæö heildarhags- munum þjóðarinnar, þar sem fámennisvaldið tekur ákvarðanir, sem oft era til þess aö þjóna sérhags- munum, sérhagsmunum einstakl- inga, fyrirtækja eða byggðarlaga. Guðmundur Einarsson. Kjaradómur hefur nú birt ákvörð- un sína um laun þeirra ríkisstarfs- manna er ákvörðunarvald dómsins nær til. Þar er að vonum margt sem vekur athygli. Laun þessara hæst launuöu starfsmanna ríkisins hækka að meðaltali um 5 til 6% meira en hjá öðrum ríkisstarfsmönnum sem þó háðu mánaöarlanga baráttu fyrir sínum prósentum. Hversu oft höfum við ekki heyrt söng ráðamanna þjóð- arinnar þess efnis að prósentuhækk- un megi ekki ganga upp allan launa- skalann. En hver trúir á slíkt nú eftir þennan dóm. Um niðurstöður kjaradóms er margt jákvætt. Ber þar sérstaklega að geta þess viðhorfs að meta starf til launa en fella niður aukagreiðsl- ur. Greinilegt er líka aö dómurinn hefur tekið tillit til dýrtíðar í þessu landi og gætt þess að fara ekki með lægstu launin, sem hann ákveður, niöur fyrir það lágmark sem þarf til að f ramfleyta meðalfjölskyldu. Hækkanir eru mismunandi hjá hin- um ýmsu starfshópum. Mesta at- hygli í því sambandi vekur 37% hækkun á launum þingmanna. Laun þeirra fara upp í kr. 56.970. Auk þess hækka kostnaðargreiðslur, eins og það er nefnt, verulega. Dómurinn virðist hafa komist að þeirri niður- stööu aö starf þingmanna hafi verið ranglega metiö. Mat á störfum Nú stendur yfir endurmat á störf- um kennara í landinu. Ýmsir hafa verið þeirrar skoðunar að störf þeirra væra ranglega metin, m.a. margir þingmenn og sumir ráöherr- ar. Nauðsyn væri því að bæta þar um. I kröfugerð fyrir nýgerða sér- kjarasamninga fóru kennarar fram á að byrjunarlaun þeirra yrðu kr. 26.400. Það var rekið upp mikið ramakvein á æðri stöðum og sumir fjölmiðlar lýstu því yfir með stórum fyrirsögnum að kennarar væru að sprengja alian launaskalann. Niður- staða þeirra samninga varð hækkun um tvo launaflokka eða kr. 1.286 fyrir byrjandi kennara. Stórkost- legt! Auk þess var samiö um greiösl- ur fyrir undirbúning og stílaleiðrétt- STORIDOMUR Kjallarinn KÁRI ARNÓRSSON, SKÓLASTJÓRI í FOSSVOGSSKÓLA ingar og getur orðið þegar best lætur sem næst einn launafl., um það bil kr. 700. Byrjunarlaun kennara samkv. þessu era þá kr. 20.136 plús kr. 700, samtals kr. 20.836. Ég held að þessi samningur sé einhver mesta niöurlægingin í allri samningasögu kennarasamtakanna og var þó margtslæmtfyrir. Eitt hundrað og fjörutíu prósent Nú skulum viö bregða okkur á nýjan leik yfir í kjaradóminn og gera samanburð á nýumsömdum kjörum kennara og dæmdum launum þing- manna. Eins og fyrr segir fá alþingismenn nú kr. 56.970 í mánaðariaun. Fyrir utan þetta er veruleg hækkun á kostnaðar- greiðslum sem fela í sér ýmis fríðindi sem kennarar hafa ekki. Eins og sýnt er í töflu er fylgir þessari grein er vinnutími þessara ^ „Niðurstöður dauðadómur stjórnvalda." kjaradóms eru á launastefnu tveggja starfshópa mjög svipaður þar sem hann er samþjappaður, en nær ekki jafnt yfir allt árið. Menntunarkröfur eru forsenda fyrir öðra starfinu en sanngjamt er að líta svo á aö menntun þessara starfshópa sé svipuð að „meðaltali”. En hver er svo launamunurinn? Hann er, segi og skrifa, 36.044. Er nú hægt að réttlæta slfkt með nokkru móti? Geta menn fundiö einhver rök fyrir því að alþingismenn eigi að hafa 140% hærri laun en kennarar hafa að meöaltali? Geta menn ímyndað sér að slík launapólitík stjórnvalda geti leitt tfi annars en styrjaldar á launa- markaði og flótta úr störfum sem svona era vanvirt? Stjórnendur Nú vUl svo einkennilega tU að munurinn á launum þingmanna og kennara er nákvæmlega þau laun sem skólastjóri fær fyrir að stjórna skóla með 500 nemendum. Laun hans eru kr. 30.018 að viðbættri fastri yfirvinnu kr. 6.000, eða samtals kr. 36.618. Það er ekki úr vegi að halda áfram með skólastjórann úr því hann flæktist inn í myndina og bera hann saman við einkamarkaðinn. Við skulum taka forstjóra sem stýrir fyrirtæki sem hefur 500 verkamenn í þjónustu sinni (með stærstu fyrirtækjum í landinu). Til að stjórna þeim hefði hann 22 háskóla- menntaða verkstjóra auk aðstoðar- forstjóra. Ég læt ykkur eftir að álykta um hans laun. En trúlegt þætti mér að hann hefði bUastyrk, sem skólastjórinn hefur að sjálf- sögðu ekki, og sömuleiðis frían einkasíma, en skólastjórinn þarf sjálfur að greiða sinn síma þó óhjákvæmUegt sé að nota hann mikið íþágu starfsins. Ef kjaradómur, sem er annað en kjaranefnd, hefði átt að ákveða laun kennara get ég ekki ímyndað mér annaö en byrjunarlaun þeirra yrðu einhversstaðaryfirkr. 40.000 (éggef þingmönnunum svohtiö fyrh- áhætt- una, það er ekki víst þeir hljóti kosn- mgu aftur) og laun skólastjóra í svipuðuhlutfalU. Dauðadómur Niöurstöður kjaradóms eru dauða- dómur á launastefnu stjórnvalda. Dómurinn hlýtur að opna augu manna fyrir þeirri valdníðslu sem fram kom af hálfu ríkisins þegar félagsmenn BSRB vora neyddú- tU að heyja langa og harða baráttu fyrU sínum smánarlaunum. Hvemig sem á það mál er litið verður ríkis- stjórninni einni um kennt að til verkfalls þurfti að koma. Að endingu vil ég taka fram að ég tel laun þing- manna ekkihá. Kári Arnórsson. TAKLA: SAMANEUREXJR A VINNUTlMA KENNARA OG ÞINGMANNA. Kennarl Albinglsmaður 1. Kennslustjndlr, (30,5 x 40/60 klst.) Þingfur.dlr (3x4 klst.) 20 1/3 klst. 12 klst. 2. KennaraAindir o.fl., nefndafundlr (2 x 2 klst.) 2 4 - 3- Viðtöl við nemendur o.fl. (2x2 klst.) Viðtöl viO kjósendur (5x2 klst.) 4 10 - 4. Námsmat, foreldrafundlr o.fl., Bréi'askrlftir þingmanna 3 1/6 - 8 - 5. Undirbúningur kennslu, undlrbúningur mála 13 1Á - 12 - 6. Xarrihié 3 3 - Sam tals á sto.rfsviku 45 3Á - Aí^- Vinnutimi í leyfum, éætl. 3-4 vikur 4-6 vikur Starfstíml akóla, þlngs. 8-9 mán. 7-8 mán. Auk þessa eru fundir í fastanefndum sem dreifist misjafnt fx alþingismenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.