Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 39
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985. . 39 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Einhvorjir royndu oö skjóta flug- oldum upp á gamlárskvökt. Flugeldur í heimsókn Veðrið í Reykjavík á gamlárskvöld var ekki beint tll þess fallið að skjóta upp flugeldum. Sumlr bitu þó á jaxlinn, gáfu skit í rokið og drlfu sig út á lóð með sprengjur og eldflaugar eins og hermenn i vígahug. Við svona aðstæður geta reyndar saklausustu menn orðlð jafn- hættuiegir og þrautþjáifaðir hermenn. Vopnln vilja nefni- lega taka völdin. Þetta tlltekna gamlárs- kvöld fór heimillsfaðir í Reykjavik með ungan son sinn út til að skjóta upp flugeldum. Eftir nokkra bar- áttu við vindlnn tókst að hemja flugskeytið á jörðinni og var þá borinn að þvi eldur. Upp fór það en ekki hátt. Skyndilega tók það stefnu þvert til hliðar og hvarf. „Sástu hvert rakettan fór?” spurði pabbinn stráklnn. „Já, hún fór þarna tnn,” svaraðl strákur og benti á opnar svaladyr á húsi skammt frá. Rétt í þvi kom maður þar út og skimaði i krlngum sig, sneri svo aftur inn og lokaðl rækilegaáeftir sér. Jólamynd á myndbandi Myndbandaleigur á Akur- eyri hafa gjörsamlega skákað Borgarbíói meö þvi að bjóða fólki miklu nýrri myndir og oft betri. Annað- hvort er fyrir þá aðlla sem þar ráða bióinu að hef ja bar- áttu eða bara snúa tánum upp í eitt skipti fyrir öil. Um jólin ætlaði Borgarbió eltthvað að slá um sig og aug- lýsti tslandsfrumsýningu á myndinni Trading Places sem var kölluð Vistaskipti. Slíku frumkvæði eiga Akur- eyringar sannarlega ekki að venjast en þeir höfðu bara aðra möguleika. Sjónvarps- búðin auglýsti þessa mynd til ieigu á myndbandi. Forstjórl Háskólabíós varð æfur við þetta, enda var það hann sem lánaði Borgarbíói myndina. Hann talaði við eiganda versiunarlnnar sem féllst á að taka jólamynd Borgarbíós af leigulistanum. ÞaS verður vafalaust margt góm- sætt á borðum þegar Sjalllnn efnir tll þorrablóts. Ómar, þorrablót og Ríó t einu korninu að norðan á mánudaginn var sagði frá Ómari Ragnarssyni í aldar- f jórðung sem er orðið aigjört ,4>it” norðan f jalla. Var nefnt að líklega yrðl að festa mann- inn þar fram á vorið og er það greinllega að fara svo. Eftir- spurnin mun vera svo gifur- leg alls staðar frá að nú er vist ákveðið að Ómar komi enn 8. og 9. febrúar, 22. og 23. mars og iiklega um páskana. En þó Ómar hafi tekiö við hlutverki My Fair Lady í að trekkja til Akureyrar kvisast að fleira sé á döfinni fólki til skemmtunar. Áthátiðin þorri er að byrja og helsta nýjung sem heyrist um á Akureyri er að Sjailinn ætiar að efna til allsherjar þorrablóts i heföbundnum stíl. Upp koma gömlu trogin og svo verður setið og etið elns og hver getur, drukkið líka. Þorrinn líður svo og góan en Ríó syngur í Broadway og mun vera nokkur áhugi fyrir að þeir söngfuglar komi norður í Sjallann síðar. Veturinn er búinn Vetur hefur enn enginn verið víðast hvar á landinu en eitthvað var Vikuvölvan að spá snjó. Hins vegar er miklu betra að trúa veðurspámanni sem Dagur á Akureyri teflir fram á mánudaginn var. Hann er að minnsta kosti nógu jákvæður. Er veturinn þegar liðinn? Þannig er spurt í fyrirsögn á forsíðu blaðsins og vitnað þar í spámanninn. Sá spáði líka nokkrum sinnum í fyrra fyrir Dag með ágætum árangri. Veðurspámaðurinn hefur þetta að segja: „Eg sé ekki að það elgi eftir að koma neln harðindl það sem eftir er vetrar. Að visu getur komið snjóföl en það verður ekkert meira og veturinn í heild verður betri en í fyrra. Veður- far 1 janúar og febrúar verður mjög hagstætt, að vísu nokkur úrkoma en hún verður fremur krap eða rign- ing en snjór.” Auðvitað er verið að spá fyrir Norðurland en það geta aliir tekið þetta tii sin sem vilja. Umsjón: Jón Bladvin Hofídórsson. GREIÐENDUR Á bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að í reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. Hutningspeninga og greiðslu far- gjalda milli heimilis og vinnu- staðar. Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 21. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI Íþróttakennarar — Starfshópar Júdófélag Reykjavíkur vill leigja út tíma í sal félagsins, hentar vel fyrir leikfimi. Einnig gæti annar lítill salur, ca 32 m2, verið laustil leigu. Gufubað. ATH. Stutt frá Hlemmi. Upplýsingar í síma 32140 á vinnutíma. Lærið bridge Lærið bridge Námskeið Bridgeskólans janúar—mars 1985 Byrjendur: 22. janúar—26. mars, 10 þriðjudagskvöld kl. 20—23. Lengra komnir, framhaldsflokkur: 21. jan,—25. mars, 10 mánudagskvöld kl. 20—23. Kennslustaður: Borgartún 18. Upplýsingar og skráning í síma 19847. Bridgeskólinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.