Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Page 45
45
t
Sviðsljósið
Tamzin Roeder fókk að fara heim eftir vikudvöl á sjúkrahúsinu.
Með
fötlegg
úr
bavfana
Lœknirinn Jack Schoeman.
Mörgum er vafalaust enn í fersku
minni aö hjarta úr apa var grætt í ung-
barn í BandaHkjunum seint á síðasta
ári. Þótt þaö heppnaðist ekki sem
skyldi hafa menn engan veginn gefist
upp á aö nota líkamshluta úr öpum til
aö bæta mein mannfólksins. Nýlega
var græddur í fót ungrar stúlku í Suð-
ur-Afríku leggur úr bavíana. Stúlkan,
sem heitir Tamzin Roeder, hafði frá
fæðingu þjáðst af óbætandi meini í fót-
legg. Allar tilraunir til lækningar fóru
út um þúfur þar til læknunum hug-
kvæmdist aö nema burt hluta af leggn-
um og setja legg úr bavíana í staðinn.
Nú að nokkrum vikum liðnum er ekki
annað vitað en að aðgerðin hafi heppn-
ast fullkomlega. Læknamir segja að
innan fárra vikna losni Tamzin úr gifs-
inu og geti eftir það gengið eins og ekk-
ert hafi í skorist.
Mary Decker er hæstánægfl mefl nýja eiginmanninn, Richard Slaney.
Tárin
eru
Zola Budd fagnaði sigri í Ziirich
um áramótin.
Olympíuleikamir á síðasta ári urðu
sem kunnugt er ýmist tilefni gleði- eða
reiðitára. Stöllumar Zola Budd og
Mary Decker grétu beiskustu tárunum
eftir sögulegan endi á 3000 metra
hlaupinu. Þær hafa nú tekið gleði sína
á ný. Zola byrjaði nýja árið með sigri í
fyrsta stórhlaupi ársins. Slæmar minn-
ingar frá ólympíuleikunum ætla þvi
ekki að verða henni fjötur um fót á
hlaupabrautinni í framtíöinni. Af Mary
Decker er það að segja að hún gekk
öðru sinni í heilagt hjónaband um ára-
mótin. Hún hefur og lýst þvi yfir að hún
muni sækja gull á ólympíuleikana í
Seoul árið 1988.
ÞórskabareU'.
* fSS-'* -
•. atSS-** i
f/ —-z: -ss
Y j'/ þríréttaöur
pónlk095hnnuVi
nansband Onnu
Pantió borö
tímanlega.
— Sími23333
og 23335
Staður hinna vandlátu