Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Síða 48
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og tfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-56. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MANUDAGUR 14. JANUAR 1985. Skemmdri flugvélinni ýtt inn i flug- skýli. DV-mynd JBH Akureyri. r Ohapp á Akureyrarflugvelli: Flugvél hentist til hliðarog stakkstánefið frá Eins hreyfils kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar hlekktist á í flug- taki á Akureyrarflugvelli í gær- morgun. Talsveröar skemmdir uröu á flugvélinni en flugmaöurinn, sem var einn í vélinni, slapp ómeiddur. Flugmaðurinn, sem er nemi í flug- skólanum, var að æfingum nyrst á flugvellinum. Hann átti aö taka á loft í suður. Talsverður hliöarvindur var á flugbrautinni. Flugneminn missti stjórn á vélinni meö þeim afleiðingum aö hún stakkst á nefið austur af braut- inni. Að sögn sjónarvotts, hentist flug- vélin skyndilega til hliðar. Vélrn var í þann veginn að lyftast af brautinni þegar óhappið varð. Skemmdir á vélinni hafa ekki verið fullkannaðar. Nefhjól er brotið, skrúfan bogin og vængendarnir báöir skemmdir. Flugvélin er af geröinni Piper Tomahawk og ber einkennis- stafina TF-JMF. -KMU/JBH, Akureyri. Lögregluleitað litlum dreng Fimm ára drengs var leitað af lög- reglunni í nótt. Þegar liðið var á kvöld og strákur hafði ekki skilaö sér heim var lög- reglan beðin um aðstoð. Um hálfeitt- leytið í nótt fannst hann sofandi heima hjá kunningja sínum. Að sögn voru félagarnir að leika sér. Höfðu þeir otlið út af án þess að foreldramir yrðu varir við gestinn. EH. Bílstjórarnir aðstoða senDiBíLRSTöÐin LOKI Þeir hittu vei í Hamra- horginni! RÓNARNIR SESTIR AÐ A MNGVÖLLUM Otigangsfólk virðist hafa flutt sig af götum Reykjarvíkur í Þingvalla- sveit. Lögreglunni í Ámessýslu hafa að undanförnu borist fjölmargar til- kynningar frá sumarbústaða- eigendum við Þingvallavatn um að brotist hafi verið inn í bústaöi og dvalið í þeim í óleyfi. Kona nokkur var í síðustu viku handtekin þrívegis fyrir að hafa farið inn í bústaöi á svæðinu. Lög- reglan ók henni til Reykjavíkur, yfir- heyrði hana þar en sleppti henni síðan. Flökkukonan hélt jafnharöan aftur á Þingvöll. Þannig hefur leikurinn verið að endurtaka sig undanfarna daga. Konan gekk laus um helgina. Gmnur leikur á að fleiri flækingar en þessi kona hafi að undanförnu leitað sér skjóls í sumarbústööum meðfram vesturbakka Þingvalla- vatns, allt frá Valhöll og suður í Grafning. Utigangsfólkið leitar að einhverju matarkyns og sefur í bústöðunum en skemmir lítið. -KMU. Logreglufölk leggur hald í myndbandið umdeilda i Hamraborginni. The Hit með John Hurst i aðalhlutverki náði ekki til mörg hundruð íbúa. DV-mynd KAE Margirþekkja stórsvindlara Þrátt fyrir fjölmargar ábendingar er stórsvindlarinn er DV birti mynd af á föstudaginn enn ófundinn. Sveik hann sem kunnugt er 125 þúsund krónur út úr bankakerfinu en var myndaöur við iðju sína. Hefur ekki sést tilhanssíðan. „Við athugum allar ábendingar,” sagði Helgi Daníelsson hjá Rann- sóknárlögreglunni, ,,en böndin hafa ekki þorist að einum manni umfram aðra.” -EIR. Brotist var inn í pósthúsið viö ■Amarbakka í Breiðholti á laugardags- nótt. Heyrðu íbúar í blokk við Eyja- bakka brothljóð og gerðu lögreglunni viðvart. Fjórir menn vora handteknir á staðnum. Höfðu þeir brotið rúðu á hurð bakdyramegin og komist inn í pósthús- iö. Þar höfðu þeir raslað veralega til. Að sögn urðu engar veralegar Iskemmdir. Ekki tókst innbrotsmönn- unum að komast yfir verðmæti. -EH. Næturheimsókn í Hamraborgina: Lögreglan stöðvar myndbandasýningu Rétt fyrir miönætti í nótt stöðvaði lögreglan útsendingar á kvikmynd í kapalkerfi í íbúöarblokkinni Hamra- borg í Kópavogi. Ráðgert hafði verið að sýna bandarísku kvikmyndina The Hit með John Hurst í aðalhlut- verki en Regnboginn hefur einkarétt á sýningu þeirrar myndar hérlendis. Ætlar reyndar að frumsýna hana á morgun. , ,Við sættum okkur ekki lengur við að verið sé að sýna myndir okkar hvar sem er,” sagði Jón O. Ragnars- son í Regnboganum í morgun. „Mér er kunnugt um að mynd þessi var leigð á myndbandaleigu í höfuðborginni og þessi aðgerð okkar er aðeins upphafið að öðru og meira. Samtök rétthafa myndbanda hafa fjölgað í starfsliði sínu aö undan- fömu og eftirlitið verður stórhert,” sagði Jón 0. Ragnarsson. Rúmlega 100 íbúðir eru tengdar kapalkerfinu í Hamraborginni í Kópavogi. Að sögn sýningarmanns- ins urðu íbúarnir aö sitja fyrir fram- an svarta skermana eftir að út- sendingum sjónvarpsins lauk í gær- kvöldi. Ekkert aukamyndband var til staðar í staö The Hit. „Ekki vissi ég að þetta væri ólöglegt. Eg hélt aö hægt væri að treysta myndbandaleigum,” sagöi sýningarmaðurinn. -EIR. Alger misskilning- ur hjá Þorsteini — segirJón Helgason um yfirlýsingar Þorsteins PálssonaríDV „Þetta er alger misskilningur hjá Þorsteini Pálssyni, annað er ekki um það að segja,” er svar Jóns Helga- sonar landbúnaðarráðherra við gagnrýni formanns Sjálfstæðis- flokksins á breytt k jamfóðurgjald. Með nýrri reglugerö tvöfaldaöi flokkanna sem ekki er hægt annað en ráðherrann kjamfóðurgjald ali- líta mjög alvarlega á,” sagði Þor- fugla- og svinabænda en lækkaði steinn Pálsson í DV á laugardaginn. gjald fjár- og nautgripabænda um Þorsteinn sagði stjórnarflokkana þriðjung. „Þama hafa orðið veruleg hafa gert samkomulag um hækkun mistök í samskiptaháttum stjórnar- kjamfóðurgjalds til síðustu ára- móta. Gert hafi verið ráð fyrir sam- ráöi þeirra ef til frekari breytinga ætti að koma. Það hafi brugðist. Von er á greinargerð frá landbúnaöar- ráðherra um málið innan tíðar, að hanssögn. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.